Morgunblaðið - 12.06.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.06.1996, Blaðsíða 1
SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG PRENTSMIÐJA MORGUNBLAOSIIMS MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ1996 BLAD illi; 120 fiskiker til Eistlands og Filippseyja BORGARPLAST gekk frá sölu á alls 120 fiskikerum á sýningunni Fisch Bremen, sem lauk í Þýzkalandi á mánudag. 84 ker fara til fyrirtækis, sem heitir Makrill í Eistkndi og 40 til Filippseyja. Þorsteinn Óli Sigurðs- son, sölu- og markaðsstjóri Borgar- plasts, segir að þetta sé í fyrsta sinn sem fyrirtækið selji fiskiker til Filippseyja, en töluvert af kerum hafi áður farið til Eistlands. Kerin utan í gámum Kerin fara utan í gámum nú fljót- lega eftir sýninguna. Borgarplast var á sýningunni í Bremen fyrir tveimur árum og gekk þá mjög vel. „Þetta er miklu rólegra nú,“ segir Þorsteinn Óli. „Sýningin er reyndar stærri nú, en gestir virðast vera færri og við höfum fengið minna af fyrirspurnum nú en þá, þrátt fyrir að þessir sölu- samningar hafi verið gerðir.“ LÍNAN BEITT Morgunblaðið/Robert. Scbtnídt • GUÐBJÖRN Kristmannsson, útgerðarmaður Berta G. ÍS frá Suðureyri beitir línuna. Fersku fiskfiökin frá SH vekja athygli í Þýzkaiandi íslenzk fyrirtæki sýna afurðir sínar í Bremen NOKKUR íslenzk fyrirtæki í sjávarútvegi og tengdum grein- um tóku þátt í sjávarútvegssýn- ingunni FISCH Bremen í Þýzka- landi, flest í fyrsta sinn. Þorgeir Pálsson, starfsmaður Utflutningsráðs íslands, segir að fremur rólegt hafi verið yfir sýningunni, en greinilegt sé að hún sé góður kostur fyrir þá, sem vinna að fullvinnslu sjávarafurða og innflutningi til Þýzkalands og annarra nálægra landa. Dótturfyrirtæki SH í Þýzkalandi, IFPG, var nú með bás á sýningunni í fyrsta sinn. Meðal þess sem vakið hefur athygli hjá fyritækinu eru fersk íslenzk fisk- flök seld undir vörumprkinu Icelandic. 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna Viðtal 5 Sigfús Jóhanns- son á Þingeyri n/larkaðsmál 0 Rauðagullið skilar sífellt meiri verðmætum á land Greinar 7 Sveinbjörn Jóns- son sjómaður Sýningin í Bremen stóð dagana 7. til 10. júní og var hún nú haldin í fimmta sinn. Islenzku sýnendurnir eru nú, auk Útflutningsráðs og IFPG, sjáv- arútvegsráðuneytið, fjárfestingaskrif- stofa íslands, samstarfsvettvangur sjávarútvegs og iðnaðar, Plastprent, íslenzkt margfang og dótturfyrirtæki þess, Lundi, Marel, Sæplast og Borgar- plast. Reyktar afurðir áberandi Þorgeir Pálsson segir að þessi sýning sé heldur stærri en Evrópska sjávaraf- urðasýningin, sem haldin er í Brussel. Fjölbreytni meðal sýnenda sé mjög mikil, en yfirbragðið ekki eins alþjóð- legt og í Brussel. Sýningargestir séu til dæmis flestir Þjóðverjar þó sýnendur komi mjög víða að. Þá bendir Þorgeir á, að þróun í afurðum sé mjög áber- andi og séu menn langt komnir í fram- leiðslu tilbúinna rétta og pakkninga á laxi og rækju. Þá séu reyktar afurðir mjög áberandi. Tómas Óli Jónsson, framkvæmda- stjóri Lunda, segir að þeir séu að taka þátt í sýningunni í fýrsta skipti. Áherzl- an sé á lagmeti, kavíar og frystar fisk- afurðir og hafi viðtökur verið góðar. Góðar undlrtektlr Kristján Hjaltason, framkvæmda- stjóri IFPG, segir að vel hafi gengið á sýningunni, en tækifærið hafi verið notað til að kynna afurðir SH auk af- urða frá Islenzku frönsku og Víði í Garði. „Undirtektir á sýningunni hafa verið mjög góðar og fersku flökin sem við erum að flytja hingað inn að heiman koma mjög sterk út. Við vinnum að markaðssetningu þeirra undir vöru- merkinu Icelandic og í búðunum fylgir þeim bæklingur með upplýsingum um veiðar og vinnsluferli á fiskinum auk uppskrifta. Það er greinilegt að nýjung- ar í framleiðslu fyrirtækja innan SH eru að skila sér vel á markaðnum hér,“ segir Kristján. Fréttir Markaðir Hollustan um Loðnan 44% borð aukin fiskaflans • FÆÐI sjómanna getur oft á tíðum verið nokkuð ein- hæft og er gjarnan feitmeti á borðstólum um borð. Eim- skip hafa vegna þessa haft á sínum snærum næringar- fræðinga til að kanna sam- setningu fæðisins um borð í skipunum og bæta hollustu í fæði með það að markmiði að bæta heilsufar starfs- manna./2 Bretar fækka ekki skipunum • BRETAR hafa brugðist mjög illa við tillögum Evr- ópusambandsins, ESB, um að þeir skeri niður fiskiflot- ann um 40% og segjast ekki munu sinna því fyrr en tekið verði á kvótahoppinu svo- kallaða. Þá er átt við, að útlendingar láti skrá skip sín í Bretlandi og veiði síðan úr breska kvótanum. I Bret- landi er það almenn skoðun, að nú þegar sé búið að skera fiotann niður við trog vegna óheiðarlegrar samkeppni - við erlend fiskiskip og vegna minnkandi fisk- stofna./3 Betri veiði á hattinum • VEIÐI íslenskra skipa á Flæmska hattinum hefur verið með skárra móti und- anfarna daga eftir fremur dræma veiði að undanförnu. Valdimar Bragason, út- gerðastjóri hjá UD á Dalvík sem gerir út Snæfell SH ásamt Snæfellingi hf. á Ólafsvík, segir að veiðin sé þokkaleg og hafi einkum verið að aukast í lok síðustu viku. Hann segir aflann hjá Snæfellinu hafa verið að jafnaði um 7 tonn á sólar- hring en síðan hafi veiðin eitthvað aukist á fimmtudag og föstudag./4 Yeltuaukning hjá Formax • MIKILL uppgangur hefur átt sér stað Igá iðnfyrirtæk- inu Formax hf. á undanförn- um árum en fyrirtækið framleiðir m.a. ýmsan bún- að fyrir sjávarútveg. Velta fyritækisins hefur aukist um 25-40% á ári og segir Ólafur Sigmundsson, fram- kvæmdasljóri, að nú sé fyrirtækið komið í stærra húsnæði sem bjóði enn meiri möguleika til stækkunar ef þörf sé á./8 • LOÐNAN er uppistaðan í fiskafla okkar Islendinga, eða um 44% á síðasta ári. Heildarafli þá varð rúmlega 1,6 milljónir tonna, þrátt fyr- ir samdrátt á botnfiskafla, einkum þorski. Afli uppsjáv- arfiska, loðnu, síldar og slíkra fiska, fór í fyrsta sinn í sögunni yfir milljón tonn og jókst um 11% frá árinu áður. Næst á eftir loðnunni kemur síld, sem er 18% heild- araflans og munar þar iniklu um veiðar á norsk-íslenzku síldinni. Þorskurinn er svo í þriðja sæti í aðeins 13% og er svo lágt hlutfall sjaldséð á íslenzkum aflatölum. Heildaraflínn 1995 6% krabbi ogskel '•% annað- 2% grálúða 7% karfi 3% utsi 4%ýsa 13% þorskur Þorskurinn verðmætastur Aflaverðmœtið 1995 • ÞEGAR litið er á verðmæti einstakra tegunda er allt ann- að uppi á borðinu. Þorskur- inn er þar í forystu með 27%, en loðnan skilar eins 7% heildar verðmæta og síldin 3%. Rækjan er komin í annað sætið með 19% verðmætanna, þó hún sé aðeins örfá prósent heildaraflans. Karfi skilaði lengi vel næstmestum verð- mætuin, en hann hefur nú fallið niður fyrir nekjuna, enda rækjuafli aukizt mikið á síðustu árum, en karfaafli minnkað. Fjóða verðmætasta tegundin er svo grálúðan, sem sjkilar 9% heildarverð- mæti, þó aflinn sé aðeins 2% af heildinni./6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.