Morgunblaðið - 12.06.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.06.1996, Blaðsíða 2
2 D MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR GÆÐI KARFANS KÖIMNUÐ • ALLIR frystitogarar í V estmannaeyj u m lðnduðu á sjómannadaginn. Þá voru staddir í Eyjum Japanar til að skoða gæði karfans sem virtust vera í góðu lagi. Á myndinni má sjá frá vinstri: Jónas Hallgrimsson frá Nes sem selur fyrir Vestmanney VE, Magnús Kristinsson út- gerðamann, Suzuki sem er Morgunblaðið/Sigurgeir starfsmaður K&T Inc., Takahashi framkvæmda- stjóra K&T Inc., Sigurbjörn Árnason stýrimann og Birgi Þór Sverrisson skipstjóra. Bæta hollustu í fæði um borð í skipum Eimskipa FÆÐI sjómanna Næringarfræðingar koma ffiSkJÍS með tillöffur til úrbóta hæft er aarn: ° an feitmeti a borðstólum um borð. Eimskip hafa vegna þessa haft á sínum snærum næringarfræðinga til að kanna samsetningu fæðisins um borð í skipunum og bæta hollustu í fæði með það að markmiði að bæta heilsufar starfs- manna. Næringarfræðingarnir Anna El- ísabet Ólafsdóttir og Borghildur Sigurbergsdóttir skoðuðu fæði um borð í tveimur skipum Eimskipa, Laxfossi og Brúarfossi, og störfuðu þær mjög náið með brytum þessara skipa. Þær skoðuðu samsetningu fæðisins og héldu í framhaldi af því námskeið fyrir alla bryta Eim- skipa þar sem kynnt voru mann- eldismarkmið í fæði auk verklegrar kennslu þar sem sýnt var fram á að hægt er að búa til góðan mat úr hollu hráefni. Niðurstöður nær- ingarfræðingana sýndu að fæðið um borð var of fituríkt og meiri áherslu þyrfti að leggja á græn- meti til að minnka fitu og auka trefjar, vítamín og steinefni í fæð- unni. Dagþór Haraldsson í skipa- rekstrardeild Eimskipa segir að til- gangurinn með þessu hafi verið að hvetja starfsmenn fyrirtækisins til heilbrigðis í matarvenjum og stuðla að bættu heilsufari. Eitt árið hafi ijórir starfsmenn Eimskipa farið í hjartaaðgerð og þetta væri þáttur fyrirtækisins í að bæta heilsufar starfsmanna sinna. Samið við Mátt Dagþór segir það staðreynd að vinnan um borð í skipunum sé ein- hæf og bjóði ekki alltaf upp á mikla hreyfingu. Eimskip hafi því einnig samið við líkamsræktar- stöðina Mátt um sérstök kort til handa starfsmönnum sínum sem hægt er að leggja inn oftar en venjuleg kort. Það sé auk þess mikilvægt að fæðið sé rétt sam- sett auk þess sem þetta sé tilbreyt- ing í daglegu lífi skipverja. „Við höfum nýlega gert könnun meðal bryta og skipstjóra um borð í skip- unum og okkur sýnist sem fæðið hafi breyst og áhafnirnar hafi meiri áhuga á léttara fæði,“ segir Dagþór. Saltfiskur og skata á laugardögum Finnbogi Aðalsteinsson bryti segir að skipveijar hafi yfirleitt tekið mjög vel í þessa nýjung í fæðuframboði. Hann sagði þó að sjómenn væru mjög fastheldnir og því væri þetta langtímaverkefni og fæðinu breytt hægt og bítandi. „Við sjáum til þess að þeir sem vilja léttara fæði geti fengið það. Auk þess höfum verið að kippa einni og einni fæðutegund út af matseðlinum og draga þannig úr fítuneyslu. Ég efast hins vegar um að nokkur hafi tekið eftir því. Það er rík hefð fyrir mjög fituríkum mat um borð og til dæmis er löng hefð fyrir því í skipum Eimskipa að hafa saltfísk og skötu með floti á laugardögum. Við erum því að vona að smátt og smátt verði yngri menn um borð meðvitaðri um holl- ustu í fæði, en það hefur komið okkur á óvart hve þeir eldri hafa tekið mikinn þátt í þessu líka,“ segir Finnbogi. Danir með mikið í Síldarsmugunni DANIR hafa nú veitt meira en 50.000 tonn af norsk-íslenzku síld- inni í Síldarsmugunni. Veiðar dönsku skipanna ganga vel og eng- in vandkvæði hafa verið á því að selja aflann. Talið er að afli dönsku skipanna úr þessum síldarstofni sé um helmingur þess sem skip frá Evrópusambandinu hafa tekið úr honum í vor. Það bendir því til þess að afli ESB-skipa sé orðinn um 100.000 tonn. ESB komið langt í 150.000 tonnin Evrópusambandið virðist því langt komið með að ná því sjálf- dæmi, sem það setti sér, eða 150.000 tonnum. Danirnir landa hvar sem þeit' koma því við. það er að segja í Datimörku, á Hjalt- landi og Skotlandi auk Færeyja. Norskar og íslenzkar verksmiðjur taka ekki á móti síld af skipum Evrópusambandsins, þar sem ekki er í gildi samkomulag þessara þjóða við Sambandið um nýtingu síldar- innar. Á tímabili var talið að Færeyinga myndu heldur ekki taka á móti síld að skipum ESB, en sá ótti hefur enn reynzt ástæðulaus. Færeyingar stunda veiðarnar einnig af miklum þrótti^ en skipin þaðan landa gjarn- an á Islandi og því skapast svigrúm annars staðar fyrir dönsku skipin. Dönsku skipin eru þau einu frá Evrópusambandinu, sem leggja áherzlu á veiðar á síldinni til mann- eldisvinnslu. Aðeins hluti aflans gengur þó í slíka vinnslu eða um 25 til 30%, en einstaka bátar hafa þó náð að koma öllum farminum til manneldis. Heimild: Fiskaren Gengnr illa á línu á Reylganeshrygg LÍNUVEIÐAR á Reykjaneshrygg hafa gengið erfiðlega en Kristrún RE hefur verið þar að veiðum að undanförnu. Jón Ásbjörnsson, for- stjóri Fiskkaupa, útgerðar Krist- rúnar RE, segir þessar veiðar of dýrar til að standa undir sér. Kristrún RE hefur verið að veið- um fyrir utan lögsöguna á Reykja- neshrygg að undanförnu og segir Jón veiðarnar hafa gengið erfiðlega þar sem botninn þar sé erfiður. Þeir leggi á um 400 faðma dýpi og það sé erfitt að slæða línuna upp þegar hún slitni. Hafa farið þrjá túra „Þeir hafa verið með 9 millimetra línu en það stendur ekki til að íjár- festa í nýrri línu. Hún er einfaldlega of dýr og eftir að línutvöföldunin var afnumin borgar sig ekki að fara þangað aftur. Það er til sver- ari 11 millimetra lína og hún er eðlilega betri en botninn þarna er þannig að þegar að línan festist losnar hún ekki svo auðveldlega aftur, sama hversu sver hún er. Góðar græjur duga bara ekki til,“ segir Jón. Kristrún RE hefur nú farið þijá viku túra með línuna út fyrir lög- söguna á Reykjaneshrygg og segir Jón að hún hafi komið í land með lítinn afla í öll skiptinn. Aflinn sé að langstærstum hluta karfi en einnig sé nokkuð af keilu, löngu og lúðu. „Það er nægur fiskur þarna en það er bara erfitt að ná honum upp. Það fer mestur tími í að slæða upp veiðarfærin en það er mjög erfitt og við höfum tapað línu. Það hefur verið norskur línubátur á svipuðum slóðum en hann hefur lent í svipuðu brasi með festur og tapað línu. Gefast upp á línu utan landhelgi Við höfum því gefist upp á línuveið- um utan landhelginnar. Þessi veið- arfæri eru of dýr og síðan breytist allt útgerðamynstur eftir að línutvö- földunin var tekin af. Kristrún er að veiðum inn í landhelginni núna mun taka þessar utankvótategundir á línuna. Síðan er ætlunin að taka þorskkvótann í net í sumar,“ segir Jón. Meira til Eistlands NORÐMENN hafa aukið fiskútflutning til Eistlands verulega á skömmum tíma. Árið 1992 seldu þeir Eistlendingum 8 tonn af fiski að verðmæti rúmlega ein milljón króna. Á þremur árum hefur þessi sala vaxið í 11.204 tonn að verðmæti um 400 milljónir íslenzkra króna. Norðmenn eru því orðnir mikilvægustu seljendur á fiski til Eistlands, en salan byggist nær eingöngu á síld og makríl. Prófa að vinna síld til manneldis SÍLDVEIÐI gengur vel þessa dagana og streyma skipin í land með fullfermi. Jón Kjartansson SU landaði fullfermi á Eskifirði í gærmorgun og fer ekki á mið- in aftur og eru þá öll skip Hrað- frystihúss Eskifjaðar hætt síld- veiðum. Minni áta hefur verið í síldinni en áður en hún er þó ekki orðin nógu góð til manneld- is ennþá. í Neskaupstað fengust þær upplýsingar að fyrirhugað væri að setja síld í kælitanka Beitis NK í næsta túr og prófa að vinna til manneldis. Beitir NK landaði 1100 tonnum á Nes- kaupsstað í gær og Gígja VE um 700 tonnum. Nú hafa borist á land alls 145 þúsund tonn af sild úr norsk- íslenska síldarstofninum sam- kvæmt tölum Samtaka fisk- vinnslustöðva og eru þá um 37 þúsund tonn eftir af heildark- vóta. Mest hefur verið íandað hjá Hraðfrystihúsi Eskifjarðar, alls 28.900 tonnum en þar af eru um 11.000 tonn af erlendum skipum. Þá hafa um 20.500 tonn borist á land hjá Síldarvinnsl- unni hf. á Neskaupsstað og rúm 18.000 tonn hjá SR Mjöli á Seyð- isfirði. Rúmum 12.000 tonnum hefur verið landað hjá bæði Hraðfrystistöð Þórshafnar og SR Mjöli á Raufarhöfn. Morgunblaðið/Ármann Agnarsson JÚPITER ÞH hefur fengið risakast og fyllt sig og hér sést þegar Beitir NK fær afganginn úr nótinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.