Morgunblaðið - 12.06.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.06.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 1996 D 3 RANNSÓKNIR MIKLIR MOGULEIKARIVEIÐUM OG VINNSLUIGULKERA Á ÍSLANDI UNDANFARIN 5-6 ár hefur ný atvinnugrein litið dagsins ljós hér á landi. Það er veiði á ígulkeijum og vinnsla. Nokkrir eldhugar sáu möguleikan í þessari dýrategund og höfðu nægan kjark til að bytja. Aðrir hafa svo fylgt á eftir. Ekki hefur öllum farnast jafn vel og eru ýmsar ástæður fyrir því. Eitt af stærstu vandamálunum er skortur á hráefni af nægilega miklum gæðum. Þetta er mismun- andi eftir svæðum og árstíma. Það er staðreynd að ígulkerahrogn eru söluhæf aðeins hluta af árinu og þann hluta ársins sem hægt er að veiða geta veður hindrað sjósókn. Þetta getur gert framleiðendum og útflytjendum mjög erfitt fyrir að vinna markaði. Sú ígulkeravinnsla sem hefur lifað af þróunina síðustu 2-3 ár stendur nú frammi fyrir ennþá stærra vandamáli sem er ofveiði á þeim veiðisvæðum sem liggja næst vinnslustöðvunum og það er vissulega nokkur áhætta því fylgjandi að treysta á að ný veiði- svæði finnist á næstunni. Ereldi lausnin? Árið 1994 var verðmæti afurða ígulkeijaiðnaðarins 234 milljónir íslenskra króna. Árið 1995 var verð- mætið nokkru minna og á óhagstæð gengisþróun þar nokkra sök. Samt sem áður er það ljóst að ígulkera- vinnslan skapar umtalsverð verð- mæti og þegar sjávarútvegurinn stendur i ströngu er rétt að athuga vel sinn gang áður en dregur úr vexti atvinnugreinar með slíka möguleika vegna hráefnisskorts. Víða um heim hafa menn velt fyrir sér hvort ekki væri hægt að tryggja nægt og jafnt framboð af hágæðahrognum árið um kring og settar hafa verið fram ýmsar kenn- ingar um lausn þessara mála. Jap- anir hafa klakið út og alið ungviði til hafbeitar síðan snemma á sjö- unda áratugnum og á írlandi eru hafnar tilraunir til að byggja upp ofveidda stofna með þessari aðferð. Frakkar hafa farið þá leið að byggja upp eldisstöðvar þar sem ígulkerin eru í eldi allt sitt líf. Kanadamenn eru mjög að hugsa sér til hreyfings og sama má segja um Bandaríkja- menn og áhugi fer vaxandi í Nor- egi. Á íslandi eru tveir aðilar innan Hafrannsóknarstofnunarinnar að rannsaka eldi ígulkera en taka nokkuð mismunandi pól i hæðina. Þegar litið er á þær tilraunir sem gerðar hafa verið síðustu 10 ár þá er það gegnumgangandi að skoðað- ir eru þættir sem varða vöxt og þroskaferli kynkyrtla. Þetta er eðli- legt þar sem gæði og magn kyn- kyrtlanna ráða miklu um nýtingu og verð á mörkuðum erlendis. Sá þáttur sem hvað minnst hefur verið skoðaðut' er hvernig er hægt að stjórna lit og vaxtarhraða kynkyrtl- anna með þar til gerðu fóðri. Þegar tillit er tekið til þess að litur er gríðarlega mikilvægur þáttur í verðlagningu hrognanna er þarna bagalegur skortur á upplýsingum. Hönnun fóöurs er spennandi rannsóknarefni Ég vinn nú að masters-gráðu við eldisdeild Háskólans í Bergen. Hluti af því er tilraun hófst í ágústlok Ofveiði gæti reynst lielzti þröskuldurinn Á tímum þrenginga í sjávarútvegi er rétt að gefa gaum atvinnugrein, sem skapar umtalsverð verðmæti. Björgólfur Hávarðsson stundar nám í eldi fiska og hryggleysingja við fiski- og sjávarlíffræðdeild Háskólans í Bergen. Hann fjallar hér um möguleikana sem felast í veiðum og vinnslu á ígulker- um og veltir jafnframt upp spurningunni hvort eldi ígulkera sé fýsilegur kostur hér á landi. 1995 og stóð í rúma 5 mánuði. Kafarar söfnuðu tilraunadýrum af 9-12 metra dypi skammt frá Berg- en. Alls var safnað 1.800 dýrum en 1.200 voru notuð til sýnatöku. Á meðan á tilrauninni stóð var dýr- unum skipt í tvo hópa þar sem annar hópurinn var alinn við 12°C og hinn við 7°C. Hvorum hóp var síðan skipt í þijá undirhópa sem fóðraðir voru með fóðri sem inni- hélt mismunandi magn litarefnis. Einn hópur, viðmiðunarhópur, fékk fóður án litarefnis, annar fékk 100 mg í hveiju kílói fóðurs og sá þriðji fékk 500 mg/kg fóðurs. Litarefnið sem notað var heitir astaxanthin og er sama efni og gefur laxi rauð- an lit. Litarefni þetta er einnig að fínna í rækjum. Markmið tilraunarinnar var að skoða áhrif hita og litarefnis á vaxt- arhraða og Iit hrogna. Þijár mis- munandi greiningaraðferðir voru notaðar til að skoða breytingar á lit. Ein var litakort, önnur var með rafeindatæki sem sendir staðlaðan ljósgeisla í sýnið og litgreinir end- urskin og sú þriðja er efnagreining sem gefur magn litarefna í hveiju kílói hráefnis. Saman gera þessar greiningaraðferðir það kleift að Björgólfur Hávarðsson skilja á milli mismunandi litarefna og magns þeirra og setja talnagildi á lit hrognanna. Einnig var hrogna- innihald mælt og breytingin á því verður síðan borin saman við niður- stöður annarra. Tilraun þessi hefur sýnt að Skollakoppur er auðveldur í eldi og meðhöndlun. Tilraunadýrin átu vel af fóðrinu sem ég hannaði og virð- ast vaxa mjög vel. Þar sem ég er ekki kominn langt á leið með grein- ingu gagna er erfítt og vafasamt að koma með einhveija niðurstöðu á þessu stigi. Þó virðast ígulkerin ekki geta nýtt sér astaxanthin sem skyldi og er óvíst hveiju þar er að kenna. Nýjar rannsóknir gefa ástæðu til að skoða önnur litarefni sem eru auðfáanleg og ódýr en of snemmt er að ræða um það hér. Þó er í bígerð að rannsaka þessi litarefni í sambandi við doktors- gráðu. Er ígulkeraeldi fýsilegur valkostur á íslandl? Það er ekki svo langt síðan gjald- þrot íslensks fískeldis voru stærstu fréttir í íslenskum fjölmiðlum og vissulega má segja að of hratt hafi verið af stað farið. Ég ætla ekki að fara út í þá sálma hér en mér finnst rétt að benda á ýmsa mikil- væga þætti sem eru mismunandi þegar kemur að eldishliðinni og þegar upp er staðið eru það einmitt þessir þættir sem gætu gert kleift að byggja upp atvinnugrein sem getur skilað tekjum og atvinnutæki- færum. Ekki er ætlunin að mála eldi ígulkera rósrauðum lit heldur að gefa í skyn að hér sé tegund sem SKOLLAKOPPUR, lítill gull- moli ef rétt er staðið að. HLUTI (kvart) tilraunaaðstöðu greinarhöfundar við fiski- og sjáv- GÓÐUR litur er arlíffræðdeild háskólans sem er í Tæknigörðunum í Bergen. aðalmarkmiðið. hefur mikla möguleika á íslandi. Fyrsti þátturinn og kannski sá mik- ilvægasti er kjörhiti til besta vaxtar. . Samkvæmt mínum tilraunum og annarra (Agnar Steinarson, staðar- líffræðingur við tilraunastöð Hafró, Stað við Grindavík, munnleg heim- ild) er hann aðeins 7°C. Sá vatns- hiti, sem margar laxeldisstöðvar á Reykjanesi lentu í basli með reynist mjög vel fyrir ígulker. Afurðaverð er hærra reiknað í krónum á kíló. ígulkerin þrífast mjög vel þegar þau ganga þétt, ekki er hægt að segja það sama um lax. En bæði regnbog- silungi og bleikju líður vel í miklum þéttleika. Mögulegt er að hægt sé að fóðra ígulkerin mestan hluta ársins á þara eða fóðri án litarefn- is, en nota svo sérstakt fóður með litarefni í skamman tíma fyrir slátr- un. Þetta gefur mikla möguleika hvað varðar hagkvæmni í fóður- kaupum. Laxinn verður hinsvegar að fá litarefni í fóðrinu frá unga aldri eigi hann að ná góðum lit. Einnig er hægt er að ala mikið magn lirfa í litlu rými allan ársins hring, en klak og startfóðrun laxa- seiða krefst mikils rýmis. Er tilbúið fóöur betra en þari? Hrossaþari og beltisþari eru þær þarategundir sem ígulkerin veljá helst í náttúrunni og í samanburð- artilraunum. Hafi ígulkerin nægt framboð af þara með réttu næring- arinnihaldi verður árangurinn góð hrognafyllig og ágætur litur. Það kemur hinsvegar á móti að þarinn er mjög breytilegur að næringar- innihaldi og eru þær breytngar bæði innan eins árs og á milli árá. Þegar iðnaður er annarsvegar getur verið varasamt að treysta um of á móður náttúru. Eins og sagt var fyrr eru hrognin ekki söluhæf hluta úr árinu. Það sem eykur áhættuna ennþá meir er sú staðreynd að gæði kynkyrtlanna breytast innan þeirra tímamarka er þau eru sölu- hæf. Sá tími er gæði og magn eru í hámarki er mjög takmarkaður. Með því að hafa ígulkerin í eldi þar sem hægt er að stjórna um- hverfisháttum eins og ljósi, hita og fóðra þau með tilbúnu fóðri er hægt að auka lengd þess tíma sem hrognin eru söluhæf og einnig er hægt að hámarka framleiðsluna hvað varðar magn og gæði. Á þenn- an hátt er hægt að fá mest út úr því hráefni sem til staðar er, að auki er einfaldara að staðla fram- leiðsluna. Hér er einmitt komið inn á einn mikilvægasta punktinn í hagkvæm- um rekstri; stöðlun á gæðum og áreiðanleg afhending á vöru. Þegar hægt er að tryggja sér þá vöru sem kröfuharður viðskiptavinur vill kaupa og í því magni sem nauðsyn- legt er fjölgar tækifærum til að markaðssetja vöruna. Þegar varan er jafn verðmæt og ígulkerahrogn og samkeppnin um markaðina svo hörð sem raun ber vitni ber, að reyna allt til að tryggja að sá árang- ur sem náðst hefur nú þegar, verði grunnurinn að auknu framboði á íslenskum ígulkeijafurðum. Gleym- um þó ekki þeirri staðreynd áð margir af okkar skæðustu kepþi- nautum hafa álíka möguleika og við að hreppa hnossið. Fiskifloti Breta stækkar stöðugt BRETAR hafa Sinna ekki tillögum ESB KfunjgS um niðurskurð í flotanum a* um að þeir skeri niður fiskiflotann um 40% og segjast ekki munu sinna því fyrr en tekið verði á kvótahoppinu svokallaða. Þá er átt við, að útlendingar láti skrá skip sín i Bretlandi og veiði síðan úr breska kvótanum. í Bretlandi er það almenn skoð- un, að nú þegar sé búið að skera flotann niður við trog vegna óheiðarlegrar samkeppni við er- lend fiskiskip og vegna minnkandi fiskstofna en samkvæmt frétt í breska dagblaðinu The Independ- ent er það öðru nær. Blaðið sagði í forsíðufrétt, að breska ríkisstjórnin hefði í 13 ár lofað öllu fögru um fækkun í flotanum og aukna fiskvernd en aldrei staðið við eitt né neitt. Þvert á móti hefði breski flotinn stöðugt verið að vaxa og nú væru skip yfir 10 metrar þriðjungi fleiri en fyrir 13 árum. Minni bátum hefði fjölgað um tvo þriðjunga. Blaðið segir, að í níu ár hafi Bretar gert minna en önnur ESB- ríki, kannski að Hollandi undan- skildu, í því að draga úr sókninni og er nefnt sem dæmi, að á árun- um 1987-’91 hafi þeir tekið þátt í ESB-áætlun um draga úr sókn um 7% en samt tekist að auka hana um 3% á þessum tíma. Hollendingar eru sagðir standa sig jafnvel enn verr en Bretar að þessu leyti en það kemur á óvart, að Spánveijar, skálkarnir sjálfir í augum breskra sjómanna, hafa minnkað sinn flota um 5% meira en ESB-áætlunin kveður á um. Einstefnulokar SINDRI v" 3 - sterkur í verki BORGARTÚNI31 ■ SlMI 5627222

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.