Morgunblaðið - 12.06.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.06.1996, Blaðsíða 6
6 D MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MARKAÐIR F/skverð heima V- Faxamarkaður Fiskmarkaður Hafnarfjarðar Fiskmarkaður Suðurnesja iTv Il9.v |20.v l21.v l22.v 123.vi70 Alls fóru 93,7 tonn af þorski um fiskmarkaðina þrjá hér syðra í síðustu viku. Um Fiskmarkað Hafnarfjarðar fóru 15,5 tonn á 92,32 kr./kg. Um Faxamarkað fóru 3,5 tonn á 95,5 kr./kg og um Fiskmarkað Suðurnesja fóru 74,7 tonn á 95,67 kr./kg. Af karfa voru seld alls 40,3 tonn. í Hafnarfirði á 80,72 kr./kg (3,71), á Faxagarði á 56,47 kr./kg (3,1 t) og á 65,62 kr. (33,51) á Suðurnesjum. Af ufsa voru seld alls 76,9 tonn. í Hafnarfirði á 47,77 kr. (18,41), á Faxagarði á 52,08 kr. (4,71) og á 53,16 kr. hvert kíló á Suðurnesjum (53,81). Af ýsu voru seld 83,2 tonn á mörkuðunum þremur hér syðra og meðalverðið 113,62 kr./kg. APIÍ,..W,-----,----_—,-------- 18.v| 19.v| 20.v| 21.v|22.v|23.vj' F/skverð ytra Þorskur«"l,,,«l* Karfi«*«i,» Ufsi Ekkert íslenskt skip seldi afla í Þýskalandi í síðustu viku. Kr./kg 180 160 140 120 100 80 60 40 Eingöngu var seldur fiskur úr gámum í Bretlandi í síðustu viku, samtals 423,2 tonn á 134,45 kr. hvertkíló. Afþorski voru seld samtals 25,8 tonn á 116,66 kr./kg. Afýsuvoru seld 202,7 tonn á 114,72 kr. hvert kíló, 56,0 tonn af kola á 189,95 kr./kg og 17,4tonnaf karfaá 99,38 kr./kg. 23. vika I „Rauðagullið“ skilar sífellt meiri verðmætum á land mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm veiðar og Utflutningur á rækju skilaði ™yula haf:j um 15,7 milljörðumí fyrra «ixið. ffur íega a siouslu árumm. Á árinu 1995 veiddust 75.736 tonn af rækju við Island sam- kvæmt upplýsingum frá Hafrannsóknastofnun. Þessar veiðar skiptust þannig að 9.900 tonn voru veidd innanfjarða, tæplega 66.000 tonn á hefðbundnum djúpsjávarmiðum. Þess utan veiddu íslensk skip rúmlega 7.600 tonn á Flæmska hattinum. í heild er þetta aukning um nálega 500 tonn frá árinu á undan. Uppgangur í rækjuveiðum undanfarin ár hefur verið ævintýralegur og sannarlega réttnefni að kalla rækjuna rauða gullið eins og farið er að gera. Þessar upplýsingar komu fram á aðalfundi Félags rækju- og hörpudiskframleiðenda, sem er nýafstaðinn. Hér á eftir er stiklað á stóru í erindi Tryggva Finnssonar, fráfarandi formanns FRH, um veiðar, vinnslu og markaðsmál. Af þessari veiði voru um 66.300 tonn unnin í verksmiðjum hér á landi. Það er ámóta magn og á fyrra ári. Útflutningaur á skel- flettri rækju nam tæplega 20.700 tonnum og rúmlega 12,5 milljörð- um króna. Þess utan voru flutt út rúmlega 9.400 tonn af rækju í skel fyrir tæplega 2,9 milljarða króna. Auk þess nam útflutnings- verðmæti annarra rækjuafurða rúmlega 300 milljónum kr. Sam- tals voru því fluttar út rækjuafurð- ir fyrir 15,7 milljarða króna, sem nemur 18,5% af heildarvöruút- flutningi sjávarafurða. Rækja er því sem fyrr næst verðmætasti nytjastofn við ísland. Það glóir því vel rauða gullið þessi árin. Hörpudiskvinnsla Hörpudiskvinnsla á árinu var tæp 8.400 tonn. Þetta er minnkun um tæplega 100 tonn frá árinu áður. Kvóti hefur dregist saman undanfarin ár og markaðir hafa verið erfiðari. Langmest af hörpu- diskafurðum hefur verið flutt út til Frakklands. Þar hafa markaðir þrengst auk þess sem frönsk yfir- völd hafa gripið til reglna um nafn- gift hörpudisks sem er okkur óhag- stætt og bera þessar nýju reglur með sér öll einkenni tæknilegra viðskiptahafta. Kanadamenn kærðu þess frönsku reglugerð fyr- ir Alþjóðaviðskiptaskrifstofunni og ákvað utanríkisráðneytið m.a. í samráði við félagið að taka þátt í kærunni eftir reglum sem um slíkt gilda. Það er gleðilegt að geta sagt frá því að svo virðist sem niður- staða þessa máls sé okkur hag- stæð. Alls voru flutt út tæplega 1.100 tonn af hörpudiskafurðum fyrir tæplega 670 milljónir króna og er það samdráttur um 9,5% frá fyrra ári. Hörpudiskafurðir voru 0,8% af vöruútflutningi sjávarafurða. IMorrænt samstarf Eins og áður hafði félagið for- ystu um samráðsfundi norrænna rækjuframleiðenda og -útflytj- enda. Haldnir voru tveir fundir á árinu auk þess sem unnið var að hefðbundnum upplýsingaskiptum á milli aðila. Það er mat mitt að þessi forysta félagsins sé mikils virði og full ástæða til þess að halda áfram þeirri áherslu sem þama er lögð. Markaðsátak Eins og margoft hefur komið fram hefur félagið haft forystu um að skipuleggja og koma á samnorrænu markaðsátaki fyrir rækju á þýska markaðinum. Þetta er viðamesta verkefnið sem félag- ið hefur ráðist í og hefur óneitan- lega verið tímafrekt. Fyrsta ári þessa átaks lauk í október sl. og hefur verið reynt að meta árang- urinn eftir bestu aðferðum sem þekktar eru. Niðurstöður þeirrar athugunar eru að mínu mati afar jákvæðar. í ljós kom að 65% að- spurðra þekktu til þess átaks og 85% ef spurningarnar voru leið- andi. Þetta þykir góður árangur. Þá var fagfólk á þessu sviði í Þýskalandi almennt jákvætt út í þann boðskap sem fluttur var. Það sem helst fór miður í átakinu var að erfitt var beinlínis að átta sig hvaðan þessi gómsæta rækja væri upprunin og hvernig bæri að nálg- ast hana. Nú er að fara af stað annað fjárhagsár þessa átaks. Reynt verður að bæta úr þeim ágöllum sem komið hafa í ljós, en að öðru leyti verður haldið áfram kynn- ingu á kaldsjávarrækju og reynt að skapa henni sérstakan sess í hugum neytenda. Það er vænleg- asta leiðin til þess að reyna að tryggja örugga afsetningu og við- unandi verð. Alþjóðleg ráðstefna Það er mat félagsins að öll tæki- færi sem gefast til þess að beina athyglinni að okkar kaldsjávar- rækju og skapa henni jákvæða ímynd á mörkuðum eigi að nota. Liður í þeirri viðleitni er alþjóðleg ráðstefna um kaldsjávarrækju, sem félagið hefur haft forystu um að koma á fót og undirbúa. Ákveð- ið er að þessi ráðstefna verði í London 15. október nk. og verður hún kölluð Coldwater Prawn For- um. Ráðstefnan er sniðin eftir sambærilegri ráðstefnu um botn- fiska sem kallast Groundfish For- um og hefur verið haldin árlega um nokkurra ára skeið og þykir hafa tekist vel. Markmið slíkrar ráðstefnu eru þríþætt. í fyrsta lagi eins og ég gaf í skyn hér áðan er henni ætlað að vekja athygli á rækjunn og styrkja sess hennar. í öðru lagi er birtur mikill og von- andi gagnlegur fróðleikur um þessa vöru og í þriðja lagi verður ráðstefnan mikilvægur vettvangur fundarhalda einstakra seljenda og viðskiptamanna þeirra. Þátttaka á ráðstefnunni er bundin við 100 og er ljóst að ekki verður hægt að sinna öllum beiðn- um um þátttöku. Boðsbréf hafa verið send til þeirra sem þegar eru á boðlista en ef hægt verður að sinna fleirum er rétt að benda á að fyrirtækið Kynning og markað- ur er framkvæmdaaðili ráðstefn- unnar og gefur frekari upplýs- ingar. Chile Verð á mjöli hækkar VERÐ á fiskimjöli hækkaði mikið í lok vetrar og vor, eftir að fram- leiðslan dróst saman. Hækkunin nemur alls 41,2% miðað við sama mánuð í fyrra og er nú um 604 dollarar tonnið eða um 40.000 krón- ur. Útflutningur á fiskimjöli frá Chile dróst saman um 11,5% fyrsta fjórðung þessa árs miðað við sama tíma í fyrra og varð nú 243.000 tonn. Á sama tíma hefur einnig orðið samdráttur á framleiðslu á fiskimjöli í Perú 0g því jókst eftirspurn víðast hvar. Landanir erlendra skipa á Islandi 1992-1995 Afli í tonnum Aflaverðmæti, milljónir kr. 1992 1993 1994 1995 1992 1993 1994 1995 Botnfiskur 8.672 13.796 26.025 33.302 481,3 683,3 1.413,5 1.737,7 Botnfiskur þ.a. þorskur 7.386 11.671 21.882 23.599 426,1 620,1 1.216,5 1.363,3 þ.a. þorskur ýsa 1.278 2.011 3.128 2.257 55,0 59,9 156,8 119,7 ýsa úthafskarfi - - 350 5.272 - - 11,3 147,0 úthafskarfi Flatfiskur 2 24 50 282 0,1 2,2 5,7 26,3 Flatfiskur Rækja 3.190 3.707 1.572 2.569 234,3 290,6 133,1 393,2 Rækja Uppsjávarafli 70 15.387 37.661 28.079 1,5 64,0 160,9 224,1 Uppsjávarafli Samtals 11.935 32.914 65.307 64.233 717,2 1.040,0 1.713,3 2.381,3 Samtals Fjöldi skipa fslenski fiskiskipaflotinn: Fjöldi skipa 1965-1995 Fiskiskipum fækkaði um 42 ÞILFARSSKIPUM í íslenzka fiskiskipaflotanum fækkaði í fyrra, fimmta árið í röð, en næstu fjögur árin ár á undan fjölgaði skipunum töluvert. Fækkunin í fyrra var 42 skip og hefur því fækkað um 171 skip í flotanum á síðustu fimm árum. Samtals bættust 178 skip við flotann á fjórum árum þar áður. Fiski- skipaflotinn taldi alls 825 þilfars- skip í lok síðasta árs. Nokkrar sveiflur eru í fjölda skipanna. Fyrst fjölgar í flotanum þegar skuttogararnir koma inn í landið og loðnuflotinn byggist upp, en næst verður fjölgun vegna mikill- ar aukningar smábáta. Rúmlestir alls íslenski fiskiskipaflotinn: í rúmlestum 1965-1995 Þrátt fyrir fækkun skipa hefur rúmlestatala flotans hækkað um 1.579 rúmlestir og var 123.367 rúmlestir um síðustu áramót. Rúmlestatalan hefur verið nokk- uð stöðug síðustu árin, en annars hefur hún aukizt mikið frá árinu 1965. Þrátt fyrir fækkun skip um 42 á síðasta ári, bættust 27 ný skip í flotann, samtals 7.340 rúm- lestir, en 69 hurfu úr flotanum, samtals 6.441 rúmlest að stærð. Af nýju skipunum voru 11 ný- smíðar, 9 skip voru flutt inn not- uð, eitt skip var endurskráð og 6 opnir bátar voru dekkaðir. Heildarfjöldi togara jókst um 5 á árinu og eru skuttogarar á skrá nú 114.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.