Morgunblaðið - 12.06.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.06.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 1996 D 7 GREIIMAR Skrúfað fyrir þorskstofnimi ÞEGAR ég heyrði fyrst um Aflaregluna sem stjórnvöld hafa ákveðið að taka í þjón- ustu sína til verndunar þorskstofninum varð mér á að hugsa, „mik- ið var“. Það vill nefni- lega svo til að 25% árlegt veiðiálag úr ár- gangi uppfyllir þau skilyrði mín að hver árgangur fái að búa til stærri hrygningar- stofna yfir æfiskeið sitt en hann er getinn af. En ekki fékk ég lengi að lifa við þá þægilegu tilfinningu að forráða- menn þjóðarinnar og fræðimenn væru að vitkast. Þeir hafa ekkert lært Þegar ég sá úthlutunina og fékk í hendur fjölrit Hafró nr. 46 þar sem forsendur hennar er að finna gerði ég mér grein fyrir að þeir hafa ekkert lært. Þeir virðast ætla að halda áfram að hafa 50-100 þús. tonna árlega veiði af þjóðinni og jafnframt að tryggja að þorsk- stofninn gefi okkur aldrei hámarks arð. Þessi niðurstaða er fólgin í meðferð þeirra á afiareglunni ásamt þeim stjórntækjum öðrum sem þeir beita, þ.e. smáfiskavernd og kvótakerfi. Ofangreind staðhæfing mín byggist á hugmyndum sem ég hef komið mér upp um eðli langlífra, háfijósamra og „cannibalískra“ fiskstofna sem ég fjallaði lítillega um í tveim greinum í Morgunblað- inu síðastliðinn vetur og fræði- menn þjóðarinnar hafa ekki enn séð ástæðu til að vefengja þrátt fyrir áskoranir þar um. Þar sem hug- myndir þessar eru allt of viðamiklar og flókn- ar til að rúmast í einni smágrein, vil ég leyfa mér að einfalda málið mikið með því að birta hér nokkrar fullyrð- ingar og myndir þeim til skýringar. 1. Með núverandi aflareglu er hægt að skrúfa fyrir fijósemi þorskstofnsins á nokkrum árum, (og allir hvatar í fiskveiði- stjórnun okkar munu stuðla að því). 2. Með því að dreifa veiðiálagi jafnt á alla árganga veiðistofns hefði 25% aflaregla gefið okkur 235 þús. tonn á næsta fiskveiðiári og hrygningarstofn hefði vaxið hægt og bítandi, (og við hefðum sjálfsagt fengið í kaupbæti allt útkastið sem ekki þrífst í slíkri veiðistjórn). Það er hægt að byggja upp með 235.000 tonna veiði 3. Það er hægt að byggja upp þorskstofn með 235 þús. tonna veiði sem hægt er að drepa með 186 þús. tonna veiði. (vá, ef þeir kyngja þessu þá kyngja þeir öllu). 4. Með núverandi aflareglu og veiðistjórn mun afrakstur þorsk- stofnsins alltaf verða 50-100 þús. tonnum minni en hann gæti orðið með réttri veiðistjórn. (Er það í samræmi við markmið fiskveiði- stjórnunarinnar??) 5. Ef svo fer sem horfir mun þjóðin verða af mörg hundruð millj- örðum króna á næstu árum og „Ef svo fer sem horfir mun þjóðin verða af mörg hundruð milljörð- um króna á næstu árum,“ skrifar Svein- björn Jónsson, „og þorskstofninn mun eiga framtíð sína undir hugs- anlegu vanmati Haf- rannsóknastofnunar á núverandi ástandi hans.“ þorskstofninn mun eiga framtíð sína undir hugsanlegu vanmati Hafrannsóknastofnunar á núver- andi ástandi hans. (Það er sá her- kostnaður sem sjávarútvegsráðu- neytið og Hafrannsóknastofnun virðast tilbúin að leggja á þjóðina til að breiða yfir spor síðasta ára- tugar eða svo og móta söguna sér í hag.) 6. Ef innihald þessarar greinar liggur ekki vel við höggi þá veit ég ekki hvað meira ég get gert fyrir valdamenn þessarar þjóðar og ráðgjafa þeirra. Meðfylgjandi eru upplýsingar byggðar á tölum úr Fjölriti Haf- rannsóknastofnunar nr. 46 um ijöldadreifingu og meðalþunga í afla. Höfundur er sjómaður. Sveinbjöm Jónsson Þorskstofninn 1996 Fjöldi fiska Meðalþungi Heildarþungi í hverjum hvers fisks hvers árgangs Aldur árgangi í árgangi án affalla fiska (milljónir) (grömm) (tonn) 25% af heildarþunga hvers árgangs (tonn) 3 ára 195,000 1.368 266.760 66.690 4 86,828 1.955 169.749 42.437 5 30,547 2.775 84.768 21.192 6 54,322 3.945 214.300 53.575 7 28,745 5.028 144.530 36.132 8 5,732 6.655 38.146 9.537 9 1,690 7.479 12.640 3.160 10 0,309 8.984 2.776 694 11 0,278 11.362 3.159 790 12 0,181 12.552 2.272 568 13 0,129 14.574 1.880 470 14 0,042 15.198 638 160 Samtals: 235.404 Þús. tonn 1000- 1- 900- 8 ára og eld'ri Aflaregla Hafró? 800- 7 ára - t 700- - 600- 6 ára ~ Veiðimark 500- 5 ára - þ.e. fjöldi í árgangi sinniim mftðal- 400- ~ þungi í veiði, 4 ára engin afföll reiknuð. 300 " 25%jafna 200 — _ aflareglan er tekin 3 ára af upphafsfjölda. 100- þorskur - o- L 25% jöfn veiði <* =235þús. tonn Morgunblaðið/J6n Svavarsson FRA vígslu Minningaaldanna í Fossvogskirkjugarði Minningaöldur látinna sjómanna SJÓMANNADAGSRÁÐ hefur látið reisa minnisvarða í Fossvogskirkju- garði sem heitir Minningaöldur sjó- mannadagsins. Hingað til hefur til- finnanlega vantað stað þar sem ættingar og ástvinir hafa getað minnst þeirra sjófarenda sem látist hafa í_ sjóslysum og hvíla í votri gröf. Á Minningaöldur sjómanna- dagsins, sem er úr tilsöguðu gijóti og mynda fjórar öldur, verða ásett nöfn drukknaðra og týndra sjó- manna og annarra sæfarenda að ósk ættingja eða útgerðar, að höfðu samráði við Sjómannadagsráð. Við víglusathöfn minnisvarðans voru fest á hann nöfn tólf skipveija sem fórust með vitaskipinu Her- móði 18. febrúar 1959, auk nafna tveggja sjómanna sem fórust með Pólstjörnunni ST 33 17. desember 1977. VILDU MEIRA KAUP • Til timabundins verkfalls kom þegar skipveijar á flutn- ingaskipinu Antares lögðu nið- ur vinnu og heimtuðu 10 doll- ara viðbót við kaupið sitt. Um var að ræða uppskipun á efni í pallettur fyrir Trésmiðju S.Péturssonar. Efnið kemur frá Lettlandi, skipið er frá Noregi og skipverjar pólskir. Hér var hið einkennilegasta mál á ferðinni, þarsem skipið hafði verið framleigt þriðja aðila, þ.e. fyrsti aðili framleigði öðrum aðila sem síðan frarn- leigði þeim þriðja. í samnhigi við þann þriðja stóð að áhöfnin skildi ekki standa að uppskip- un. Við stóð þegar komið var til Flateyrar. Málin voru leyst en þó með skilyrðum um mat- artíma og kaffitíma. ATVIN N iMAUGL YSINGAR Vélstjórar Óska eftir vélstjórum á rækjuskip, sem gert er út á Flæmska. Vélarstærð 1.500 hö. Svar sendist afgreiðslu Mbl. fyrir 18. júní, merkt: „Vélstjóri - 1010“. Viðhaldsstjóri Fiskiðjan Skagfirðingur hf. á Sauðárkróki vill ráða viðhaldsstjóra, sem hefur umsjón með viðhaldi og þjónustu við skip fyrirtækisins. Viðkomandi verður að vera vélfræðingur og tæknifræðingur. Upplýsingar gefur útgerðarstjóri í símum 455 4409 og 455 4400, fax 453 5839. Umsóknir sendist fyrir 22. júlí til: Fiskiðjan Skagfirðingur hf., Gísli Svan Einarsson, Eyrarvegi 18, 550 Sauðárkróki. KVá&TABANKINN Kvótabankann vantar þorsk til leigu og sölu Þorskaflahámark til sölu Sími 565 6412, fax 565 6372, Jón Karlsson. Baader 440 Til sölu Baader 440 flatningsvél ásamt Baader 415 hausara. Hvort tveggja í mjög góðu ástandi. Upplýsingar í síma 511 1555. Fiskibátur og kvóti Til sölu 51 tonna eikarbátur, sem er í mjög góðu ástandi og er vel búinn, m.a. á drag- nótaveiðar. Báturinn selst með aflahlutdeild, sem verður um: Þorskur 148 t., ýsa 45 t. og rækja 10 t. Skipasalan Eignahöllin, Hverfisgötu 73, 101 Reykjavík, sími 552 8850, fax 552 7533. Fiskiskip Til sölu 53 tonna eikarbátur með aflaheimild- um, og 63 tonna frambyggður stálbátur í skiptum fyrir 120-180 tonna stálbát. Bátur- inn selst án aflaheimilda. Einnig höfum við úrval krókaleyfisbáta með og án þorskaflahá- marks. Skipasalan Bátar og búnaður, sími 562 2554, fax 552 6726. Erum fluttir á Barónsstíg 5.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.