Morgunblaðið - 13.06.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.06.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1996 B 3 Landsframleiðsla á mann i OECD-ríkjum 1994 skv. jafnvirðisgildi landsframleiðslu Þúsund dollarar Sæti 0 5 10 15 20 25 30 1979 1. Lúxemborg f 3. 2. Bandaríkin 1. 3. Kúveit* I I - 4. Sviss | I 2. 5. Hong Kong* £ - 6. Sinaapore* | I - 7. Japan 17. 8. Kanada 4. 9. Noregur [T 16. 10. Danmörk | I 9. 11. Belgía 12. 12. Austurríki Q 10. 13. Þýskaland [~ 14. 14. Frakkland I 5. 15. Ástralía 11. 16. ÍSLAND | T- - 7. 17. Ítalía I I 15. 18. Bretland 13. 19. Holland I ! 8. 20. Svíþióð | I 6. ■ Hong Kong, Kúveit og Singapore eru ekki OECD-ríki. I Samanburður The Economist á lands- framleiðslu ýmissa ríkja 1979-94 Níu sæta fall hjá Islandi Stefnum hraðbyri aftur í 1. deild að mati forstjóra Þjóðhagsstofnunar ÍSLAND hefur hrapað úr 7. sæti árið 1979 í það 16. árið 1994 samkvæmt töflu sem breska tíma- ritið The Economist birtir í síð- asta tölublaði um þróun lands- framleiðslu nokkurra helstu iðn- ríkja innan og utan OECD á þessu tímabili. Luxemborg er komið í efsta sætið úr því þriðja 1979 en Bandaríkin hafa vikið úr því efsta í annað sætið nú 1994. í tímaritinu eru auk OECD- ríkjanna tilgreind þrjú ríki utan samtakanna, þ.e. Kuwait sem er í 3 sæti á listanum nú, Hong Kong í því fimmta og Singapore í því sjötta, en tölur um samsvar- andi stöðu þeirra á listanum 1979 eru ekki fyrirliggjandi. Sveiflur á 25 árum Að sögn Þórðar Friðjónssonar, forstjóra Þjóðhagsstofnunar, herma síðustu tölur frá OECD um árið 1994 að ísland hafi verið í 11. sæti meðal OECD-ríkja hvað varðar landsframleiðslu á mann samkvæmt svokölluðu jafnvirðis- gildi (Purchase Power Parity) — og á milli Þýskalands og Frakk- lands. Á því ári hafi hins vegar landsframleiðslan hér á landi vax- ið 3,4% yfir meðaltali ríkja innan OECD og um 7,6% yfír meðtali ESB-ríkjanna. Þóður segir að þegar litið sé yfir síðustu 25 ár megi almennt segja að íslendingum hafi farnast allvel í samanburði milli OECD- landanna á mælikvarða lands- framleiðlu á mann. Á hinn bóginn hafi jafnan verið nokkrar sveiflur innan tímabilsins. í kringum 1970 hafi ísland til að mynda verið í kringum 20. sætið innan OECD en landsframleiðslan síðan vaxið hratt á áttunda áratugnum og eins um tíma á þeim níunda en frá 1988-94 hafi verið á brattann að sækja og ísland hrapaði á þess- um lista landsframleiðslunnar á mann um 4-5 sæti. Betri tíð Nú sér Þórður fram á betri tíma, því að kaupmáttur hér á landi 1995 og 96 er að aukast á tvöföldum hraða meðaltalsins inn- an OECD og horfur vænlegar áfram svo lengi sem menn þora að spá um efnahag þjóðarinnar fram í tímann. „Ég held að það sé engin spurning að við stefnum hraðbyri í 1. deild á ný,“ segir Þórður. Flokkur Kohls vill hafa, lengur opið Berlín. Reuter. FLOKKUR kristilegra demókrata í Þýzkalandi hefur samþykkt að verzlunum verði leyft að hafa lengur opið sex daga vikunnar. Á fundi þingmanna CDU/CSU var samþykkt með miklum meiri- hluta að leyfa verzlunum að hafa opið til kl. 8 e.h. frá mánudögum til föstudags í stað kl. 6 nú og samþykkt var með hreinum meiri- hluta að lengja afgreiðslutíma á laugardögum til kl. 4 e.h. frá 2 e.h. Aðeins örfáum verzlunum er leyft að hafa opið á sunnudögum, en samþykkt var að afnema lög frá 1915 sem banna bökurum að vinna á sunnudögum og almenn- um frídögum. „Þeir sem vilja selja brauð á sunnudögum verða ekki lengur neyddir til að reka einnig bensínstöð," sagði Wolfgang Scháuble þingflokksformaður. Þýzkum verziunum er lokað 6.30, en 8.30 á fimmtudögum. Lokað er 2 e.h. á laugardögum nema fyrsta laugardag í mánuði þegar opið er til 4 e.h. sumarmán- uðina og 6 e.h. vetrarmánuðina. Q-hlutfallið og hlutbréfamarkaðurinn BENDIR Q-hlutfallið til að endalokin séu í nánd hvað varðar uppganginn á bandarískum hlutafjármarkaði? er nýverið spurt í The Intemational Herald Tribune. Áætlað er að Q-hlut- fallið fyrir árið 1995 sé 1,7 þar í landi en hefur að jafnaði verið um 0,7. Þessar vangaveltur Bandaríkja- manna vekja einnig upp spurningar um íslenska hlutabréfamarkaðinn, en Q-hlutfallið hér á landi mælist einnig 1,7 um þessar mundir. Hagfræðingar þurfa ekki að spyrja hvað Q-hlutfaliið er, en höf- undur þess er James Tobin, hagfræð- ingur við Yale-háskóla, og fyrir það hlaut hann Nóbelsverðlaunin á sínum tíma. Q-hlutfallið er í sem stystu máli hlutfallið á milli markaðsvirðis fyrirtækis og innra virðis þess, það er að segja kostnaðarins við að byggja það upp frá grunni. Um þetta hlutfall eru til góðar heimildir í Bandaríkjunum allt frá lokum síðari heimsstyijaldar þegar seðlabankinn þar í landi tók að fylgj- ast með því frá ári til árs. Til jafnað- ar hafa hlutabréf og verðbréf selst fyrir 30% minna verð en það kost- aði að byggja viðkomandi fyrirtæki upp. Bandarísk hlutabréf stórlega ofmetin? Nú hafa heldur betur orðið enda- skipti á hlutunum því verðbréfín selj- ast á 70% meira en nemur innra virði fyrirtækjanna. Það á sér engin for- dæmi og sumir sérfræðingar telja, að það sé til marks um, að bréfin séu stórlega ofmetin. Breski hagfræðingurinn Andrew Smithers segir, að hér skakki þremur billjónum dollara (trilljónum á banda- ríska vísu) en vill hins vegar engu spá um það hvenær blaðran muni springa. Ýmsir aðrir hagfræðingar taka undir með Smithers en benda þó á, að Q-hlutfallið taki ekki tillit til einkaumboða og vörumerkja, sem kunni að vera verðmeiri nú en áður var. Sem dæmi má nefna, að hægt væri að endurgera Coca-Cola með öllu tilheyrandi en ekki er víst að dæmið gengi upp ef ekki væri hægj; að nota vörumerkið sjálft. í kenningu sinni segir Tobin reyndar, að hagnaður af fjárfesting- um hafi tilhneigingu til að jafnast út þegar til lengdar lætur og verða það, sem kalla má eðlilegur. Er ástæðan sú, að mikill hagnaður ýtir undir auknar fjárfestingar og þar með aukna samkeppni, sem aftur dregur úr hagnaðinum. Hugsast getur líka, að innra virði eða uppbyggingarkostnaður fyrir- tækja sé vanmetinn og benda má á, að þótt mörg fyrirtæki selji hlutabréf á almennum markaði, sé líka algengt að þau kaupi þau sjálf, sem þau myndu ekki gera ef þau teldu þau stórlega ofmetin. Von er á tölum um Q-hlutfallið í Bandaríkjunum á síðasta ári, 1995, og er því spáð, að það verði um 1,70. Ef þetta hlutfall færi niður í það, sem það hefur verið til jafnaðar, 0,70, myndi Dow Jones-verðbréfa- vísitalan lækka um 60%. Smithers hefur reiknað út hvert Q-hlutfallið var á þriðja áratugnum, fyrir krepp- una miklu, og niðurstaðan er, að það sé nú verulega hærra en það var árið 1929. Samanburður á milli landa varasamur Hér á landi á hlutabréfamarkaður sér ekki ýkja langa sögu og því vart hægt að tala um sögulegt gildi á Q-hlutfallinu. Hins vegar vekur það athygli að Q-hlutfall fyrirtækja á Verðbréfaþingi íslands er nú 1,7, eða hið sama og veldur Bandaríkjamönn- um svo miklum áhyggjum. Sigurður B. Stefánsson, fram- kvæmdastjóri Verðbréfamarkaðar íslandsbanka, segir hins vegar að hæpið sé að líta aðeins á einn mæli- kvarða í þessu samhengi því hann segi aðeins takmarkaðan hluta sög- unnar, auk þess sem samanburður á milli landa sé varasamur. „Til dæmis er Q-hlutfallið mjög misjafnt á milli atvinnugreina. Ef við tökum t.d. þekkingarfyrirtæki þar sem þekking starfsmanna er mikill hluti af eignum, en er þó alls ekki skráð í efnahagsreikning. Annað og ekki síðra dæmi eru íslensku sjávar- útvegsfyrirtækin, sem eru með tals- vert vægi í íslensku vísitölunni. Þar er kvótinn ekki skráður í reikninga nema að mjög litlu leyti og skipin eru ekki færð á tryggingarverð- mæti. Ef leiðrétt er fyrir þessu, lækk- ar Q-hlutfallið þar um helming eða rneira," segir Sigurður. Hann segir að ef efnahagsreikn- ingur fyrirtækja á borð við Granda sé metinn með þessum hætti lækki Q-hlutfall fyrirtækisins úr um 2,7 í 0,8 - 0,9. Endurmetið eigið fé sé um þrefalt bókfært eigið fé fyrirtæk- isins og muni þar mestu um mat á markaðsvirði kvóta. Europe Tax-free á íslandi þakkar frábærar viðtökur fyrstu dagana. Nú hafa orðið tímamót í ferðamannaverslun á Islandi með tilkomu Europe Tax-free Shopping sem sér um endurgreiðslur virðisaukaskatts af vörukaupum erlendra ferðamanna. Europe Tax-free Shopping er útbreiddasta endurgreiðslukerfið í veröldinni, með um 150 þúsund verslanir í 23 löndum sem bjóða erlendum viðskiptavinum sínum þessa þjónustu. Nú geta íslenskar verslanir aukið ferðamannaverslun með því að bjóða endurgreiðslur á einfaldan og öruggan hátt hjá Landsbanka íslands sem er endurgreiðsluaðilinn hér á landi. Verslanir greiða ekkert árgjald, ekkertfyrir endnrgreiðsluávísanir, ekkertfyrir breklinga og annað stuðningsefni (nema útifána) og ekkertfyrir þjálfún starfifólks. Skráningargjald er 5000- krónur oggreiðist einu sinni. Skráningartilboð: Allar skráningar sem berast fyrir 1. ágúst eru ókeypis. Europe Tax-ffee á íslandi hf. Kaplahrauni 15, 220 Hafnarfjörður, fax 555-2823, sími 555-2833

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.