Morgunblaðið - 13.06.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.06.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1996 B 5 VIÐSKIPTI Búna ðarbankinn í verðbréfin Morgunblaöiö/Knstmn SOLON Sigurðsson, bankastjóri Búnaðarbankans, og Friðrik S. Halldórsson, forstöðumaður fjárreiðudeildar, hafa borið hitann og þungann af stofnun Verðbréfaviðskipta bankans. BÚNAÐARBANKINN tók ákvörðun um það fyrr á þessu ári að selja spari- sjóðunum helmings hlut sinn í Kaupþingi hf. og efla í staðinn verðbréfaviðskipti í sérstakri deild innan bankans. Af hálfu bankans var litið svo á að endurskoða þyrfti sam- starf við sparisjóðina og Kaupþing. Línur höfðu orðið óskýrari milli þeirr- ar starfsemi sem fer fram hjá bönk- um og sparisjóðum annarsvegar og verðbréfafyrirtækjum. Þjónusta Kaupþings var að mörgu leyti byijuð að skarast við þjónustu bankans. Að sama skapi eru verðbréfaviðskipti að verða æ mikilvægari þáttur í starf- semi banka vegna breytinga á lög- gjöf og viðskiptaháttum. Þeir Friðrik S. Halldórsson, for- stöðumaður fjárreiðudeildar og Sól- on Sigurðsson, bankastjóri, hafa stýrt uppbyggingu verðbréfavið- skipta til þessa en eiga von á öflug- um liðsauka á næstunni. Bankinn hefur ráðið Þorstein Þorsteinsson, núverandi aðstoðarbankastjóra hjá Norræna fjárfestingarbankanum, sem framkvæmdastjóra deildarinn- ar. Byggt verður á grunni lítillar deildar sem hafði verðbréfaviðskipti á sinni könnu, ráðgjöf til einstakl- inga og stýringu á lausaflárstöðu. „Samstarfið við Kaupþing gekk alltaf ágætlega og við höfum ekkert út á það að setja,“ segir Sólon þeg- ar hann er spurður um tildrögin að eflingu verðbréfaviðskipta bankans. „Hins vegar er þessi starfsemi orðin þannig núna að samvinna gengur ekki á milli keppinauta. Þegar við keyptum helmings hlut í Kaupþingi máttu bankar ekki stunda þessa starfsemi. Bankalögin hafa hins veg- ar breyst bæði hér á landi og erlend- is þannig að bankar þurfa ekki leng- ur að reka sérstök fyrirtæki um verð- bréfaviðskipti. Það gildir öðru máli um eignarleigufyrirtækin eins og t.d. Lýsingu. Samstarf okkar við Lands- bankann um það fyrirtæki hefur gengið mjög vel.“ Ætla að standa jafnfætis keppinautunum Þeir Búnaðarbankamenn horfðu í þessu efni sérstaklega til þróunarinn- ar erlendis þar sem verðbréfavið- skiptum hefur vaxið fiskur um hrygg innan banka. Raunar hefur þessa þegar orðið vart hérlendis hjá ís- landsbanka sem starfrækir nú Verð- bréfamarkað íslandsbanka hf. innan veggja bankans á Kirkjusandi. Sú spurning vaknar hvort þessi starfsemi verði nægilega sýnileg ef hún sett undir hatt sérstakrar deildar Bankinn hefur að undanförnu byggt upp sérstaka deild sem ætlað er að annast verðbréfaviðskipti. Hyggur bankinn á sambærileg umsvif á þessu sviði og þekkist hjá helstu keppinautun- um. Kristinn Briem ræddi við Sólon Sig- urðsson og Friðrik S. Halldórsson um þessi áform bankans. í Búnaðarbankanum í stað þess að vera sjálfstætt fyrirtæki, eins og hjá hinum viðskiptabönkunum og spari- sjóðunum? „Við munum leitast við að gera deildina sýnilega og hún á að starfa sjálfstætt," segir Sólon. „Það eru margir kostir við að hafa verðbréfa- viðskiptin innan bankans þó auðvitað fylgi því einnig ókostir. Einn af kost- unum er sá að hægt er að samnýta ýmsa þjónustu sem er fyrir hendi í stoðdeildum bankans. Við ætlum okkur að ná árangri á verðbréfa- markaðnum og stefnum að því að þessi starfsemi hjá bankanum verði orðin sambærileg við það sem þekk- ist hjá öðrum fyrirtækjum innan til- tölulega skamms tíma. Ef í ljós kemur að heppilegra sé að reka þessa starfsemi innan sér- staks hlutafélags munum við einfald- lega söðla um og stofna siíkt fyrir- tæki. Bankar eru í eðli sínu íhalds- samar stofnanir og varla að vænta sömu viðbragða eins og hjá sjálfstæð- um verðbréfafyrirtækjum. Við höfum því ákveðið að setja á fót sérstaka stjórnamefnd sem verður starfs- mönnum deildarinnar til halds og trausts. Það verður að vera hægt að bregðast jafn skjótt við og hjá keppi- nautunum." Útibúanetið virkar sem sölunet Verðbréfaviðskiptum Búnaðar- bankans verður skipt upp í þijú meg- in svið. Eitt þessara sviða mun hafa með höndum rekstur verðbréfasjóða, hlutabréfasjóða og lífeyrissjóða, á sama hátt og hjá stærri verðbréfafyr- irtækjum. Annað svið mun hafa með höndum verðbréfamiðlun og hið þriðja annast síðan bæði innlenda- og erlenda fjárstýringu. Útibúanet bankans mun síðan virka sem sölu- net fyrir verðbréfaviðskiptin og það auðveldar ýmsa upplýsingagjöf út til söluaðilanna. Verið er að byggja upp ný kerfi fyrir nýju deildina, ráða starfsmenn °g byggja upp aðra innviði. Útvíkkun starfseminnar er þegar komin á skrið því bankinn hefur umsjón með hlut- afjárútboði Tæknivals sem nú stend- ur yfir. Fjárstýringin er mikilvægt verk- efni þvi Búnaðarbankinn á mikið af ríkisverðbréfum sem hægt er að nota í viðskiptum á verðbréfamarkaði. Þessi viðskipti á verðbréfamarkaði hafa raunar verið að eflast mjög mikið að undanfömu, að því er fram kemur hjá Friðrik S. Halldórssyni, forstöðumanni. „Styrkleiki bankans hefur falist í sterkri lausafjárstöðu. Erlendir bankar nota lausafjárstöð- una til að dreifa áhættu og þar mynd- ast oft mikill hagnaður," segir hann. Brugðist við aukinni samkeppni Búnaðarbankinn stendur eins og aðrir bankar og sparisjóðir frammi fyrir harðnandi samkeppni á fjár- magnsmarkaði, ekki síst frá verð- bréfamarkaði. Hvert fyrirtækið á fætur öðru hefur verið að afla sér eiginfjár með hlutafjárútboðum og enduríjármagna eldri lán með út- gáfu skuldabréfa á markaði. „Við höfum reynt að bregðast við þeirri samkeppni með því að gera greinar- mun á fyrirtækjum eftir því hversu öflug þau eru. Bankavextir eru hins vegar nokkuð frábrugðnir þeim vöxtum sem eru á verðbréfamark- aði. Auðvitað er stofnun nýju deild- arinnar okkar svar við harðandi sam- keppi,“ segir Sólon. Hvað skyldi vera á pijónunum í sambandi við erlend verðbréfavið- skipti hjá Búnaðarbankanum? „Erlendir bankar og fyrirtæki hafa boðið okkur samstarf um þá hluti og við munum virkilega líta á það í beinu framhaldi af uppbygg- ingu starfseminnar. Síðar verða sett- ir á fót erlendir sjóðir, annaðhvort á eigin vegum eða í samstarfi við erlenda aðila.“ Heppnir að fá jafn öflugan mann En eru þeir Búnaðarbankamenn ekki smeykir að verðbréfamarkað- urinn sé orðinn ofmettaður, þar sem fyrir eru fimm verðbréfafyrirtæki? „Ég óttast það ekki,“ segir Sólon. „Ein af ástæðunum fyrir því að við keyptum helmingshlut í Kaupþingi fyrir fimm árum var sú að við töldum ekki rými fyrir fleiri fyrirtæki á markaðnum. Hins vegar sjáum við núna hvernig markaðurinn er að þróast. Það er mikill vöxtur á honum og ég óttast ekki að það skorti pláss fyrir fleiri fyrirtæki. En auðvitað er samkeppnin hörð eins og annars staðar á fjármagns- markaðnum. Ég hef þó trú á því að þetta muni ganga vel með bankann sem bakhjarl. Þorsteinn Þorsteins- son hefur mikla reynslu á því sviði, þar sem hann hefur annast fjárstýr- ingu hjá Norræna fjárfestingarbank- anum. Við vonumst til þess að hún muni nýtast okkur. Ég tel okkur hafa verið mjög heppna að fá jafn öflugan mann til að stýra þessu verkefni." Friðrik bætir því við að stöðugt fleiri aðilar séu að koma inn á verð- bréfamarkaðinn og óska eftir þjón- ustu á sviði verðbréfaviðskipta. „Verðbréf og safnhlutabréf er orðinn mikið stærri þáttur í sparnaði fólks en áður. Við finnum það að við- skiptavinir okkar óska eftir þessari þjónustu og við munum sinna því. Síðan verðum við varir við stöðugt vaxandi eftirspurn úti á landi.“ Þorsteinn Þorsteinsson hættir hjá NIB eftir tíu ára starf Ráðinn fram- kvæmdastjóri í Búnaðarbankanum ÞORSTEINN Þor- steinsson, fjármála- stjóri hjá Norræna fj árfestingarbankan- um (NIB) í Helsinki í Finnlandi, hefur ver- ið ráðinn fram- kvæmdastjóri verð- bréfaviðskipta og fjárstýringar Bún- aðarbankans, eins og fram kemur hér að ofan. Þorsteinn lauk prófi í rekstrarhag- fræði frá Verslunar- háskólanum í Kaup- mannahöfn árið 1972 og var þá ráðinn starfsmaður fyr- irtækisins 3M A/S. Hann var rekstrarráðgjafi hjá Hagvangi hf. árin 1975-1978, bæjarstjóri Sauðárkrókskaupstaðar 1978- 1982 og framkvæmdastjóri Stein- ullarverksmiðjunnar hf. á Sauðár- króki 1982-1986. Þann 1. júní árið 1986 var hann ráðinn til Norræna fjárfest- ingarbankans í Hels- inki, en um það leyti fagnaði bankinn tíu ára afmæli sínu. Svo háttar því til að Þor- steinn hættir störfum á sama og tíma haldið er upp á tuttugu ára afmæli bankans. A fyrstu starfsárum Þorsteins hjá NIB annaðist hann lánveit- ingar til íslands og Danmerkur, en árið 1990 söðlaði hann um og hóf störf í fjármáladeildinni sem annast meðal annars lántökur bankans. Þann 1. desember 1995 var Þorsteinn ráðinn yfirmaður þeirrar deildar. Hann er kvæntur Þórdísi Vikt- orsdóttur og hafa þau verið búsett í Finnlandi undanfarin tíu ár. Þorsteinn Þorsteinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.