Morgunblaðið - 13.06.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 13.06.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1996 B 7 VIÐSKIPTI Erlíf eftír vottun ? Gæðastjórnun Virkt gæðakerfi og sú rekstrarhagræðing sem af því leiðir er meðal mikilvægustu at- riða í að tryggja stöðu fyrirtækja í harðn- andi samkeppni, segir Oddur Eiríksson UMRÆÐA um gæðastjórnun er áberandi í þjóðfélaginu í dag og hefur aukist mikið á undanförnum árum. Stjórnendur fyrirtækja hafa í auknum mæli skynjað þá mögu- leika, sem gæðastjórnun gefur til að ná fram aukinni hagræðingu í rekstri. Virkt gæðakerfi og sú rekstrarhagræðing sem af því leið- ir er meðal mikil- vægustu atriða í að tryggja stöðu fyrirtækja í harðnandi sam- keppni. Svonefndir ISO 9000 staðlar (International Standardization Organization) voru fyrst gefnir út árið 1987 og fyrstu fyrirtækin fengu gæðakerfi sín vottuð sama ár. Til að fá gæða- kerfi vottuð skv. ISO 9000 stöðl- unum þurfa fyrirtæki að skrifa gæðahandbók, þar sem starfsemi fyrirtækisins og gæðakerfi þess er lýst. Einnig verður að taka til umfjöllunar ákveðin atriði, sem staðallinn krefst að fjallað sé um. Síðan er fenginn þriðji aðili (vott- unarstofa) til að votta að gæða- kerfið sé uppbyggt eftir kröfum staðalsins og þarf fyrirtækið að sanna að unnið sé skv. lýsingu gæðakerfisins. Fyrsta íslenska fyrirtækið fékk gæðakerfi sitt vottað árið 1992. Þeim hefur síðan farið hægt fjölg- andi og eru þegar þetta er skrifað orðin 15 talsins og nokkur á leið- inni. Víða erlendis hefur þessi þró- un leitt af sér ákveðna keðjuverk- un, þar sem vottuð fyrirtæki gera þá kröfu til birgja sinna að þeirra gæðakerfi sé líka vottað. Því hafa sum fyrirtæki farið af stað af ótta við að verða beitt tæknilegum við- skiptahindrunum. Flest þeirra hafa hins vegar komist að því eft- ir að vottun var fengin, að árang- urinn, sem næst í starfsemi fýrir- tækisins, réttlætti ákvörðunina um að fá vottunarstimpilinn burtséð frá samkeppnislegum ávinningi Eftirlit skoðunarstofa Eitt af því sem einkennir ISO staðlana og greinir þá frá öðru KLM telur tengsl BA-American rökrétt Amstcrdam. Reuter. KLM flugfélagið hefur kallað frétt- ina um bandalag British Airways og American Airlines „rökrétt skref í sameiningu flugfélaga í heimin- um.“ Vangaveltur hafa verið uppi um hugsanlega tengingu KLM og Brit- ish Airways í tvö ár af því að vitað er að hollenzka félagið leitar að öflugum, evrópskum samstarfsaðila. Samkomulag um sameiginlega farmiða American og BA þarf ekki að koma í veg fyrir að KLM gangi síðar í þríhliða bandalag að sögn sérfræðings hollenzka bankans Mees Pierson. GÆÐASTJÓRNUNARFELAG ISLANDS gæðastarfi er eftirlitsþáttur vott- unarstofu. Hann byggist á skipu- lögðum heimsóknum fulltrúa stof- unnar, ítarlegri skoðun á gæða- handbókinni og samanburði við verklag í fyrirtækinu og kröfur ISO staðlanna. Finnist frávik, verður að lagfæra þau, að öðrum kosti fellur vottun gæðakerfisins úr gildi og' það er nokkuð sem ekkert vottað fyrirtæki getur hugsað sér. Tals- verð vinna liggur að baki því að skrifa og fá gæðakerfi vottað og stórum áfanga er náð þegar vottun er fengin. Þá hefur gjarnan skapast áhugi á gæða- stjórnun í fyrirtækinu og mikil- vægt er að viðhalda þeim áhuga. Fyrstu misserin fer tíminn aðal- lega í að festa í sessi innra eftirlit kerfisins sjálfs, sérstaklega innri gæðaúttektir og úrbætur, sem eru eins konar hornsteinar kerfisins. Áhuga starfsmanna viðhaldið Hætta er á að viðhald kerfisins verði of vanabundið er fram líða stundir. Þá er mikilvægt að brydda upp á nýjungum til að viðhalda áhuga manna. Því var það að hóp- ur „vottaðra“ fyrirtækja kom sam- an haustið 1994 undir yfirskrift- inni: „Er líf eftir vottun?" Þessi hópur, sem kallar sig ISO hóp til aðgreiningar frá öðrum faghópum, sem starfa innan Gæðastjórnunar- félags íslands (GSFÍ), hefur síðan komið reglulega saman og fjallað um sameiginleg áhugamál, sem varða rekstur ISO kerfisins og kynna nýjungar, sem gætu nýst til að viðhalda áhuganum og enn frekari þróunar í gæðastarfinu. Sem dæmi um atriði, sem tekin hafa verið til umfjöllunar og eru ofarlega í huga meðlima ISO- hópsins, má nefna tölvuvæðingu ISO kerfisins, og tengingu þess við önnur kerfi eins og HACCP kerfið (GÁMES) Einnig hefur ver- ið rætt um tengingu við umhverf- isstaðlana ISO 14000. Þá má nefna umfjöllun um atriði í staðlinum er lúta að menntun og þjálfun, sem og leiðir til að nýta sem best úrbætur og niðurstöð- ur innri gæðaúttekta til frekari þróunar gæðakerfisins og til umbótastarfs í fyr- irtækinu. Lífið eftir vottun Athyglisverð nýj- ung, sem fyrirtækjum býðst að nota er sjálfsmat, sem GSFÍ hefur þróað og kallast Innskyggnir-sjálfsmat. Stjórnend- ur geta t.d. valið hóp starfs- manna, sem nota síðan spurningar Innskyggnis til að vega og meta hvernig fyrirtækið stendur sig í ákveðnum þáttum og greina þann- ig styrkleika og veikleika fyrirtæk- isins. Einnig má nefna umræður Oddur Eiríksson um atriði eins og möguleika ISO 9000 kerfisins að sameina og einfalda eftirlits- þætti stofnana, sem t.d. annast hollustu- vernd, vinnueftirlit, og eldvarnaeftirlit. Eins og getið er hér að framan hafa nú um 15 fyrirtæki á íslandi fengið gæðakerfi sín vottuð. Ekki má skilja skrif mín svo að fyrir- tæki, sem hvorki eru vottuð né stefna á vottun, sinni ekki gæðamálum. Hér að ofan hefur HACCP kerfið verið nefnt, sem mörg íslensk fyrirtæki vinna eftir. Þá hafa mörg íslensk fyrirtæki unnið eftir hugmynda- fræði altækrar gæðastjórnun (ATG - TQM - total quality management) í starfsemi sinni. ATG er ekki vottuð af þriðja að- ila, en byggir sérstaklega á hóp- vinnu, kerfisskipulagi og ákveð- inni aðferðafræði. Óhætt er að segja að mörg ís- lensk fyrirtæki hafi náð athyglis- verðum árangri á undanförnum árum hvernig svo sem nálgun þeirra á gæðastjórnun hefur verið. Mörg fyrirtæki, sem ákveða að hefja formlega gæðastjórnun og gæðaumbætur, standa frammi fyrir því að velja milli ATG og ISO 9000. Báðar aðferðirnar hafa skil- að fyrirtækjum miklum árangri. Það er áhugavert fyrir vottuð fyr- irtæki að skoða þann möguleika að nýta sér aðferðir ATG í því umbótastarfi, sem verður til í ISO 9000 kerfinu og fyrir ATG fyrir- tæki að nýta sér árangurinn af gæðastarfínu til að fá gæðakerfi sitt vottað skv. ISO 9000. Höfundur er gæðastjóri Plast- prents og formaður ISO-hóps GSFÍ. Nýgengiog gjaldþrot fyrirtækja 1985 - 1995 Uaí 199« Fét«g*vt»lritt«»lofnun Hóskófj Itbrndc *** Ou*o Hvað fór úrskeiðis ? Umbrotatímabil í íslensku atvinnulífi - 3.000 fyrirtæki gjaldþrota og 7.700 ný hlutafélög stofnuö. Út er komin könnun Félagsvísindastofnunar H.í. á vegum Aflvaka hf. um gjaldþrot og nýgengi fyrirtækja á árunum 1985 til 1995. Könnunin fæst á skrifstofu félagsins fyrir kr. 3.700 eintakið. Niðurstöðumar dýpka skilning á þessu mikla umbrotatímabili og auka þekkingu á orsökum og afleiðingum vandans. JL AFLVAKII Pósthússtræti 9, pósthólf34, 121 Reykjavík Sími: 551-6600 Fax: 551-6606 * LN * i Samkeppnish, t Langur lánstími '!Þ Stuttur afgreiðslutími f i „ t IÐN L ANASJOÐUR ÁRMÚLA 13 a »155 REYKJAVÍK-SÍMI 588 6400 o F-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.