Morgunblaðið - 13.06.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.06.1996, Blaðsíða 1
1 BLAÐ ALLRA LANDSMANNA L 1996 M FIMMTUDAGUR 13.JÚNÍ BLAÐ Morgunblaðið/Golli Gudmundur markahæstur GUÐMUNDUR Benediktsson skoraðl tvö mörk í stórsfgri KR-Inga, 5:2, á Breiöablikl á KR-velli. Hann er nú markahæstur í delldinni, meö 7 mörk. Alls voru 17 mörk skoruö í fjórum leíkjum 1. deildar karla. ÍA vann Val 2:1, ÍBV sigraði Fylki 3:2 og Keflavík og Leiftur gerðu jafntefli, 1:1, í Keflavík. ■ Aðrir leikir / C4, C5 Bjarki fluttur heim í hasti frá Mallorka „ÉG HAFÐI verið úti í vikuþegar hnéð tók að bólgna og litlu síðar gatégekki stigið í fót- inn og hafði verki,“ sagði Bjarki Sig- urðsson landsliðs- maður úr UMFA. Hann var fluttur heim í snatri síð- Bjarkl Sigurðsson astliðinn föstudag frá Mallorka, þar sem hann var í sumarleyfi ásamt fjölskyldu sinni, vegna sýk- ingar sem kviknaði í hægra hné. „Um leið og þetta gerðist var ég lagður inn á spítala úti þar sem ég lá inni í fjóra daga en var síðan fluttur heim,“ bætti Bjarki við, en hann liggur nú á Borgarspitalanum og reiknar með að gangi allt að óskum verði hann þar ekki leng- ur en fram á mánudag. Læknar á Borgarspíta- lanum segja að viðbrögð lækna á Mallorka hafi verið hárrétt og komið í veg fyrir að illa færi. Er Bjarki kom heim fór hann strax í aðgerð þar sem hreinsað var úr hnénu. „Nú er bara dælt í mig pensilíni.“ Nokkru áður en Bjarki fór til Mallorka hafði hann farið í speglun á hnénu vegna rifins lið- þófa sem átti að laga. „Það er ekki hægt að fullyrða hvort það er spegluninni að kenna eða ekki að sýkingin kom upp, en áður en ég fór, var taUð að aðgerðin hefði heppnast vel.“ Bjarki sagði ennfremur að læknar hefðu sagt sér að sýkingin ætti ekki að hafa nein áhrif á handknattleiksiðkun hans og gengi allt að ósk- um gæti hann farið að ganga á ný í næstu viku. Sennilega yrði nann þó að láta handknatt- leiksæfingar eiga sig næsta mánuðinn eða svo. „Sem betur fer gerðist þetta ekki á meðan keppnistímabilið er i gangi, það má kannski segja að þetta hafi gerst á skásta tíma.“ Varstu tryggður fyrir svoim löguðu? „Já sem betur fer. Ég var með ferðarofs- tryggingu og Sjóvá-Almennar sáu um að koma mér heim þannig að þetta er í lagi frá þeim sjónarhóli séð,“ sagði Bjarki. Vesturbæingarvígreifir íefsta sæti fyrstu deildar eftir góðan sigur, 5:2, á Breiðabliki Þriðja tvenna Guðmundar KR-INGAR eru á mikilli siglingu i upphafi íslandsmótsins og eru í efsta sæti 1. deildarinnar, sem vesturbæingar fagna inni- lega enda ekki á hverjum degi sem þeir geta fagnað slíkum áfanga. í gær sigruðu KR-ingar Breiðablik, 5:2, ífjörugum leik sem heimamenn hefðu allt eins getað unnið miklu stærra. Breiðablik byrjaði betur, fékk tvö þokkaleg færi strax í upphafi en eftir það tóku heimamenn völdin í sínar hendur. Guð- Skúli Unnar mundur skoraði Sveinsson fyrsta mark KR á skrifar 10. mínútu en við það hægðu heima- menn á sér og virtust um tíma ánægðir með stöðuna. Blikar voru það ekki og Amar jafnaði úr víta- spymu á 17. mínútu. Guðmundur gerði annað mark sitt og KR eftir rúmlega hálftíma leik og við það sat fram í síðari hálfleik. Einar Þór kom KR í 3:1 rétt eftir hlé og 4:1 á 75. mínútu. Nú voru tveir KR-ingar búnir að gera tvö mörk og áhorfendur biðu eftir því að þeir fullkomnuðu þrenn- una. Færin fengu þeir, sérstaklega Guðmundur, en ekki tókst að krækja sér í verðlaunin frá Lengj- unni að þessu sinni. Sævar Pétursson, einn varnar- manna Blika, var rekinn af velli um miðjan síðari hálfleikinn og við það jukust yfirburðir heimamanna enn. Ríkarður Daðason kom inná sem varamaður á 76. mínútu, vann hom sekúndum síðar og skoraði síðan upp úr homspyrnunni með annarri snertingu sinni í leiknum. Fjórum mínútum síðar minnkaði Kjartan muninn fyrir Blika. Guðmundur Benediktsson fékk þijú gullin færi til að fullkomna þrennuna það sem eftir var leiks. Fyrst varði Cardaklija þrumuskot frá honum, síðan varði hann víta- spyrnu frá honum og loks setti Guðmundur knöttinn snyrtilega yfir slána með fallegu skoti. Þrennan lætur sem sagt á sér standa hjá Guðmundi, en hann þarf ekki að örvænta ef hann heldur áfram að Ieika eins og í gær. Hann hefur nú gert sjö mörk í fjórum leikjum, þrí- vegis hefur hann gert tvö mörk í leik og í fyrsta leiknum setti hann eitt. „Ég hugsaði aðallega um að skora og held ég hafi frekar verið fullrólegur en hitt. Annars var þetta bara kæruleysi hjá mér,“ sagði Guðmundur aðspurður um víta- spyrnuna, sem var mjög illa fram- kvæmd hjá honum. „Það hlýtur að fara að styttast í 100 þúsund kall- inn. En það er fyrir öllu að liðið vinni og ef ég næ að halda áfram að skora tvö mörk í leik og liðið vinnur, þá er ég sáttur," sagði Guðmundur. KR liðið lék vel í gær. Ásmundur var sérlega sprækur í framlínunni og lagði upp tvö mörk. Guðmundur var einnig mjög góður, Þorsteinn Jónsson var vinnusamur á miðjunni og skilaði vamarhlutverki sínu mjög vel þegar á þurfti að halda. Einar Þór Daníelsson fór rólega af stað en þegar hann tók við sér héldu honum engin bönd á vinstri vængn- um. Vörn KR var heldur losaraleg á köflum að þessu sinni og það hefði getað farið illa hefði andstæð- ingurinn verið sterkari. Blikar voru ekki sannfærandi og þeir geta þakkað markverði sínum, Hajrudin Cardaklija, að þeir töpuðu ekki enn stærra. Þeir Þórhallur Hin- riksson og Amar Grétarsson áttu þokkalegan leik á miðjunni sem og Hákon Sverrisson á vinstri vængn- um. Þá var Guðmundur Þ. Guð- mundsson sterkur í vörninni á með- an hans naut við. Nafni hans Guð- mui-.dur Öm Guðmundsson, sem tók stöðu hans eftir hlé, átti einnig ágætan dag þó svo hann fengi dæmda á sig vítaspymu í lokin. ■ Mörkin/C KÖRFUKIMATTLEIKUR: KUKOC HVETUR EVRÓPUMENN HLAÐ LEIKA í NBA / C3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.