Morgunblaðið - 13.06.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.06.1996, Blaðsíða 2
2 C FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNIN Að duga eða drepast fyrír Svisslendinga og Hollendinga Ameðan augu flestra á Eng- landi beinast þessa dagana að stórleik Englendinga og Skota sem fram fer á Wembley-leikvang- inum næstkomandi laugardag, und- irbúa hin liðin í A-riðli, Holland og Sviss, sig af krafti fyrir annan mik- ilvægan leik, sem ráðið gæti úrslit- um um, hvort þessara liða kemst upp úr riðlinum, en liðin mætast á Villa Park í Birmingham í dag. Svisslendingar munu að öllum líkindum koma örlítið öðruvísi stemmdir til leiks en Hollendingar, en þeir svissnesku líta á jafnteflið við England sem einungis fyrsta skrefið af mörgum í átt að góðu gengi í keppninni á meðan Hollend- ingar gráta 0:0 jafntefli við Skota og naga sig í handarbökin fyrir að hafa ekki náð að skora í leiknum. Hollendingum var þó að vísu nokkur vorkunn því þeir öttu kappi við eina öflugustu varnarlínu Evr- ópu í dag, en oft hefur verið sagt að gegn sterkum liðum saman- standi landslið Skotanna af mark- verði, níu varnarmönnum og einum afturliggjandi sóknarmanni. Sviss- lendingar hafa að öllum líkindum ekki jafn sterkri vörn á að skipa og Skotarnir og að sama skapi eru Hollendingar líklega með sterkara sóknarlið en Englendingar, sem Svisslendingarnir gerðu einmitt 1:1 jafntefli við í opnunarleik keppninn- ar. Róðurinn ætti því að verða erfíð- ur fyrir Svisslendinga í leiknum í dag, en þeir sýndu það og sönnuðu í opnunarleiknum að þeir eru til alls líklegir og koma hvergi bangn- ir til leiks. Þjálfari Svisslendinganna, Artur Jorge, lét sína menn æfa fyrir lukt- um dyrum á þriðjudag og var hann stuttorður við blaðamenn. Það þyk- ir þó líklegt að hinn geysisterki Marc Hottiger, sem tók út leikbann í leiknum gegn Englendingum, muni að nýju taka sæti sitt í liðinu og styrkja þar með vörn Svisslend- inga. Annar þekktur varnaijaxl, fyririiði Hollendinganna, Danny Blind, sem einnig tók út ieikbann í fyrsta leik Hollendinga í keppn- inni, verður sömuleiðis kominn á sinn stað í vörninni og binda Hol- lendingar miklar vonir við að endur- koma Blinds muni koma meira skipulagi á leik liðsins. Þjálfari Hollendinga, Guus Hidd- ink, ber mikla virðingu fyrir sviss- neska liðinu og leggur mikla áherslu á það við leikmenn sína, að Sviss- lendingana megi alls ekki vanmeta. „Svissneskum félagsliðum hefur farið mjög mikið fram á síðustu árum og landsliðið stenst orðið fylli- lega samanburð við þau bestu í Evrópu," sagði Hiddink eftir æfingu hollenska liðsins í gær. í gærkvöldi höfðu þjálfarar lið- anna enn ekki gefið upp byijunarlið sín en líkleg byrjunarlið eru eftirfar- andi: Sviss: Pascolo, Hottiger, Vega, Henchoz, Quentin, Geiger, Vogel, Sforza, Bonvin, Grassi og Turk- yilmaz. Holland: Van der Sar, Reiziger, Bogarde, Blind, Seedorf, R. de Boer, Davids, Witschge, Hoekstra, Bergkamp og Cruyff. Dómari leiksins í dag verður At- anas Ouzounov frá Búlgaríu. KUMHO í golfi verður haldið á Kiðjabergsvelli í Grímsnesi sunnudaginn 16. júní. Á þessum glæsilega golfvelli verður leikinn 18 holu höggleikur þar sem karlar fá mest 24 í forgjöf en konur 28. Veitt verða glæsileg verðlaun fyrir þrjú efstu sætin með og án forgjafar. Fyrir að vera næst holu á 3. (12) og 7. (16) braut svo og fyrir lengsta teighögg á 2. (11) braut. Rástímar eru frá kl. 9 til 10.30 og kl. 13.30 til 15.30. Verðmæti vinninga 130 til 140 þús. kr. auk veglegra vinninga fyrir þá sem fara holu í höggi. Upplýsingar og skráning er í símum 5681093 og 4864495. Völkorrsin og skemmtun Hjólbarðastöðin, Bíldshöfða 8 Hjólbarðahöllin, Fellsmúia 24 Reuter BÚLGARINN Yordan Lechkov, sem hér sést í harðri baráttu við Spánverjann Amor í leik Búlgara og Spánverja á dögun- um, mun væntanlega verða í eldiínunnl þegar Búlgarir mæta Rúmenum á St. James’ Park í Newcastle í dag. Vináttan ekki með á völlinn egar landslið Búlgaríu og Rúmeníu munu ganga inn á völlinn á St. James’ Park í New- castle í dag verður áralangur vin- skapur margra lykilmanna liðanna að öllum líkindum skilinn eftir inni í búningsklefa. Rúmenar bókstaf- lega verða að sigra í leiknum ætli þeir sér áframhaldandi þátttöku í keppninni og Búlgarir munu áreið- anlega reyna að endurtaka leikinn frá heimsmeistarakeppninni ’94 í Bandaríkjunum þegar þeir komust alla leið í undanúrslit. Helstu stjörnur liðanna, Búlgar- inn Hristo Stoichkov og Rúmeninn Gheroghe Hagi, hafa verið perlu- vinir um árabil og í dag munu þeir báðir ganga einbeittir til leiks í Newcastle með sama markmið í huga, að koma liði sínu áfram í Evrópukeppninni og nýta jafn- framt það sem gæti orðið síðasta tækifæri þeirra til að sanna sig í knattspyrnuheiminum, en báðir áttu Stoichkov og Hagi fremur léleg tímabil í deildunum í vetur, Stoichkov á Italíu og Hagi á Spáni, og virðist frægðarsól þessara stórsnjöllu leikmanna örlítið vera farin að hníga. Bæði lið munu eflaust gefa allt sitt í leikinn og leikmenn þessara gömlu nágrannaþjóða frá A-Evr- ópu munu væntanlega beijast til síðasta blóðdropa á St. James’ Park í dag, ákveðnir í að valda ekki stuðningsmönnum sínum vonbrigðum og hjartasorg. En trú- lega á aðeins annað þessara liða raunhæfan möguleika á áfram- haldandi þátttöku í keppninni því Frakkar, sem nú hafa leikið 24 landsleiki án ósigurs, virðast hvergi líklegir til að gefa þumlung eftir. Þetta vita leikmenn liðanna og er undirbúningurinn sam- kvæmt því. „Við vorum betri en Frakkarnir á mánudaginn, en núna verðum við að vinna Búlg- arana. Þeir hafa góðu liði á að skipa en við munum bera höfuðið hátt og koma þijóskir til leiks líkt og þeir gera ætíð. Ég tel okkur eiga góða möguleika á sigri,“ sagði Gheorghe Hagi, einn skæðasti leikmaður Rúmeníu í gær. Líkleg byijunarlið á St. James’ Park í dag eru eftirfarandi: Rúmenía: Stelea, Belodedici, Petrescu, Mihali, Selymes, Hagi, Popescu, Lupescu, Munteaunu, Lacatus og Moldovan. Búlgaría: Mihailov, Kishishev, Ivanov, Kiryakov, Tsvetanov, Lec- hkov, Yankov, Balakov, Kostad- inov, Stoichkov og Penev. Dómari í Newcastle í dag verður Peter Mikkelsen frá Danmörku. HELGARGOLFIÐ Landsmót í holukeppni íslandsmótið í holukeppni verður hald- ið á golfvelli Golfklúbbs Suðurnesja, Leirunni, um helgina. Keppnin hefst á morgun, föstudag, og lýkur á sunnu- daginn. Allir bestu kylfingar landsins mæta til leiks, 32 í karlaflokki og sex í kvennaflokki. Örn Arnarson frá Ak- ureyri, nú í Leyni, sigraði í fyrra í karlaflokki og Olöf María Jónsdóttir úr Keili í kvennaflokki. Volcano í Eyjum Opna Volcano mótið, það fyrsta í röð- inni, verður í Vestmannaeyjum á laug- ardag og sunnudag en ætlunin er að þetta verði alþjóðlegt mót innan tíðar. Afmæli í Bakkakoti Fimm ára afmælismót Bakkakots verður minnst með móti á velli klúbbs- ins í Mosfellsdalnum á laugardag og sunnudag. Sólsetur í Heiðmörk Sólsetursmótið verður haldið í Urriða- vatnsdölum á velli Oddfellowa á föstu- daginn. Ræst verður út af öllum teig- um kl. 20 þannig að keppendur verða 64 talsins. Hugmynd Oddfellowa er að gera þetta að alþjóðlegu móti með tímanum, en í ár verða allir keppendur íslenskir. Grafarholtsvöllur Samvinnuferðar/Landsýnar mótið verður á laugardaginn hjá GR í Graf- arholtinu og verður leikfyrirkomulagið Texas Skramble. Hvaleyrarholtsvöllur Markómerkjamótið verður í Hvaleyr- inni á laugardag og er þetta 18 holu höggleikur með og án forgjafar. Borgarnes Opna Aquarius mótið verður haldið í Borgarnesi á sunnudaginn og er þetta 18 holu höggleikur með og án forgjaf- ar. Háforgjafarmót Háforgjafarmót verður á velli Odd- fellowa á sunnudaginn, 18 holu högg- leikur. Sandgerðismótið Opna Sandgerðismótið verður haldið í Sandgerði á sunnudaginn, 18 holu höggleikur með og án forgjafar. Stigamót öldunga Síðasta stigamót LEK til landsliðs eldri kylfinga fer fram á Grafarholts- velli á morgun, föstudag. Keppt er í flokkum karla 55 ára og eldri og 50 til 54 ára. Einnig í flokkum kvenna 50 ára og eldri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.