Morgunblaðið - 13.06.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 13.06.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1996 C 7 BÖRINIOG UNGLINGAR SPILADU MED ÞÍNU LIDI Golfkennsla fyrir börn og unglinga í Vestmannaeyjum Þorkell Snorri og Kolbrún sigruðu ANNAÐ unglingastigamót sumarsins fór fram um helgina. Að þessu sinni var leikið á Garðavelli á Akianesi og alls tóku 55 unglingar þátt í mótinu - 39 piltar og 16 stúlkur. Þorkell Snorri Sigurðarson úr GR sigraði í piltaflokki. Hann lék 36 holur á 144 höggum,bremur höggum betur en Keilismaðurinn Friðbjörn Oddson. Iþriðja sæti hafnaði Akureyringurinn Birgir Haralds- son, en hann lék á 149 höggum. í flokki stúlkna sigraði Kolbrún Sól Ingólfsdóttir frá Vestmanna- eyjum. Hún lék hringina tvo á 168 liöggum en þær Halla Björk Erlendsdóttir úr GSS og Húsvfkingurinn Jóna Björg Pálmadóttir voru jafnar á 174 höggum. Ævintýri líkast NÚ ERU staddir íEyjum 130 ungir og hressir kylfingar á aldrinum 9-15 ára. Þessir krakkar eru að taka þátt í Golf- ævintýri í Vestmannaeyjum. Stefnt er að því að gera þetta að árlegum viðburði í Eyjum og eru þátttakendur þegar farnir að skrá sig fyrir næsta ár. Hópurinn kom til Eyja á mánudag og var haldið rakleið- is á golfvöllinn og byrjað að slá. Lokadagurinn er í dag og mun hópurinn halda heim í fyrramáiið. Krakkarnir 130, sem eru mættir til Eyja, koma frá 15 golf- klúbbum víðsvegar af landinu. Þeim ætti ekki að leiðast Sigfús G. á meðan dvölinni Guðmundsson stendur því dagskrá- skrífar in er þétt og hefst á frá Eyjum morgnana klukkan átta og stendur linnulítið fram á kvöld. Auk þess að æfa golf fara krakkarnir í báts- og rútuferðir. Einnig spila þeir snóker og slá upp grillveislu. Hópnum er skipt niður í þrjá ald- ursflokka og eru tveir árgangar í hveijum flokki. Haldið verður mót í dag og verður keppt í öllum þremur flokkunum. Verðlaunaafhendingin fer fram í kvöld ásamt lokahófi. Til að halda athygli hópsins óskertri er oft sett upp lítil keppni á æfingum. Skipt er í tvö lið og eru keppendur látnir leika ýmsar kúnstir golflþróttarinnar, s.s. að pútta eða jafnvel að slá kúluna í lundaháf. Gefið er út dagblað á meðan Golf- ævintýrið stendur yfir. í því eru birt- ar myndir ásamt ýmsu gríni í bland við^ alvöru. Ymsir kunnir kappar koma við sögu í Golfævintýrinu, t.d. heima- maðurinn Þorsteinn Hallgrímsson, Sigurður Pétursson og Sigurður Sig- urðsson. Þess má geta að allir þess- ir menn hafa sigrað á Landsmótinu í golfi. Safnaði dósum til að komast Atli Már Gylfason úr GS er að verða 12 ára gamall en hann á ekki langt að sækja golfáhugann því hann byrjaði að fara á golfvöllinn aðeins fímm ára að aldri. Þá fór hann með pabba sínum og byijaði að eigin sögn að æfa sig í púttunum. „Pabbi [Gylfi Kristmsson GS] er reyndar fyrrverandi íslandsmeistari - vann árið 1983. Hann hefur einnig verið klúbb- og unglingameistari. Það væri líka gaman að verða íslands- meistari einhvern tíma eins og pabbi. Ég stefni a.m.k. á það en ég veit ekki hvort það tekst. Það verður KYLFINGAR hafa löngum verið snlðugir vlð að finna sér ýmls hjálpartæki vlð æflngar. Hér má sjá ungan og nákvæm- an kylflng slá bolta í lundaháf. FÉLAGARNIR úr Golfklúbbnum Kelll, Sigurþór Jónsson og Gunnlaugur Hafstelnn Erlendsson, voru glaðbeittir á svip er Morgunblaðið hitti þð að máli í Golfævlntýrinu. bara að æfa mikið og vel en vera samt ekki að flýta sér - taka þetta bara skynsamlega. Það var vinur minn sem sagði mér frá þessu fína ævintýri hérna í Eyjum svo ég fór að safna dósum og gerði fleira sem ég fékk borgað fyrir og borgaði þannig ferðina hing- að. Ég er strax búinn að læra heil- mikið af Þorsteini Hallgrímssyni og Sigurði Péturssyni og langar að koma hingað aftur næsta ár því þetta er fjör. Það er flott hérna Sigurþór Jónsson og Gunnlaugur Hafsteinn Erlendsson frá GK eru ekki nýgræðingar í golfinu því Sig- urþór er búinn að leika golf í þijú ár en Gunnlaugur í fímm ár. Þeir eru þegar búnir að lækka forgjöf sína mikið. Sigurþór er með tíu í forgjöf en Gunnlaugur er með átta. „Við stefnum að því að lækka okkur enn frekar á þessu ári og þetta Golfævin- týri kemur til með að hjálpa okkur að lækka forgjöfina enn frekar. Þetta er alveg frábært og við lærum mikið af Þorsteini Hallgríms- syni. Þetta Golfævintýri fer bara of seint af stað því við erum á síðasta ári en aðstaðan hérna er góð. Við höfum aldrei spilað golf hér áður. Fyrri níu holurnar eru frábærar og þær seinni eru flottar og eiga eftir að verða góðar,“ sögðu þeir félagar Sigurþór og Gunnlaugur Hafsteinn og áttu varla orð til að lýsa ánægju sinni með Golfævintýrið. Saman í f imleikum og golfi SUÐURNESJAMAÐURINN Atli Már Gylfason er aö veröa 12 ára. Hann safnaöi dósum tll aö borga feröina tll Eyja. ÚRSLIT Golf Stigamót hjá Golfklúbbnum Leyni Annað unglingastigamót sumarsins fór fram á Garðavelli á Akranesi um síðustu helgi. Keppt var í flokki pilta og stúlkna 18 ára og yngri. PILTAR Þorkell Snorri Sigurðarson, GR ...72-72 144 Friðbjörn Oddsson, GK..........73-74 147 Birgir Haraldsson, GA..........74-75 149 Pétur Óskar Sigurðsson, GR.....75-77 152 Kári Emilsson, GKJ.............76-78 154 ÖrnÆvarHjartarson, GS..........78-78 156 Ómar Halldórsson, GA...........84-74 168 Pétur Berg Matthíasson, GKJ....75-83 158 Ottó Sigurðsson, GKG...........83-77 160 Örvar Jónsson, GSS.............78-82 160 Gunnlaugur Erlendsson, GSS.....84-77 161 Guðmundur Óskarsson, GR........81-81 162 Davíð Viðarsson, GS............79-83 162 Haraldur H. Heimisson, GR......82-81 163 Jens Kr. Guðmundsson, GR........78-85 163 Svanþór Laxdal, GKG............83-80 163 Kristinn Árnason, GR...........80-84 164 Gunnar Þór Jóhannesson, GS.....79-86 165 Ófeigur Guðjónsson, GR............82-83 165 STULKUR Kolbrún S. Ingólfsdóttir, GV......86-83 168 Halla B. Erlendsdóttir, GSS....91-83 174 Jóna Björg Pálmadóttir, GH......84-90 174 Katla Kristjánsdóttir, GR.........89-88 177 Alda Ægisdóttir, GR...................92-93 185 Elín Th. Reynisdóttir, GL.........92-93 185 EsterÝr Jónsdóttir, GOS........94-91 185 Snæfríður Magnúsdóttir, GKJ....94-92 186 Arna Magnúsdóttir, GL...............93-95 188 HelgaR. Svanbergsd., GKJ.......99-92 191 Kristfn L. Eyglóard., GJÓ......93-98 196 Katrin Dögg Hilmarsdóttir, GKJ98-98 196 Eva.ámarsdóttir,.GKJ______________103-95 196 MargrétJónsdóttir, GP........100-104 204 Ljósbrá Logadóttir, GS........102-108 210 Nína Björk Geirsdóttir, GKJ......99-116 215 Heiðrún Rós Þórðardóttir og Lilja Gunnarsdóttir eru báðar í Golfklúbbi Suðurnesja. Heiðrún Rós segist vera búin að spila golf í mörg ár en Lilja sagðist vera að byija, er nýbúin að prófa og þykir bara nokkuð gaman. „Það er búið að vera gaman hjá okkur. Það eru ágætir kennarar hérna og við höfum æft vel. Við erum líka á kafi í fimleikum saman en það er ekki hægt að gera upp á milli golfsins og fimleikanna. Það er gaman í báðum íþróttunum. Okk- ur finnst golf vera alveg jafnt fyrir konur sem karla. Fjölskyldur okkar eru báðar mikið í golfinu.“ Og Lilja bætti við, „Mamma gefst að vísu alltaf upp því hún hittir kúluna svo illa en hjá mér gengur það bara vel - hitti eiginlega alltaf. Við erum búnar að fara í bátsferð og sund í dag og æfa mikið golf svo við ætlum að sleppa rútuferðinni á eftir. Þetta er orðið ágætt í dag og ég verð líka svo oft bílveik," bætti Heiðrún Rós við. „En við mætum örugglega aftur næsta ár og verðum örugglega betri þá því við ætlum að æfa vel í sum- ar,“ sögðu þær stöllur Heiðrún Rós og Lilja og tóku nokkur æfingapútt í lok dagsins. Morgunblaðið/Sigtús Gunnar STÖLLURNAR úr GS, Heiðrún Rós Þórðardóttir og Lllja Gunn- arsdóttir, eru duglegar viö æfingar og æfa hér mlkllvægasta hluta golfsins; púttin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.