Morgunblaðið - 14.06.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.06.1996, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 133. TBL. 84. ARG. FOSTUDAGUR 14. JUNI1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Frakkar reiðir Bretum París, London. Reuter. MIKIL reiði ríkir í Frakklandi vegna upplýsinga um, að breska stjórnin hafi leyft mikinn útflutning á dýra- fóðri, sem er talið hafa valdið kúa- riðu, eftir að notkun þess var bönn- uð í Bretlandi 1989. Franskir stjórnmálamenn og fjöl- miðlar höfðu stór orð um bresku stjórnina í gær og fréttaskýrendur sögðu, að uppnámið í landinu auð- veldaði ekki Jacques Chirac Frakk- Iandsforseta að aðstoða John Maj- or, forsætisráðherra Bretlands, við að fá útflutningsbanninu aflétt. „Iðnaðarglæpur" Dagblaðið Le Monde sagði bresku fóðursöluna vera „iðnaðar- glæp" og fréttaskýrandinn Pierre Georges sagði, að brjálsemin hefði ekki aðeins lagst á nautgripi, heldur líka á fólk, sem væri brjáiað í gróða. Lýsti hann hugarfari Breta með þessum orðum: „Seljum, seljum, hvað sem það kostar." Breska stjórnin staðfesti í fyrra- dag grein í vísindatímaritinu Nature þar sem sagði, að Bretar hefðu flutt út tugþúsundir tonna af dýrafóðri, sem hugsanlega hefur verið með kúariðusmit, eftir að notkun þess var bönnuð í Bretlandi 1989. Voru Frakkar aðalkaupendurnir. Talsmaður framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, ESB, sagði í gær, að kaupin á breska dýrafóðr- inu hefðu verið á ábyrgð viðkom- andi ríkja, þau hefðu sjálf átt að grípa í taumana. Kraftaverki næst Reuter TALIÐ er ganga kraftaverki næst að 272 farþegar og fluglið- ar skyldu komast lífs af þegar indónesískri breiðþotu hlekktist á í flugtaki í Japan í gærmorg- un. Eldur kom upp í vélinni og breiddist hratt út. Þrír fórust og rúmlega hundrað slösuðust. Þotan var af gerðinni Douglas DC-10. Allir farþegarnir, utan fjórir, voru japanskir og sögðu að mikil ringulreið hefði gert þeim erfitt um vik að yfirgefa vélina, og lítil japönskukunn- átta þjónustuf ólks um borð gert illt verra. Ekki er vitað um or- sakir slyssins en flugritar vélar- innar, sem skrá upplýsingar um flugið, eru fundnir og eru rann- sóknarmenn indónesíska flugfé- lagsins, sem átti vélina, komnir til Japans. ¦ Þrír fórust/22 Baráttunni fyrir f orsetakosningarnar í Rússlandi lýkur í dag Jeltsín segir komið nóg af byltingum Pétursborg. Reuter. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, sagði í gær í Pétursborg, þar sem bylting bolsévika hófst 1917, að Rússar þyrftu ekki á fleiri byltingum að halda og skoraði á kjósendur að hafna hinni kommúnísku fortíð. Tveimur dögum fyrir kosn- ingar hefur Jeltsín góða forystu í skoðanakönn- unum en Gennadí Zjúganov, frambjóðandi kommúnista, segir samt, að sigur sinn sé vís enda aðhyllist meirihluti Rússa kenníngar komm- únista. Jeltsín sagði á rokktónleikum, sem haldnir voru honum til heiðurs við Vetrarhöllina í Péturs- borg, að bylting bolsévika hefði hafist í borginni 1917 en Rússar þyrftu ekki á fleiri slíkum að halda. „Við höfum fengið nóg af slíku umróti, treystið mér," sagði hann. Jeltsín sagði, að kosningarnar á sunnudag myndu ráða miklu um ástandið í Rússlandi á ókomnum árum og skoraði á kjósendur að segja skilið við hina kommúnísku arfleifð. „Við megum ekki hverfa aftur til fortíðarinn- ar, heldur skulum við treysta framtíð hins nýja Rússlands," sagði Jeltsín og var honum vel fagn- að af þúsundum manna, aðallega ungu fólki, en Jeltsín á miklu meiri stuðning meðal þess en Zjúganov. Jeltsín lýkur kosningabaráttunni í heimabæ sínum, Jekaterínbúrg, í dag en frambjóðendur hvíla sig og kjósendur á morgun, laugardag. Zjúganov sigurviss Zjúganov sagði í gær, að mikill meirihluti Rússa styddi kenningar kommúnista, sem væru svo gott sem búnir að vinna kosningarnar þótt þær hefðu enn ekki farið fram. Gerði hann lítið úr skoðanakönnunum, sem raunar þykja mjög óáreiðanlegar í Rússlandi, og gaf einnig í skyn, að Jeltsín og hans menn bæru ábyrgð á hryðju- verkunum í Moskvu að undanförnu. y . fgg/6 jHMf ;•;»- ;,: •"'^¦--',} B 1 i. * ra íh\h $>¦ i 1 M":' •MBr _ B.............. E-pillan étur upp heilann London. Reuter. FÍKNIEFNIÐ „Ecstasy" eða E-pillan getur valdið neytendum varanlegum skaða að sögn breskra lækna. Segja þeir, að komið hafi í ljós við rannsóknir, að hún eyðileggi hluta heilans. Nagdýr og apar, sem gefið var efnið, urðu fyrir langvar- andi skaða og kom hann fram í rottum strax eftir einn skammt. Þá hefur komið í ljós, að efnið, sem er afbrigði af amfetamíni, eyðileggur tengsl milli heilafrumna og skaðar taugafrumur, sem gefa frá sér serótónín en það hefur mikil áhrif á andlega líðan og geð- brigði. Vísindamenn, sem unnu að rannsókninni, segja það sér- stakt áhyggjuefni, að hugsan- lega séu eituráhrif E-pillunnar á menn fremur hægvirk. Þess vegna gætu afleiðingarnar, til dæmis alvarlegt þunglyndi eða önnur sjúkleg geðbrigði, komið fram nokkrum árum eftir að hennar var neytt. Reuter JELTSÍN var á fjölmennum rokktónleik- um og kosningafundi í Pétursborg í gær og skoraði þá á kjósendur að nota kosn- ingarnar á sunnudag til að segja endan- lega skilið við kommúnismann. Hér veifar hann til stuðningsmanna sinna, sem biðu hans og Naínu, konu hans, við komuna til borgarinnar. Þjóðernissinninn Vladímír Zhírínovskí viður- kenndi í gær, að hann ætti ekki mikla möguleika í kosningunum á sunnudag en kvaðst ekki hafa áhyggjur af því. Sinn tími myndi koma í næstu kosningum. Vill auka veg þýskrar tungu Bonn. Reuter. HELMUT Kohl, kanslari Þýska- lands, hvatti í gær til þess, að nýtt átak yrði gert til þess að auka veg þýskrar tungu í heiminum. Við þingumræður um menning- armálastefnu Þýskalands sagði kanslarinn, að þrátt fyrir aðhald í ríkisfjármálum yrði að greiða fyrir aukinni þýskukunnáttu erlendis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.