Morgunblaðið - 14.06.1996, Page 6

Morgunblaðið - 14.06.1996, Page 6
6 FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hrafn Hallgrímsson deildarstjóri Rósemi Sophiu stóð upp úr „EFTIR réttarhöldin finnst mér ró- semi Sophiu standa uppúr. Hún ; stóð sig hreint ótrúlega vel. Maður skilur eiginlega ekki hvaðan henni i kemur allur þessi styrkur," sagði Hrafn Hallgrímsson, deildarstjóri í umhverfisráðunejdinu og fulltrúi á Habitat II ráðstefnu SÞ í Istanbúl. Hrafn sagði að nokkrir fulltrúar af Habitat-ráðstefnunni hefðu ver- ið með Sophiu í réttinum. Hann sagði að vakið hefði athygli sína í dómshúsinu að Halim hefði haft með sér þrjá aðstoðarmenn. Þeir hefðu dulið dætur Halims og Sop- hiu í stórum hópi stúlkna í eins klæðnaði og með sólgleraugu til að koma í veg fyrir að teknar yrðu myndir af þeim. Hann sagði að aðeins hluti af íslendingahópnum hefði fengið að fara með Sophiu inn í réttarsalinn til að bytja með. Eftir ræðu lög- manns Sophiu hefði svo afgangnum verið hleypt inn. Hann nefndi að íslendingarnir hefðu undrast hvað réttarsalurinn væri lítill og að not- ast hefði verið við háværa ritvél frá 6. áratugnum við réttarhaldið. Með bauga undir augum Hann sagði augljóst að Halim hefði lagt stúlkunum lífsreglumar fyrir utan réttarsalinn. Halim hefði ekki gefið þeim neitt svigrúm. Stúlkurnar hefðu svarað spurning- um dómarans lágum rómi og horft niður. Systumar hefðu neitað að fara að vilja dómarans og horfa á Sophiu á meðan þær segðust ekki vilja sjá hana. Hrafn segir að stúlk- umar hafi verið í hefðbundnum klæðnaði strangtrúaðra og Dag- björt hefði verið með bauga undir augunum. Fyrir utan dómshúsið gáfu tvær strangtrúaðar konur sig á tal við íslendingana. Hrafn segir að þær hafi sagst vera tyrkneskar mæður að sýna íslenskri móður stuðning sinn. Greinilegt væri að tyrkneskur almennningur vildi láta koma fram að hegðun Halims væri ekki í sam- ræmi við vitund þjóðarinnar. Morgunblaðið/Sverrir Karlar í biðröð HÓPUR karla á öllum aldri og í öllum stærðum hafði safnast fyrir framan herrafataverslunina Dressmann við Laugaveg í Reykja- vík þegar hún var opnuð kl. 11.30 í gærmorgun. Að sögn Áróru Gúst- afsdóttur verslunarstjóra var bið- röð fyrir framan búðina langt fram eftir degi í gær og þurfti að hieypa viðskiptavinum inn í hóp- um. Áróra sagði að karlarnir hefðu ekki bara komið til að skoða heldur keypt sér föt enda ýmis tilboð í gangi. Verslunin var opin til kl. 23.30 í gærkvöldi. Yfirlýsing til fjölmiðla Stjórn Alþýðuflokksfélags ísafjarðar segir af sér Saka bæjarfulltrúa um einræðishneigð Hér á eftir fer yfirlýsing nokkurra íslenskra fulltrúa af Habitat II ráð- stefnunni til tyrkneskra fjölmiðla vegna forræðismálsins. „Við undirritaðir íslendingar sem viðstaddir vorum réttarhöldin í Ba- kirköy Adliyesi Zuhuratbaba, þar sem fyrír var tekið forræðismál Sop- hiu Hansen og Halims A1 viljum koma eftirfarandi á framfæri við tyrknesku þjóðina. — Við höfum verið gestir í landi ykkar undanfarnar vikur og þökkum þá vinsemd og greiðvikni sem okkur hefur verið sýnd. Við höfum notið dvajarinnar í ykkar fagra landi og vonumst til þess að landar okkar eigi margir eftir að koma hingað. — í forræðismálum viljum við leggja áherslu á rétt móðurinnar til jafns við rétt föður til að umgangast og annast börn sín. Við trúum því að allar tyrkneskar mæður séu okk- ur sammála um þetta atriði og von- um að tyrkneskir feður deili sjón- armiðum okkar. — Samkvæmt stjórnarskrá ríkir trúfrelsi á íslandi. I þessu máli viljum við undir- strika eftirfarandi: 1. 10. apríl 1992 var Sophiu, á grundvelli íslenskra laga, dæmt for- ræði yfir dætrum sínum og ailir málsaðilar eru íslenskir ríkisborgar- ar. 2. 15. júní 1990 fór faðirinn með dætumar í heimsókn, með fullu sam- þykki Sophiu, til Tyrklands og hafð lofað að koma með þær heim aftur 15. ágúst sama ár. Þann dag hringdi hann og sagðist aldrei mundi koma aftur með dæturnar. 3. Tyrkneskur dómstóll úrskurð- aði 12. nóvember 1992 Sophiu um- gengnisrétt sem faðirinn hefur brot- ið 63 sinnum. 4. Sophia Hansen hitti dætur sín- ar síðast 16. maí 1992. í meira en fjögur ár hefur faðirinn einhliða mótað viðhorf dætranna og því var vitnisburður þeirra við réttarhöldin ekki sannfærandi. 5. Engin móðir, hvorki íslensk né tyrknesk, getur sætt sig við að fá ekki að umgangast börn sín árum saman. . Við skorum á tyrknesku þjóðina að tryggja stúlkunum tveimur rétt sinn til umgengnis við báða foreldra sína. Gunnlaugur M. Sigmundsson, alþingismaður og faðir, Krist- inn Gunnarsson, alþingismað- ur og faðir, Skúli Bjarnason lögfræðingur og faðir, Hrafn Hallgrímsson, deildarstjóri og faðir, Sigurlaug Jóhannesdótt- ir, listamaður og móðir og frú Sigríður Sigurbjörnsdóttir skrifstofustjóri og móðir. STJÓRN og varastjórn Alþýðu- flokksfélags ísafjarðar sagði af sér á miðvikudag sökum óánægju með samstarf við bæjarfulltrúa Al- þýðuflokksins í ísafjarðarbæ, Sig- urð R. Ólafssson. Gróa Stefáns- dóttir fráfarandi formaður félags- ins segir að kornið sem fyllt hafi mælinn hafi verið fundur á þriðju- dag um tilhögun nefndarstarfs í bænum, en þar hafi Sigurður gengið á dyr. „Hann vill öllu ráða aleinn og getur ekki unnið á lýðræðislegan hátt. Við sættum okkur að sjálf- sögðu ekki við það,“ segir Gróa. Lítið samráð við flokksmenn Hún segir að fyrir kosningar hafi verið rætt um að vinstriflokk- arnir í byggðarlaginu myndu sameinast og hafi Alþýðuflokkur- inn haft framgöngu um það mál. „Eftir erfíða málamiðlun var ákveðið að Sigurður sæti í fyrsta skipti og þegar kom að kosningum og niðurstöðum þeirra, var Sigurð- ur búinn að ákveða og hafði eflaust aldrei ætlað sér annað, að fara í samstarf við Sjálfstæðis- flokkinn. Það kann að hafa verið vænlegasta staðan, en þetta var hins vegar aldrei rætt við aðra flokksmenn. Fleiri slíkar ákvarð- anir voru teknar án minnsta sam- ráðs við flokksmenn," segir hún. Afsögn „besta mál“ Sigurður kveðst líta á afsögn stjórnar sem óánægju einstaklinga innan hennar að hafa ekki komist í nefndir á vegum ísafjarðarbæjar, en í gærkvöldi var kosið í ellefu nefndir á vegum bæjarins. „Þetta er stormur í vatnsglasi sem ég hef engar áhyggjur af. Það er 99% samþykkt fyrir því sem ég hef verið að gera, en nokkrir einstaklingar eru alltaf óánægðir og það er hið besta mál að stjórnin skyldi segja af sér öll í einu og hefði átt að vera löngu búin að því. Stjórn Alþýðuflokks- félags ísafjarðar hefur ekkert að segja lengur í nýju kjördæmi og sveitarfélagi, þetta er valdalaust „apparat" sem hefur ekkert yfir framboðslistanum að segjá,“ seg- ir hann. Gróa kveðst ekki gera ráð fyrir að ný stjórn verði kosin fyrr en í haust, og þá í tengslum við um- ræðu um sameiningu Alþýðu- flokksfélaga í ísafjarðabæ en þau eru þrjú talsins. Á meðan sé félag- ið á ísafirði óstarfhæft. I ! t í i i i I l l I FORSETAKJÖR 1996 i/i OLAFUR RAGNAR GRIMSSON Mosfellsbær, Kjalarnes Fundur með Ólafi Ragnari og Guðrúnu Katrínu í Illégarði U. 20:30 í kvöld. Viði’á‘ðnr, áiörp o« Íjj1rs|nirnir Aliir veikomnir! Sturtníngsfólk Ólafs Ragnars Grímssonar Mosfellsbæ og Kjalarnesl. Skipt um alla í sljórn SUF SKIPT var um alla 13 stjórnar- menn Sambands ungra framsókn- armanna (SUF) á' sambandsþingi um helgina. Guðjón Ólafur Jónsson aðstoðar- maður umhverfisráðherra lét þá af störfum sem formaður sam- bandsins og við tók Árni Gunnars- son aðstoðarmaður félagsmálaráð- herra. Guðjón Ólafur sagði við Morg- unblaðið að hann hefði hugsað sér að gefa kost á sér áfram næsta kjörtímabil. En fyrr á þessu ári hafði hann lagt fram ákveðnar hugmyndir í framkvæmdastjórn Framsóknarflokksins um breyting- ar á starfsumhverfi SUF, m.a. skipulagsbreytingar á skrifstofu flokksins. Þær hugmyndir hefðu hins vegar ekki fengið hljómgrunn innan framkvæmdastjórnarinnar. Ekki nægmr stuðningur forystunnar Guðjón sagði að eftir þetta hefði hann ekki talið sig eiga nægan stuðning frá flokksforustunni og flokksskrifstofunni og því beitt sér fyrir því að nýr formaður tæki við SUF. . Guðjón sagðist ekki vita um ástæður annarra stjórnarmanna fyrir að gefa ekki kost á sér áfram. Hins vegar hefði verið mikil sam- staða meðal þingfulltrúa, bæði um fyrrverandi stjórn og þá núver- andi. t I í b ft

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.