Morgunblaðið - 14.06.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.06.1996, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR DABBI segir, Dabbi segir, mér er nú alveg saman hvað hann tautar, Pétur minn. Þetta er nú minn garður, góði . . . legt og þægilegt er fyrir veiðimenn að hafa við höndina. „Þetta er sniðið og hannað til að endast. Allt of mörg veiðikort eru þannig að þau eru ónýt eftir veiðitúrinn," sagði Bergur Steingrímsson, framkvæmdastjóri SVFR. Áður hafði félagið gefið út sams konar kort af Hítará og Soginu. Á næst- unni kemur síðan út það fjórða, sem er af Elliðaánum. ERU ÞEIR AÐ FA'ANN? NORÐURÁRKORTIÐ nýja. Morgunblaðið/Þorkell Laxveiði glæðist í Borgarfirði LAXVEIÐI hefur glæðst í Norðurá að undanförnu, hópur sem lauk veiðum á aðalsvæðinu á hádegi miðvikudags veiddi 43 laxa, að sögn Bergs Steingrímssonar, framkvæmdastjóra SVFR, í sam- tali við Morgunblaðið. Voru þá komnir 120 laxar á land af svæð- inu. 17 punda lax veiddist á flugu í Myrkhyl og er stærstur úr ánni í sumar. Lítið bólar enn á smá- laxi, en menn hafa gert því skóna að hann fari að láta sjá sig í straumnum sem verður stærstur á mánudaginn. Enn sem komið er hefur lítið veiðst á neðri svæðum Norðurár, í svokölluðum Stekk og Munaðar- nesi. Að öllu jöfnu gera menn það gott þar um slóðir í júní, en mjög lág vatnshæð árinnar miðað við árstíma og hagstætt hitastig ár- innar veldur því að fiskur stoppar þar ekki. Það hefur þó ekki farið hjá því að menn hafa séð talsvert af laxi á svæðinu, en höfðinginn hefur verið á fleygiferð fram ána. Sum sé vant við látinn. Nýttkort SVFR hefur _ í samvinnu við Landmælingar íslands gefíð út nýtt veiðikort af Norðurá. Er það í gormamöppuformi, ' prentað á þykkan glanspappír. í möppunni er ánni skipt í svæði sem hvert um sig er tekið út á einni síðu. í viðbót eru margháttaðar upplýs- ingar um veiði í einstökum hyljum um nokkurt árabil. Annar fróðleikur er einnig fyrir hendi, eitt og annað sem nauðsyn- Friðun milli f ossa Hinir nýju leigutakar Vatns- dalsár, sem taka við ánni til þriggja ára árið 1997, hafa samið við núverandi leigutaka um að taka við einni stöng í ánni sem veiðir á mill'i Stekkjarfoss og Dals- foss. Pétur Pétursson, einn hinna nýju leigutaka, segir þetta gert í verndunarskyni. Núverandi leigutakar munu yið- hafa „veiða-sleppa" fyrirkomulag- ið fram í miðjan ágúst, en nýju leigutakarnir munu hafa það kerfi vertíðina á enda næstu árin. Um- rætt svæði í Vatnsdalsá er það efsta í ánni og í besta falli hefur það gefið um 70 laxa, yfirleitt með feiknagóðri meðalþyngd. Pét- ur segir mikilsvert að ganga ekki of nærri laxi sem hrygnir á svæð- inu á milli umræddra fossa. Um þetta hafi tekist góð samvinna leigutakanna tveggja. Víða byrjað á næstunni Veiði hefst í dag í Elliðaánum og Stóru-Laxá í Hreppum og í fyrramálið munda menn stangir í Langá í fyrsta sinn á þessu sumri. Á þjóðhátíðardaginn verður Grímsá opnuð og sagði Sturla Guðbjarnarson- á Fossatúni, að hann hefði séð lax fyrst í ánni um síðustu mánaðamót, bæði í Lax- fossi og síðan ofan af brúnni yfir Hörgshyl. Síðustu daga hefði verið tals- verður lax í Laxfossi og þar fyrir neðan, þar af einn . „heljarbolti, svona 20 pund", eins og Sturla komst að orði. 18. júní verður Víðidalsá opnuð og 20. júní hefst veiði síðan í Gljúfurá og Ytri- Rangá og daginn eftir, 21. júní, hefst veiði í Miðfjarðará, þar sem mikill lax hefur sést að undan- förnu, sérstaklega í Vesturá. Alþýðumenning alisráðandi Handverks- sýning á leið til Þýskalands IÐIR 1996 er nafn á handverkssýningu sem Rósa Ingólfs- dóttir stendur fyrir 18.-21. júlí næstkomandi. Rósa stóð fyrir svipaðri sýningu síðastliðið sumar í Perlunni, en í ár verður hún haldin í Laugardals- höllinni. - Hvers vegna er sýn- ingin á nýjum stað í ár? „I fyrra sprengdum við öll aðsóknarmet Perlunn- ar, en gestirnir voru á bil- inu 15 til 20 þúsund. Því þurfti ég að setja sýning- una upp í stærra húsnæði að þessu sinni." - Hverjir taka þátt í sýningunni í ár? „Þátttakendur í sýning- unni eru handverksfólk víðsvegar af landinu. Auk þess verður íslenskt hugvit og smáiðnaður kynnt. Meirihluti þeirra sem tóku þátt í íði á síð- asta ári ætla að mæta aftur til leiks, enda skipti þátttakan miklu fyrir flesta í fyrra. Margir komu upp ýmsum viðskiptasamböndum og aðrir komist á námskeið og fengu fyrirgreiðslu í ráðuneytum. Flestir þeirra sem framleiða snyrtivöru og lækningavörur úr íslenskum jurtum verði á sýning- unni og kynna framleiðslu sína. Mikil gróska er í íslenskum smáiðnaði og verður ýmis ný- sköpun á þeim vettvangi kynnt á sýningunni. Má þar nefna sportbíla sem framleiddir eru hér á landi, húsgögn fyrir börn og vörur unnar úr fiskroði, auk fjöl- breyttrar flóru íslensks hand- verks. í veitingasölu sýningar- innár verður notaður vistvænn borðbúnaður frá Ömmubakstri, sem ekki er einungis ætur, held- ur eyðist hann á skömmum tíma upp í náttúrunni." - Hverjir standa að sýning- unn[ í ár? „Ég er framkvæmdastjóri og eigandi íða og hún er algert einkaframtak. Bændasamtökin, kaupfélögin í landinu, landbún- aðarráðuneytið og Samtök iðnað- arins styrkja sýninguna ásamt ýmsum einkafyrirtækjum og ein- staklingum og vonandi eiga fleiri styrktaraðilar eftir að koma til sögunnar, því hér er um mjög þarft kynningarverkefni að ræða." - Hafa erlendir aðilar sýnt íði áhuga? „Það kom töluvert af útlend- ingum á sýninguna í fyrra og nú stendur til að hluti íða 1996 verði settur upp í Þýskalandi næsta yetur. Fyrirhugað er að halda íslandsviku í tilraunamarkaðnum Saar Bazar Center 14.-23. nóvember. Hann er skammt fyrir utan borgina Saar- ________ briicken og það er mikil ásókn í að kom- ast að á markaðnum og hafa aðilar víðs- vegar að úr heiminum ™"~~™~"' kynnt vörur sínar og menningu og listir viðkomandi lands. Helsti hvatamaðurinn að Is- landsvikunni er Þjóðverjinn Diet- er Kolb, sem tók ástfóstri yið ísland fyrir mörgum árum. ís- landsvikan er stórkostlegt tæki- færi fyrir okkur íslendinga að koma okkar vörum á framfæri erlendis og kynna handverk þjóð- arinnar." Rósa Ingólfsdóttir ?Rósa Ingólfsdóttir er fædd 5. ágúst 1947 í Reykjavík. Hún útskrifaðist sem auglýsinga- teiknari frá Myndlista- og handíðaskólanum 1968 og leik- ari frá Leiklistarskóla Þjóð- leikhússins 1972. Á árunum 1973-74 var hún leikari við Þjóðleikhúsið en frá 1974 til 1978 sjálfstætt starfandi aug- lýsingateiknari bæði innan- lands sem utan. Hún hefur ver- ið grafískur hönnuður hjá Rík- issjónvarpinu frá 1978. Rósa á tvær dætur, Heiðveigu og Klöru. Geysisgos í Laugar- dalshöllinni - Hefur sýningin einhvern verndara? „í fyrra var lögreglan verndari íðis, en í ár er það fólkið í land- inu. Tákn sýningarinnar, „frú Sigríður", verður einnig á sínum stað, en hún er tæplega 6 metra stór brúða í fjallkonulíki. Hún mun fljótlega sjást á götum úti og minna á handverkssýning- una." - Nú ert þú þekkt fyrir að fara ótroðnar slóðir í hönnun, geta gestir sýningarinnar búist við einhverju óvenjulegu? „Ég ákvað að nýta mér ís- lenskt hugvit við uppsetningu sýningarinnar. Sigurður Gíslason verkfræðingur hefur hannað fyr- ir mig eftirlíkingu af Geysi sem verður staðsett á sviði Laugar- dalshallarinnar. Hverinn 'mun síðan gjósa með reglulegu milli- bili á meðan sýningin stendur yfir. Mér hefur alltaf fundist vanta tengingu á milli náms og atvinnulífsins svo ég fékk nem- endur í iðnhönnun við Iðnskólan í Reykjavík til að hanna sviðið. Þeir fá vinnuna síðan metna til prófs." - Verður einhver skemmti- dagskrá á sýningunnil ________ „Fjöldi skemmti- krafta treður upp á sýningunni. Þar á með- al er alþingismaðurinn Árni Johnsen, sem ~*™~~~* mætir með gítarinn, karlakórinn Geysir kynnir nýja geislaplötu, Þjóðdansafélag Is- lands dansar sléttudans eftir Sigr ríði Valgeirsdóttur og sýning verður á íslenska þjóðbúningn- um. Sýnd verður glíma og gest- um gefst kostur á að kynnast vinnubrögðum frá fyrri tíð. I til- efni sýningarinnar kemur út geislaplatan íðir með tónlist sem ég samdi fyrir sýninguna í fyrra."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.