Morgunblaðið - 14.06.1996, Page 10

Morgunblaðið - 14.06.1996, Page 10
10 FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Skólastjórí Vesturhlíðar- skóla segir upp GUNNAR Salvarsson, skólastjóri Vesturhlíðarskóla, hefur sagt stöðu sinni lausri vegna ágreinings við menntamálaráðuneytið. Gunn- ar telur að ráðuneytið hafi hafnað skólastefnu Vesturhlíðarskóla með því að gefa Öskjuhlíðarskóla kost á að nýta fyrrum heimavistarhús á lóð skólans án samráðs við sig. Menntamálaráðherra vísar á bug ásökunum hans um að ráðuneytið hafi ekki skilning á málefnum heyrnarlausra. Gunnar hefur sent frá sér grein- argerð vegna málsins, þar sem segir m.a. að það sé heyrnarlaus- um börnum brýn nauðsyn að hafa táknmálstalandi málfyrirmyndir í umhverfi sínu. Það sé skylda sam- félagsins að skapa þessar aðstæð- ur á leikskóla- og grunnskólastigi svo þau búi við ámóta uppeldisskil- yrði og heyrandi böm. Því sé það eitt af lykilatriðum skólastefnunn- ar að nýta fyrrum heimavistarhús skólans áfram í þágu heyrnar- lausra. Gunnar segir að sér sé ekki unnt að una þeirri lítilsvirðingu sem birtist í einhliða ákvörðun ráðuneytisins, auk þess sem í upp- sögninni felist mótmæli við því áhrifaleysi sem menntað skólafólk á þessu sviði búi við. Ennfremur segir Gunnar að ákvörðun ráðu- neytisins nú opinberi skilningsleysi embættismanna á málefnum heyrnarlausra, og að oft hafi þurft að veija hagsmuni barnanna í skólanum gegn ákvörðunum ráðu- neytisins. Vísar ásökunum á bug Björn Bjarnason menntamála- ráðherra segir að það sé alrangt að leggja málið þannig upp að verið sé að lítilsvirða heyrnarlausa eða að bijóta á bak aftur skóla- stefnu Vesturhlíðarskóla. Hús- næði þar sem Samskiptamiðstöð heyrnarlausra var áður til húsa sé nú laust og spurning hvernig það verði best nýtt. Björn segir að hús sem Öskjuhlíðarskóli hafi haft til afnota í Garðabæ hafí nýlega verið seld, og hafi skóla- stjóra Öskjuhlíðarskóla því verið boðið að skoða aðstöðuna í um- ræddu húsi á lóð Vesturhlíðar- skóla. Það hafi komið í ljós að húsnæðið falli mjög vel að þörfum skólans og málið sé nú á umræðu- stigi. Segir Björn það skynsamlega nýtingu á opinberu húsnæði að leyfa Óskjuhlíðarskóla að fá þessa aðstöðu og unnt sé að koma mál- um þannig fyrir að það trufli ekki starfsemi Vesturhlíðarskóla. Þann l. ágúst flytjast mál skólanna tveggja úr höndum menntamála- ráðuneytisins til sveitarfélaganna. „Mér fínnst ástæðulaust fyrir þennan ágæta skólastjóra að kveðja ráðuneytið með þessum hætti og svo stórum orðum,“ sagði Björn. „Ég hef undanfarið rætt mál- efni heyrnarlausra mjög ítarlega við fulltrúa þeirra, m.a. í tengslum við aðalnámsskrá fyrir grunnskóla og framhaldsskóla, þar sem ég vil að áherslur taki mið af þörfum heyrnarlausra. Ráðuneytið hefur m. a. beitt sér fyrir því með sam- þykki Alþingis að sett voru mun skýrari ákvæði í ný framhalds- skólalög um rétt heyrnarlausra en áður, þannig að það kemur mér algjörlega í opna skjöldu að mál séu lögð upp með þeim hætti að menntamálaráðuneytið hafí ekki skilning á málefnum heyrnar- lausra. Hef ég raunar átt ágætt samstarf við Gunnar Salvarsson, þar til hann ákvað að segja starfi sínu lausu, en lausnarbeiðni hans hef ég staðfest." Morgunblaðið/Sverrir JÓN Loftsson, skógræktarstjóri, Brynjólfur Jónsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags íslands, Jón Geir Pétursson, starfsmaður Skógræktarfélags Islands, og Hulda Valtýsdóttir, formaður Skóg- ræktarfélags íslands, kynntu ráðstefnu Norræna skógarsambandsins á fundi með fréttamönnum. Fimmtíu ára afmæli Norræna skógarsambandsins Fjölmennasta ráðstefn- an hér um skógarmál NORRÆNA skógarsambandið, NSU, heldur ráðstefnu hér á landi í Borgarleikhúsinu 22. júní næstkom- andi í tilefni 50 ára afmælis síns, og er gert ráð fyrir að hingað komi um 200 norrænir gestir af þessu til- efni og dvelja þeir hér dagana 19.-22. júní. Verður þetta langfjölmennasta erlenda ráðstefnan sem haldin hefur verið hér á landi um skógræktarmál. Dagana 19.-21. júní fara ráð- stefnugestirnir í ferðir um landið þar sem ýmis skógræktarverkefni verða kynnt og skoðuð, en farið verður um Norðurland, Austurland og Suður- land. „Skógurinn og umheimurinn“ Yfirskrift ráðstefnunnar í Borgar- leikhúsinu verður „Skógurinn og umheimurinn" og mun frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti Islands, flytja opnunarerindið. Á ráðstefnunni munu erlendir fyrirlesarar fjalla um umhverfis- og skógræktarmál, en ráðstefnustjórar verða þau Hulda Valtýsdóttir, formaður Skógræktar- félags Islands, og Jón Loftsson skóg- ræktarstjóri. Karen Westerby-Juhl, forseti Nor- ræna skógarsambandsins, setur ráð- stefnuna, en fyrirlesarar eru J. S. Maini, formaður alþjóðlegrar nefndar um skógræktarmáí á vegum Samein- uðu þjóðanna, sem fjallar um stöðu norrænu skóganna og barrskógabelt- isins í alþjóðlegum umræðum um skóga heimsins, Monika Stridsman, aðalritari Alþjóðlega náttúruvernd- arsjóðsins í Svíþjóð, sem fjallar um boðskapinn um sjálfbæra nýtingu skóga, J. P. Kimmins, skógvistar- fræðingur og prófessor við Háskól- ann í Bresku Kólumbíu í Kanada, sem fjallar um virðingu gagnvart hinu náttúrulega umhverfi - hvernig samræma megi það hugtak í skóg- rækt á 21. öld, R.A. Shebbare, fram- kvæmdastjóri Canada Pulp and Pap- er í Brussel, sem ræðir um þróun skógræktar í Kanada til sjálfbærrar nýtingar og breytt verðmætamat al- mennings, Eeva Hellström, sérfræð- ingur við Evrópsku skógræktarstofn- unina í Finnlandi, sem ræðir um mismunandi viðhorf til skógræktar, Oluf Aalde, skógræktarstjóri í Nor- egi, sem fjallar um hvort skógrækt á Norðurlöndum sé sjálfbær, Áke Barklund, verkefnisstjóri hjá Sam- bandi sænskra skógareigenda, sem flallar um umhverfisvottun í nor- rænni skógrækt, og Niels Elers Koch, forstjóri hjá Rannsóknamiðstöð fyrir skóg og landslag í Danmörku, sem tekur saman dagskrána að loknum erindaflutningi. Ráðstefnunni lýkur með umræð- um, en um kvöldið verður afmælis- kvöldvaka haldin í Perlunni. Hvatning fyrir skógræktarfélögin NSU var stofnað árið 1946 er meginmarkmið samtakanna og að Margfaldur verðlaunabíll sameinar glœsilegt utlit. óviðjafnanlega aksturseiginleika, ríkulegan staðalbúnað, mikil gœðí og einstaka hagkvœmni í rekstri. Verðið stenst allan samanburð Honda Accord 1.8i er búinn 115 hestafla 16 ventla vél meö tölvustýröri fjölinnsprautun. Upptak er 11.3 sek. í 100 km/klst. meðan eyöslan viö stöðugan 90 km. hraöa er aðeins 6,6 lítrar á 100 km. Honda Accord 1.8i er búinn loftpúöa í stýri, rafdrifnum rúöuvindum og loftneti, vökva- og veltistýri, þjófavörn, samlæsingum, útvarp/segulbandi og bremsuljósi í afturrúöu. Styrktarbitar eru í hurðum. Lengd: 468,5 cm. Breidd: 172 cm. Hjólhaf: 272 cm. Honda Accord 2.0i LS er búinn 131 hestafla vól, ABS-bremsukerfi, tvöföldum loftpúöa, 4 gíra sjálfskiptingu ásamt fjölmörgum öörum kostum. Veröiö er aöeins 2.185.000,- á götuna. Tveggja ára alhliöa ábyrgö fylgir öllum nýjum Honda bifreiðum og þriggja ára ábyrgð er á lakki. Tökum aöra bíla uppí sem greiðslu og lánum restina til allt aö fimm ára. 1.734.000,- H) VATNAGARÐAR 24 S: 568 9900 koma á samvinnu milli Norðurland- anna á vettvangi skógræktar til gagns fyrir skóga á Norðurlöndum. Hefur sambandið gengist fyrir fjöl- mörgum uppákomum í því sam- bandi og má þar nefna fundi, náms- ferðir, kynnisferðir og Norrænu skógarráðstefnuna, sem er umsvifa- mesta verkefni samtakanna. Æðsta stjórn samtakanna 'er fulltrúaráð sem samanstendur af deildum frá hveiju landi, en starfsemi sam- bandsins er aðallega í höndum verk- efnanefndar sem í situr einn aðili frá hveiju Norðurlandanna og er fulltrú Islands þar Jón Loftsson skógræktarstjóri. Jón sagði í samtali við Morgun- blaðið að helsta verkefni samtak- anna væri að gefa norrænum skóg- ræktarmönnum tækifæri til að hitt- ast, en Norræna skógarráðstefnan, sem haldin er á fjögurra ára fresti, flyst á milli landanna og hafa sótt hana 1.500 til 2.000 manns. Næst verður slík ráðstefna haldin í Dan- mörku 1998 og er afmælisráðstefn- an hér á landi því aukaráðstefna. Vegna umfangs reglubundnu ráð- stefnanna hafa þær aldrei verið haldnar hér á landi, en að sögn Jóns er ekki útilokað að af því geti orðið að sex árum liðnum. „Þarna kynna menn það nýjasta sem þeir eru að gera í hveiju landi og einnig er norræn skógrækt kynnt fyrir umheiminum, en öllum skóg- ræktarmönnum er gefið tækifæri til að taka þátt. íslenskir skógræktar- menn hafa í gegnum árin verið fjöl- mennir á þessum ráðstefnum og þangað hafa menn sótt kraft og inn- blástur," sagði Jón. Hulda Valtýsdóttir, formaður Skógræktarfélags íslands, sagði að Norræna skógarráðstefnan væri mjög mikil hvatning fyrir skógrækt- arféiögin hér á landi þar sem sjálf- boðaliðastarf væri í miklu ríkari mæli en annarsstaðar á Norðurlönd- unum. „Þar eru auðvitað margir sem stunda skógrækt, en yfirleitt eru þeir að vinna í skógi sem þeir eiga persónulega. Hér eru félögin hins vegar að rækta skóg sem er fyrir alla íslendinga," sagði hún.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.