Morgunblaðið - 14.06.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.06.1996, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 1996_ FRÉTTIR __________________________MÓRGUNBLAÐIÐ FORSETAKJÖR ’96 Morgunblaðið/Golli FORSETI íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, og Steinunn Ing- varsdóttir, sem hálsbrotnaði við að stinga sér til sunds á Egils- stöðum. Fjölskylda hennar er sú fyrsta sem dvelur í Ljósheimum. Dánargjöf til Barnaspítala Hringsins íbúð fyrir for- eldra veikra barna BARNASPÍTALI Hringsins fékk að dánargjöf tveggja herbeija íbúð að Ljósheimum 22 og tók formlega við henni í gær, fimmtu- dag. Eiríka Anna Friðriksdóttir hagfræðingur, sem lést 6. júní 1995, arfleiddi Barnaspítalann að eigninni. Eiríka lét eftir sig ná- kvæm fyrirmæli um notkun íbúð- arinnar og er hún ætluð foreldr- um sjúkra barna af landsbyggð- inni sem þurfa að vera að heiman í lengri eða skemmri tíma vegna veikinda barna sinna. Eiríka Anna fæddist í Essen í Þýskalandi árið 1911. Hún lauk stúdentsprófi í Berlín 1930 og hagfræðiprófi í Prag 1936. Hún stundaði nám í tölfræði við Kaup- mannahafnarháskóla 1936-38 og var í doktorsnámi í hagfræði en lauk því ekki vegna þess að heimsstyrjöldin skall á. Eftir stríð starfaði Eiríka hjá Sameinuðu þjóðunum og sljórnaði flutningi á hveiti frá Bandaríkjunum til Evrópu á stríðsárunum þegar hungurvofan blasti við. Arið 1955 flutti hún til Islands og fékk ís- lenskan ríkisborgararétt. Hún var sæmd íslensku fálkaorðunni fyrir rannsóknarstörf á slysum barna hérlendis. Hún vann að velferðar- og öryggismálum barna og tók virkan þátt í neyt- endamálum. Erfingjar Eiríku gáfu eftir arfshluta sína til þess að hægt væri að koma íbúðinni í stand. Fjölmargir aðilar gáfu innbú og vinnu við íbúðina. Hertha W. Jónsdóttir, hjúkr- unarframkvæmdasfjóri og sviðs- sfjóri Barnaspitala Hringsins, segir að gjöfin hafi margfalt gildi fyrir fjölskyldur sem þurfa að dvelja í höfuðborginni um tíma vegna barna sinna. Um 3.000 börn leggjast inn á Barnaspítal- ann árlega og eru 30% utan af landi. „Fólk verður fyrir áfalli vegna slysa eða veikinda barna sinna og þar ofan á bætist rask á lífi þess, áhyggjur af hvar eigi að búa og fjárhagsáhyggjur. Dvöl í Reykjavík er oft kostnaðarsöm og dýrt er að halda tvö heimili ef fjölskyldumeðlimir geta ekki dvalið saman. Húsnæðið gefur kost á að fjölskyldan geti búið saman og reynt að lifa eðlilegu lífi á nýjum stað,“ segir Hertha. Margvísleg áhrif á líf fjölskyldunnar Fyrsta fjölskyldan sem dvelur í íbúðinni er fjölskylda Steinunn- ar Ingvarsdóttur sem er þrettán ára, en hún hálsbrotnaði er hún stakk sér til sunds í sundlaug á Egilsstöðum 23. maí síðastliðinn. Endurhæfing Steinunnar mun standa yfir í um það bil þrjá mánuði og kemur ibúðin sér vel fyrir fjölskyldu hennar sem býr á Egilsstöðum. Móðir hennar, íris Másdóttir, og fósturfaðir, Helgi Gíslason, segja að slys dóttur þeirra hafi haft margvisleg áhrif á líf þeirra. íris rekur gistiheimili á Egilsstöð- um og Helgi er framkvæmda- stjóri Héraðsskóga og hafa þau tekið sér frí frá vinnu eftir að slysið gerðist. Þau segja það mest um vert að lifa þokkalegu heimilislífi á meðan dóttir þeirra er í læknismeðferð. Þetta létti áhyggjum af þeim og geri þeim dvölina bærilegri. Steinunn býr með foreldrum sínum og systur, Tinnu Björgu Helgadóttur, í Ljósheimum á meðan hún er í endurhæfingu. Hún segist vera ánægð með að búa í íbúðinni þangað til þau geta flutt aftur heim á Egilsstaði. Gullpeningur í myntsafn íbúðin varafhent með viðhöfn í gær og tók Asgeir Haraldsson, forstöðulæknir Barnaspítalans Hringsins, við lyklunum af Leó Löve lögfræðingi sem sá um að framfylgja erfðaskránni. Forseti Islands, Vigdís Finnbogadóttir, var viðstödd afhendinguna og tók við fálkaorðu hinnar látnu og ungverskum gullpeningi frá ár- inu 1556 sem Eiríka Anna ánafn- aði myntsafni íslands. LEÓ Löve lögfræðingur afhendir Ásgeiri Haraldssyni, forstöðu- lækni Barnaspítala Hringsins, lyklana að íbúðinni. Á milli þeirra stendur Helga Hannesdóttir, læknir og vinkona Eiríku Onnu. KJÖRSVÆÐI8 Kemur í slað Álftamýrarskóla, Langholtsskóla og Laugarnesskóla. JÖRSVÆÐI Ráðhús b Reykjavíkurj 15 kjördeilcfír Kemur í stað Melaskóla og Miðbæjarskóla að hluta. Kemur í stað Austurbæjarskóla, Sjómannaskóla og Miðbæjarskóla að hluta | KJ0RSVÆÐI3 TBR, Gnoðarvogi 1 16 kjörtlelldir KJ0RSVÆÐI 2 Foldaskoii 8 kjijrdeildir Kjarvalsstaðfr 17kjördeildir Á Breiðagerðisskóli 9 kjördeildir KJÖRSVÆÐI 4 KJ0RSVÆÐI7 Árbæjarskóli Wv* 7 kjördeildir Kjorstaðursem aður var í Breiðholtsskóla flyst nú i Fellaskóla. KJ0RSVÆÐI 6 "v Fellaskóli Idusels-X ■ 11 ■ skóli \Wdeildir 8 kjördeildir V .. .KJÖRSVÆÐI5/ Elliheimilið Grund, 1 kjardeiid Hrafnista , 1 kjördeild Sjálfsbjargarhús, 1 kjördeiid Tillaga að kjörsvæðum og kjörstöðum í Reykjavík Kjörstöðum fækkað í Reykjavík VIÐ forsetakosningar 29. júní nk. verða gerðar um þar sem kosið hefur verið til þessa. Ur þessu breytingar á kjörstöðum í Reykjavík frá því sem verður bætt með þeim breytingum, segir í tilkynn- verið hefur við kosningar síðustu ár og fækkar þeim ingu frá borgarstjóra, að aðgengi fyrir fatlaða^ úr 16 í 11. Meginástæða breytinganna er að að- ætti að verða með fullnægjandi hætti á öllum kjör-' gengi fyrir fatlaða var ófullnægjandi í ýmsum skól- stöðum. Morgunblaðið/Sverrir ÁSTÞÓR Magnússon heimsótti starfsmenn Flugleiða í gær. Astþór Magnússon heimsækir starfsfólk Flugleiða Hægt að byggja ferðaþjónustu á friðarsögu Islands 1.202 hafa kosið utan kjörfundar í Reykjavík ALLS höfðu 1.202 greitt atkvæði í gærkvöldi í utankjörfundarat- kvæðagreiðslu í Reykjavík vegna forsetakosninganna, sem fram fara 29. júní næstkomandi. Utankjörfundaratkvæða- greiðsla vegna kosninganna fer fram hjá sýslumönnum og hrepp- stjórum um land allt, og á vegum sýslumannsembættisins í Reykjavík fer atkvæðagreiðslan fram í Ár- múlaskóla. Erlendis er hægt að greiða atkvæði í sendiráðum Islands og hjá ræðismönnum. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hófst 6. maí síðastliðinn, eða átta vikum fyrir kjördag. Þeir sem greiða atkvæði utan kjörfundar geta greitt atkvæði aftur ef þeir vilja svo við hafa, en þegar unnið er úr utankjörfundaratkvæðum er kannað hvort viðkomandi hefur kosið oftar en einu sinni og gildir nýjasta atkvæðið ef svo reynist vera. Flestir verða erlendis Úlfar Lúðvíksson fulltrúi hjá sýslumanni í Reykjavík segir að þeir sem kjósa utankjörfundar ræði lítt ástæður þessa, en gera megi ráð fyrir að þeir séu flestir erlendis á kjördag eða fjarri kjörstöðum af öðrum ástæðum, eða vilji af ein- hveijum ástæðum losna við atgang- inn á kjördag. Hann kveðst telja álíka marga greiða atkvæði utan kjörfundar nú og í síðustu forsetakosningum, að minnsta kosti virðist enn sem kom- ið er fátt benda til marktækrar aukningar á aðsókn. „Hér í Ármúla- skóla hefur ekki beinlínis verið um örtröð af fólki að ræða en þótt ró- legt sé að jafnaði má segja að að- sókn sé jöfn og góð,“ segir hann. ÁSTÞÓR Magnússon, forsetafram- bjóðandi, heimsótti starfsfólk Flug- leiða í hádeginu í gær á Hótel Loft- leiðum og kynnti málefni sín. Hann sagði að Flugleiðir gegndu veiga- miklu hlutverki í tengslum íslands við umheiminn og friðarstefnu hans. Starfsmaður Flugleiða spurði Ást- þór um viðhorf hans til umhverf- issamtakanna Greenpeace og sigl- ingar þeirra inn í lögsögu Kína þar sem þeir mótmæltu kjarnorkutil- raunum Kínveija. Ástþór sagði að sér fyndist Greenpeace vera ágæt samtök, en stundum notuðu þau rangar aðferðir og álitamál hvort rétt hefði verið að sigla inn í land- helgi Kínveija. Líta beri til þess að kjarnorkan eigi sér engin takmörk né landamæri eins og sjáist á afleið- ingum Tsjérnobýlslyssins. Hann nefndi að íslenskt þjóðlíf myndi leggjast í rúst ef kjarnorkubáti hlekktist á í landhelginni. Kjarnork- an væri því ekkert einkamál. Starfsmaður spurði um áform Ástþórs um leiðtogafund á Þingvöll- um árið 2000. Astþór svaraði því að Þingveilir væru þekktir víða um heim og snerust áform sín ekki bara um þann stað heldur um landið í heild. íslendingar væru friðsöm þjóð og ættu langa friðarsögu sem vekti athygli víða. Hægt væri að byggja upp ferðaþjónustu út á frið og friðar- sögu landsins, íslendingar ættu sér enga hernaðarlega fortíð. Þessi saga höfði ekki einungis til svokallaðs „bakpokalýðs" heldur allra sem áhuga hafa á friðarmálum. Sami starfsmaður spurði hvers vegna kynning landsins sem lands friðar hefði ekki verið gerð áður. Ástþór sagði að hann hefði uppgötv- að þennan möguleika nýlega og tengt þingsögu Þingvalla við frið og árið 2000. Hann hafi áttað sig á þessu tækifæri og orðið var við gíf- urlegan áhuga. Hér séu möguleikar til að auka ferðamennsku og áhuga á landinu, sem skapi aukin tækifæri fyrir ferðaþjónustu. Annar starfsmaður spurði af hveiju Ástþór notaði ekki peningana til einhvers annars en í kosningar- baráttu, t.d. stofnaði ráðgjafarmið- stöð eða eitthvað annað tii að kynna málefni sín. Ástþór svaraði að til þess að kynna málefnin almenningi þurfi að ná fram ákveðinni stemmn- ingu hjá allri þjóðinni, svo allir taki þátt. Hann hafi fjárfest og stofnað félög til að kynna málefni sín, t.d. Frið 2000 og fleiri. f i » s . : € . £ i A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.