Morgunblaðið - 14.06.1996, Síða 14

Morgunblaðið - 14.06.1996, Síða 14
14 FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ T LAIMDIÐ Jónsmessuhátíð á Hofsósi aflýst Á HOFSÓSI hafa undanfarin ár verið haldnar skemmtanir um Jónsmessuna þar sem ýmsir lista- mennn hafa komið fram. Jóns- messuhátíð þessi hefur verið vel sótt og verið eins konar opnunar- hátíð fyrir ferðamannatímann á Hofsósi hvert ár. Sinfónían kemst ekki „í ár var dagskráin undirbúin með þátttöku fjölda listamanna þar sem gert var ráð fyrir að Sin- fóníuhljómsveit íslands kæmi fram. Vegna óviðráðanlegra or- saka getur ekki orðið af komu hljómsveitarinnar og var því gripið til þess ráðs að aflýsa hinni eigin- legu hátíð. Eftir sem áður verður margt um góða skemmtun á Hofsósi yfir Jónsmessuhelgina. Ýmsir leikir og skemmtanir verða fyrir alla ald- urshópa og dansleikur í Höfðaborg á laugardagskvöld," segir í frétta- tilkynningu. Sauðárkróki - Fjölmenni var við- statt hátíðleg skólaslit Fjölbrauta- skóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki nú rétt fyrir mánaða- mót. í skólaslitaræðu Jóns Fr. Hjartarsonar skólameistara kom fram að á vetrinum stunduðu alls 505 nemendur nám við skólann og að þessu sinni útskrifuðust 41 af stúdentsprófsbrautum, 8 af sjúkraliðabraut, 4 af iðnnáms- braut, 1 af uppeldisbraut, 2 af atvinnulífsbraut 1 og 4 úr grunn- deijdum málm- og rafíðna. í ræðu skólameistara kom fram að 8 sjúkraliðar stunduðu nám í grein sinni á Siglufirði, en eigin- legar framhaldsdeildir á Siglufirði og Blönduósi voru ekki starfrækt- ar á þessu skólári vegna ónógrar þátttöku. Alls voru 176 nemendur í heimavistum stofnunarinnar, sem þegar er mjög þröngt setin og stendur vöntun á heimavistarrými verulega í vegi fyrir stækkun skól- ans. Sagði skólameistari að veitt hefði verið á fjárlögum tvö undanf- arin ár fjármagn til undirbúnings stækkunar heimavistarinnar, en vænti hann þess að framkvæmd- um yrði ekki lengur slegið á frest og framkvæmdir hafnar á næsta ári þar sem öll aðstaða væri nú eins og best yrði á kosið, aðeins vantaði rými fyrir fleiri nemendur. í tengslum við skólann er rekinn Farskóli Norðurlands vestra undir skipulagsstjórn Önnu K. Gunnars- dóttur en á vegum Farskólans voru haldin 56 námskeið á árinu, víðsvegar um kjördæmið, og stunduðu þar nám alls 510 nem- endur. Gildismat Skólameistari brýndi fyrir nem- endum sínum, sérstaklega þeim sem eru að hverfa á braut, að íhuga vel merkingu hugtakanna manngildi, menntun og menning, og taldi þeim jafn nauðsynlegt að geta skyggnst um í merkingar- heimi þeirra hugtaka eins og sjó- manni væri þörf áttavita, og benti á að manngildi hvers og eins réð- ist af færni til þess að auðsýna í verki samfélagshollustu og samfé- lagsheilindi. Þetta gerði og kröfur um viðvarandi viðleitni hvers og eins til betrumbóta, sjálfum sér og öðrum til heilla. Þá hvatti skólameistari nem- endur til að vanda val þeirra gilda, sem þeir skipuðu til öndvegis í sálarlífi sínu og vitund, og að þeir íhuguðu vel í hvaða anda þeir vildu helst og fremst lifa og starfa. Við skólaslitin voru afhent margvísleg verðlaun fyrir frábæran námsárangur, en einnig flutti kveðju nýstúdenta Brynhildur Þöll Kristjánsdóttir og Ásdís Guð- mundsdóttir flutti kveðju frá 10 ára stúdentum. Þá söng Svana Berglind Karlsdóttir, fýrrverandi nemandi skólans, við undirleik Rögnvaldar Valbergssonar, en Kristín Bjamadóttir og Jón Bjama- son, núverandi nemendur skólans, léku hvort sitt píanóverkið. Að lokinni skólaslitaathöfninni var afhjúpað nýtt listaverk, sem er þijár rúnir úr stáli sem mynda orðið NAM, á lóð skólans, en höf- undur þess er Finna Birna Steins- son og var það formaður bygging- arnefndar skólans, Ragnár Arn- alds alþingismaður, sem afhjúpaði listaverkið, en síðan þágu gestir veitingar í boði skólans. Rætt um sameiningu héraðsnefnda Húsavík - Héraðsnefndir Suður- og Norður-Þingeyjarsýslu boðuðu til sameiginlegs fundar sl. föstu- dag að Hótel Húsavík og var aðal- efni þess fundar að taka ákvörðun um sameiningu héraðsnefndanna en þær eru arftakar gömlu sýslu- nefndanna sem höfðu verið hvor fyrir sinn sýsluhluta. Framögu í málinu höfðu sveitar- stjórarnir Ingunn St. Svavarsdótt- ir, Kópaskeri, og Sigurður Rúnar Ragnarsson, Mývatnssveit. Málið var mikið rætt og að umræðum loknum samþykkti fundurinn að leggja fyrir aðildarfélögin, sem eru hreppar sýslanna og Húsavík, eftirfarandi tillögur til samþykktar eða synjunar: „Héraðsnefnd verði sameinaðar frá og með næstu áramótum 1996-97 og framkvæmdastjóri ráðinn frá sama tíma. Sveitarstjórnirnar skulu hafa tekið afstöðu til tillögunnar fyrir 10. september nk.“ Gott samstarf Samkvæmt upplýsingum Ing- unnar St. Svavarsdóttur hafa nefndirnar unnið mikið saman á undanförnum árum að hinum stærri og veigameiri málum sýsl- unnar og hefur það samstarf gengið vel og verið öllum til góðs. Ingunn hefur verið mikill samein- ingarmaður og vann vel að því að sameinaðir hafa verið þrír hreppar í Norður-Þingeyjarsýslu. Morgunblaðið/Silli FRÁ fundi héraðsnefnda Suður- og Norður-Þingeyjarsýslna. Ljósm. Þ.Á. JÓN Fr. Hjartarson í hópi nýstúdenta. Fjölbrautaskóla Norð- urlands vestra slitið & D I I I í t: 1 t: L f I V estur-Húnavatnssýsla Bjartar nætur í þriðja sinn Hvammstanga - Sumarhátíð Vest- ur-Húnvetninga, Bjartar nætur, verður nú haldin í þriðja sinn. Með þessari framkvæmd er leitast við að bjóða gestum að kynnast héraðinu og íbúum þess og jafnframt er hátíð- in tækifæri fyrir heimamenn til að hittast og skemmta sér. STÓLPI fyrir Windows er samhæfður Word og Excel. Sveigjanleiki í fyrirrúmi. KERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 - Sími 568 8055 Bjartar nætur 1996 verða með . fjölbreyttum hætti í sumar. í kynn- ingarriti hátíðarinnar er vakin at- hygli á skemmti- og útvistardagskrá um fjórar helgar frá 16. júní til 11. ágúst. Kynningarritið liggur frammi á upplýsingamiðstöðvum og sölu- skálum vítt um land. Dagskráin verður svohljóðandi: 16. júní fyrir hádegi verður Kvennahlaupið 1996 á Hvamms- tanga. Dagskráin hefst í Víðidal eft- ir hádegi. Þar verður firmakeppni hestamanna, boðið upp á útreiðartúr og gönguferð. Um kvöldið verður útigrill, skemmtidagskrá, söngur og dans fram yfir miðnætti. 17. júní hátíðarhöld verða á Hvammstanga að venju. Hefjast þau með dansleik þann 16., en kl. 14 þann 17. verður hátíðarguðsþjónusta í Hvammstangakirkju. Síðan verður útidagskrá og kvikmyndasýning. Sérstök ástæða er til að benda fólki á að skoða nýstofnað verslunar- minjasafn, sem er í gömlu pakkhúsi við höfnina. Um Jónsmessuhelgina verður vakin athygli á Byggðasafninu við Reykjaskóla. 22. júní verður kaffi- hlaðborð í Staðafirði og opnuð verð- ur þar listaverkasýning. 23. júní verður Veiðidagur fjölskyldunnar. Þá bjóða veiðivatnaeigendur í V- Hún. silungsveiði fyrir hálft gjald. Er þar bæði um að ræða vötn í byggð og á heiðum uppi. Föstudaginn 28. júní verður sérstætt hlaðborð við Hamarsrétt á Vatnanesi og hefur það reynst afar vinsælt á liðnum árum. Þar verða ýmis skemmtiatriði og dansað í tjaldi. Dagana 12.-14. júlí verður hátíð á Hvammstanga, markaðstjald, sýn- ingar, dansleikir, gönguferð og sitt- hvað fleira. Og að lokum munu Mið- firðingar ásamt gestum sínum halda upp á 50 ára afmæli byggðar á Laugarbakka helgina 9.-11. ágúst. Margt verður til skemmtunar, dans- leikur, kynnisferð um Miðfjörð, há- tíðardagskrá, varðeldur o.fl. Á sunnudaginn verður hátíðarguðs- þjónusta í Melstaðarkirkju. Morgunblaðið/Egill Egilsson Ein á ferð Flateyri - HÚN Ingibjörg var ein og alsæl að horfa á sæinn í vagni sínum þegar fréttaritari truflaði hana með beiðni um myndatöku. í . 4 4 4 i 4 c

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.