Morgunblaðið - 14.06.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.06.1996, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ T LAIMDIÐ Jónsmessuhátíð á Hofsósi aflýst Á HOFSÓSI hafa undanfarin ár verið haldnar skemmtanir um Jónsmessuna þar sem ýmsir lista- mennn hafa komið fram. Jóns- messuhátíð þessi hefur verið vel sótt og verið eins konar opnunar- hátíð fyrir ferðamannatímann á Hofsósi hvert ár. Sinfónían kemst ekki „í ár var dagskráin undirbúin með þátttöku fjölda listamanna þar sem gert var ráð fyrir að Sin- fóníuhljómsveit íslands kæmi fram. Vegna óviðráðanlegra or- saka getur ekki orðið af komu hljómsveitarinnar og var því gripið til þess ráðs að aflýsa hinni eigin- legu hátíð. Eftir sem áður verður margt um góða skemmtun á Hofsósi yfir Jónsmessuhelgina. Ýmsir leikir og skemmtanir verða fyrir alla ald- urshópa og dansleikur í Höfðaborg á laugardagskvöld," segir í frétta- tilkynningu. Sauðárkróki - Fjölmenni var við- statt hátíðleg skólaslit Fjölbrauta- skóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki nú rétt fyrir mánaða- mót. í skólaslitaræðu Jóns Fr. Hjartarsonar skólameistara kom fram að á vetrinum stunduðu alls 505 nemendur nám við skólann og að þessu sinni útskrifuðust 41 af stúdentsprófsbrautum, 8 af sjúkraliðabraut, 4 af iðnnáms- braut, 1 af uppeldisbraut, 2 af atvinnulífsbraut 1 og 4 úr grunn- deijdum málm- og rafíðna. í ræðu skólameistara kom fram að 8 sjúkraliðar stunduðu nám í grein sinni á Siglufirði, en eigin- legar framhaldsdeildir á Siglufirði og Blönduósi voru ekki starfrækt- ar á þessu skólári vegna ónógrar þátttöku. Alls voru 176 nemendur í heimavistum stofnunarinnar, sem þegar er mjög þröngt setin og stendur vöntun á heimavistarrými verulega í vegi fyrir stækkun skól- ans. Sagði skólameistari að veitt hefði verið á fjárlögum tvö undanf- arin ár fjármagn til undirbúnings stækkunar heimavistarinnar, en vænti hann þess að framkvæmd- um yrði ekki lengur slegið á frest og framkvæmdir hafnar á næsta ári þar sem öll aðstaða væri nú eins og best yrði á kosið, aðeins vantaði rými fyrir fleiri nemendur. í tengslum við skólann er rekinn Farskóli Norðurlands vestra undir skipulagsstjórn Önnu K. Gunnars- dóttur en á vegum Farskólans voru haldin 56 námskeið á árinu, víðsvegar um kjördæmið, og stunduðu þar nám alls 510 nem- endur. Gildismat Skólameistari brýndi fyrir nem- endum sínum, sérstaklega þeim sem eru að hverfa á braut, að íhuga vel merkingu hugtakanna manngildi, menntun og menning, og taldi þeim jafn nauðsynlegt að geta skyggnst um í merkingar- heimi þeirra hugtaka eins og sjó- manni væri þörf áttavita, og benti á að manngildi hvers og eins réð- ist af færni til þess að auðsýna í verki samfélagshollustu og samfé- lagsheilindi. Þetta gerði og kröfur um viðvarandi viðleitni hvers og eins til betrumbóta, sjálfum sér og öðrum til heilla. Þá hvatti skólameistari nem- endur til að vanda val þeirra gilda, sem þeir skipuðu til öndvegis í sálarlífi sínu og vitund, og að þeir íhuguðu vel í hvaða anda þeir vildu helst og fremst lifa og starfa. Við skólaslitin voru afhent margvísleg verðlaun fyrir frábæran námsárangur, en einnig flutti kveðju nýstúdenta Brynhildur Þöll Kristjánsdóttir og Ásdís Guð- mundsdóttir flutti kveðju frá 10 ára stúdentum. Þá söng Svana Berglind Karlsdóttir, fýrrverandi nemandi skólans, við undirleik Rögnvaldar Valbergssonar, en Kristín Bjamadóttir og Jón Bjama- son, núverandi nemendur skólans, léku hvort sitt píanóverkið. Að lokinni skólaslitaathöfninni var afhjúpað nýtt listaverk, sem er þijár rúnir úr stáli sem mynda orðið NAM, á lóð skólans, en höf- undur þess er Finna Birna Steins- son og var það formaður bygging- arnefndar skólans, Ragnár Arn- alds alþingismaður, sem afhjúpaði listaverkið, en síðan þágu gestir veitingar í boði skólans. Rætt um sameiningu héraðsnefnda Húsavík - Héraðsnefndir Suður- og Norður-Þingeyjarsýslu boðuðu til sameiginlegs fundar sl. föstu- dag að Hótel Húsavík og var aðal- efni þess fundar að taka ákvörðun um sameiningu héraðsnefndanna en þær eru arftakar gömlu sýslu- nefndanna sem höfðu verið hvor fyrir sinn sýsluhluta. Framögu í málinu höfðu sveitar- stjórarnir Ingunn St. Svavarsdótt- ir, Kópaskeri, og Sigurður Rúnar Ragnarsson, Mývatnssveit. Málið var mikið rætt og að umræðum loknum samþykkti fundurinn að leggja fyrir aðildarfélögin, sem eru hreppar sýslanna og Húsavík, eftirfarandi tillögur til samþykktar eða synjunar: „Héraðsnefnd verði sameinaðar frá og með næstu áramótum 1996-97 og framkvæmdastjóri ráðinn frá sama tíma. Sveitarstjórnirnar skulu hafa tekið afstöðu til tillögunnar fyrir 10. september nk.“ Gott samstarf Samkvæmt upplýsingum Ing- unnar St. Svavarsdóttur hafa nefndirnar unnið mikið saman á undanförnum árum að hinum stærri og veigameiri málum sýsl- unnar og hefur það samstarf gengið vel og verið öllum til góðs. Ingunn hefur verið mikill samein- ingarmaður og vann vel að því að sameinaðir hafa verið þrír hreppar í Norður-Þingeyjarsýslu. Morgunblaðið/Silli FRÁ fundi héraðsnefnda Suður- og Norður-Þingeyjarsýslna. Ljósm. Þ.Á. JÓN Fr. Hjartarson í hópi nýstúdenta. Fjölbrautaskóla Norð- urlands vestra slitið & D I I I í t: 1 t: L f I V estur-Húnavatnssýsla Bjartar nætur í þriðja sinn Hvammstanga - Sumarhátíð Vest- ur-Húnvetninga, Bjartar nætur, verður nú haldin í þriðja sinn. Með þessari framkvæmd er leitast við að bjóða gestum að kynnast héraðinu og íbúum þess og jafnframt er hátíð- in tækifæri fyrir heimamenn til að hittast og skemmta sér. STÓLPI fyrir Windows er samhæfður Word og Excel. Sveigjanleiki í fyrirrúmi. KERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 - Sími 568 8055 Bjartar nætur 1996 verða með . fjölbreyttum hætti í sumar. í kynn- ingarriti hátíðarinnar er vakin at- hygli á skemmti- og útvistardagskrá um fjórar helgar frá 16. júní til 11. ágúst. Kynningarritið liggur frammi á upplýsingamiðstöðvum og sölu- skálum vítt um land. Dagskráin verður svohljóðandi: 16. júní fyrir hádegi verður Kvennahlaupið 1996 á Hvamms- tanga. Dagskráin hefst í Víðidal eft- ir hádegi. Þar verður firmakeppni hestamanna, boðið upp á útreiðartúr og gönguferð. Um kvöldið verður útigrill, skemmtidagskrá, söngur og dans fram yfir miðnætti. 17. júní hátíðarhöld verða á Hvammstanga að venju. Hefjast þau með dansleik þann 16., en kl. 14 þann 17. verður hátíðarguðsþjónusta í Hvammstangakirkju. Síðan verður útidagskrá og kvikmyndasýning. Sérstök ástæða er til að benda fólki á að skoða nýstofnað verslunar- minjasafn, sem er í gömlu pakkhúsi við höfnina. Um Jónsmessuhelgina verður vakin athygli á Byggðasafninu við Reykjaskóla. 22. júní verður kaffi- hlaðborð í Staðafirði og opnuð verð- ur þar listaverkasýning. 23. júní verður Veiðidagur fjölskyldunnar. Þá bjóða veiðivatnaeigendur í V- Hún. silungsveiði fyrir hálft gjald. Er þar bæði um að ræða vötn í byggð og á heiðum uppi. Föstudaginn 28. júní verður sérstætt hlaðborð við Hamarsrétt á Vatnanesi og hefur það reynst afar vinsælt á liðnum árum. Þar verða ýmis skemmtiatriði og dansað í tjaldi. Dagana 12.-14. júlí verður hátíð á Hvammstanga, markaðstjald, sýn- ingar, dansleikir, gönguferð og sitt- hvað fleira. Og að lokum munu Mið- firðingar ásamt gestum sínum halda upp á 50 ára afmæli byggðar á Laugarbakka helgina 9.-11. ágúst. Margt verður til skemmtunar, dans- leikur, kynnisferð um Miðfjörð, há- tíðardagskrá, varðeldur o.fl. Á sunnudaginn verður hátíðarguðs- þjónusta í Melstaðarkirkju. Morgunblaðið/Egill Egilsson Ein á ferð Flateyri - HÚN Ingibjörg var ein og alsæl að horfa á sæinn í vagni sínum þegar fréttaritari truflaði hana með beiðni um myndatöku. í . 4 4 4 i 4 c
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.