Morgunblaðið - 14.06.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.06.1996, Blaðsíða 16
Tf seet ftt-ft.M. . 16 FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 1996 OKtKl&WKVtOt/t MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI 4 *$$&&£&+* Morgunblaðið/Margrét Þóra Hugmyndir um tvo kjörstaði á Akureyri í stað eins Langar biðraðir á álagstímum ÁKVEÐIÐ hefur verið að fjölga kjördeildum á kjörstað Akur- eyringa í Oddeyrarskóla um eina, úr átta í níu. Fram hafa komið hugmyndir um að hafa tvo kjör- staði á Akureyri í stað eins, en einungis hefur verið kosið í Odd- eyrarskóla síðustu árin. Á fundi bæjarstjórnar Akur- eyrar í vikunni vakti Guðmundur Stefánsson, Framsóknarflokki, máls á því rétt væri að skoða gaumgæfilega hvort ekki væri ástæða til að kjósa á tveimur stöð- um á Akureyri, en á álagstímum mynduðust iðulega langar biðraðir við kjördeildir. Þá nefndi hann að í Kópavogi, sem væri bæjarfélag af svipaðri stærð, væri kosið á tveimur stöðum. Fjölmennar kjördeildir Ólafur Birgir Árnason, formað- ur yfirkjörstjórnar Norðurlands eystra, lagði á dögunum fram til- lögu um að kjördeildum í Oddeyr- arskóla yrði fjölgað um þrjár. Á kjorskrá á Akureyri eru 10.797 manns. Ólafur Birgir sagði að þegar kosningaþátttaka væri mik- il mynduðust oft langar biðraðir við stærstu kjördeildirnar, en dæmi væru þess að yfir 1.300 manns væru í einni kjördeild. Á álagstím- um gæfist því oft lítill tími til að fara yfir mál, kæmi eitthvað uppá. Kosturinn við að kjósa á einum stað í Oddeyrarskóla væru hins vegar töluverðir, m.a. væri aðgengi um skólann gott og þá væru yfir- og undirkjörstjórnir á sama stað. Ásgeir Pétur Ásgeirsson, for- maður kjörstjórnar Akureyrar, sagði að við Alþingiskosningar fyrir tveimur árum. hefðu verið kannaðir möguleikar á öðrum kjörstöðum en þá stóð kennara- verkfall yfir. Meðal annars var athugað með íþróttaskemmuna og Iþróttahöllina en hvorugur staður- inn þótt hentugur. „Óddeyrarskólinn er á hlutlausu svæði í bænum og aðgengi um hann er afar gott, þannig að kost- ir þess að kjósa þar eru ótvíræð- ir," sagði Ásgeir Pétur. Hann sagði að ævinlega kæmu toppar í kosningum, en mjög margir legðu leið sína á kjörstað um miðjan daginn, þá kæmi oft gusa skömmu fyrir hádegi og aft- ur um kvöldmatarleytið. í forsetakosningunum 1988 var kjörsókn á Akureyri 75% og taldi Asgeir Pétur öruggt að kjörsókn yrði mun meiri nú. Um 200 utankjör- staðaatkvæði Samkvæmt upplýsingum Björns Jósefs Arnviðarsonar sýslumanns voru 202 búnir að kjósa utankjör- fundar á sýslumannsskrifstofunni á Akureyri í gær. Fram til þessa hefur verið hægt að kjósa utankjörfundar á skrif- stofutíma en rýmri tími verður gefinn frá og með morgundegin- um, laugardegi en þá verður opið frá kl. 14 til 17 um helgar og frá kl. 17 til 19 og 20 til 22 virka daga. Kosið er á þriðju hæð í hús- næði sýslumanns við Hafnar- stræti. Sumarið með Moniku EFTIR kulda- og vætutíð norð- an heiða geta Norðlendingar nú farið að búast við betri tíð og víst er að það verða fleiri en hún Monika Björk til að fagna sól og sunnanvindum. ársnám í Reykholti Getum bætt við nokkrum nemendum Umsóknarfrestur er til 25. júní Allar upplýsingar í síma 435 1200/431 2544 isS irangtir 1 mm Abyrgft f H ¦ > <m. *¦' 1* 1 ¦ *'•¦¦ [BB IfeJSL £»í 4& \ I: ¦ - i . ¦ÉL \' lV''"i Æ Miim i i ' • . -ijm L1 ~Sk> Z^ V \ í a^H Morgunblaðið/Kristján Nýbygging Menntaskólans Bæjarráð útvegar fé BÆJARRÁÐ Akureyrar hefur samþykkt að útvega bygginga- nefnd Menntaskólans á Akureyri rúmlega 30 milljónir króna svo ljúka megi framkvæmdum við ný- byggingu skólans. Bygginganefnd sendi bæjarráði bréf nýlega þar sem greint er frá því að 5-6 milljónir króna vanti umfram fjárveitingar til að unnt verði að ljúka nýbyggingunni á þessu ári. Þá er óskað eftir heim- ild til að kaupa nauðsynlegan bún- að svo kennsla geti farið fram í húsinu næsta vetur, en áætlað er að hann kosti um 25 milljónir króna. Hornsteinn að nýbyggingunni Hólum verður lagður á þjóðhá- tíðardaginn, 17. júní, en þann dag verða brautskráðir 119 stúdentar frá skólanum. Biddu um Banana Boat alnáttúrulegu sólkremin {All naUiral Chemical Free) D Vemdandi, tiúðnærandi og uppbyggjandr Banana Boat Body Lotion m/Atoe Vera, A, B2, B5, D og E-vítamín og sólvörn 14. n Banana Boat rakakrem f/andlí m/sólvörn #8,115,(123. D Natúrica húðkremin hennar Birgittu Klemo, eins virtasta húðsérfræðings NorðurWanna. Prófaðu Naturica Örttkránt og Naturica Hud+krám húðkrerain sem allir eru að tala um. O Hvers vegna að borga um eða yfir 2000 kr. fyrir Propolis þegar pú getur fengið 100% Naturica Akta Propolis á innan vBWkr? D Biddu um Banana Boat el þú vilt spara 40-60% þegar þú kaupir Aloe Vera gel. 6 stærðír frá 60 kr. • 1000 kr. (tæpur háifurlitrí) Banana Boat og Naturica fást í sólbaðsstofum, apótekum, snyrtiv. verslunum og öllum heilsubúðum utan Reykjavíkur. Banana Boat E-gel fæst líka hjá Samtökum psoríasis-og exemsjúklinga. Eins árs afmæli Antik- búðarinnar EIGENDUR Antikbúðarinnar á Hólabraut 13 halda upp á eins árs afmæli verslunarinnar um þessar mundir. Af því tilefni verður boðinn 30% afsláttur af myndum og málverkum í dag og á laugardag verður boðinn 20% afsláttur af húsgögnum. Eftir helgi, 18. júní, verður afsláttur veittur af kert- um og reykelsum og á miðviku- dag af speglum. Alla dagana verður í gangi svonef ndur af- mælispottur, sem dregið verður úr næstkomandi miðvikudag. Áhersla er lögð á antikhús- gögn í versluninni, spegla, kert- astjaka, kerti og reykelsi. List- munir eftir Elísabetu Magnús- dóttur leirlistakonu og Iðunni Ágústsdóttur f ást einnig í versl- uninni. Þá tekur verslunin einnig muni og listaverk í umboðssölu. Stjórn Norræna menningarmálasjóðsins Fé úthlutað til menningarmála STJÓRN Norræna menningar- málasjóðsins hélt fund á Hótel KEA í gær, en honum lýkur í dag, föstudag. Stjórn sjóðsins úthlutar árlega um 25 milljónum danskra króna og kemur hún saman fjórum sinn- um á ári til að úthluta fénu, en gífurlegur fjöldi umsókna berst sjóðnum árlega að sögn Valgerðar Sverrisdóttur fyrrverandi for- manns stjórnar sjóðsins. Alls sitja 11 manns í stjórninni. Móttaka í Listasafninu Akureyrarbær bauð stjórn sjóðsins til mótttöku í Listasafninu á Akureyri í gær, Þórarinn E. Sveinsson forseti bæjarstjórnar Akureyrar ræðir hér við Valgerði Sverrisdóttur sem var formaður sjóðsins í fyrra og nýjan formann Riittu Saastamoinen frá Finnlandi. I l Morgunblaðið/Kristján
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.