Morgunblaðið - 14.06.1996, Page 18

Morgunblaðið - 14.06.1996, Page 18
18 FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Gistináttatalning Hagstofunnar Almennur innflutningur jókst um 19% á fyrsta ársþriðjungi Viðdvöl ferða- manna lengdist HEILDARFJÖLDI gistinátta er- lendra og innlendra gesta á hótel- um, gistiheimilum og tjaldsvæðum var alls 1.267 þúsund á síðasta ári, samkvæmt upplýsingum Hag- stofu íslands. Þetta er um 13% aukning frá árinu 1994, en þar af fjölgaði gistinóttum erlendra gesta um 14,2% og gistinóttum innlendra gesta um 11,6%. Að sögn Magnúsar Oddssonar ferðamálastjóra fjöigaði erlendum ferðamönnum um nálægt 6% á milli ára, þannig að svo virðist sem með- aldvalartími hafi lengst verulega á milli ára. Þá sýna tölurnar að áframhaldandi aukning hefur orðið á ferðalögum íslendinga um eigið land. Um 38% gistinátta voru á höfuð- borgarsvæðinu en 62% á lands- byggðinni árið 1995. Hlutur lands- byggðarinnar hefur aukist, sam- kvæmt þessu, því árið áður voru hlutföllin 40%/60%. Þegar aðeins er litið til gistinátta erlendra gesta á árinu kemur í ljós að þær skipt- ast nánast jafnt á milli höfuðborg- arsvæðisins og landsbyggðarinnar. Uppbyggingin virðist þróast í öfuga átt við markaðinn Magnús bendir hins vegar á að ákveðnar vísbendingar sé að sjá í tölum Hagstofunnar um tilfærslu í vafi ferðamanna á gististöðum, þar sem um 5% samdráttur sé á milli ára í notkun tjaldsvæða, en aukning í allri annarri tegund gistingar. Það gefi vísbendingu um að fólk sæki meira í aukin þægindi. „Þarafleið- andi hljótum við að hafa ákveðnar áhyggjur af því að hlutfallslega meiri fjölgun hefur orðið á gistiher- bergjum án baðs við uppbyggingu á gistirými á undanförnum árum, þannig að meirihluti gistirýmis á Islandi árið 1995 er án baðs. Upp- byggingin virðist því hafa þróast í öfuga átt við það sem er að gerast á markaðnum, sem sækir stöðugt í aukin þægindi," segir hann. Þá segir Magnús að ekki sé hægt að segja að náðst hafi ásætt- anlegur árangur í aukningu gisti- nótta utan háannatímans, þrátt fyrir að tekist hafi að fjölga gestum verulega að vetri til. Þrátt fyrir verulega fjölgun gistinátta hafi hlutdeild háannatímans af heild- inni haldist svipuð. Þetta geti leitt til þess að fjárfest sé í gistirými sem nýtist einungis yfir háanna- tímann, en það leiði aftur til lægri heildarnýtingar. Það sé ennfremur umhugsunarefni að sáralítil aukn- ing hafi orðið á gistinóttum utan háannatímans á landsbygginni milli áranna 1994 og 1995, þegar á heildina er litið. VÖRUSKIPTIN VIÐ ÚTLÖNDX s: Verðmæti vöruút- og innfiutnings jan,- apríl 1995 og 1996 1995 1996 (fob virði í milljónum króna) jan.-aprfl jan.-apríl % breyting á föstu gengi* Útflutningur alls (fob) 38.070,3 42.089,7 10,4 Sjávarafurðir 27.368,4 32.957,0 20,3 Ál 3.924,8 4.408,2 12,2 Kísiljárn 761,3 953,4 25,1 Skip og flugvélar 2.185,7 127,1 Annað 3.830,1 3.644,0 -5,0 Innflutningur alls (fob) 30.153,2 36.461,4 20,8 Sérstakar fjárfestingarvörur 396,1 1.585,2 Skip 376,4 1.486,6 Flugvélar 75,4 Landsvirkjun 19,7 23,2 Til stóriðju 2.015,7 1.893,5 -6,2 íslenska álfélagið 1.805,1 1.717,3 -5,0 íslenska járnblendifélagið 210,6 176,2 -16,4 Almennur innflutningur 27.741,4 32.982,7 18,8 Olía 2.097,9 2.355,8 12,2 Alm. innflutningur án olíu 25.643,5 30.626,9 19,3 Matvörur og drykkjarvörur 2.931,4 3.549,2 21,0 Fólksbílar 1.273,2 1.915,5 50,3 Aðrar neysluvörur 6.349,2 7.326,1 15,3 Annað 15.089,7 17.836,1 18,1 Vöruskiptajöfnuður 7.917,1 5.628,3 Án viðskipta íslenska álfélagsins 5.797,4 2.937,4 Án viðskipta Islenska álfélagsins, íslenska járnblendifélagsins og sérstakrar fjárfestingarvöru 3.457,1 3.618,3 * Miðað er við meðalgengi á vöruviðskiptavog; á þann mælikvarða var meðalverð erlends gjaldeyris 0,2% lægra í janúar-april 1996 en á sama tíma árið áður. Heimild: HAGSTOFAISLANDS Vöruskiptin hagstæð um 5,6 milljarða FLUTTAR voru út vörur fyrir 42,1 milljarð króna en inn fyrir 36,5 milljarða fob. fyrstu fjóra mánuði ársins. Afgangur var því á vöruvið- skiptunum við útlönd sem nam 5,6 milljörðum, en á sama tíma árið áður voru þau hagstæð um 7,9 millj- arða á föstu gengi. Fyrstu fjóra mánuði var verð- mæti vöruútflutningsins 10% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Sjávarafurðir voru 78% alls útflutningsins og var verðmæti þeirra 20% meira en í fyrra. Þá jókst verðmæti útflutts áls um 12% og verðmæti kísiljárns um 25%. Heildarverðmæti vöruinnflutn- ingsins fyrstu fjóra mánuði ársins var 21% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Innflutningur sérstakrar fjárfestingarvöru (skip, flugvélar, Landsvirkjun), innflutn- ingur til stóriðju og olíuinnflutning- ur er jafnan mjög breytilegur frá einu tímabili til annars. Að þessum liðum frátöldum reynist annar vöru- innflutningur hafa orðið 19% meiri á föstu gengi. Þar af jókst innflutn- ingur á matvöru og drykkjarvöru um 21%, fólksbílainnflutningur jókst um 50%. I apríi sl. voru fluttar út vörur fyrir 9,7 milljarða kr. og inn fyrir 9,3 milljarða fob. Vöruskiptin í apríl voru því hagstæð um 400 milljónir en í apríl 1995 voru þau hagstæð um 1,9 milljarða á föstu gengi. Stóraukin sala á landbúnaðartækjum FLESTIR innflytjendur landbúnað- artækja segja söluna hafa stórauk- ist það sem er af árinu sé miðað við sama tíma í fyrra. Um sé að ræða allt að helmingsaukningu frá fyrra ári. Þetta er rakið til óvenju- góðs árferðis sem hefur í för með sér að sláttur hefst mun fyrr í ár en í venjulegu ári. Gunnar V. Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Véla og þjónstu, seg- ir að salan á öllum gerðum landbún- aðartækja hafi aukist. „Við höfum nýlega gengið frá samningi við Búnaðarsamband Suðurlands um sölu á 50 sláttuvélum. Salan á Case dráttarvélum hefur aukist um allt að helming á milli ára og hafa bet- ur útbúnu vélarnar selst best.“ Að sögn Gunnars er ein af nýju landbúnaðarvélunum sem Vélar og þjónusta flytja inn, stórbaggabindi- vél frá Krone auk tölvustýrðrar rúllupökkunarvélar frá Mac Hale. Magnús Ingþórsson, fram- kvæmdastjóri Globus-Vélavers, segir að nýja New Holland dráttar- vélin hafa slegið í gegn hjá þeim og sala á dráttarvélum hafi aukist mikið á milli ára. „Vel útbúnar dráttarvélar frá New Holland eru þær dráttarvélar sem hafa tekið mikinn sölukipp. Segja má að sala á öllum gerðum búvéla sem við flytj- um inn hafi stóraukist. Allt frá mjaltavélum til stærstu dráttarvéla. Veltan í landbúnaðartækjum hefur aukist um rúmlega 50% fyrstu 5 mánuði ársins sé miðað við sama tíma í fyrra.“ Við höfum ekki orðið varir við stórbreytingar í sölu þetta árið segir Jóhannes Guðmundsson, sölustjóri í vélasöludeild Ingvars Helgasonar. „Líkt og undanfarin ár hafa frönsku heyvinnuvélamar frá Kuhn selst best ásamt rúllibindi- og pökkunar- vélunum frá Claas og Kvemeland.“ NÝÚTSKRIFAÐIR vátryggingamiðlarar ásamt prófanefnd og fulltrúa Endurmenntunarstofnunar HÍ. V átryggingamiðlar- ar útskrifaðir Hraður vöxtur engin trygging fyrir velgengni HRAÐUR vöxtur fyrirtækis er engin trygging fyrir velgengni, heldur get- ur þvert á móti reynst vera banabiti þess, að því er fram kemur í skýrslu Félagsvísindastofnunar um nýgengi og gjaldþrot fyrirtækja. Þar kemur fram að um 44% stjórnenda fyrir- tækja sem komist höfðu í þrot nefndu of hraðan vöxt sem vanda- mál og töldu að ef hann hefði verið hægari hefði afkoman hugsanlega orðið betri en raun bar vitni. „Þetta er í samræmi við niður- stöður erlendra rannsókna sem gerðar hafa verið á þessu sviði,“ segir Stefán Ólafsson, umsjónar- maður skýrslunnar. „Meginástæðan fyrir því að þetta skapar vandræði er að þetta setur allar áætlanir og skipulag sem menn hafa byrjað með úr skorðum. Þetta tengist líka þeim vandamálum sem fylgja því að stjórnun í fyrirtækjum, og þá sér- staklega minni fyrirtækjum, virðist vera mjög lausleg og áætlanagerð mjög lítið stunduð. Þar sem að áætlanir eru gerðar ná þær til mjög skamms tíma eða skemur en til 6 mánaða, fyrir utan það að í mörgum tilfellum eru alls engar áætlanir gerðar.“ Hann segir að þetta kunni að vera arfleifð starfshátta sem menn hafi leiðst út í á tímum óðaverðbólgu þegar áætlanagerð var mjög erfið. „Við sjáum annað dæmi þessa I því að fyrirtækjum sem orðið hafa gjald- þrota hefur gengið illa að innheimta reikninga. Þetta sést bæði á svörum stjórnendanna og rannsóknir á árs- reikningum sýna að gjaldþrota fyrir- tæki áttu mun meira af útistandandi kröfum en þau fyrirtæki sem lifðu af.“ Stefán segir það athyglisvert í þessu samhengi að fjöldi stjórnenda þeirra fyrirtækja sem orðið hafi gjaldþrota hafi kvartað yfír miklum önnum utan fyrirtækisins. „Senni- lega er hægt að bæta reksturinn mjög mikið með því að bæta undir- búning og auka þekkingu. Þá þarf að veita svona fyrirtækj- um ráðgjöf og er athyglisvert að líta til þess fyrirkomulags sem er í Bandaríkjunum þar sem stjórnendur geta leitað til svokallaðra „better business bureaucracies“ eftir aðstoð. Þetta er ekki hvað síst mikilvægt fyrir smáfyrirtæki." Stefán bendir á að ekki hafi reynst mikill munur á framleiðslukostnaði og verðlagningu vöru og ýmsum öðrum þáttum hjá þeim fyrirtækjum sem hafi lifað af og hinum sem orð- ið hafa gjaldþrota. Það sem einna helst virðist skilja þessi fyrirtæki að sé að sala hafi orðið mun minni hjá gjaldþrota fyrirtækjunum en áætlað hafí verið, sem bendi til þess að stjórnendur þeirra hafí vanmetið samkeppni stórlega. ENDURMENNTUNARSTOFNUN Háskóla íslands útskrifaði 22. maí sl. 9 vátryggingamiðlara. í frétt frá Endurmenntunarstofnun HÍ segir að vátryggingamiðlun sé ný starfsgrein hér á landi. Vátryggingamiðlari veiti einstaklingum og öðrum upplýsingar, faglega aðstoð og ráðgjöf við að koma á vátryggingasamningum milli vá- tryggingataka og vátryggingafélaga. Faglegri hlið námsins er stýrt af JAPANSKA fyrirtækjasamsteypan Matsushita hermir að tap á síðasta fjárhagsári hafi numið 56.87 millj- örðum jena eða 531 milljón dollara vegna sölu á meirihluta í bandaríska kvikmyndafyrirtækinu MCA Inc. Matsushita Electric Industrial Co, framleiðandi Panasonic, National og Technics, bókaði nettóhagnað upp á 90.49 milljarða jena fjárhagsárið 1994/95. Matsushita segir tapið stafa af hræringum á gjaldeyrismörkuðum frá því samsteypan eignaðist MCA í prófnefnd vátryggingamiðlara, sem er nefnd á vegum viðskiptaráðuneyt- isins. Formaður nefndarinnar er Dögg Pálsdóttir, hæstaréttarlögmað- ur, aðrir nefndarmenn eru Bjarni Þórðarson, forstjóri, og Rúnar Guð- mundsson, skrifstofustjóri. End- urmenntunarstofnun HÍ sá um fram- kvæmd námsins sem tekur 200 klst. og er skilyrði þess að fá starfsleyfi sem miðlari vátrygginga. desember 1990 og þar til 80% hlutur samsteypunnar var seldur Seagram í Kanada í júní í fyrra. Tap samsteypunnar stafaði ein- göngu af þessu eina tapi upp á 164.2 milljarða jena (1.53 milljarða doll- ara), sem varð vegna breytinga á erlendri gengisskráningu, sagði for- stjóri Matsushita, Motoi Matsuda, á blaðamannafundi. Matsushita spáir nettóhagnaði upp á 115 milljarða jena (1.07 millj- arða dollara) á fjárhagsári því sem lýkur 31. marz 1997. Matsushita Electric með tap vegna sölu MCA Osaka, Japan.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.