Morgunblaðið - 14.06.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.06.1996, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 1996 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÚRVERINU Úthafskarfaafli okkar að nálgast leyfilegt hámark Fiskistofa stöðvar veiðar á karfa á Reylganeshrygg FISKISTOFA hefur ákveðið að ís- lenzk skip skuli hætta veiðum á úthafskarfa á Reykjaneshrygg eigi síðar en klukkan 24 á næstkomandi laugardagskvöld. Þá er talið ljóst að leyfilegur heildarafli íslenzkra skipa hafi náðst, en hann er 45.000 tonn. Ekki liggur fyrir hver afli annarra þjóða á hryggnum er og halda þau skip væntanlega veiðun- um áfram. Þá eru Rússar óbundnir af samkomulagi um veiðistjóm og geta haldið áfram og sömu sögu er að segja af Eystrasaltsríkjunum. Samkvæmt samningum um veiðistjómun á úthafskarfaveiðun- um á Reykjaneshrygg, ber skipun- um að tilkynna um afla sinn til yfirvalda í heimalandi sínu eftir þeim reglum, sem þar eru settar. Hérlendis var sá háttur hafður á, að fyrst í stað tilkynntu skipin um afla við löndun. Þegar líða tók að lokum veiðanna, tilkynntu þau Fiskistofu um afla sinn daglega. Þjóðir tilkynna aflann til NEAFC Þjóðlöndin sjá svo um að tilkynna heildaraflann inn til NEAFC, físk- veiðinefndar Norðaustur-Atlants- hafsins. Til þess hafa þau mjög Lítið sem ekkert vitað um veiðar annarra þjóða rúman tíma, því afla hvers mánaðar ber að tilkynna fyrir lok þess næsta. Því liggja nú aðeins fyrir aflatölur úr aprilmánuði og það verður ekk fyrr en í lok júní sem afli maímánað- ar liggur fyrir og aflinn í júní verð- ur ekki ljós fyrr en í lok júlí. Ber að stöðva veiðar þegar kvóta er náð Samkvæmt samkomulaginu ber hverri þjóð að fylgjast með afla eig- in skipa og stöðva veiðar þeirra, þegar kvótanum er náð. Ekki er ljóst hvernig skip annarra þjóða eru skylduð til að gefa upp afla sinn, hvort þau geri það daglega eða aðeins, þegar aflanum er landað. Því getur farið svo að skip frá öðr- um aðildarlöndum samkomulagsins stundi veiðar lengi eftir að þau hafa náð leyfílegum afla. Löndunarbanni beitt Þá er ljóst að skip frá mörgum þjóðum, sem ekki eiga aðild að veiðistjórnuninni og hafa í raun ekki leyfí til veiðanna, stunda þær engu að síður. Fátt er hægt að gera til að koma í veg fyrir þessar veiðar. Löndunarbann á þessi skip er í gildi á íslandi, í Færeyjum og Noregi, en Evrópusambandið hefur ekki viljað gera slíkt hið sama. Sem dæmi um þetta má nefna togarann Heinaste, sem skráður er á Kýpur. Hann er talin stunda ólöglegar veið- ar á Hryggnum og fær því ekki að landa í löndunum þremur, en getur farið með aflann til ríkja innan ESB. Eitt verður yfir alla að ganga Guðrún Lárusdóttir, fram- kvæmdastjóri Stálskipa í Hafnar- fírði, segir að það sé sjálfsagt að hætta veiðunum, þegar ljóst sé að kvótinn sé búinn. En þá verði eitt yfir alla að ganga. „Mér fínnst það ekki geta gengið að við hættum ein- ar þjóða, þegar ekki liggja fyrir upplýsingar um afla hinna þjóðanna. Við vitum ekkert hvað þær eru bún- ar að taka og fáum hvergi að vita það. Það mætti ætla að þeim hafí gengið veiðamar vel eins og okkur og því líklegt að kvóti þeirra sé einn- ig að klárast. Samt halda þær veið- unum áfram," segir Guðrún. Reuter Sitjandi maður SARA Mayfield, starfskona upp- boðshaldarans Christie’s í Lond- on virðir fyrir sér málverk eftir Amedeo Modigliani í sýningarsal fyrirtækisins, þar sem nú eru sýnd verk impressjónista og módernista. Verða verkin boðin upp nú í mánuðinum. Þetta olíu- verk Modiglianis heitir „Hommes assis (appuye sur une eanne)“, eða Sitjandi maður (styður sig við göngustaf), og var málað 1918. Búist er við að það seljist á tvær til þijár milljónir sterl- ingspunda, eða tvö til þijú hund- ruð milljónir íslenskra króna. h ■ l ► t I \ : V Blængnr NK117 vinnur rækju í neytendaumbúðir Rækjan er mjög eftirsótt meðai sænskra fiskkaupenda SKIPVERJAR á frystitogaranum Blæng frá Neskaupstað eru að gera það gott í rækjuvinnslunni. Þeir frysta rækjuna meðal annars í neyt- endapakkningar, sem fara beint á borð sænzkra kaupenda. Frá þessu er greint í nýju fréttabréfí Síldar- vinnslunnar í Neskaupstað, sem gerir Blæng út. Þar er haft eftir Elísabetu Hjaltadóttur, að þeir rækjukaup- menn, sem kynnzt hafí rækjunni úr Blæng bíði frekar eftir því að skipið komi að landi, fremur en að kaupa af öðrum. „Blængur er orð- inn þekkt nafn fyrir góða vöru og vöruvöndun. Rækjan úr Blæng fékk til dæmis fjóra gaffla af fimm mögulegum í sænska blaðinu Allt um mat og þar var sérstaklega tekið tillit til þess að hún er sjó- fryst og öll unnin um borð i skip- inu,“ segir Elísabet. Ná ekki að anna eftirspurn Rækjan er í 1,6 kflóa pakkningum og af stærðinni 80 til 100 og 100 til 130 stykki í kílói. Hún er flokk- uð, hreinsuð og soðin og fer í neyt- endaumbúðum til Svíþjóðar. Þegar þessi framleiðsla hófst um borð í Blængi, var hún sett á markað í Frakklandi, en nú fer hún sem sagt á borð sænskra neytenda og hefur ekki verið hægt að anna eftirspum. Að sögn Jóns Einars Jóhannsson- ar, stýrimanns á Blængi, þarf að vanda sérstaklega til þessarar framleiðslu til að uppfylla kröfur sænska kaupandans. Þetta eigi sér- staklega við um hreinsun og frá- gang í öskjurnar. Rækja fyrir Japansmarkað er einnig unnin um borð og segir Jón Einar að hún verði að líta mjög vel út, því Japanir borði ekki síður með augunum en munninum. Rækjan sé verðfelld við minnsta útlitsgalla þrátt og bragðgæðin séu í góðu lagi. Stærsta rækjan fer beint í beztu veitingahúsin, en ann- ars fiokks rækja er skelflett í höndunum. Löndun í úthafínu HÉR MÁ sjá löndun á Reykjaneshrygg. Togarinn landar í birgðaskip og tekur kost og annað á móti. Breskur ríkisstjórnarráðgjafi Gætu orðið að íhuga úrsögn London. Reuter. SVO gæti farið að Bretar neyddust til að segja sig úr Evrópusamband- inu ef landsmenn yrðu fyrir stöðug- um þrýstingi um að hefja þátttöku í mynteiningunni eða samþykkja umfangsmikla, evrópska félags- málalöggjöf. Þetta kom fram í gær í máli Patricks Minfords hagfræði- prófessors en hann á sæti í sex manna „spekingaráði“ ríkisstjóm- arinnar. Minford lagði áherslu á að ekki væri um neinar hörmungar fyrir Breta þótt svona færi; staða þeirra í Evrópusamstarfinu væri breyting- um undirorpin eins og annað í líf- inu. „Til langs tíma verðum við að vinna að frjálsu markaðshagkerfí í Evrópu. Mistakist okkur það mun- um við neyðast til að velta fyrir okkur að standa utan við samstarf- ið í framtíðinni sem þátttakendur í fijálsri heimsverslun". Prófessorinn sagði ljóst að stefn- an væri þegar mörkuð; önnur aðild- arríki vildu stofna sambandsríki og Bretar yrðu að reyna að fá undan- þágur frá þeim samrunaákvæðum sem þeir sættu sig ekki við. Að sögn Minfords er hvorki um að ræða beinan hagnað eða tap fyrir Breta af þátttökunni í ESB-sam- starfínu eins og stendur, þeir komi út á sléttu þegar hugað sé að fram- lögum til sameiginlegu landbúnðar- stefnunnar og hagnaðinum af markaðsaðgangi í hinum aðildar- ríkjunum. Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra, sagði í gær að hún hygðist leggja fram fé í sjóð sem einn harðasti andstæðingur Evrópusamstarfsins í íhaldsflokkn- um, Bill Cash, hefur stofnað með það að markmiði að beijast gegn auknum Evrópusamruna. -----«--------- Atvinnuleysi óbreytt ATVINNULEYSI í ríkjum Evrópu- sambandsins (ESB) var óbreytt að meðaltali í apríl, 10,9%, að því er fram kemur í skýrslu staðtölustofn- unar ESB, sem birt var í gær. Alls eru því 18,2 milljónir manna án atvinnu í ríkjunum. Mest er at- vinnuleysi á Spáni, 22,1%, en minnst í Lúxemborg, 3,1%. At- vinnuleysi í Svíþjóð jókst frá því í mars, úr 9,7% í 10,1. í Portúgal varð 0,1% aukning milli mánuða. Færri sækja um landvist Brussel. Reuter. UMSÆKJENDUM um landvist í ríkjum Evrópusambandsins auk Noregs og Sviss fækkaði um 11% í fyrra niður í um 290.000, segir í skýrslu staðtölustofnunar sam- bandsins. Fyrst og fremst er um að ræða færri umsækjendur frá Júgóslavíu, þ.e. Serbíu/Svartfjallalandi, Bosn- íu-Herzegóvínu, Króatíu og Rúmen- íu. Umsóknum fjölgaði stöðugt árin 1985 til 1992 en í fyrra var aðal- lega um að ræða aukningu um- sókna frá fólki í Tyrklandi, Irak og Pakistan. Flestar eru þær sem fyrr frá löndum Júgóslavíu sem var. Alls voru umsóknir um landvist í Vestur-Evrópu, Ástralíu, Kanada og Bandaríkjunum 486.000, þar af fengu Þjóðvetjar helminginn. I B ! I I t. I | t ! fi | i i í f t 1,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.