Morgunblaðið - 14.06.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.06.1996, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Bangladesh Kosið á ný í 28 kjör- dæmum Dhaka. Reuter. KJÖRSTJÓRN í Bangladesh hefur ákveðið að kosið skuli að nýju í 28 af 300 kjördæmum í landinu, vegna þess, að kjörfundur hafi verið trufl- aður þegar gengið var til þingkosn- inga á miðvikudag. Endanleg úrslit verða ekki kunngjörð fyrr en búið er að kjósa á ný. Þegar búið var að telja atkvæði í 271 kjördæmi í gær hafði Awami- fylkingin, undir forystu Sheikh Has- ina, fengið 132 þingsæti af 300, en Þjóðernisflokkur fyrrum forsætis- ráðherra, Begum Khaleda Zia, hafði 104 sæti. Voru þessar tólur birtar með fyrirvara. Opinber fréttastofa Bangladesh, BSS, greindi ekki frá þvi í gær að kjörfundur yrði endurtekinn á 116 kjörstöðum í kjördæmunum 28. Ekki var getið um hvenær kosið yrði aft- ur. Dóttir sjálfstæðisleiðtoga Fréttaskýrendur telja líklegt að Awami-fylkingin nái völdum, en muni þurfa stuðning minni flokka til þess að mynda stjórn. Það yrði í fyrsta sinn í 21 ár sem Awami héldi um stjórnartaumana í Bangladesh. Einnig kemur til greina, að mati fréttaskýrenda, að Awami fái stuðn- ing Jatiya-flokks fyrrum forseta, Hossain Mohammad Ershad, sem situr í fangelsi. Jatiya hefur 30 þing- sæti, samskvæmt bráðabirgðatölun- um sem birtar voru í gær. Leiðtogi Awami-fylkingarinnar, Sheikh Hasina, er dóttir Sheikhs Mujiburs Rahmans, sem leiddi Bangladesh til sjálfstæðis frá Pakist- an 1971. Mujibur leyfði aðeins einn stjórnmálaflokk í landinu, og var ákafur þjóðnýtingarsinni. Stefna Hasina er hins vegar önnur, og hef- ur hún lýst sig fylgjandi frjálsu markaðskerfi. Talið er líklegt, að veiti Jatiya- flokkurinn Awami-fylkingunni stuðning, muni flokkurinn krefjast þess að Ershad, sem setið hefur inni í fimm ár, verði látinn laus hii:iiminlii II LIOSl Ef þú vilt ná augum og cyram fólks skaltu kynna þér nýja LitePro 210 margmiðlunarvarpann frá InFocus Systems. Þú varpar upp mynd- böndum og tölvugrafík mcð cin- stökum myndgæðuin og innbyggoii JBL bitalarar tryggja öflugt hljóð. Áransurinn læturckki á sérstanda. LitePro 2 J 0 myndvarpinn cr tækni- lcga fullkominn cn samt afar cinfaldur os þægilcgur í notkun. Og citt cnn - vcrðið cr ótnikga hagstætt. Þú gctur því óhikað nýtt þcr tæknina og varpað ljósi á málið - mcð vönduðu tæki frá virtum framlciðanda. RADIOSTOFAN-NYHER.il SKIPHOLTI 37 - SlMI 569 7600 Alltafskrefl á undan InFocus ÞRÍR fórust og 110 slösuðust, fæstir alvarlega, þegar DC-10 flugvél indónesíska flugfélagsins Garuda hafnaði utan brautar eft- ir misheppnað flugtak frá flug- vellinum í Fukoka í Suður-Japan í gærmorgun. Eldur kom upp í vélinni, sem brann að mestu. Talsmaður slökkviliðsins í Fuk- oka sagði að allir þeir 275 sem voru um borð hefðu komist út Þrír fórust í Japan áður en eldurinn barst í farþega- rýmið. Haft var eftir farþegum að nokkrir þeirra hefðu stokkið út um neyðarútganga með hárið logandi. Ofsahræðsla hefði grip- ið um sig meðal farþeganna, sem flestir voru japanskir, þegar eld- urinn tók að breiðast út. Vélin var að hefja flug til Indónesíu, og að sögn lögreglu virðist eldur- inn hafa komið upp i bakborðs- hreyflinum. Ekki var Ijóst hvort vélin var tekin að lyftast frá jörðu þegar eldurinn kviknaði. Vélin rann út af flugbrautínni, yfir veg og stöðvaðist á grasi- vöxnu öryggissvæði handan hans, um hálfan kílómetra frá flugbrautinni, og einungis nokk- ur hundruð metra frá íbúðarhús- um. Veður var gott þegar slysið varð. Flugvélin var 18 ára göm- ul, í eigu rikisflugfélags Indónes- íu. Framleiðslu á DC-10 flugvél- um var hætt 1989. Meint tengsl Kólumbíuf orseta við fíkniefnabaróna Þingið lýsir yfir sakleysi Sampers Bogota. Reuter. NEÐRI deild þingsins í Kólumbíu samþykkti rétt fyrir miðnætti á miðvikudagskvöld með miklum meirihluta tillögu um að lýsa Ern- esto Samper, forseta landsins, sak- lausan af ákærum þess efhis að hann hefði vitað um fjárframlög fíkniefnabaróna í kosningasjóði sína árið 1994. Flokkur Sampers, Frjálslyndir, hefur mikinn meiri- hluta á þingi og sögðu stjórnarand- stæðingar að um farsa væri að ræða. Búist er við að Samper muni geta gegnt embætti sínu til loka kjörtímabilsins 1998 en á síðustu árum hafa forsetar í tveim grann- löndum Kólumbíu, Brasilíu og Ven- esúela, orðið að víkja vegna spill- ingar og vanhæfni eftir ákvörðun þinga landanna. Vestrænn stjórn- arerindreki hefur sagt að forsetinn hafi „einstæðan hæfileika til að lifa af í stjórnmálum" og sé afar klókur leiðtogi. Hörð mótmæli Atkvæði á kólumbíska þinginu féllu 111 gegn 43 og niðurstaðan merkir að ekkert verður úr mála- ferlum gegn Samper sem rikissak- sóknari hóf undirbúning að í febr- úar. Er þetta í fyrsta sinn í sögu Kólumbíu sem þingið ákveður ör- lög forseta með þessum hætti og sagði verjandi Sampers, Guillermo Nieto Roa, að með þessu hefði verið sannað að lýðræðislegar stofnanir landsmanna virkuðu jafnvel í verstu stjórnmálakreppu sem herjað hefði í áratugi. „Allir Kólumbíumenn ættu að geta verið ánægðir," sagði hann. Þingmenn stjórnarandstöðu og Reuter STUÐNINGSMENN Ernestos Sampers Kólumbíuforseta fagna við þinghúsið í Bogota aðfaranótt fimmtudags er Ijósí var að forsetinn yrði ekki ákærður. fáeinir uppreisnarmenn í stjórnar- flokknum andmæltu kröftuglega. Þeir sögðu allan málatilbúnaðinn vera farsa og hann myndu engu breyta um háværar kröfur úr röð- um kaupsýslumanna, kirkjunnar og stjórnarandstöðu um að Samper ætti að segja af sér með skömm. Sjö kólumbískir þingmenn hafa verið handteknir frá því í fyrra vegna ákæru um spillingu í tengsl- um við fíkniefnaviðskipti og verið er að kanna feril allmargra í við- bót. Stjórnarandstaðan fullyrti að málareksturinn gegn Samper hefði verið meingallaður og bar hún fram alls 10 tillögur um að yfir- heyrslur þingnefnda yrðu lýstar ógildar vegna þessa en þær voru allar felldar. „Samper mun fagna þessum sigri í nokkra daga en hann mun óhjákvæmilega leiða til mikils sið- ferðislegs ósigurs," sagði Jaime Arias, leiðtogi stjórnarandstöðunn- ar í öldungadeildinni. „Samper fullyrðir að hann hafi verið blindur og heyrnarlaus í allri kosningabaráttu sinni," sagði Inez Gomez, þingmaður fyrir Frjáls- lynda og átti við yfirlýsingar for- setans um að hafi borist fé frá fíkniefnasölum í sjóðina hafi það gerst án hans vitundar. „Þetta er mjög sársaukafullt fyrir alla þjóð- ina", sagði Gomez. Svipti sig lífi í réttarsal Eskilstuna. Reuter. MAÐUR nokkur, sem átti í miklum deilum við konu sína fyrrverandi, svipti sig lífi með sprengju í réttar- sal í Eskilstuna í Svíþjóð á miðviku- dag. Nærstödd kona slasaðist alvar- lega. Að sögn lögreglunnar deildu þau hjónin fyrrverandi um skiptingu einhverra eigna og var verið að fjalla um málið fyrir réttinum. Segja vitni, að skyndiíega hafi maðurinn tekið dinamíttúpu upp úr vasa sín- um og tendrað kveikiþráðinn. Lést hann af sárum sínum og kona, sem stóð nærri honum, lögfræðingur fyrrverandi eiginkonu hans, slasað- ist mikið. Maðurinn var einn sfns liðs í rétt- arsalnum því að áður hafði hann hrakið burt með hótunum nokkra lögfræðinga, sem honum höfðu ver- ið skipaðir. Sænska útvarpið sagði að fyrr- verandi eiginkona mannsins hefði verið í réttarsalnum þegar þetta gerðist en lögreglan girti af húsið meðan gengið var úr skugga um, að ekki væru þar fleiri sprengjur. -----------? ? ?—:------ Tyrkland Mannfall í liði Kúrda Diyarbakir. Reuter. TYRKNESK stjórnvöld segja, að 78 kúrdískir uppreisnarmenn og sex stjórnarhermenn hafi fallið síðustu tvo daga í miklum átökum í Suð- austur-Tyrklandi. Uppreisnarmennirnir eru liðs- menn Kúrdíska verkamannaflokks- ins, sem berst fyrir sjálfstæðu ríki Kúrda í Suðaustur-Tyrklandi, og voru mestu átökin í fjallahéraðinu Hakkari, sem liggur að írak. Auk þess var barist í Bitlis, Bingol og Sirnak. \
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.