Morgunblaðið - 14.06.1996, Síða 23

Morgunblaðið - 14.06.1996, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 1996 23 Slóðaskap umað kenna Sao Paulo. Reuter. SLAKUR frágangur á gas- leiðslum varð valdur að sprengingunni sem varð að minnsta kosti 37 manns að , bana í verslanamiðstöð í Sao Paulo í Brasilíu fyrr í vikunni. Er þetta mat þeirra sem rann- sakað hafa orsakir sprenging- arinnar. Sögðu þeir að iila hefði verið gengið frá leiðslum í gólfí mat- salar, sem var þéttskipaður fólki er sprengingin varð. Brestur í samskeytum hefði að öllum líkindum valdið leka, sem leiddi til sprengingarinnar. Sáttatillaga íÞýskalandi LÍKUR á samkomulagi í launadeilu opinberra starfs- manna í Þýskalandi eru taldar hafa aukist í gær þegar for- maður eins helsta stéttarfé- lags þeirra lýsti sig sáttan við samningstillögu sáttasemjara. Launanefndir stéttarfélaga ríkisstarfsmanna funduðu í gær um hvort samningstillag- an gæti orðið grundvöllur frekari viðræðna, og sagðist yfirsáttasemjari sannfærður um að nefndirnar myndu kom- ast að jákvæðri niðurstöðu Flughæð minnkar súrefnismagn ELDRA fólki stafar sérstak- lega hætta af flugferðum vegna minnkaðs súrefnis- magns í blóðinu, að því er fram kemur i læknatímaritinu Lartc- et. Farþegar eiga á hættu að fá blóðtappa og bijóstverki vegna lágs loftþrýsings í far- þegarými, og vegna þess að þeir þurfa að sitja lengi hreyf- ingarlausir í þröngum sætum. Súrefnismagn í blóðinu minnk- ar eftir því sem þrýsingurinn lækkar, því hærra sem flogið er. Eldra fólki stafar sérstök hætta af þessu, vegna þess að þeir sem eru komnir yfir fer- tugt hafa minna magn af súr- efni i blóðinu en þeir sem yngri eru. Þá segir, að það auki á vandann að við hönnun nýj- ustu flugvélanna sé miðað við að loftþrýstingur verði enn lægri en verið hefur. Kveikt í kirkjum KIRKJA, sem þjónar að mestu blökkumönnum í Oklahóma í Bandaríkjunum, brann til grunna í gærmorgun, og telur lögregla að um íkveikju hafi verið að ræða. Hefur eldur verið borinn að um 30 kirkjum blökkumanna í Suðurríkjum Bandaríkjanna á undanförnu einu og hálfu ári, og er um- ræða um kynþáttahatur orðin hávær af þeim sökum. Lög- regla hefur handtekið fólk í tengslum við 10 íkveikjur, en ekkert hefur komið í ljós sem bendir til að um samsæri sé að ræða. í Norður-Karólínu var 13 ára gömul, hvít stúlka handtekin á sunnudag og gef- ið að sök að hafa kveikt í kirkju. Tveir menn voru hand- teknir í Suður-Karólínu og að sögn The New York Times eru þeir meðlimir í Ku Klux Klan- samtökunum. ERLENT Skýrsla eftirlitsmanna ÖSE um þingkosningar í Albaníu Lýðræðisreglur brotnar Tirana. Reuter. STJÓRNARFLOKKURINN í Alb- aníu, Lýðræðisflokkurinn, vísaði í gær á bug skýrslu alþjóðlegra eftir- litsmanna á vegum Öryggis- og sam- vinnustofnunar Evrópu, OSE, á mið- vikudag þar sem fram kemur hörð gagnrýni á framkvæmd þingkosn- inganna nýverið. Sósíalistar, helsta stjórnarandstöðuaflið, fögnuðu á hinn bóginn skýrslunni og sögðu ljóst að þeir hefðu gert rétt er þeir hunsuðu kosningarnar. Flokkur sósíalista er að mestu skipaður liðsmönnum gamla komm- únistaflokksins en í honum eru einn- ig ungir lýðræðissinnar og fólk sem barðist gegn einræði kommúnista. Lýðræðisflokkur Sali Berisha for- seta hlaut ails 101 af 140 þingsæt- um. Flestir stjórnarandstöðuhópar ákváðu ásamt sósíalistum að hætta þátttöku í þingkosningunum áður en fyrri umferðinni lauk 26. maí. Sósíalistar fengu fimm þingmenn en þeir hafa ekki tekið sæti á þingi. Albanir hafa alls gengið þrisvar til kosninga frá því að einræði kommúnista var hrundið og síðast, árið 1992, fékk Lýðræðisflokkurinn um 62% fylgi. Fulltrúar ÓSE segja að fjölmargt hafi verið að framkvæmd kosning- anna að þessu sinni, nefnd eru dæmi um að kjósendur hafi sætt ógnunum og einstaklingar hafi fengið að kjósa fyrir aðra. Rakin eru brot á alls 32 af 79 lagagreinum í tengslum við kosningarnar. „Ég get ekki samþykkt gagnrýni ÖSE eins og hún er sett fram vegna þess að hún er að miklu leyti órök- studd,“ sagði leiðtogi Lýðræðis- flokksins, Tritan Shehu. Hann sagð- ist viðurkenna að framkvæmdin hefði ekki verið gallalaus en vandann mætti rekja til þess að stjórnarand- staðan hefði kallað fulltrúa sína á kjörstöðum burt nokkrum stundum áður en kjörfundi lauk. Einnig full- yrti hann að sumir af eftirlitsmönn- um ÖSE hefðu kómið til landsins í boði sósíaiista, þeir væru því ekki óvilhallir. „Ég sá mörg atriði [í skýrslunni] sem fjallað var um án þess að tilgreindar væru staðreyndir eða sannanir," sagði Shehu. Vestrænir ráðamenn og talsmenn Evrópusambandsins hafa hvatt al- bönsk stjórnvöld til að láta kjósa að nýju í sumum kjördæmanna. Berisha forseti.hefur boðist til að láta kjósa aftur í 17 af 115 kjördæmum en það finnst stjórnarandstöðunni ekki nóg. Kommúnistar dæmdir Dómstóll í Tirana dæmdi á mið- vikudag þrjá fyrrverandi, háttsetta embættismenn kommúnistaflokks- ins gamla í allt að 17 ára fangelsi fyrir að hafa sent pólitíska andófs- menn og fjölskyldur þeirra í útlegð í afskekktum héruðum á árunum 1970 til 1990. „Þeir stóðu fyrir ósvífnu athæfi sem þeir nefndu „stéttabaráttu" en var í raun glæpur gegn mannkyn- inu,“ sagði dómarinn, Gjin Gjoni, um sakborningana. Han benti á að ekki hefði einu sinni verið farið að lögum kommúnistaríkisins í sambandi við útlegðardómana. Talið er að á rúm- lega hálfrar aldar valdaferli komm- únista hafi um 100.000 manns orðið að fara í útlegð. Líkur á fjöldaaf- sögTium Ankara. Réuter. MJÖG var í gær lagt að Tansu Ciller, fyrrum forsætisráðherra Tyrklands, að ganga ekki til stjórn- arsamstarfs við flokk heittrúaðra múslima, og tilkynnti einn þing- manna flokks hennar, Sannleiks- stígsins, að hann hefði gengið til liðs við borgaraflokk Mesuts Yilmaz, helsta keppinautar Ciller. Er það talið auka líkur á að fjöldi þingmanna Sannleiksstígsins segi sig úr fiokknum. Ciller átti fund með Necmettin Erbakan, leiðtoga Velferðarflokks heittrúaðra,. í gær. „Við munum reyna að gera það sem rétt er á næstu dögum ... það verður ekki auðvelt," sagði Ciller. Hún hefur ítrekað varað við því að Velferðar- flokkurinn, sem hefur flest sæti á þingi, fái nokkur völd i landinu. „Ef þessi tvö ganga til stjórnar- samstarfs þá hefur heimsendir dun- ið yfir,“ sagði í leiðara blaðsins Sabah, í gær. Blaðið hefur yfirleitt stutt Ciller með ráðum og dáð. til útlanda? Dagtaxti Kr. á mínútu Gildirfrá 08:00 til 23:00 Næturtaxti Kr. á mínútu Gildirfrá 23:00 til 08:00 Flokkur 1 51.0° 38.00 Flokkur 2 58.00 43.50 Flokkur 3 61.00 45.50 Flokkurð 81.00 60.50 Flokkur 5 98.00 73.50 Flokkur 6 150.00 112.50 Flokkur 7 201.00 150.50 Flokkur 8 225.00 168.50 ‘ V | t Bretland, Danmörk, Færeyjar, Noregur, Svíþjóð i Finnland, Flolland, Þýskaland f Andorra, Belgía, Frakkland, frland, Spánn Austurríki, Bandaríkin, Flawai, Kanada, Liechtenstein, Lúxemborg, Portúgal, Slóvakía, Sviss, Tékkland, Ungverjaland Albanía, Alsír, Astelit (Rússl.), Bosnía/Flersegóvína, Búlgaría, Combellga (Rússl.), Comstar (Rússl.), Eistland, Gibraltar, Grikkland, Flvíta-Rússland, Ítalía, Jómfrúreyjar (US), Júgóslavía, Kolatelecom (Rússl.), Króatía, Kýpur, Lettland, Litháen, Líbýa, Makedónía, Malta, Marokkó, Moldavía, Pólland, Púertó Ríkó, Rúmenía, Samveldis- ríkin, San Marínó, Slóvenía, Túnis, Tyrkland, Úkraína Ascension, Aserbaídsjan, Ástralía, Bermúda, DTI (Khab /Rússl.), Falklandseyjar, Georgía, Grænland, Hong Kong, Japan, Kasakstan, Katar, Kúveit, Macaó, Malaví, Nakh- Sakhalin (Rússl.), Nýja-Sjáland, St. Helena, Suður- Afríka,Úsbekistan, Venesúela Bangladess, Bresku Jómfrúreyjar, Brúnei, Búrúndí, Cay- maneyjar, Cookeyjar, Díegó García, Eritrea, Fílabeins- ströndin, Franska Gvæjana, Gíneaj Gvadelúp, Holl. Antilleseyjar, frak, ísrael, Jemen, Kamerún, Lesóto, Malasía, Martinique, Mayotte, Máritanía, Máritíus, Mexíkó, Mongólía, Mósambík, Namibía, Níger, Nígeria, Níkaragva, Norður-Kórea, Óman, Papúa, Paragvæ, Perú, Reunion, Rúanda, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Sambía, Singapúr, St. Pierre & Miq., Suður Kórea, Súdan, Svasíland, Taíland, Taívan, Tonga, Tsjad, Turks og Caicoseyjar, Úganda, Vanúatú, Zaire, Zimbabve Önnur lönd Gjald fyrir handvirka þjónustu í gegnum 115 er kr. 30,00 pr./mín. aukalega í öllum gjaldflokkum, nema í 8. flokki kr. 60,00 pr./mín. Viðbótargjald fyrir farsíma er kr. 14,94 á mínútu eða brot úr mínútu. Svarskref kr. 3,32 er tekið í upphafi hvers simtals. PÓSTUROG SÍMI J

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.