Morgunblaðið - 14.06.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.06.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 1996 23 Slóðaskap umað kenna Sao Paulo. Reuter. SLAKUR frágangur á gas- leiðslum varð valdur að sprengingunni sem varð að minnsta kosti 37 manns að , bana í verslanamiðstöð í Sao Paulo í Brasilíu fyrr í vikunni. Er þetta mat þeirra sem rann- sakað hafa orsakir sprenging- arinnar. Sögðu þeir að iila hefði verið gengið frá leiðslum í gólfí mat- salar, sem var þéttskipaður fólki er sprengingin varð. Brestur í samskeytum hefði að öllum líkindum valdið leka, sem leiddi til sprengingarinnar. Sáttatillaga íÞýskalandi LÍKUR á samkomulagi í launadeilu opinberra starfs- manna í Þýskalandi eru taldar hafa aukist í gær þegar for- maður eins helsta stéttarfé- lags þeirra lýsti sig sáttan við samningstillögu sáttasemjara. Launanefndir stéttarfélaga ríkisstarfsmanna funduðu í gær um hvort samningstillag- an gæti orðið grundvöllur frekari viðræðna, og sagðist yfirsáttasemjari sannfærður um að nefndirnar myndu kom- ast að jákvæðri niðurstöðu Flughæð minnkar súrefnismagn ELDRA fólki stafar sérstak- lega hætta af flugferðum vegna minnkaðs súrefnis- magns í blóðinu, að því er fram kemur i læknatímaritinu Lartc- et. Farþegar eiga á hættu að fá blóðtappa og bijóstverki vegna lágs loftþrýsings í far- þegarými, og vegna þess að þeir þurfa að sitja lengi hreyf- ingarlausir í þröngum sætum. Súrefnismagn í blóðinu minnk- ar eftir því sem þrýsingurinn lækkar, því hærra sem flogið er. Eldra fólki stafar sérstök hætta af þessu, vegna þess að þeir sem eru komnir yfir fer- tugt hafa minna magn af súr- efni i blóðinu en þeir sem yngri eru. Þá segir, að það auki á vandann að við hönnun nýj- ustu flugvélanna sé miðað við að loftþrýstingur verði enn lægri en verið hefur. Kveikt í kirkjum KIRKJA, sem þjónar að mestu blökkumönnum í Oklahóma í Bandaríkjunum, brann til grunna í gærmorgun, og telur lögregla að um íkveikju hafi verið að ræða. Hefur eldur verið borinn að um 30 kirkjum blökkumanna í Suðurríkjum Bandaríkjanna á undanförnu einu og hálfu ári, og er um- ræða um kynþáttahatur orðin hávær af þeim sökum. Lög- regla hefur handtekið fólk í tengslum við 10 íkveikjur, en ekkert hefur komið í ljós sem bendir til að um samsæri sé að ræða. í Norður-Karólínu var 13 ára gömul, hvít stúlka handtekin á sunnudag og gef- ið að sök að hafa kveikt í kirkju. Tveir menn voru hand- teknir í Suður-Karólínu og að sögn The New York Times eru þeir meðlimir í Ku Klux Klan- samtökunum. ERLENT Skýrsla eftirlitsmanna ÖSE um þingkosningar í Albaníu Lýðræðisreglur brotnar Tirana. Reuter. STJÓRNARFLOKKURINN í Alb- aníu, Lýðræðisflokkurinn, vísaði í gær á bug skýrslu alþjóðlegra eftir- litsmanna á vegum Öryggis- og sam- vinnustofnunar Evrópu, OSE, á mið- vikudag þar sem fram kemur hörð gagnrýni á framkvæmd þingkosn- inganna nýverið. Sósíalistar, helsta stjórnarandstöðuaflið, fögnuðu á hinn bóginn skýrslunni og sögðu ljóst að þeir hefðu gert rétt er þeir hunsuðu kosningarnar. Flokkur sósíalista er að mestu skipaður liðsmönnum gamla komm- únistaflokksins en í honum eru einn- ig ungir lýðræðissinnar og fólk sem barðist gegn einræði kommúnista. Lýðræðisflokkur Sali Berisha for- seta hlaut ails 101 af 140 þingsæt- um. Flestir stjórnarandstöðuhópar ákváðu ásamt sósíalistum að hætta þátttöku í þingkosningunum áður en fyrri umferðinni lauk 26. maí. Sósíalistar fengu fimm þingmenn en þeir hafa ekki tekið sæti á þingi. Albanir hafa alls gengið þrisvar til kosninga frá því að einræði kommúnista var hrundið og síðast, árið 1992, fékk Lýðræðisflokkurinn um 62% fylgi. Fulltrúar ÓSE segja að fjölmargt hafi verið að framkvæmd kosning- anna að þessu sinni, nefnd eru dæmi um að kjósendur hafi sætt ógnunum og einstaklingar hafi fengið að kjósa fyrir aðra. Rakin eru brot á alls 32 af 79 lagagreinum í tengslum við kosningarnar. „Ég get ekki samþykkt gagnrýni ÖSE eins og hún er sett fram vegna þess að hún er að miklu leyti órök- studd,“ sagði leiðtogi Lýðræðis- flokksins, Tritan Shehu. Hann sagð- ist viðurkenna að framkvæmdin hefði ekki verið gallalaus en vandann mætti rekja til þess að stjórnarand- staðan hefði kallað fulltrúa sína á kjörstöðum burt nokkrum stundum áður en kjörfundi lauk. Einnig full- yrti hann að sumir af eftirlitsmönn- um ÖSE hefðu kómið til landsins í boði sósíaiista, þeir væru því ekki óvilhallir. „Ég sá mörg atriði [í skýrslunni] sem fjallað var um án þess að tilgreindar væru staðreyndir eða sannanir," sagði Shehu. Vestrænir ráðamenn og talsmenn Evrópusambandsins hafa hvatt al- bönsk stjórnvöld til að láta kjósa að nýju í sumum kjördæmanna. Berisha forseti.hefur boðist til að láta kjósa aftur í 17 af 115 kjördæmum en það finnst stjórnarandstöðunni ekki nóg. Kommúnistar dæmdir Dómstóll í Tirana dæmdi á mið- vikudag þrjá fyrrverandi, háttsetta embættismenn kommúnistaflokks- ins gamla í allt að 17 ára fangelsi fyrir að hafa sent pólitíska andófs- menn og fjölskyldur þeirra í útlegð í afskekktum héruðum á árunum 1970 til 1990. „Þeir stóðu fyrir ósvífnu athæfi sem þeir nefndu „stéttabaráttu" en var í raun glæpur gegn mannkyn- inu,“ sagði dómarinn, Gjin Gjoni, um sakborningana. Han benti á að ekki hefði einu sinni verið farið að lögum kommúnistaríkisins í sambandi við útlegðardómana. Talið er að á rúm- lega hálfrar aldar valdaferli komm- únista hafi um 100.000 manns orðið að fara í útlegð. Líkur á fjöldaaf- sögTium Ankara. Réuter. MJÖG var í gær lagt að Tansu Ciller, fyrrum forsætisráðherra Tyrklands, að ganga ekki til stjórn- arsamstarfs við flokk heittrúaðra múslima, og tilkynnti einn þing- manna flokks hennar, Sannleiks- stígsins, að hann hefði gengið til liðs við borgaraflokk Mesuts Yilmaz, helsta keppinautar Ciller. Er það talið auka líkur á að fjöldi þingmanna Sannleiksstígsins segi sig úr fiokknum. Ciller átti fund með Necmettin Erbakan, leiðtoga Velferðarflokks heittrúaðra,. í gær. „Við munum reyna að gera það sem rétt er á næstu dögum ... það verður ekki auðvelt," sagði Ciller. Hún hefur ítrekað varað við því að Velferðar- flokkurinn, sem hefur flest sæti á þingi, fái nokkur völd i landinu. „Ef þessi tvö ganga til stjórnar- samstarfs þá hefur heimsendir dun- ið yfir,“ sagði í leiðara blaðsins Sabah, í gær. Blaðið hefur yfirleitt stutt Ciller með ráðum og dáð. til útlanda? Dagtaxti Kr. á mínútu Gildirfrá 08:00 til 23:00 Næturtaxti Kr. á mínútu Gildirfrá 23:00 til 08:00 Flokkur 1 51.0° 38.00 Flokkur 2 58.00 43.50 Flokkur 3 61.00 45.50 Flokkurð 81.00 60.50 Flokkur 5 98.00 73.50 Flokkur 6 150.00 112.50 Flokkur 7 201.00 150.50 Flokkur 8 225.00 168.50 ‘ V | t Bretland, Danmörk, Færeyjar, Noregur, Svíþjóð i Finnland, Flolland, Þýskaland f Andorra, Belgía, Frakkland, frland, Spánn Austurríki, Bandaríkin, Flawai, Kanada, Liechtenstein, Lúxemborg, Portúgal, Slóvakía, Sviss, Tékkland, Ungverjaland Albanía, Alsír, Astelit (Rússl.), Bosnía/Flersegóvína, Búlgaría, Combellga (Rússl.), Comstar (Rússl.), Eistland, Gibraltar, Grikkland, Flvíta-Rússland, Ítalía, Jómfrúreyjar (US), Júgóslavía, Kolatelecom (Rússl.), Króatía, Kýpur, Lettland, Litháen, Líbýa, Makedónía, Malta, Marokkó, Moldavía, Pólland, Púertó Ríkó, Rúmenía, Samveldis- ríkin, San Marínó, Slóvenía, Túnis, Tyrkland, Úkraína Ascension, Aserbaídsjan, Ástralía, Bermúda, DTI (Khab /Rússl.), Falklandseyjar, Georgía, Grænland, Hong Kong, Japan, Kasakstan, Katar, Kúveit, Macaó, Malaví, Nakh- Sakhalin (Rússl.), Nýja-Sjáland, St. Helena, Suður- Afríka,Úsbekistan, Venesúela Bangladess, Bresku Jómfrúreyjar, Brúnei, Búrúndí, Cay- maneyjar, Cookeyjar, Díegó García, Eritrea, Fílabeins- ströndin, Franska Gvæjana, Gíneaj Gvadelúp, Holl. Antilleseyjar, frak, ísrael, Jemen, Kamerún, Lesóto, Malasía, Martinique, Mayotte, Máritanía, Máritíus, Mexíkó, Mongólía, Mósambík, Namibía, Níger, Nígeria, Níkaragva, Norður-Kórea, Óman, Papúa, Paragvæ, Perú, Reunion, Rúanda, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Sambía, Singapúr, St. Pierre & Miq., Suður Kórea, Súdan, Svasíland, Taíland, Taívan, Tonga, Tsjad, Turks og Caicoseyjar, Úganda, Vanúatú, Zaire, Zimbabve Önnur lönd Gjald fyrir handvirka þjónustu í gegnum 115 er kr. 30,00 pr./mín. aukalega í öllum gjaldflokkum, nema í 8. flokki kr. 60,00 pr./mín. Viðbótargjald fyrir farsíma er kr. 14,94 á mínútu eða brot úr mínútu. Svarskref kr. 3,32 er tekið í upphafi hvers simtals. PÓSTUROG SÍMI J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.