Morgunblaðið - 14.06.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.06.1996, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ' LISTIR RAGNA. Ragna sýnir olíu- og vatns- litamyndir íFold SÝNING á olíumálverkum og vatnslitamyndum Rögnu Sig- rúnardóttur í Gallerí Fold við Rauðarár- stíg, verður opnuð á laugardag kl. 15. Yfír- skrift sýn- ingarinnar er: „Ég hugsa til ömmu í stofunni í Stigahlíð- inni ... en hér er ég umkringd trjám". Ragna stundaði nám við TISCH School of the Arts í New York og California Institute of the Arts í Los Angeles, Banda- ríkjunum. Hún hefur haldið nokkrar einkasýningar hérlend- is og tekið þátt í samsýningum hérlendis og í Bandaríkjunum. Að þessu sinni sækir Ragna efnivið í fjölskyldu sína og um- hverfi, en hún býr nú ásamt manni sínum og dóttur í Seattle í Bandaríkjunum. Sýning Johns Ruds framlengd SÝNING danska myndhöggv- arans Johns Ruds í listhúsi Ófeigs, Skólavörðustíg 5, verð- ur framlengd til sunnudagsins 16. júní. John hefur fært stofnun Árna Magnússonar eitt verka sinna að gjöf. Klaus Otto Kapp- el, sendiherra Dana á íslandi, afhenti Stefáni Karlssyni, for- stöðumanni stofnunarinnar, verkið við athöfn laugardaginn 8. júní. Verkið heitir „Opnaðu fyrir mér aftur" og er það í bókaformi. Sýningin er opin alla daga til kl. 18. DEN danske trio. Flutningur án reisnar TONLIST Norræna húsið KAMMERTÓNLEIKAR Flutt voru verk eftir Gade, Atla Heimi Sveinsson, Hans-Hendrik Nordström og Shostakovitsj. Þriðjudagurinn ll.júní 1996. TÓNLEIKAR Den danske trio er framlag Norræna hússins til Listahá- tíðar í Reykjavík og hófust tónleik- arnir á tríói í F-dúr eftir danska tón- skáldið og hljómsveitarstjórann Niels Vilhelm Gade, er lærði hjá Mend- elssohn og samdi í hans stíl. Verkið er ágætlega samið en var því miður ekki vel flutt. Bæði er að hljófæra- leikarnir eru ekki samstilltir í hljó- man, fíðluleikarinn með sáran tón, sellóleikarinn daufur og píanistinn heldur hjómfrekur, svo að í hljóman náðu hljóðfæraleikararnir ekki þeim kammermúsíkantíska samleik, sem nauðsynlegur er við flutning kamm- ertónlistar. Þessa gætti síst í verki eftir Atla Heimi Sveinsson, tríó nr, 1 frá 1985, en þar vinnur Atli með tónmál, þar sem hljóðfærin leita hvort frá öðru en ná þó saman öðru hvoru og eins og tónskáldið greindi sjálfur frá, er ekki unnið út frá föstum eða hátt- bundnum hryn. Þetta verk er frá hápunkti tilraunatímans og að formi til mjög knappt og sparsamt í tón- byggingu, svo að nærri fór „minim- al"-stílnum. Þetta áheyrilega verk var á marg- an hátt vel flutt og sama má segja um frumflutning „Andalúsískrar endurómunar" eftir Nordström, sem eins og tónskáldið tilgreinir í efnis- skrá, er samið á Spáni og undir áhrif- um af ljóðum Garcia Lorca. Þarna mátti heyra tónalt afturhvarf en einnig tónmál er minnti á „atónal"- tónlist frá 1920. Það gildir bæði um verk Atla og Nordströms, þrátt fyrir að vera best framfærð, að flutningur hefði að ósekju mátt vera tilþrifa- meiri og skýrari í tóntaki. Þessi vangeta flytjenda kom mjög vel fram í tríói nr. 2 eftir Shostako- vitsj, því þar vantaði þá leikni sem þarf til að gefa þessu meistarverki rétta reisn. Jón Ásgeirsson Nýjar bækur Isafjarðarkver ÚT ER komin bókin ísafjarðarkver eftir Þorstein Antonsson. Um er að ræða upp- gjörsrit við mannlíf og aðstæður í þeirri byggð sem nafnið vís- ar til. Bókin er unnin upp úr blaðagreinum og útvarpserindum frá síðustu árum svo að myndar heild sem vís- ar til nútíðar og fortíð- ar ísafjarðarbæjar og nágrannabyggða. Lýst er reynslu höf- undar af búsetu í bæn- um síðvetrarleytið 1955, en í allt bjó höf^ undur á ísafirði í fímm ár. Bókin skiptist í þrjá hluta. í þeim fyrsta er gerður samanburður Þorsteinn Antonsson á mannlífi í höfuð- borginni og á ísafirði. í öðrum hluta eru gerðar tillögur til úr- bóta á þeim grunni sem lagður hefur verið með lýsingum fyrsta hlutans. Fjallað er um sögu ísafjarðarbæjar í ágripi og lýst staðhátt- um á líðandi stund. Lok er svo reynslu- saga höfundar á per- sónulegri nótum sem um leið er tilraun til að lýsa inn í sálarlíf heimamanna. ísafjarðarkver er 126 bls. Útgefandi er höfundur í samvinnu við prent- smiðjuna ísprent á ísafjrði. Bókin kostar 950 kr. Nýjar bækur Skýjabólstrar ÚT ER komin ljóða- bókin Skýjabólstrar eftir Þyrí Höllu Stein- grímsdóttur. Skýja- bólstrar er fyrsta ljóðabók höfundar, sem er tvítug að aldri og lauk í vor stúdents- prófi frá Verzlunar- skóla íslands. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Þyrí lengi fengist við ljóðagerð og hafa birst ljóð eftir hana á ýmsum vett- vangi, einkum þó í skólablöðum. Einkunnarorð bók- arinnar eru hin frægu MacLeish um að ljóð eigi Þyrí Halla Steingrímsdóttir þýða neitt, aðeins vera: „A poem should not mean, but be." í kynningu segir: „Þyrí yrkir ljóð sín um flest það sem stendur hjarta ungs fólks næst, gleðina, ástina, hamingjuna, von- brigðin og sorgina: „Vötir hvarmar/ og þögnin/ felur'' sig í myrkrinu// Óstöðv- andiu tár/ höggva rúnir/ í minninguna". Skýjabólstrar eru 55 tölusettar síður og hafa aðgeyma 24 ljóð. ummæli Forsíðumynd er eftir Sólveigu ekki að Öldu Halldórsdóttur. Tango, tetigi, tactum... TONOST Loftkastalinn TANGÓTÓNLEIKAR Le Grand Tango. Verk eftir m&. PiazzoUa, Manoury og Strayinsky. Auður Hafsteinsdóttir, Gréta Guðna- dóttir, fiðlur; Helga Þórarinsdóttir, víóla; Bryndís Halla Gylfadóttir, selló; Richard Korn, kontrabassi; Edda Erlendsdóttir, pianó; Olivier Manoury, bandoneon. Dansarar: Bryndís Halldórsdóttir og Hany Hadaya. Loftkastalanum í Héðins- húsinu, miðvikudaginn 12. júní kl. 20:30. GETUR verið að þekktasti og ástríðufyllsti dansinn frá Argentínu hafi eitthvað að gera með latnesku sögnina að snerta? í fljótu bragði virðist nærliggjandi að ímynda sér, að sögnin hafi varðveitzt í spænsku, og merkingin færzt yfir á hryn- bundin samskipti kynjanna á dans- gólfum skuggahverfa Buenos Air- esborgar einhvern tíma laust fyrir síðustu aldamót sem víti til varnað- ar um hreyfingar, atlot og líkam- lega nálægð á mörkum velsæmis. M.a.s. kennimyndir hins forna latneska orðs láta í eyrum sem kóreógrafísk fyrirmæli með vafa- sömum undirtóni, og með tilliti til þess hve lævís og lipur syndin hefur alla tíð dregið menn á tálar, að ekki sé minnzt á þá tangóvakningu sem vart hefur orðið á Vesturlönd- um undanfarin misseri, er kannski ekki furða, að leikhúsnæði Loft- kastalans í Héðinshúsinu skyldi troðfyllast af fólki sl. miðvikudags- kvöld, þegar franskí bandoneon- snillingurin Oivier Manoury ásamt ektamakanum Eddu Erlendsdóttur á píanó, strengjakvintett og tveim dönsurum léku gömul og ný sýnis- horn af þessum „þjóðdansi" Argent- ínumanna. Tangóvakningin hefur greinilega náð hingað. Var svo að sjá þegar fyrir nokkrum áíum, þegar sömu hljómlistarmenn léku uppi á Sólon- arsal með almennri þátttöku tangó- dansara. Því var seinna sjónvarpað, án þess að fótmenntahliðin virtist skipta myndatökustjóra miklu máli. Lófataksmælir hefði hins vegar getað skorið úr um það sl. miðviku- dagskvöld, því þau tiltölulega fáu skipti sem dansparið kom fram - tvisvar fyrir hlé og þrisvar eftir - uppskáru flytjendur hlutfallslega háværustu undirtektir áheyrenda. Aðrir verða að dæma betur um fótasýningarþáttinn. Að mínu viti var hann glæsilega útfært dæmi um jafnvægi þokka, virðuleika og erótíkur, ásamt þónokkurri kímni á kostnað undirmeðvitaða ofbeldisins, sem oftast er tengt við þetta höfuð- vígi suðrænnar karlrembu, og var ¦-¦¦ ^t •'*V V - s* •¦- ff 4-** %?<¦ í ^^ í>: - I • 'i i -4 1 *6áM —J i *,.'¦-! - A h >r ¦- '\n 4* ' r > N t\ " ...,...,.¦-,: .... V, —•»• kankvís gáskinn óvænt en ekki óviðeigandi tilbreyting frá reglunni. Flestir ímynda sér „tempo di tango" sem hálfgerðan mars, en í fyrsta dansaða atriðinu, Coralera eftir Julian Plazza, réð allt að því mexíkósk spriklandi léttúð, og með- al annarra atriða mátti heyra lötur- hægar líðandi „mílongur", ýmist frá upphafi til enda eða með fyrirvara- lausu hrapi niður úr hrunadans- hraða. Hefur argentínski tangóinn einmitt þetta fram yfir flesta sam- kvæmisdansa, s.s. að geta skipzt á miklum tempóandstæðum í einu og sama lagi, og orðið þannig að heimi út af fyrir sig. Hljómsveitin lék tangólög að fornu og nýju sem hafa trúlega spannað hátt í öld. Athyglivert var, að hinn „nýi" tangó Astors Piazz- olla og félaga, upp úr 1950, sem fremur er ætlaður til hlustunar en hreyfinga, gerði miklar kröfur til hljóðfæraleikara um jafnt dans- húsasveiflu sem klassíska skóla- menntun (í bland við framúrstefnu- tækni), en skorti á hinn bóginn sjarma, fjölbreytni og andstæður eldri laga eins og „Los Mareados" eftir Cobian og „Ojos Negros" eftir Vincente Greco, er höfða til Evr- ópubúa, ekki sízt í krafti ómótstæði- legrar blöndu af suður-amerískum blóðhita og vínarkaffihúsaklassík. Nýi tangóinn vildi í versta falli verða að mekanískri hakkavél, er hamraði út sítrekaðan mambó- rytma [3-3-2] ad nauseam. Strerigjakvartettþáttur Piazzoll- as, „Four for tango", var nokkuð brenndur þessu marki, en kom að öðru leyti vel út í mergjuðum flutn- ingi þeirra Auðar, Grétu, Helgu og Bryndrsar Höllu. Septettinn náði ágætri snerpu í hinum lögunum, þó sérstaklega eftir hlé. Að öðrum spilurum ólöstuðum bar Olivier Manoury af á tangónikkuna belg- löngu (bandoneon), bæði í samleik og einleik, þ. á m. í forkunnar fal- legu litlu frumsömdu (eða spunnu?) atriði án meðleiks, og sýndi hvar- vetna leiftrandi tilþrif, hvort sem ríkti ljóðræn angurværð eða'löðr- andi ofsi, svo eftir sat suðrænt og seiðandi andrúmsloft hjá þakklátum en sveittum tónleikagestum. Enda loftræsting Loftkastalans í molum. Ríkarður Ö. Pálsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.