Morgunblaðið - 14.06.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 14.06.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 1996 31 Olíufélag í hálfa öld Olíufélagið fagnar í dag 50 ára afmæli sínu, en fyrsti stjórnarfundur þess var haldinn þann 14. júní 1946. Ekki er þó að sjá ellimerki á félaginu, sem gengið hefur í gegnum einar umfangsmestu breytingar í sögu sinni frá því að frelsi var gefíð til innflutnings og verðlagn- ingar á olíu. Þorsteinn Yíglundsson ræddi við þá Geir Magnússon, forstjóra, og KristjánLoftsson, stjórnarformann Olíufélagsins, á þessum tímamótum. Morgunblaðið/Golli KRISTJAN Loftsson, stjórnarformaður Olíufélagsins, ásamt Geir Magnússyni, forstjóra framan við aðalstöðvar fyrirtækisins. Morgunblaðið/Ámi Sæberg mætti eyða af eigin fé, væri brot á tjáningarfrelsinu. í sératkvæði eins dómarans kom fram að takmörk á fjárstuðningi við flokka og frambjóð- endur væru ekki brot á tjáningarfrels- isákvæðinu. Málið snerist einfaldlega ekki um tjáningu, heldur spillingu. Menn væru ekki að styðja frambjóð- endur með himinháum upphæðum til þess að koma ákveðnum boðskap á framfæri, heldur til þess að kaupa sér áhrif. Herdís segir að í tíð síðustu ríkis- stjórnar hafi verið sett lög hér á landi um að fyrirtæki, sem styrktu stjórn- málaflokka, gætu notað 0,5% af veltu sinni og væri það framlag frádráttar- bært frá skatti. „Séu þessi iög rétt- lætt með tjáningarfrelsinu, því eru þá allar upplýsingar um stóra styrktaraðila eins og hernaðarleynd- armál? Af hveiju eru flokkarnir svona ólýðræðislegir að opna ekki bókhald sitt?“ . Flokkur um forsetaframboð Gunnar Helgi Kristinsson telur að miðað við núverandi kerfi í forseta- kosningum gæti það skapað verulega erfiðleika ef frambjóðendur yrðu mjög margir, eins og þeir gætu orðið fengju þeir fjárstuðning úr opinberum sjóð- um. „Auðvitað er þó ekki heppilegt að láta peninga ráða því hvetjir fara fram, svo það mætti hugsa sér ein- hvern stuðning. En hvernig færi ef forsetaframbjóðandi stofnaði stjórn- málaflokk um framboð sitt? Fengi hann þá einn frambjóðenda fjárstuðn- ing? Nytu fyrirtæki, sem styddu hann, skattafrádráttar samkvæmt lögum, en ekki þau fyrirtæki sem styddu for- setaframbjóðendur, þar sem lög gera ekki ráð fyrir skattafrádrætti vegna slíkra framlaga? Þetta kerfi býður upp á flækjur af þessu tagi og því væri ef til vill einfaldast að styðja við for- setaframbjóðendur með einhveijum hætti.“ Gunnar Helgi segir að reglur um kosningasjóði verði vart settar í bráð. „Yrði slíkt gert þýddi það að setja þyrfti slíkar reglur um stjórnmála- flokkana og þeirra fjárreiður líka. Stjórnmálamenn hafa margir verið mjög á móti slíku og ég er því ekki bjartsýnn á að þeir ijúki upp til handa og fóta núna.“ Ekki spurning um völd heldur virðingu Jón Kalmansson, hjá Siðfræði- stofnun Háskóla Islands, segir að það eitt sé ljóst í þessari umræðu að krafan um upplýsingaskyldu verði æ ----------- ríkari. „Mér finnst eðlilegt ■j kröfur að einhveijar reglur gildi ar um °s þá bæði vegna forseta- sinnar kosninga og þingkosninga. ^ Hætta á hagsmunaárekstr- um er þó án efa meiri þeg- ar þingmenn eiga í hlut, en eðli for- setaembættisins er þannig, að það er vissulega óæskilegt ef hægt er að kaupa embættið, ef svo má segja. Það snertir ekki hugsanleg völd eða valdaleysi forseta, heldur virðingu embættisins og kröfu um hlutleysi þess.“ Þrátt fyrir að Alþingi hafi ekki bundið reglur um kosningasjóði í lög má gera ráð fyrir að krafa um slíkt verði æ háværari. Nú er stjórnmála- flokkum í sjálfsvald sett hvort þeir birta upplýsingar um fjárreiður sínar og slíkt hið sama gildir um frambjóð- endur til æðsta embættis ríkisins. Þeir hafa flestir lýst því yfir að sjálf- sagt og eðlilegt sé að birta endurskoð- aða reikninga framboðanna. Miðað við æ ríkari kröfur um að íjármál þeirra sem leita æðstu metorða séu almenningi skýr hlýtur næst að koma til kasta þingmanna. IDAG eru liðin 50 ár frá því að fulltrúar Sambands ís- lenskra Samvinnufélaga, nokkurra kaupfélaga og ýmissa útgerðarfyrirtækja settust niður í Oddfellowhöllinni í Reykja- vík til þess að taka lokaákvörðun um stofnun hlutafélags um inn- flutning og sölu á olíu og hlaut fé- lagið nafnið Olíufélagið hf. Sam- bandið sáluga er ekki lengur meðal hluthafa og hefur félaginu verið breytt í almenningshlutafélag sem skartar á þessum tímamótum um 42% markaðshlutdeild á þessum markaði hér á landi. Kristján Loftsson, stjórnarfor- maður Olíufélagsins, segir hins veg- ar enga deyfð hafa ríkt í rekstri félagsins frá upphafi. Þá hafi mjög miklar breytingar átt sér stað frá því að innflutningur og verðlagning olíu hafi verið gefin fijáls fyrir fimm árum síðan. Enginn slaki í samkeppninni Akvörðun Irving Oil um að hverfa frá áformum sínum um rekstur olíu- félags hér á landi hefur engu breytt um þá hörðu samkeppni sem ríkt hefur á þessum markaði á undan- förnum árum og engin hætta er á því að einhver lognmolla muni fær- ast yfir hann á ný, að sögn Geirs Magnússonar, forstjóra Olíufélags- ins. „Eg tel að fyrirætlanir Irving Oil hafi haft lítil áhrif á þá hörðu sam- keppni sem ríkt hefur hér á landi undanfarin ár. Hún á mun fremur rætur sínar að rekja til þess að olíufélögin hafa verið að losna út úr hafta- kerfi því sem komið var á árið 1953. Félögin hafa verið að taka olíuinnkaup í sínar hendur og verðlagning vör- unnar hefur verið gefin fijáls. Þetta hefur síðan skapað forsendurnar fyrir þeirri samkeppni sem við höf- um orðið vitni að á undanförnum árum.“ Geir bendir á að miklar breyting- ar hafi verið að eiga sér stað á starfsháttum félaganna undanfarin ár. Tekin hafi verið upp kortavið- skipti, verið sé að auka vöruúrval á bensínstöðvum og koma þar upp dagvöruverslunum, en slíkt hafi t.d. verið óheimilt fyrir fáeinum árum. Umhverfið hafi því verið að taka stakkaskiptum að undanförnu. Hversu langt á veg er Olíufélagið komið í þessari þróun? „Við erum í raun rétt að fara af stað með þær breytingar sem áformaðar eru á bensínstöðvum okkar og það er ljóst að þeim starfs- háttum sem verið hafa á bensín- stöðvum hér á landi verður ekki breytt á einni nóttu. Við erum t.a.m. enn að þreifa okkur áfram með hvaða vörur við eigum að hafa á boðstólum þar og t.d. hafa verið gerðar ýmsar tilraunir með hvaða vörur íslendingar séu tilbúnir til að kaupa á bensínstöðvum. Þar höfum við einnig tekið mið af reynslu af slíkum verslunum í Evrópu." Geir bendir ennfremur á að ekki sjái enn fyrir endann á þeim breyt- ingum sem orðið hafi á þessum markaði. Hins vegar séu stærstu grundvallarbreytingarnar afstaðnar og reikna megi með því að félögin hafi markað sér þá stefnu sem þau muni fylgja. Ókyrrð vegna eignarhlutans í Olís Mikið hefur verið rætt um þann úrskurð sem Samkeppnisráð felldi fyrir skömmu þar sem tveimur stjórnarmönnum í Olís, þeim Ólafi Ólafssyni, forstjóra Samskipa og Kristni Hallgrímssyni lögmanni, var gert að víkja úr stjórninni fyrir þann 10. ágúst næstkomandi. Geir segir að enn hafi ekki verið ákveðið hvernig brugðist verði við þeim úrskurði. „Við viljum láta reyna frekar á þetta atriði, enda sjáum við ekki að Samkeppnisráð sé með uppi á borði hjá sér sambæri- leg mál hjá öðrum fyrirtækjum. Við höfum alltaf sagt að þessi viðmið- un, að aðilar sem komi frá fyrirtækj- um sem Olíufélagið eigi meira en 1% í, eða sem eigi meira en 1% í Olíufélaginu megi ekki sitja í stjórn Olís fyr- ir hönd Olíufélagsins, sé of þröng. Við teljum miklu eðlilegra að þar sé miðað við um 10-15% eignarhlutdeild.“ Geir segir hins vegar kaup Olíufé- lagsins á 35% hlut í Olís alls ekki hafa dregið úr samkeppni á þessum markaði og Kristján tekur undir það. „Við sjáum það t.d. í síðasta útspili Olís-manna þar með opnun OB-bensínstöðvarinnar í Hafnar- firði að þeir eru ekkert að slá slöku við í samkeppninni og svo á einnig við hér.“ Geir bætir því við að tengslin við Olís nái aðeins að rekstri Olíudreif- ingar, það hafi ekki haft nein áhrif á samkeppni milli félaganna þrátt fyrir að rekstur dreifingarkerfanna hafi verið sameinaður. Olíudreifing staðið undir væntingum til þessa Olíudreifing er nú á sjötta starfs- mánuði sínum og aðspurður segir Geir að reksturinn og sameining dreifikerfanna hafi gengið sam- kvæmt þeim áætlunum sem gerðar hafi verið. „Við byijuðum á því að sameina dreifikerfið á höfuðborgar- svæðinu og síðan tókum við Suður- land. Nú erum við síðan að ljúka við sameiningu kerfanna á Vextur- landi. Þetta er hins vegar mjög flókið ferli og ýmislegt sem taka þarf til- lit til og við höfum því ekki viljað fara hraðar yfir en við ráðum vel við. Við reiknum hins vegar með að auðvelt eigi að reynast að ljúka sameiningunni á þessu ári,“ segir Geir. Hann segir að það sem af sé hafi hið nýstofnaða fyrirtæki staðið undir öllum þeim vænting- um sem til þess hafi verið gerðar í upphafi. Sterk staða á markaðnum Staða Olíufélagsins er sterk á þessum tímamótum, að mati Geirs. Félagið hafi verið að skila um 6-8% arðsemi á undanförnum árum og horfur séu á því að arðsemi þessa árs verði á svipuðu reiki. „Raunar má segja það sem svar við þeirri gagnrýni sem fram kemur á olíufé- lögin í hvert skipti sem bensínverð hækkar hér á landi í kjölfar hækk- ana á heimsmarkaðsverði ytra, að arðsemi olíufélaganna breyttist ekkert við það að verðlagning var gefin fijáls. Það er því ekkert hæft í því að félögin hafi reynt að auka hagnað sinn með þessum hækkunum. Raunar er arðsemi olíufé- laganna of lítil hér á landi miðað við þær kröfur sem gerðar eru um arðsemi áhættufjármagns í rekstri erlendis, en þar er gjarn- an miðað við um tvö- til þrefalda ávöxtun ríkisskuldabréfa, sem myndi svara til um 12-15% arð- semi.“ Geir segir að félagið búi enn- fremur við mjög sterka markaðs- stöðu og fjárhagsstaða þess sé sterk þrátt fyrir miklar fjárfesting- ar á undanförnum árum. „Við höf- um varið um 2 milljörðum króna í fjárfestingar, annars végar í Olíu- félaginu sjálfu, er hlutur SÍS var keyptur, og hins vegar í Olís á síð- asta ári. Þessar miklu fjárfestingar hafa vissulega íþyngt nokkuð lausafjárstöðu fyrirtækisins, en hins vegar var skuldastaða þess mjög góð áður en ráðist var í þær og því réð það ágætlega við þær. Þá er eiginfjárhlutfall þess enn um 50% þrátt fyrir þetta.“ Kristján segir að enn séu umtals- verðar breytingar framundan hjá félaginu á næstu árum. Talsverð fjárfesting sé fólgin í þeim breyt- ingum sem eigi eftir að eiga sér stað á bensínstöðvum félagsins. „Auk þess sáu menn mikla fjár- festingu framundan sem fylgja myndi þeim breytingum sem gera þurfti á birgðastöðvum og olíu- tönkum félagsins vegna mengun- arvarna. ^ Það var einmitt hugmyndin með stofnun Olíudreifingar að reyna að lækka kostnað vegna þessara endurbóta. Það er ekki hægt að ná fram neinum verulegum sparn- aði nema með slíkum stóraðgerð- um. Til dæmis hvað varðar þessar mengunai-varnir, þá mun fylgja þeim mikill kostnaður við að steypa í kringum tanka og byggja jafnvel upp nýja. Með því að fækka birgða- stöðvum má ná fram sparnaði í þeim framkvæmdum og ég held að þetta séu mestu breytingarnar sem fyrirtækið eigi eftir að ganga í gegnum a.m.k. næstu 5 árin.“ Saga félagsins fest á blað í tilefni hálfrar aldar afmælis fyrirtækisins hefur Jón Þ. Þór sagn- fræðingur verið fenginn til þess að skrá sögu félagsins og er nú verið að leggja lokahönd á það verk. Geir segir að m.a. hafi verið ákveð- ið að ráðast í þetta nú þar sem ákveðin kynslóðaskipti hafi verið að eiga sér stað hjá fyrirtækinu á undanförnum misserum og fjöldi starfsmanna sem unnið hafí hjá því undanfarin 30-40 ár hafi verið að láta af störfum sökum aldurs. „Við vild- um því nota tækifærið og leita í smiðju þessa fólks til þess að geta varpað - sem bestu ljósi á sögu félagsins við þennan áfanga.“ Kristján bætir því við að aðeins séu 2 ár liðin frá því að Karvel Ögmundsson, síðasti aðilinn úr fyrstu stjórn félagsins, hafi gengið úr stjóm eftir 48 ára samfleytta stjórnarsetu. Þrátt fyrir að 2 ár séu liðin frá þyí að hann hætti í stjórn- inni fylgist hann enn vel með rekstri fyrirtækisins 92 ára að aldri. í tilefni af 50 ára afmælis félags- ins verða veittir tveir styrkir, hvor' að úáfhæð ein milljón króna, til mannræktarmála en ákvörðun um hvert styrkirnir muni renna verður tekin á stjórnarfundi félagsins í dag. Þá verður safnkortshöfum veittur tveggja króna afsláttur af bensíni, í punktum, í tilefni dags- ins. Kaupin í Olís ekki dregið úr samkeppni Miklar breyt- ingar enn framundan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.