Morgunblaðið - 14.06.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 14.06.1996, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR • FORSETAKJÖR Forsetakosn- ingar frá sjónar- hóli landnema LOKSINS eftir öll þessi ár fæ ég að upp- lifa þá skemmtun að fylgjast með alvöru- baráttu fyrir forseta- kosningar hér á landi. Þótt ég sé ekki orðinn íslenskur ríkisborgari þykist ég fylgjast vel með, enda er mér, fyr- ir mína hönd og fjöl- skyldu minnar, alls ekki sama hvernig fer. Mér finnst satt að segja frábært að ein- staklingar sem eiga hreint enga möguleika á að ná kosningu eða er jafnvel alveg sama hvernig fer, geti galvaskir tekið þátt í forvals- bröltinu og baðað sig í fjölmiðla- ljósinu. Þetta er auðvitað óhemju lýðræðislegt og sannar mér eina ferðina enn eftir 14 ára dvöl á ís- landi að hér ertjáningarfrelsi hvers einstaklings tekið mjög alvarlega. Sömuleiðis er ánægjulegt til þess að vita að forseti lýðveldisins, fremsti fulltrúi þess, sendiherra siðgæðis og tákn þjóðareiningar skuli kosinn beinni kosningu en ekki valinn af forstokkuðum póli- tíkusum með annarlegar hvatir. Það er vissulega heillandi að fylgjast með framlagi fólks í fjöl- miðlum um hina ýmsu frambjóð- endur. Þetta er enn eitt dæmið um það að hvergi annars staðar - a.m.k. að því er ég best þekki - er hægt að tjá hug sinn jafnfijáls- lega, hvergi er hægt að fá jafn- greiða útrás fyrir lofgjörðir jafnt sem svívirðingar. Svona lúxus bætir upp ýmislegt annað sem kann að skorta hér á norðurhjara. Skoðun mín á forsetaslagnum byggir ekki á persónu- legum tengslum eða kunningsskap við frambjóðendurna og er ég þannig ólíkur flestum íslendingum. Ég byggi því skoðun mína aðeins á nokk- urra ára yfisýn, um- sögnum annarra hér og þar og auðvitað rótgróinni sannfær- ingu minni um hvað er, eða öllu heldur hvað eigi að vera rétt og hvað sé beinlínis rangt. Mér finnst t.d. af- skaplega ankannalegt að einn frambjóðenda skuli komast upp með að framreiða sjálfan sig sem einhvers konar nýjan Messías, frið- flytjanda sem líkir sjálfum sér við nokkra mestu merkismenn aldar okkar. Maður dauðskammast sín við hliðina á honum og spyr sig hversvegna í ósköpunum maður hafi sjálfur ekki sent leikföng til Sarajevo eða rabbað við Bill Clin- ton um frið á jörðu. En eitthvað er kannski gruggugt í pokahorn- inu. Enginn maður með fullu viti eyðir svona miklum peningum í kynningarherferð sem er dæmd til þess að misheppnast. Friður verður seint tryggður með auglýsinga- sprelli og uppákomum, og sama má segja um forsetastólinn í elsta lýðveldi heims. Ég þekki lítið til Guðrúnanna tveggja og Péturs, enda hafa þau lítið verið í sviðsljósinu. Þetta virð- ist mér allt afskaplega huggulegt fólk, vel menntað, duglegt og hæft í sinni vinnu, opinskátt og aðgengi- legt og ekki síst heiðarlegt og blátt Heinz Joachim Fischer Húsbréf Innlausnarverð húsbréfa í 4. flokki 1992 4. flokki 1994 2. flokki 1995 Innlausnardagur 15. júní 1996. 4. flokkur 1992: Nafnverð: Innlausnarverð: 5.000.000 kr. 6.611.929 kr. 1.000.000 kr. 1.322.386 kr. 100.000 kr. 132.239 kr. 10.000 kr. 13.224 kr. 4. flokkur 1994: Nafnverð: Innlausnarverð: 5.000.000 kr. 5.615.932 kr. 1.000.000 kr. 1.123.186 kr. 100.000 kr. 112.319 kr. 10.000 kr. 11.232 kr. 2. flokkur 1995: Nafnverð: Innlausnarverð: 5.000.000 kr. 5.383.578 kr. 1.000.000 kr. 1.076.716 kr. g 100.000 kr. 107.672 kr. 1 10.000 kr. 10.767 kr. Innlausnarstaður: Veðdeild Landsbanka íslands Suðurlandsbraut 24. C&D HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS HÚSBRÉFADEILD • SUOURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 569 690C áfram og laust við alla tækifæris- mennsku. Mér býður svo hugur að hvert og eitt þeirra gæti orðið mesti sómaforseti, en því miður virðast þau öll þrjú vera að beijast um atkvæði sama hóps kjósenda og púkka þannig undir þann fimmta. í Grimms-ævintýrinu um kiðling- ana sjö étur Ijóti úlfurinn krít til þess að mýkja röddina og plata saklausa kiðlingana. Mér sýnist til- brigði um þetta ævintýri vera aftur gengið þessa dagana. Ég óttast mest að endirinn gæti orðið heldur nöturlegri en í ævintýraheiminum. Orð og æði forustusauðsins í for- setakapphlaupinu eru svo gjörólík dáðum hans í gegnum árin að maður á bágt með að trúa því að hér sé á ferðinni sami maðurinn. En ég ætla ekki að fara út í neinn sparðatíning. Það er margbúið að gera og virðist litlu breyta. Sumir trúa því að það þjóni einhveijum tilgangi að rifja upp sögur um trú- leysi (sumt fólk fínnur trúna á dán- arbeðinu, aðrir fínna frelsarann í miðjum forsetaslagnum) eða aðrar álíka sögusagnir sem kunna að vera sannar. Sjálfur held ég að allt þetta efli frekar manninn í sessi, því að uppruni þessa undirróðurs er yfirleitt auðrakinn, hvort heldur sem hann er persónulegur eða póli- tískur. Kjósendur era engir asnar. Það sem skiptir máli er ekki hvort frambjóðandi hefur áður gert vel við vini sína, tekið óvinsælar pólitískar ákvarðanir eða vantar útgeislun, eða hvað þetta heitir nú allt saman. Ef ég hefði kosningarétt myndi ég velja mér frambjóðanda sem talar ekki með „klofinni tungu“, eins og indíánarnir segja, fram- bjóðanda sem er sjálfum sér sam- kvæmur, frambjóðanda sem er ekki óhreinlyndur og tækifæris- sinnaður, frambjóðanda sem getur talað af einlægni, sannfæringu og hreinskilni um málefni er varða land og þjóð og, síðast en ekki síst, frambjóðanda sem byggir á því siðgæði og heilindum sem þarf til að geta talist verðugur fulltrúi þjóðarinnar allrar og orðið samein- ingartákn hennar. HEINZ JOACHIM FISCHER, Reykjavík. Höfundur er stjórnmálafræðingur, hagfræðingur og býr á Islandi. Farandsendi- herrann Vigdís Finnbogadóttir? ALLSÉRSTÆÐ um- ræða um forsetaemb- ættið á sér nú stað og virðist af einhveijum ástæðum beint fyrst og fremst gegn Ólafi Ragnari Grímssyni. Ólafur Ragnar hefur verið ófeiminn við að benda á erlend tengsl sín og ýmsa aðstoð sem hann hefur veitt ís- lenskum fyrirtækjum á erlendri grund. Hann hefur lýst þvi yfir að nýta beri forsetaemb- ættið til að liðka fyrir útflutningi og koma á tengslum erlendis og hann muni — verði hann kosinn — beita sér sér- staklega í þessu efni. Þetta hefur verið uppnefnt „farandsendiherra" og reynt að gera lítið úr á allan máta. Pétur Kr. Hafstein hefur sér- staklega gagnrýnt þetta og sagt að skyldur forseta lægju inn á við gagn- vart þjóðinni og að upphefð forseta geti ekki komið erlendis að, heldur verði þar að byggja á sambandi þjóð- ar og forseta. Guðrún Pétursdóttir hefur með svipuðum hætti gagnrýnt Ólaf Ragnar; forsetaembættið væri ekki viðskiptaskrifstofa. Þessi umræða er þess mun furðu- legri þegar ár Vigdísar Finnboga- dóttur í embætti eru borin saman við fyrirrennara hennar í embætti. Stærsta breytingin á forsetaembætt- inu í tíð Vigdísar eru stóraukin er- lend samskipti og bein aðstoð for- setaembættisins til að liðka fyrir við- skiptum á erlendri grund. Útflutn- ingsverðlaun forseta Islands eru auð- vitað engin tilviljun, heldur eru þau táknræn fyrir þessa nýju áherslu. Þegar þessi verðlaun voru á dögun- um veitt í síðasta sinn af Vigdísi Finnbogadóttur, sáu frammámenn í íslensku atvinnulífi sérstaka ástæðu til að þakka Vigdísi fyrir þá aðstoð — og þann mikla skilning — sem hún hefði veitt íslenskum útflutningi í gegnum tiðina. A sínum sextán árum í embætti hefur Vigdís sinnt erlendum sam- skiptum í meira mæli en allir fyrirrennarar hennar samanlagt. Þessi staðreynd vill gleymast í umræðunni. Þetta starf Vigdísar hefur borið ríkulegan árangur og sá hluti af hennar starfi sem lands- menn eru einna stoltast- ir af. Engum hefur dott- ið í hug að kalla Vigdísi farandsendiherra vegna þessa, eða brigsla um að hún sé með þessu ekki að sinna sambandi sínu við þjóðina. Réttast væri því að fella niður innihaldslausa umræðu um farands- endiherra á forsetastóli; mér finnst það satt best að segja óvirðing við Vigdísi Finnbogadóttur. Þessi breyting á hlutverki forsetans er varla háð persónulegum duttlung- um Vigdísar, heldur er hér um að ræða aðlögun embættisins að breytt- um heimi þar sem alþjóðleg sam- skipti á öllum sviðum skipta sífellt meira máli. Vigdís hefur á sinn per- sónulega hátt lagað embættið að þessum nýju tímum; næsti forseti verður að taka við þessu hlutverki og þróa áfram það góða starf sem Vigdís hefur lagt grunnin að. Klukk- unni verður ekki snúið við í þessu efni. Alþjóðleg samskipti eru því eitt- hvert mikilvægasta hlutverk forseta íslands í nútímanum. Að halda öðru fram er heimóttarskapur. Ólafur Ragnar Grímsson hefur eðlilega lagt áherslu á getu sína, þekkingu og reynslu til að sinna þessu hlutverki með sóma. Hér Jiggur óumdeilanlega helsti styrkur Ólafs Ragnars. Aðrir frambjóðendur ættu frekar að reyna sannfæra þjóðina um getu sína í þessu efni, heldur en að gera lítið úr erlend- um samskiptum forseta íslands. Því þar eru þeir sannarlega á hálum ís. BIRGIR HERMANNSSON, Þingholtsstræti 7, Reykjavík. Höfundur er stjórnmálafræðingur. Birgir Hermannsson ÍSLENSKI FJÁRSJÓÐURINN H F. AÐALFUNDUR Verður haldiiiu föstudaginn 14. júní 1996, kl. 16:15 að Suðurlandsbraut 24, 5. hæð Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Staðfesting ársreiknings 1995. 3. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna. 4. Ákvörðun um hvernig farið skuli með hagnaó/tap félagsins á liðnu reikningsári. 5. Tillaga um heimild til stjórnar um kaup á eigin bréfum félagsins. 6. Kosning stjórnar félagsins skv. 21. grein samþykkta. 7. Kosning endurskoðenda félagsins skv. 28. grein samþykkta. 8. Erindi: „Reynsla íslenskra sjávarafurða aferlendum verkefnum" Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Þróunarsviðs Í.S. Reykjavík, 7. júní 1996 Stjórn Islenska íjársjóðsins hf. y LANDSBRÉF HF. hí - hfn Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík, sími 588 9200, bréfasími 588 8598. LÖGGILT VERÐBRÉFAFYRIRTÆKI, AÐILI AB VERÐBRÉFAÞINGIÍSLANDS.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.