Morgunblaðið - 14.06.1996, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 14.06.1996, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ 4 Fyrirspurn til Alþingis- forseta GOÐI vinur Ólafur. Ég leita til þín í stökustu vandræð- um. Þannig er mál með vexti að í Rík- isútvarpinu á mánudaginn var, þann 10., upplýsti þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, Pétur Blöndal, sem á búmerkið D, að Alþingi hefði af- greitt 1 milljarð - eitt þúsund milljón- ir króna - í styrk til Landsbanka ís- lands. Var svo á þingmanninum að skilja að þessi styrkur ætti að koma til útborg- unar á 4 - fjórum - árum, 250 milljónir á ári. Hann sagði einn- ig að styrk þennan ætlaði undir- ritaður að nota til að greiða nið- ur nýlögfestan skatt á sparifjár- eigendur og hafði á orði að slíkt myndi hann kæra fyrir Sam- keppnisstofnun, sem vonlegt er. Eg á allar þessar yfirlýsingar D-mannsins á bandi, en veigra mér við að leggja á þig að hlusta Sverrir Hermannsson á talið, þótt heilsu- góður sért, sem góðar heillir gefi framvegis. Nú kemur erind- ið: Við hér í Lands- bankanum erum búin að leita með logandi ljósi í lög- um frá Alþingi að umræddri eittþús- undmilljónkróna styrkveitingu, en finnum ekki. Eins og ég veit að þú skilur er okkur hið mesta í mun að fá staðfestingu á styrkveitingunni. Þess vegna gerir þú svo vel og greiðir fyrir gömlum vini og flettir uþp á þessum lögum og sendir mér við fyrstu þóknanlega hentugleika. Ps. Ég er viss um að Morgun- blaðið gefur þér rúm fyrir svar svo landslýðurinn megi verða vitni að rausnarskap Péturs D. Þinn einlægur, Sverrir Hermannsson. AÐSENDAR GREIIMAR Þrígreining valds í ís- lensku þjóðfélagi í hættu 80^90% aflöggjöfís- lendinga eru verk emb- ættismanna stjórnkerf- isins, segir Jóhanna Sigurðardóttir, en ekki þeirra sém kosnir eru ' til að setja landinu lög. -kjarniniálsins! FYRSTA starfsár ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar sýnir okkur að það eru skýrari skil í stjórnmálum en oft áður. Við höfum séð hvernig þeir hafa í skjóli yfirburðameiri- hluta á Alþingi nýtt sér veikleika löggjafar- valdsins gagnvart framkvæmdavaldinu, - sem er orðið alvarlegt umhugsunarefni gágn- vart lýðræðinu. Ríkis- stjórnin hefur ekki ein- asta nýtt sér vel veik- leika löggjafarvaldsins gagnvart fram- kvæmdavaldinu heldur höfum við séð hvernig ríkisstjórnin notar hinn mikla meirihluta á Alþingi til að keyra í gegnum þingið mál sem fela í sér afturhvarf til fortíðar, bæði í vinnubrögðum og málefnum. Embættismenn ráða ferðinni Hinir lýðræðislega kjörnu fulltrú- ar á löggjafarsamkomunni, jafnvel þó þeir séu þingmenn í stjórnarlið- inu, ráða orðið litlu um gang mála eða þá löggjöf sem sett er á Al- þingi. Því sterkari sem þingmeiri- hlutinn er því minna ráða hinir óbreyttu þingmenn stjórnarliðsins. Þingræðið er í hættu vegna þess að ár frá ári fer vaxandi að þingið er" í reynd framkvæmdavaldsþing, einskonar stimpilstofnun fyrir ríkis- stjórnina, og veikleiki þess gagn- vart framkvæmdavaldinu verður meira áberandi. Stjórnarfrumvörpin eru samin af embættismönnum ráðuneytanna sem oft sveigja veik- lundaða ráðherra til fylgis við sín sjónarmið. Þessir sömu embættismenn eru síðan iðulega ráðgjafar þingnefnd- Jóhanna Sigurðardóttir Opið um helgin: Laugardag kl. 10 - I 6 Sunnudag kl. I 3 - 16 JURA gonguskor ...þar semferðalagið byrjar! SEGLAGERÐIN AtiailK Eyjaslóð 7 Reykjavík S. 51 I 2200 anna sem fjalla um málið sem þeir hafa samið og sitja gjarnan mestan ef ekki allan feril málsins yfír þing- nefndinni. í vinnu við málið taka stjórnarlið- ar í þingnefndinni síð- an iðulega engar breytingar gildar nema þær hafi verið blessaðar af viðkom- andi ráðherra, sem oftar en ekki hlítir þar ráðgjöf ' embættis- manna sem sömdu frumvarpið. Þingmannafrúm- vörp eru síðan sjaldan eða aldrei afgreidd nema ráðherra og framkvæmdavaldið hafí sam- þykkt framgang þeirra. Þrígreining valdsins í lög- gjafar-, framkvæmda- og dómsvald að verða stafurinn einn Þannig er 80-90% af löggjöf ís- lendinga verk embættismanna stjórnkerfisins, bæði frumvarps- smíðin sjálf og breytingar sem gerð- ar eru í meðförum Alþingis, en ekki þeirra sem kosnir eru til að setja landinu lög. Eftir því sem rík- isstjórnin hefur fleiri þingmenn á bak við sig virðist þingið verða meira framkvæmdavaldsþing þar sem ríkisstjórnin ræður öllu sem þar er samþykkt. Stjórnarskrá lýð- veldisins um þrígreiningu valdsins í löggjafar-, framkvæmda- og dómsvald færist æ meira í þá átt að verða stafurinn einn. Þessi þróun sem gengur gegn þrígreiningu valdsins í íslensku þjóðfélagi er orðin hættuleg lýðræð- inu. Það er hlutverk jafnaðarmanna sem vilja nýsköpun og breytingar í stjórnmálum að breyta þessu og treysta þar með lýðræðið í landinu. Stjórnlagaþing - skýrari skil milli löggjafar- og framkvæmdavalds í því sambandi er rétt að velta alvarlega fyrir sér hugmynd Vil- mundar Gylfasonar um að kjósa framkvæmdavaldið beinni kosn- ingu til að fá skýrari skil milli fram- kvæmdavalds og löggjafarvalds. Á landsfundi Þjóðvaka sem hald- inn var 8. júní sl. var áréttuð stefna flokksins um að gera þurfí grund- vallarbreytingar á stjórnskipun landsins með auknum rétti til þjóð- aratkvæðis, jöfnun atkvæða og raunverulegum aðskilnaði löggjafar- og framkvæmdavalds, t.d. að ráð- herra víki af þingi eða komið verði á beinni kosningu til framkvæmda- valdsins. Einnig tel ég rétt að skoða aftur frumvarp til stjórnskipunar- laga semég flutti fyrir tveimur árum á Alþingi um að efna skuli til stjórn- lagaþings, sem skipað yrði þjóð- kjörnum fulltrúum, öðrum en alþing- ismönnum. Með slíku þingi yrði kom- ið í veg fyrir að alþingismenn fjöll- uðu um mál sem vörðuðu þá sjálfa, t.d. um jöfnun atkvæðisréttar, ráð- herraábyrgð og skráðar og óskráðar reglur sem ríkja um embættisfærsl- ur í opinberri stjórnsýslu. Stjórnlagaþing hefði einnig það hlutverk að éndurskoða stjórnar- skrána í heild sinni, s.s. kosninga- löggjöfina, aukinn rétt til þjóðarat- kvæðis, skýrari skil milli fram- kvæmda- og löggjafarvalds, um þingrofsréttinn og um setningu bráðabirgðalaga svo dæmi sé tekið. Tillögur stjórnlagaþings verði síðar bornar undir bindandi þjóðarat- kvæðagreiðslu. Þjóðvaki hvetur til þess að skoð- að verði af fullri alvöru og ábyrgð grundvallarbreytingar sem nauð- synlegt er að gera á stjórnskipan landsins. Ella er lýðræðinu og þrí- greiningu valds í íslensku þjóðfélagi veruleg hætta búin. Höfundur er alþingismaður. ,. "-. . Úskalisti brúöhiónanna GjafapjÓnustafyrir brúökaupið SILFURBUDIN Kringlunni 8-12 • Simi 568 9066 - Þarfæröu gjöfina - . t»mxkno*u i t r t ií srstins • Tölvutengt tímaskráningar- og aðgancjskorfi. • Þægilegt og einfalt í meðförum • Fjárfesting sem borgar sig <& J. HSTVfiLDSSON HF. Skipholli 33,105 Reykjavík. simi 533 3535 G0NGUM Í í 4 i I I i 4 4 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.