Morgunblaðið - 14.06.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 14.06.1996, Blaðsíða 37
I MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ1996 37 I I I I I I I I I i I 1 I I 1 I I ( ( i ( ( 4 i ( í i AÐSENDAR GREINAR Sterkt fjarskiptafyrir- tæki er styrkur fyrir alla 2. grein í MORGUNBLAÐINU í gær gerði ég grein fyrir nauðsyn þess að Pósti og síma yrði breytt i hluta- félag. Það hefur komið mér nokkuð á óvart að sú rödd hefur af og til heyrst að Póstur og sími hf. yrði of stórt fyrirtæki fyrir okkur Is- lendinga. Þeir sem þannig tala sjá það fyrir sér að hið nýja hlutafélag muni sérstaklega beita sér gegn öðrum smærri sem hafa verið að hasla sér völl á markaðnum. Þetta er ástæðulaus ótti. Fjölþjóðafyrir- tæki á sviði íjarskipta munu leita eftir samstarfsaðilum hér á landi til þess að styrkja sig í samkeppn- inni við Póst og síma hf. Sömuleið- is mun Póstur og sími hf. í vax- andi mæli leita eftir samstarfí við erlend fjölþjóðafyrirtæki og treysta sig í sessi með því að fjárfesta er- lendis. Póstur og sími hf. hefur mörgu góðu starfsfólki á að skipa og er símakerfið íslenska mjög fullkomið eins og sést á því að við vorum fyrstir þjóða til þess að gera allt símakerfið stafrænt. Það gerir okk- ur mögulegt að tileinka okkur hvers konar nýjungar á sviði fjarskipta sem er ómetanlegt í viðskiptum og raunar í hvers konar starfsemi, hvort sem við horfum til atvinnu- rekstrar eða hinna ýmsu stofnana á sviði heilbrigðismála, menntunar og rannsókna ekki síst. Loks er alnetið smátt og smátt að verða hluti af okkar daglega lífi eins og raunar ýmsar aðrar nýjungar á sviði fjarskipta. Á síðustu árum hefur hvert fyrir- tækið af öðru, sem byggir á hug- viti eingöngu, verið að skjóta rótum hér á landi. Eg hef lengi talið það veikleika í okkar stjórnkerfi að hin- ar sterku stofnanir á sviði sam- göngumála; Vegagerðin, Flug- málastjórn, Hafnamálastofnun og Póstur og sími, skuli ekki hafa komið sterkar inn í þessa mynd en raun ber vitni, en þar er eðli þeirra sem opinberra stofnana um að kenna. Þó er þess skemmst að minnast að Flugmálastjórn hefur um árabil átt náið samstarf við Kerfísverkfræðistofu Háskóla ís- lands með þeim árangri að ratsjár- gagnabúnaðurinn í nýju flugstjórnarmið- stöðinni er ávöxtur þess. Hann er algjör- lega byggður á ís- lensku hugviti og unn- inn undir yfírstjórn ís- lenskra hugvitsmanna. Þegar hefur komið fram áhugi hjá íslensk- um fyrirtækjum að taka upp samskonar samstarf við Póst og síma hf. Með þeim hætti nýtist hin mikla tækniþekking sem Póstur og sími býr yfir betur en ella og mark- aðssetning nýs hugbúnaðar verður öll auðveldari. Það er m.ö.o. ekki gert ráð fyrir því að hið nýja fyrir- tæki vilji gína yfir öllu. Þvert á móti er kveðið á um það í lögunum Sterkt arskiptafyrir- tæki eins og Póstur og sími, segir Halldór Blöndal, hefur alla möguleika til þess að hasla sér völl á nýrri öld. að Póstur og sími hf. geti tekið þátt í slíku samstarfí á víðtækari hátt og á öðrum forsendum en áður, m.a. með því að leggja fram hlutafé ef það þykir góður kostur eða með því að leggja fram fé til þróunar nýs hugbúnaðar. I þessu samhengi er nauðsynlegt að hafa það í huga að það liggur í eðli íslenskra fyrirtækja að vera smá af því að starfsemi þeirra tak- markast við hinn litla íslenska markað. Það kemur m.a. fram í því að þau hafa lítið fé fram að leggja til þróunarverkefna og markaðssetningar. Þegar hér er komið sögu getur ráðið úrslitum að fyrirtækin eigi sér sterkan bak- hjarl. Póstur og sími hefur getið sér orð fyrir vönduð vinnubrögð og góða viðskiptahætti. Stofnunin nýt- ur þannig mikils trausts erlendis sem auðvitað gengur að erfðum til hins nýja fyrirtækis. Það á að gera það mögulegt, ef rétt er á haldið, að opna dyr sem ella væru lokaðar, efna til við- skiptasambanda sem veita okkur aðgang að erlendum mörkuðum. Þá reynir á að sam- starfsaðilarnir séu traustir og að nýju markaðsátaki sé vel fylgt eftir. Það verður eitt af fyrstu verkefnum stjórnenda Pósts og síma hf. að velja sér erlenda sam- starfsaðila af því að við getum ekki staðið að öllu leyti utan við þær sterku blokkir sem myndast hafa á fjarskiptamarkaðnum og teygja sig aftur og fram yfir heims- höfin og landamæri einstakra ríkja. Glöggt dæmi af þessu tagi lýtur að hnattstöðu okkar og þeirri fyrir- hyggju að við skyldum ásamt síma- fyrirtækjum í Kanada og Evrópu hafa gerst eigendur í Cantat 3, sæstrengnum milli Evrópu og Kanada. Það opnar möguleika fyrir að hægt sé t.d. að leiða símtöl frá Vesturheimi um sæstrenginn til Islands og síðan með einu stökki um gervihnött til landa í öðrum heimsálfum. Þannig er okkur að opnast heimur nýrrar tækni og nýrra viðskipta sem við verðum að vera þátttakendur í ef við viljum ekki dragast aftur úr og daga uppi eins og nátttröll. Af sama toga er sú þjónusta sem Póstur og sími veitir fyrirtækinu Iridium sem er að mestu í eigu Motorola í Bandaríkjunum. Það er að koma upp neti gervihnatta til þess að annast fjarskiptasambönd og þótti Fljótsdalshérað ákjósan- legur staður fyrir eftirlits- eða stýristöð sem hefur því hlutverki að gegna að beina hnöttunum á rétta braut. Þannig hefur sterkt fjarskipta- fyrirtæki á Islandi alla möguleika til þess að hasla sér völl á nýrri öld. Höfundur er samgöngumálaráðherra. Halldór Blöndal Fjölvi býður öllum upp á góða skemmtun í I nttm <émgsíms Nýr og ovæntur frambjóðandi kemur fram á sviðið með óþrjótandi fjármagn og einkavæðir allt. VIÐ VILJUM VILLA! <>. |pl|y|fj Stórfelld hætta vofir yfir ÍSLENDINGUM. En Kafteinn ísland verndar og bjargar. Hw íslanij llWjrj lcemur tit 1 'lLjr l > VVi bjargar Skopleg skemmtun! i - i,tir KJAKAÓ Pantið ykkur 20% Bónusáskrift, aðeins kr. 1150. Auk þess: Veljib ykkur ókeypis eina bók! Bónusáskrift Fjöiva, Njörvasund 15a, 104 Reykjavík. Sími 5-33-33-22. (Sendið seðilinn í pósti eða pantið í síma) Vil fá bókina Forsetaslaainn senda í póstgíró með 20% Bónusáskrift kr. 1150, (Fullt verð kr. 1480) auk póstkostn. Vil fá ókeypis senda með þá bók sem ég krossa við: □ l. b. Kafteinn ísland □ 2. b. Árás llluga Nafn....................................K?nnjta!a.......... ..Hsimllj. Rfistaúme/. v $ BRIMBORG FAXAFENI 8 • SlMI 515 7010 Tollalækkun á Charade sedan 1500 Innifalið: Vökvastýri, bein innspýting, 1,5 lítra, 90 hestafla vél og fullur bensíiitankur i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.