Morgunblaðið - 14.06.1996, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 14.06.1996, Blaðsíða 38
38' FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIMAR / Þarríkir fegrirðin ein Hvítasunnuferð á Hvannadalshnjúk Á tindinum VIÐ, tuttugu og þriggja manna gönguhópur frá Ferðafélagi íslands, stöndum á hæsta tindi Öræfajökuls, Hvannadalshnjúk, rjóð í vöngum. Það er hvítasunnudagur og að baki tíu tíma ganga. Við leggjum frá okkur ísaximar, tökum af okkur bakpokana og leysum okkur úr lín- unni. Setjumst niður og fáum okkur nestisbita, svölum þorstanum. Veðr- ið er kyrrt, sólin hátt á lofti og skín dauft í þokunni svo að slær föl- rauðri birtu á grátt víðernið. Og jörð- in fær hlutdeild í himninum. Hvannadalshnjúkur á Öræfajökli er þekktastur fyrir það að vera hæsti tindur landsins, 2119 m á hæð. Ör- æfajökull er eldkeila eins og Snæfell- sjökull. Efst á jöklinum er geysistór gígur og á barmi hans raða sér átta tindar og er Hvannadalshnjúkur einn þeirra. Ég horfi í suðurátt, fyrir neðan blundar gígur Öræfajökuls, sem vill- ir á sér heimildir því að hann er barmafullur af jökulís en þakinn snjóbreiðu. Gígbarmurinn er eins og kóróna með sína átta tinda. Austar sér giöggt til tveggja þeirra, Sveinst- inds og Sveinsbungu. Það er komið að myndatöku og einnig er hitastigið kannað, 6 stig á Celsíus. Við höfum verið heppin að komast á tindinn. Hér á jöklinum er allra veðra von, og oft þurfa hóp- Veðrið er kyrrt, sólin hátt á lofti og skín dauft í þokunni svo að slær fölrauðri birtu á grátt víðernið, segir Gerður Steinþórsdóttir, og jörðin fær hlutdeild í himninum. ar að snúa við. Við höfum hins veg- ar gengið í logni og þoku mestalla leiðina. Ofarlega birti allt í einu eins og dregið væri tjald frá og við blasti hnjúkur með hamravegg í klaka- böndum, „klakahöll“, varð einhveij- um að orði og aðdáunin duldist ekki í röddinni. Broddaæfing Við höfðum lagt af stað úr Reykjavík á föstudagskvöldið og lá leiðin að Hofí í Öræfum þar sem hópurinn átti ap hafa aðsetur um hvítasunnuna. Á laugardaginn var að mestu haldið kyrru fyrir til að hvílast fyrir gönguna miklu á Hvannadalshnjúk. Einungis var far- ið síðdegis þann dag í stutta ferð á Fjallsjökul fyrir austan Kvísker til að æfa göngu á broddum og til að Á ÖRÆFAJÖKLI. Frá vinstri: Ólafur Örn Ólafsson, Þórunn M. Gunnarsdóttir, Gunnar V. Guðmundsson. beita ísöxi. Fæstir í ferðinni höfðu notað slíkan útbúnað áður, en hvort tveggja er hægt að fá lánað hjá Ferðafélaginu. Það tók töluverðan tíma að máta broddana við göngus- kóna og stilla þá rétt. Þama á ísnum kom sér vel að hafa svissneskan hníf með oddjámi þegar þurfti að laga brodda á skóm, herða ólar og gera aukagöt. Ennfremur kom 'hárnál að góðum notum þegar skrúfa týndist. Kvöldmatur var snæddur snemma og tekið til nesti, brauð og orkuríkt nasl, og ekki minna en tveir lítrar af vökva á mann. Æskilegt er að hafa með sér orku- drykk, því mikið reynir á úthald. Farið var snemma að sofa, því að lagt er upp að næturlagi. Leiðin upp Klukkan tvö um nóttina voru all- ir vaktir, úti þoka og súld. Einum og hálfum tíma síðar hófst gangan, en lagt var af stað nokkru austan við Svínafell, þar sem forðum bjó höfðinginn Brennu-Flosi, ein aðalsöguhetja Njáls sögu. Farin var svo- kölluð Virkisjökulsleið en hún er helst fær að vorlagi á meðan snjófylla er i sprung- um. Úr öskju Öræfa- jökuls falla ekki færri en átta skriðjöklar. Við gengum fyrst upp Falljökul, en síðan var sveigt inn á Virkisjök- ul, sem er einnig skriðjökull, og var gengið þvert yfir hann. Sá jökull er formfagur á að líta með bláleitum sprungum, bogadregnum línum og oddhvössum hryggjum. Þá var gott að hafa göngustafi til að halda jafn- væginu. Þegar yfir Virkisjökul var komið gengum við í línu á Öræfa- jökul. Fyrst lá leiðin upp bratta snjóbrekku að svokölluðum Kaffi- kletti. Þá var klukkan sjö að morgni og tímabært að fá sér hressingu og smáhvíld. Snjóbirtan er blekkj- andi en það er nauðsynlegt að bera á sig sóláburð oft á leiðinni og nota sólgleraugu til að veijast snjó- blindu. Síðan lá leiðin í þijá tíma meðfram Hvannadalshrygg að sunnan, en í svörtu klettabeltinu stigu fram í þokunni kynjamyndir, tröll og forynjur. í fjarska mátti heyra drunur í jöklinum. Hvanna- dalshryggur liggur upp að Dyr- hamri. Það var eins og hamarinn sneri baki í okkur og vindurinn hefði strokið hvít hárin beggja vegna upp í móti og þau mættust í hrygglengju. Þarna var nestis- stopp og þá greiddist þokan í sund- LÝÐVELDISGANGA FERÐAFÉLAGS ÍSLANDS miðstöð heimilanna METRÓ^t^t Hallarmúla og Skeifunni Reykjavík, Akranesi, Borgarnesi, ísafirði, Akureyri og S.G. búðin Selfossi METRÓ búðir um allt land «8®* Hagæða Akrylmalning - '■HgaaBak METRO Grunnfúavörn og Pallaolía. m METRO Lítið þekjandi Hálfþekjandi Þekjandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.