Morgunblaðið - 14.06.1996, Page 39

Morgunblaðið - 14.06.1996, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 1996 39 AÐSENDAR GREINAR t i I b o ð ■ b k a b ú ð u ÁINGÓLFSHÖFÐA. Sigurður Bjarnason, bóndi á Hofsnesi. ur og opnaði okkur sýn. Framundan blasti við Suðurhlíð í klakaböndum. Þá var stutt ganga eftir en fyrst þurfti að fara upp snarbratta suður- hlíðina. En sjálfur Hvannadals- hnjúkur er nokkru austar og léttur uppgöngu. Ferðin niður Það tekur helmingi styttri tíma að koma sér niður af jöklinum. Þó er oft erfitt að ganga niður í móti. Snjórinn hefur meymað í sólvarm- anum og við rennum til í slóðinni. Neðar förum við úr línunni og gösl- um áfram. Brekkan sem á leiðinni upp var sporlaus, er nú eins og breið- gata mörkuð sporum margra. Ég sekk upp að hné í hveiju spori. Sum- ir hafa tekið með sér plastdisk og renna sér niður brekkuna fyrir neðan Kaffiklettinn. Þegar niður af jöklin- um er komið og skriðjöklamir að baki tekur við urð og gijót, en neð- ar hefur loðvíðir og mosi numið land. Við höfum mætt tveimur gönguhóp- um á leiðinni. Gott er að koma í rútuna sem bíður á veginum. Þá eru bara teygjuæfingamar eftir og svo bíður sturta, grill og góðgæti að Hofí. Þetta var tíunda árið í röð sem farin var Virkisjökulsleið um hvíta- sunnuna á vegum Ferðafélags ís- lands. Áður þekktist þessi leið ekki, en algengara er að farin sé svoköil- uð Sandfellsleið. Hvítasunnuferðir á Öræfajökul hafa orðið æ vinsælli. Fararstjórar í þessum ferðum hafa oftast verið Anna Lára Friðriksdótt- ir og Torfí Hjaltason, en núna um hvítasunnuna vom það Hallgrímur Magnússon og Elín Sigurðardóttir. Um helgina, 14. - 17. júnl, verð- ur á ný haldið á Öræfajökul. Hægt verður að velja milli Virkisjökulsleið- ar og skíðagönguferðar á Hvanna- dalshnjúk í samvinnu við heimamenn í Öræfasveit. Árbók F.í. árið 1993 Við rætur Vatnajökuls skrifaði Hjörleifur Gutt- ormsson alþingismaður en hann er líffræðingur að mennt. Þar er að fínna mikinn fróðleik um þetta svæði og er bókin hin vandaðasta og prýdd kortum og fögmm litmyndum. Á Ingólfshöfða Daginn efth fjallgönguna kemur góða veðrið. Ég vakna snemma og fer út að ganga. Morgunbirtan er mjúk og fénaður dreifir sér um tún- in. Húsin em enn í fasta svefni. Torfkirkjan frá 1884 mókir í blíð- unni og leiðin í kirkjugarðinum em eins og þúfur með litlum hvítum krossum, öllum eins. Byggðin stendur þétt og húsin em margvís- leg, allt frá hrundum torfbæjum til nýtískulegra bygginga. Ég geng upp með læknum sem liggur í gegn- um byggðina og hlusta á morgun- söng hans. Fyrir hádegi höldum við í hey- vagni niður að Ingólfshöfða með bóndanum á Hofsnesi. Þetta er tíu km leið eftir ökuslóða á sléttum sandinum sem er oft undir grunnu jökulvatni. Þessi sandur er svartur og engu líkur, fínmalaður og tand- urhreinn eins og í ónumdu landi. Skúmurinn sveimar yfír okkur með þungum vængjaslætti. Við göngum upp á Höfðann að minnisvarðanum um landnám Ingólfs Arnarsonar sem reistur var 1974. í steininn eru greypt orð úr Landnámu: „Ingólfur tók þar land sem nú heitir Ingólfs- höfði.“ Höfðinn hefur verið friðlýst- ur. Samfelld fuglabjörg eru sunnan og austan í honum. Sigurður bóndi gengur með okkur, lýsir staðháttum og segir okkur sögur. Hann þekkir landið eins og lófann á sér og sag- an er runnin honum í blóð. Við göngum upp í vitann og horfum til hafs. Við horfum inn í landið á jök- ulinn sem baðar sig í sólinni og orð skáldsins koma í hugann: „Þar sem jökulinn ber við loft hættir landið að vera jarðneskt, en jörðin fær hlutdeild í himninum, þar búa ekki framar neinar sorgir og þess vegna er gleðin ekki nauðsynleg, þar ríkir fegurðin ein, ofar hverri kröfu.“ Höfundur ásætií stjórn Ferðafélags íslands. YAIJAHA YAMAHA „BIG BEAR" á frábæru verði. Kr. 1.027.000. - —mimrrt BROT AF ÞVÍ BESTA. Traust og aflmikiö hiól - 4x4 drif, fiórgengismótor 23 nö. 350 cc. Yfir 1 milljón eintök seld af þessu vinsæla fjórhjóli. Bttæi Fjjocrt Pétursson ferði myndl™*L I islenskar plontur 2.780,- ( bók þessari er fjallað um 330 tegundir plantna sem juni: vaxa villtar á íslandi. 270 forkunnargóðar litmyndir prýða bókina. Plöntunum er raðað upp á nýstárlegan hátt eftir lit og skipan blóma. Bæði litmyndirnar og einfaldir leiðbeiningalyklar auðvelda öllum almenningi að greina plöntur á nýjan og einfaidan hátt og koma í stað hinna eldri greiningalykla sem oft reyndust mönnum þungir og torlærðir. verð frá 1. júli: f æ s t i n æ s t u bokabúó Stutt lýsing fylgir hverri tegund, þar sem jafnframt er getið um helstu vaxtarstaði, útbreiðslu og blómgunartíma. Þá er getið um margvísleg not sem menn höfðu eða töldu sig hafa af plöntum, svo sem lækningamátt, hressingardrykki, hvenær best var að byrja slátt og margt fleira. Bók þessi er með allt öðru sniði en áður hefur tíðkast enda gerð handa almenningi. fslensk flóra með litmyndum á erindi til allra sem unna íslenskum plöntum og ætti að vera til á hverju heimili. Skútuvogi 12a, sími 581 2530. ■ «= O R L A O 1 i M Á L O G IVl E IM IM 1 IM - 1

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.