Morgunblaðið - 14.06.1996, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 14.06.1996, Blaðsíða 42
— 42 FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ RAGNHEIÐUR MA GNÚSDÓTTIR + Ragnheiður var fædd í Skógs- nesi í Gaulveijabæj- arhreppi í Arnes- sýslu 24. ág^úst 1924. Hún lést á heimili sínu í Kópa- vogi 5. júní síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Magn- ús Þórarinsson Öfjörð, f. 21. júlí 1888, d. 25. apríl 1958 á Selfossi, kennari, bóndi, hreppstjóri og odd- viti í Skógsnesi, og kona hans Þórdís Ragnheiður Þorkelsdóttir, f. 10. mars 1892, d. 15. apríl 1950 í Reykjavík, húsfreyja. Börn þeirra, auk Ragnheiðar, voru: 1) Þórarinn, f. 25. janúar 1921, d. 28. apríl 1937, 2) Guðný, f. 23. mars 1922, 3) Margrét, f. 5. júní 1923, 4) stúlka, f. 24. ág- úst 1924, d. 29. sama mánaðar, 5) Skúli, f. 9. maí 1928, 6) Áshildur, f. 29. sept. 1930. Hinn 13. janúar 1945 giftist Ragn- heiður Gissuri El- íassyni, f. 12. sept- ember 1916, hljóðfærasmíða- meistara. Þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Elías Ragn- ar, f. 27. september 1945, 2) Þórdís, f. 3. ágúst 1947, 3) Hákon Örn, f. 28. ágúst 1949, 4) Hjördís, f. 17. desember 1950, 5) Ásdís, f. 5. apríl 1958, 6) Magnús Þórar- inn, f. 5. apríl 1958. Utför Ragnheiðar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Ég lifi hjá mömmu og mamma hjá mér [ minningu heilagri hvar sem ég er. Ég veit að hún gætir mín vökul og hlý, vonimar rætast, við sjáumst á ný. (Geir G. Gunnlaugsson) Hjördís. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Þessar hendingar úr 23. sálmi Davíðs komu aftur og aftur upp í hugann daginn sem fyrrverandi tengdamóðir mín Ragnheiður Magnúsdóttir lést eftir erfíða sjúk- dómslegu. Og hún veitti huggun fullvissan um að nú nyti hún hvíld- ar þeirrar sem sálmurinn gefur fyr- irheit um, en hvíldarinnar var orðin þörf. Ég er þess nokkuð viss, að Ragna hefði kosið að um hana yrði ekki skrifað að henni látinni, svo hljóð- lega sem hún vildi lifa lífi sínu, en ég veit hins vegar að hún virðir mér það til vorkunnar að vilja minn- , ast hennar nokkrum orðum, svo lengi varði samfylgd okkar. Kynni okkar Rögr.u hófust fyrir tæpum þtjátíu árum er ég fór að ; 4 venja komur mínar á heimili hennar —* í fylgd elsta sonar hennar. Það sem við fyrstu kynni vakti athygli mína var hve hún var falleg kona. Hún var dökk yfirlitum og það var yfir henni sérstök reisn. Mér fannst þá, og reyndar alltaf síðan, að hún líkt- ist fremur suðrænni hefðarkonu en íslenskri húsmóður, þó að því hlut- verki skilaði hún með miklum sóma. Við aukin kynni okkar Rögnu kom síðan í ljós að hún var mörgum góðum kostum búin. Þannig var hún ákaflega listræn og listfeng og hafði þann hæfileika að geta búið til fallega hluti úr nánast öllu. Hún hafði ríka sköpunarþörf og það fylgdi henni alla ævi að vera sífellt að búa til eitthvað fallegt, sem hún síðan gaf öðrum, en hún var ákaf- lega gjafmild. Heimilishald Rögnu einkenndist alla tíð af mikilli risnu og þannig var það á heimili þeirra fyrrum tengdaforeldra minna. Heimilið var mannmargt en auk heimilisfólks voru þar alltaf einhveijir gestkom- andi, ættingjar, vinir, kunningjar eða nágrannar. Og mér fannst, að sífellt væri verið að bera fram góð- an mat eða kaffi og meðlæti. Fyrir þessu öllu stóð Ragna á einhvern svo áreynslulausan hátt, að maður veitti því varla athygli að oft sat til borðs tugur manna eða meira. Og eins og vill verða í stórum hópi voru umræðuefnin mörg og marg- vísleg og skoðanaskipti oft fjörug. Mér fundust heimsóknir á heimilið því skemmtilegar og var því oft mætt í mat eða kaffi, án þess að gera boð á undan mér, og var ég ekki ein um það. En viðmót húsráð- enda gaf ekki annað til kynna en að þetta væri allt fullkomlega sjálf- sagt og þetta viðmót þeirra, að maður væri alltaf velkominn, breyttist ekki þótt aðstæður þeirra breyttust. Ragna var hlédræg í allri fram- komu. Hún var fámál, allt að því þögul stundum, en lagði þó sitt til málanna og var fjarri því að vera skaplaus. Það var ekki fyrr en eftir margra ára kynni að mér varð ljóst, að hlédrægni hennar átti rætur að rekja til eðlislægrar kurteisi. Hún sá ekki ástæðu til þess að hafa sig mikið í frammi og taldi það ekki vera í sínum verkahring að segja fólki til, hvorki um orð þess né at- hafnir. Og það var þessi kurteisi hennar sem svo mjög mótaði sam- skipti okkar öll árin sem við áttum samleið. Þannig var hún afar af- skiptalítil, í bestu merkingu þess orðs, um það sem ég hafðist að, en var alltaf tilbúin að veita aðstoð væri eftir henni leitað. Fyrir þetta ber að þakka. Þessi framkoma hennar í minn garð leiddi síðan til þess, að samskipti okkar voru alla tíð góð og aldrei hallaði orði á milli okkar. Eftir að ég og sonur hennar slit- um samvistir minnkuðu samskipti okkar eins og gengur en við hitt- umst þó á hátíðarstundum í fjöl- skyldu hennar og á jólum. Og alltaf mætti mér góðvild og einlægur áhugi hennar á því hvernig mér farnaðist í lífinu. Það var síðan í heimsókn til hennar síðastliðinn aðfangadag, að hún sagði mér frá því, að hún hefði greinst með krabbamein, sem langt væri gengið og hún myndi því ekki þiggja með- ferð. Viðbrögð mín við þessum tíð- indum voru sorg og eftirsjá. Sorg yfir því sem orðið var og yrði ekki breytt og eftirsjá vegna þess sem látið hafði verið ósagt og ógert á liðnum árum. Er ég ræddi þetta við hana sagði hún það sem ekki mun gleymast, þ.e. að við skyldum ekki horfa til fortíðar heldur færa þetta allt til betri vegar á þeim tíma sem eftir væri. Um þetta bundumst við fastmælum og þetta tókst okkur. Við lögðum okkur fram og ekki síst hún, sem miðlaði ótæpilega af sjálfri sér. Þannig tókst henni, þrátt fyrir erfið veikindi sín, að gera sam- verustundir okkar síðustu mánuði ákaflega gefandi og það í raun svo, að þær urðu andrými fyrir mig í erli daglegs lífs. Við veikindi sín öll tókst Ragna á af slíku hugrekki að ekki gleym- ist og horfði með æðruleysi til þess sem beið hennar. Hún var svo lán- söm að njóta góðrar umönnunar barna sinna í veikindum sínum, en öll sýndu þau henni mikla um- hyggju og ástúð. Á engan er hallað þótt ég nefni sérstaklega dætur hennar Þórdísi og Ásdísi, en umönn- un þeirra átti stærstan þátt í því að henni varð að þeirri ósk sinni að fá að dvelja á heimili sínu til síðasta dags. Og þar kvaddi hún með sömu reisninni og hún hafði lifað. Ég þakka Rögnu langa og góða samfylgd og góða vináttu. Fjöl- skyldunni sendi ég samúðarkveðjur og þakka hlýju í minn garð. Áslaug Þórarinsdóttir. Elsku amma okkar á Þingó er dáin. Erfitt er að sætta sig við að sjá hana ömmu okkar ekki aftur í bráð. Við vorum alltaf svo stolt af okk- ar fallegu unglegu ömmu með sitt svarta hár, dökka hörund og pæju- lega útlit. Hún var engin venjuleg amma sem gaf okkur kaffi og kleinur og spurði hvernig gengi í skólanum, heldur tók hún á móti okkur sem einn af vinum okkar og spurði hvað væri að frétta af strákamálum. Hún var ávallt glaðleg og bros- andi og ekki var laust við stríðni af og til. Það skipti ekki máli hvar í heiminum maður var staddur, allt- af fann maður fyrir nálægð hennar og voru bréfin hennar ávallt svo yndisleg og full af visku. Amma okkar bjó ævinlega yfir góðum ráðum sem hafa nýst okkur vel gegnum tíðina. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tið. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Hinsta kveðja, Bryndís Ragna, Iris Huld, Laufey Yr, Gissur Orn og Konný Arna. Þá er komið að kveðjustundinni Ragna mín. Kynni okkar hófust árið 1987, þegar við byijuðum að vinna saman á Sambýlinu, og var okkur vel til vina allar götur síðan og ekki bara okkur tveimur heldur öllum þeim stúlkum sem þar unnu. Þú áttir svo auðvelt með að samlagast öðrum, aldursmunur skipti þig engu, kyn- slóðabil var hugtak sem ekki var til í þinni orðabók. Þótt þú hafir verið afar nett og fínleg, var kraftur þinn hreint ótrúlegur og var það aug- ljóst, að þú hafðir einhverntíma þurft að taka ærlega til hendinni. Það var alveg sama með hvað mað- ur leitaði til þín, mataruppskriftir, tilsögn í hannyrðum, þá kom maður aldrei að tómum kofunum. Þú varst óspör á að stappa í mann stálinu, öllum var liðsinnt, ekkert að þakka, aðeins þitt bjarta bros. Seinna komst ég að því, að þitt ríkidæmi og stolt voru börnin þín sex og barnabörnin, enda gerði ég mér grein fyrir því, að það hlaut að hafa verið erfiðara en orð fá iýst, að vera einstæð móðir á þeim árum með öll þessi börn. En þú sást alltaf góðu og spaugilegu hlið- arnar á lífinu og leystir þetta allt saman á farsælan hátt. Ég er þér þakklát fyrir árin sem við unnum saman, því oft var glatt á hjalla hjá okkur og það þurfti ekki mikið til að gleðja þig. Við áttum ekki f ■ I I j i ! | t Móðursystir okkar, RAGNHEIÐUR ÞORSTEINSDÓTTIR frá Aðalbóli í Hrafnkelsdal, andaðist á elliheimilinu Grund 12. júní sl. Jarðarförin verður gerð frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 20. júní kl. 10.30. Magnús Magnússon, Þorsteinn Kristinsson. t HREFNA KOLBEINSDÓTTIR, áður Hverfisgötu 53, Reykjavik, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli miðvikudaginn 12. júní. Útförin verður gerð frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 20. júní kl. 15.00. Kristín Leifsdóttir, Ásgeir Leifsson, Helga Ólafsdóttir, Einar Indriðason, Hrefna indriðadóttir, Jose Antonio DeBustos, Leifur Hrafn Ásgeirsson, Ylfa Sigríður Ásgeirsdóttir. t Hjartans þakkir til ykkar allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, AÐALHEIÐAR KARLSDÓTTUR frá Garði, Ólafsfirði. Sólveig Anna Þórleifsdóttir, Einar Þórarinsson, Karl G. Þórleifsson, Anna Freyja Eðvarðsdóttir, Sigrún Þórleifsdóttir, Gestur H. Sæmundsson og ömmubörnin. síðri stundir á þínu hlýlega suðræna heimili, maður var alltaf hjartan- lega velkomin og þú lagðir þig í framkróka við að dekra við mann. Hjá þér fékk ég heimsins bestu pönnukökur. Stundum gafst tóm til að ræða hin ýmsu hugðarefni, s.s. þjóðmál, barnauppeldi og bók- menntir, því þú varst afar bók- hneigð. Þú gafst mér mikið með nærveru þinni, og það er mér í fersku minni að þegar ég veiktist taldir þú í mig kjark og bentir mér á það góða í lífinu, eins og að meta fegurðina í kringum mig. Þú sást eitthvað fallegt í öllu, enda varstu mjög listræn. Mér er það ógleyman- legt, þegar þú réttir að mér poka með þurrkuðum skógargróðri og sagðir mér að gera eitthvað úr þessu. Pokaskjattinn lá óhreyfður í langan tíma, en svo kom að því að jólin nálguðust, og þú spurðir mig kankvís hvernig gengi, vitandi að kjarkinn og frumkvæðið vantaði. Þetta dugði þó til að ég fór að spreyta mig á þessu, og viti menn, mér tókst að hnoða saman þessum líka fína aðventukransi sem er ein höfuðprýði heimilisins um jólahátíð- ina. Margir hafa haft á orði, hvern- ig mér hafi dottið þetta í hug. En ég segi þeim, þakkið Rögnu, hún lét mig búa þetta til. Svo þín verð- ur alltaf minnst á svolítið sérstæðan hátt og með þakklæti á mínu heim- ili. _ Ég sendi börnum og barnabörn- um þínum mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Það deyr enginn sem maður elskar, heldur lifir hann áfram í hjörtum okkar. Hafðu þökk fyrir allt og Guð geymi þig. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífs- ins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleym- ist eigi. Og gæfa var það öllum, er fengu að kynn- ast þér. (Ingibjörg Sig.) Ágústa. Kær vinkona mín, Ragnheiður Magnúsdóttir, er látin. Ég minnist þess þegar ég kom til vinnu á Sam- býlið, þá 18 ára gömul. Hún tók mér strax opnum örmum og við urðum um leið hinar bestu vinkon- ur. Það var ýmislegt brallað og allt- af stutt í hláturinn enda var við- kvæðið oft ef eitthvað sniðugt hafði verið gert: „Þetta eru örugglega Ragna og Helga.“ Hún var ekki síðri ef eitthvað amaði að. Þá byggði hún mann iipp eins og henni einni var lagið. Ég held að án þess að á nokkurn sé hallað þá sé hún sú manneskja sem að mér þykir vænst um af þeim sem hafa unnið þar. Þrátt fyrir aldursmun, sem ég aldrei fann, gat maður rætt við hana um allt, s.s. strákamál, áhyggjur, nýjustu ballferðina, upp- skriftir og allt milli himins og jarð- ar. Þegar ég svo kynntist sambýlis- manni minum þá spurði hún strax: „Er hann góður við þig?“. Rögnu var alltaf umhugað um að maður hefði það gott og að allir væru góðir við mann. Þegar ég fór að búa þá gaf hún mér þennan fína sófa sem enn er í fullri notkun í stofunni. En þó að sófinn skipi veglegan sess í hjarta mínu þá eru það samverustundirn- ar, heilræðin og brosið sem mér þykir vænst um. Nú ylja ég mér við minninganna eld í sófanum þínum/mínum og reyni að brosa, því að það hefðir þú viljað. Ragna mín, kynni mín af þér hafa gert mig ríka og jafnvel að betri manneskju. Vemdi þig englar, elskan mín þá augun fögru lykjast þín, líði þeir kringum hvílu hljótt á hvitum vængjum um miðja nótt. Nei, nei, það varla óhætt er englum að trúa fyrir þér, engill ert þú og englum þá of vel kann þig að lítast á. (Steingr. Thorst.) Helga María Fressmann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.