Morgunblaðið - 14.06.1996, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 14.06.1996, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 1996 45 INNLENT Sumarhátíð á Akranesi HIN árlega sumarhátíð Sumar og sandur verður haldin helgina 15. og 16. júní á Akranesi. Átak Akra- nes stendur fyrir hátíðinni. Frá vinabænum Qaqortoq á Grænlandi kemur hópur félaga sem bjóða upp á kajaksýningu á sjó og í landi, danssýningu og kynningu á grænlenska þjóðbúningnum. Að auki verður grænlensk listasýning í listasetrinu Kirkjuhvoli. Að þessu sinni stendur hátíðin- yfir í tvo daga og hefst á laugardag- inn kl. 10 á Æðarodda, þar sem börnum er boðið á hestbak. Eftir hádegi færist dagskráin niður á hafnarsvæðið og á Langasand auk þess sem skátarnir setja upp tjald- búðir á Skagaverstúninu. Meðal þess sem hægt verður að gera sér til skemmtunar á hafnarsvæðinu er að skoða fornbíla, sjávardýrasýn- ingu og kajaksýningu í höfninni, svo og að fylgjast með listamönnum mála sementsverksmiðjuvegginn, flugmódelasýningu og Grænlend- ingum dansa á Akratorgi. Einnig er hægt að fara á trambolín, í teygjubyssu, geimsneril, blöðruhús og teygjuhlaup. Öll fyrrgreind leiktæki þarf ekki að greiða fyrir en einnig verður hægt að fara í gókart-bíla, teygju- stökk, rafmagnsbíla, sæþotur og í útsýnisflug hjá þyrluþjónustunni gegn greiðslu. Stórt markaðstjald verður á staðnum. Unga kynslóðin getur tekið þátt í kassabílarallýi þar sem veitt verða verðlaun. Um kvöldið verður varð- eldur við Langasand undir stjórn hljómsveitarinnar Ebba og lukku- tríósins. Á sunnudaginn getur fólk valið um mismunandi gönguferðir undir leiðsögn góðra manna. Fjölskyldan getur endað í fjöruferð með sand- kastalabyggingu á Langasandi þar sem veitt verða viðurkenningarskjöl fyrir alla kastalana. í lok göngu- ferðar um gamla bæinn sem endar á Kirkjuhvoli verður boðið upp á stutta tónleika. Byggðasafnið að Görðum og Kirkjuhvoli verður opið alla helgina og eftir kl. 14 á sunnudaginn verð- ur lifandi dagskrá að Görðum. Viðar- miðlun opnuð VIÐARMIÐLUN Skógræktar ríkisins var opnuð formlega föstudaginn 7. júní sl. í Suður- hlíð 38 í Reykjavík. í tilefni opnunarinnar afhenti Jón Lofts- son skógræktarstjóri Davíð Oddssyni forsætisráðherra og Ogmundi Einarssyni, forstjóra Sorpu, viðurkenningarfjalir sem þakklætisvott fyrir stuðn- ing við undirbúning að opnun Viðarmiðlunar. Myndin var tek- in við það tækifæri. Fermingar á sunnudag FERMING í Akrakirkju, Borgarprestakalli. Prestur sr. Þorbjörn Hlynur Árna- son. Fermd verður: Guðný Ólöf Helgadóttir, Hólmakoti. FERMING í Búðakirkju á Snæfellsnesi. Prestur sr. Friðrik J. Ujartar. Fermdur verður: Jónas Ingólfur Gunnarsson, Bláfeldi. FERMING í Hagakirkju kl. 14. Prestur sr. Sveinn Val- geirsson. Fermd verða: Ásgeir Sveinsson, Innri-Múla. Páll Finnbogason, Breiðalæk. Sonja Dögg Hákonardóttir, Vaðli 2. FERMING í Holtastaða- kirkju í Langadal, A-Hún. kl. 14. Prestur sr. Stína Gísladóttir. Fermdur verð- ur: Runólfur Bjarni Gautason, Hvammi, Langadal. FERMING í Reykhólakirkj u kl. 14. Prestur sr. Bragi Benediktsson. Fermd verða: Baldvin Reyr Smárason, Borg. Ólafur Einir Smárason, Borg. Freydís Ósk Daníelsdóttir, Ingunnarstöðum. Jóhann Vífill Magnússon, Seljanesi. FERMING í Staðarkirkju í Steingrímsfirði kl, 14. Prestur sr. Sigríður Óla- dóttir. Fermdar verða: Aðalbjörg Guðbrandsdóttir, Bassastöðum, Kaldraneshreppi. Þórhildur Hjartardóttir, Geirmundarstöðum, Hólmavíkurhreppi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.