Morgunblaðið - 14.06.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.06.1996, Blaðsíða 2
2 B FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Oft álitnar Gróðrarstía fyrir fordóma skessur MARGRÉT K. Sigurðardóttir, formaður Sjálfstæðiskvennafé- lagsins Hvatar, segist aldrei al- mennilega hafa skilið orð- ið „feministi". „Mér finnst þó oft talað um „feminista“ á neikvæðan hátt; að það séu konur sem séu ógurlegar Margrét K. skessur og ætli sigurðardóttir að valta yfir karlana. Eink- um finnst mér karlmenn leggja þann skilning í hugtakið," segir hún, en tekur fram að hún skilji það ekki á þann hátt. Konur hafa sérstöðu „Ég vil að samvinna sé á milli karla og kvenna og að hvorugt kynið sé ráðandi. Hvort sú skoð- un er „feminísk“ veit ég hins- vegar ekki,“ segir hún. „A hinn bóginn hef ég að mörgu leyti aðra skoðun á stöðu kvenna en þær yngri. Ég get til dæmis ekki séð að það gangi alveg upp að karlmenn geti gert allt til jafns við konur. Þær hafa sér- stöðu sem ekki er hægt að líta framhjá; þær ganga með börnin, ala þau, og gefa þeim bijóst. Og til dæmis tel ég að það geti ekki gengið upp að faðir taki bamsburðarleyfi í stað móður- innar því fyrstu mánuðir bams- ins með móðurinni em mjög mik- ilvægir. En auðvitað verður bam- ið að kynnast föðumum og er ég ánægð að sjá hve ungu menn- irnir taka mikinn þátt í uppeldinu nú á dögum,“ segir hún. ■ LINDA H. Blöndal stjórnmála- fræðinemi segist ekki vilja kalla sig „feminista", þótt hún sé jafn- réttissinni. „Ætli það sé ekki vegna þess að ég er með stimpla- hræðslu," seg- ir hún. „Þegar svona „stimpl- ar“ koma upp er það vegna þess að hlut- irnir eru flókn- ir og fólk hef- ur þörf fyrir að einfalda þá. Auk þess eru svona „stimplar“ gróðr- arstía fyrir fordóma. Ég er hlynnt jafnrétti kynjanna eins og reyndar allir og vil að konur standi jafnfætis körlum alls stað- ar í veröldinni,“ segir hún. Linda segist líta á hugtakið „feminismi“ sem safn hug- mynda er fjalli um og skoði stöðu kvenna í samfélaginu. Þetta séu líka hugmyndir að lausnum á ójafnrétti meðal ein- staklinga sem byggist á þeim mun sem er á milli kynjanna. „Ég tel að „feminismi“ boði rót- tækar breytingar að allri samfé- lagsgerðinni og feli í sér lausn- ir sem eru flóknari en sýnist í fyrstu,“ segir hún. Linda segist ennfremur álíta að dagsdaglega sé talað um „feminisma" með neikvæðum formerkjum. „Til dæmis þegar „feminismi" er borinn á borð fyrir karlmenn verða þeir frek- ar argir og sumir jafnvel reiðir. Hjá mörgum er þetta því afar óþægilegt og miður kynþokka- fullt umræðuefni," segir hún. ■ málverk eftir Kristínu Jónsdóttur. UNDANFARNA áratugi hefur skoðanamunur orðið á því hvernig skilgreina skuli „feminismann". KVENFRELSI Snýst „feminismi" í umræðunni um jafnrétti kynjanna kemur sífellt upp orðið „feministi" eða kvenfrelsissinni eins og það er nefnt á íslensku. Oft er það í mismun- andi merkingu; ýmist í jákvæðri eða neikvæðri. Blaðamaður Morgun- blaðsins ákvað að spyija nokkrar konur um afstöðu þeirra til þessa hugtaks og segja jafnframt frá upp- runa þess í stuttu máli. „Feminismi" eða kvenfrelsisstefna hefur verið kröftugt og mikilvægt baráttumál undanfarna áratugi. Upphaf þessarar hugmyndafræði má rekja til uþplýsingastefnunnar í Evr- ópu á 18. öld og kom hún fyrst fyr- ir sjónir almennings sem krafa um, að í hugmyndinni um að menn hafi réttindi, yrði líka átt við réttindi kvenna, en ekki bara réttindi karl- manna, eins og þangað til hafði ver- ið raunin. Upp frá því fór að bera um það? meira á þeirri skoðun að konur ættu að njóta sömu réttinda og karlmenn, ekki síst í efnahagslífinu, stjórn- og menntamálum. A nítjándu öld fóru ýmsar konur að geta sér orð sem „feministar" eða kvenfrelsissinnar, meðal annars vegna skrifa sinna um stöðu kvenna í samfélaginu. í byijun þessarar ald- ar hafði „feminisminn" fest sig í sessi í Evrópu og í Bandaríkjunum Nakið sjálf í Ijósi zeniðkunar gegn græðgi, reiði og fáfræði Morgunblaðið/Þorkell HELGA Jóhannsdóttir og Óskar Ingólfsson. ÍSLENSK hugsun er reist á gyðing- dómi, norrænni heiðni og forn- grískri heimspeki. Asísk áhrif virð- ast á hinn bóginn vart mælanleg, en austurlensk hugsunaraðferð á þrátt fyrir það nokkra aðdáendur. Hér verður rætt við fólk úr tíu manna hópi íslendinga sem leggur stund á zen, en sumir þeirra hafa gert það í tíu ár, einnig verður reynt að veita innsýn í þessa jap- önsk ættuðu hugsun. Er eitthvað athugavert við mótsagnir í líflnu? Zen er grein innan Búddhatrúar og hefur verið iðkuð frá 12. öld í Japan. Aherslan er á innsæja íhug- un fram yfir formlega hugsun og virðist vera nokkuð mótsagna- kennd miðað við vestræna hugsun. Aðall vestrænnar hugsunar er að greina mótsagnir og skapa rök- réttar kenningar. Rökfræðin er for- senda vísindalegrar hugsunar og framþróunar. Hugsunaraðferðin er líka öflugt verkfæri til að kanna undirstöður og hinstu rök tilver- unnar. Zenísk hugsun er aftur á móti af allt öðrum toga og virðist jafn- vel stefna í öfuga átt. Markmið vestrænnar hugsunar er þekking og meiri þekking, markmið zen sprettur á hinn bóginn ekki af þekkingarþrá, heldur aðeins því „að vera“. Zen er sagt snúast um sjálf ein- staklingins og alheimsins og að leyndardómurinn fínnist ekki ytra með manninum heldur í hans sanna sjálfi. Kjarninn er með öðrum orð- um í sjálfinu og menn eiga að lifa í gegnum það en ekki aðra. Hugurinn er reiknivél sem nauðsynlegt er að núlla Til að skerpa zen-hugmyndina um sjálfið má ef til vill setja fram líkingu um að allt hverfi við dauð- ann nema sjálf einstaklingsins. Staða, litur, búseta, ríkidæmi, feg- urð og jafnvel harningjan gufar upp og þess vegna er ekki vit í að rækta neitt nema eigið sjálf. Allt annað er aðeins tímabundinn klæðnaður - hjóm, samkvæmt zen. Ófugt við vestræna hugsun er markmið zen að sleppa því sem virðist vera staðreynd, í stað þess að tryggja sér það. Og nú má spytja er eitthvert vit í þessari speki? Hér á landi hefur hópur zen-iðk- enda starfað í tíu ár undir hand- leiðslu japansks kennara Jakusho Kwong roshi, sem er nú hér í tí- unda skipti til að hitta hópinn. Kennarinn, ávallt kallaður Ros- hi, hefur starfrækt Zenmiðstöð á Sonoma fjallinu í Norður-Kalifor- níu frá árinu 1974, en heimsækir ísland og Pólland á hveiju ári til að sinna nemendum sínum. Hann segist kenna zen daglega lífsins, til að hjálpa fólki í lífinu sjálfu. Hann vill kyrra hugann og líkir honum við reiknivél og zenað- ferðinni sem tæki til að núllstilla hana. Ein aðferðin er að sitja í lótusstellingu sem er einskonar þrí- hyrningur. Sest er á púða með beint bak. Hugsunum er sleppt og athyglinni beint alfarið að öndun og talningu; einn, tveir, þrír... Hugurinn kyrrist og hraði og í öndvegi. Hvers vegna iðka ís- lenskir menn hana? Nóg að „setjast" til að hrekja blekkinguna Óskar Ingólfsson klarinettleikari og Helga Jóhannsdóttir eru meðal þeirra sem iðka zen, Helga nú í tíu ár og Óskar í sex. Óskar segist hafa lært mest á því að fylgjast með Roshi, viðhorfum hans og leikann og iðkun, 'sem gengur á skjön við íslenska heimspeki sem setur rökræna hugsun og hegðun ir okkur öll og allt í kringum okk- ur,“ segir Óskar ,og það er ekkert sem á sér sjálfstæða tilveru. Hins-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.