Morgunblaðið - 14.06.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.06.1996, Blaðsíða 6
6 B FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF : MEÐ AUGUM LAIMDANS Messuferð < María Elínborg Ingvadóttir hefur búið í Moskvu sl. ár þar sem hún gegnir starfi viðskiptafulltrúa Útflutnings- ráðs íslands við íslenska sendiráðið. i marga sunnudags- k morgna áður, rölti ég sem leið liggur niður að L^J Húsi listamannanna, 1 sem svo er nefnt og f stendur rétt við ána I / I Moskvu, þar sem lista- i mennirnir raða upp Overkum sínum, þar standa þeir í öllum veðr- um og stundum fer verðið eftir því, hversu tæmar eru orðnar stífar af kulda og hve mikið er eftir í kaffibrúsanum, sem oftast er með út í, svona til að auka hita- áhrifin enn frekar. Gegni. Húsi lista- mannanna er Gorky-garður, með öllum sínum leiktækjum, útivistar- svæðum, tjörnum og bekkjum, að ógleymdu fólkinu sem er á öllum aldri, skógarsvæðin, sem em þó svo örstutt frá skarkala stórborg- arinnar. Þar læra ung hjörtu að slá í takt og Lenin bókasafnið dygði ekki til, ef skrásetja ætti alla fyrstu kossana í Gorky-garði. Hús listamannanna er stór, voldug fjögurra hæða bygging, með óteljandi sýningarsölum og þar em fjölmargar sýningar í gangi í einu, aðallega em þar málverk, en einnig höggmyndir og listaverk úr leir og gleri. Á fýrstu hæðinni era litlir sölubásar, þar sem hægt er að kaupa skart- gripi, ýmsa skrautmuni, bækur og fleira, þar er einnig kaffistofa, í fyrstu fannst mér hún lítið spenn- andi, en hún var forvitnilegri fyrir það, að hún er alltaf troðfull, eigin- lega er hún orðin notaleg í mínum augum. Það sem mér fannst sér- stakt fyrst þegar ég kom hingað og það hefur enn ekkert breyst, er það hvað óskaplega erfitt er að finna, þótt ekki sé nema örlitla gleði í öllum þessum myndum. Þetta sterka, volduga, alvarlega er allsráðandi, einnig djúp og þög- ul hryggð. Annað er uppi á ten- ingnum í myndum listamannanna niðri við á, þar er eins og verið sé að hleypa kúm úr fjósi að vori, gáski og litagleði, fólk við dagleg störf, blóm og náttúra landsins í öllum sínum litbrigðum. Rokk og rafmagnsgítar Á annarri hæð í þessu mikla húsi hefur ameríski söfnuðurinn í Moskvu fengið inni með samkom- ur sínar. Stór salur, pallur eða svið sem rúmar ágætlega hljóm- sveit er í einu hominu, en þaðan hallar gólfið upp á þrjá vegu, þar em sæti fyrir fjögur til fimm hundruð manns og allir geta fylgst jafnvel með því sem gerist á svið- inu og enginn, hvorki stór né smár, þarf að teygja sig og reigja í takt við þann sem situr í næsta sæti fyrir framan. Þessar messur em vel sóttar af útlendingum, líklega mæta þama um þijú til fjögur hundruð manns alla sunnudaga. Salurinn er mjög látlaus og á sviðinu er ekkert sem minnir á kirkju, það þarf ekki, þetta liggur allt í loftinu og í hjörtum okkar aðallega, held ég-_ A sviðinu stendur presturinn, í venjulegu jakkafötum, með há- talarann sinn. Að baki honum sit- ur konan hans við flygilinn og nokkur ungmenni spila á fiðlur, flautu, trommur og gítar. Fremst á sviðinu standa þrjár ungar kon- ur, nokkurs konar forsöngvarar. Það er enginn kirkjukór, það þarf ekki, við erum kórinn. Á stóm tjaldi yfir sviðinu, birtast söng- textarnir, hver á eftir öðmm. Og það er mikið sungið, allir syngja með, ekki raula, heldur af krafti og með mikilli gleði og minnir mig stundum á kóræfingarnar hjá Ro- ari kvam og Passíukómum í gamla daga. I fyrrasumar tróðu hér upp tvö íslensk ungmenni, Arinbjöm Ámason, sem hér var í píanón- ámi, og Pálína systir hans fiðlu- leikari, sem kom í heimsókn. Mik- ið var ég stolt af þeim. Ungt og hæfileikaríkt fólk kemur hér fram við hveija messu, flytur eitt til tvö lög. Sonur prestsins tróð upp einn sunnudaginn, ásamt tveimur vin- um sínum. Annar vinurinn spilaði á rafmagnsgítar, hinn á trommur, en prestssonurinn á bassagítar og söng hann jafnframt. Strákamir fluttu tvö lög, í mínum eymm hljómuðu þau eins og þyngsta þungarokk og presturinn sagði eftir flutninginn, þið hefðuð átt að heyra lagið sem ég leyfði þeim ekki að flytja. Af hjartans elnlægni í fyrstu fannst mér óttalega erfitt að taka þátt í þessum mess- um. Ég var vön að biðja bænimar mínar í einrúmi og sitja settlega í mínum bekk í kirkjunni og taka prúð undir söng kirkjukórsins, helst að hreyfa mig sem minnst, því frá æsku, þar sem við bömin vomm meira að segja verðlaunuð með myndum, ef við sátum alveg kjur undir barnamessunum í Akur- eyrarkirkju, fannst mér það til- heyra, eins og gamla fólkið fór í kirkjufötin sín, að ég setti upp messusvipinn. Mín freðna sál, frá ísalandinu góða, fór hjá sér við fyrstu messuna hjá þessum ágæta söfnuði, þegar virðulegir fullorðnir menn, mæður og ömmur, ungling- ar, jafnvel strákar á töffaraaldrin- um, sungu af hjartans einlægni, lyftu höndum sínum móti Guði allsheijar, báðu bænir sínar upp- hátt, sameinuðust í bæn vegna meðbróður eða systur sem þurfti hjálpar með og styrk til að takast á við byrðar hins daglega lífs. Ég fylgdist með í laumi, mér leið eins og asna, það var ekki þetta fólk sem hagaði sér ein- kennilega, það var ég sem var innilokuð og þvinguð lítil sál, sem þorði ekki að tjá tilfinningar mín- ar, ekki einu sinni meðal þessa fólks, sem tjáði sig svo óhrætt og af slíkri einlægni. Þarna var fólk á öllum aldri og erfitt að sjá að einn aldursflokkur væri meira áberandi en annar, unga fólkið, með sjálfstæðan og fjölbreytilegan fatasmekk, sumir strákarnir virt- ust koma beint af hjólabrettunum sínum, með bolinn utanyfir og rassinn á buxunum niður við hné. Fólk var afslappað og ánægt. Presturinn, sem ljómaði af h'fs- gleði og ótæmandi orku, byijar samkomuna á að syngja og allir fylgja með, fyrsti textinn er kom- inn upp á tjaldið. Ég er ekki eins freðin við messu í dag, þótt ég verði líklega aldrei eins fijáls og það fólk sem þama kemur saman, það er alið upp við aðra kirkjusiði. Kirkjan og trúin, virðast vera ríkari og sterkari þætt- ir í lífi þess, ekki bara á tyllidög- um, heldur alla daga og presturinn minnir ósjaldan á, að það er ekki nóg að trúa á sunnudögum, trúin á að endurspeglast í okkar daglega lífi, í samskiptum okkar við annað fólk. ■ VIÐ undirbúning brúðkaups Halldóru í Bandaríkjunum fyrir 24 árum. Efst t.v. stend- ur Þórey, fyrir framan hana er Kristín, þá er Halldóra í miðjunni en hægra megin við hana standa Vigdís og Guðrún. Á MYNDINNI má sjá þau Halldór Björnsson og Þóreyju Kristjánsdóttur við skirn dætra sinna fimm við gömlu Hallgrímskapelluna árið 1952. Rut er í fangi föður síns en fyrir framan þau stendur Kristín, þá heldur Vigdís á Halldóru og Guðrún er í fangi móður sinnar. stofnuðu fimm íslenskar systur heimili í Bandaríkjunum ÞAÐ vakti óneitan- lega athygli blaða- manns að fá spurn- ir af fimm íslensk- um systrum sem allar hafa búið vestur í Bandaríkj- unum um áratuga skeið. Kristín, Vig- dís, Halldóra, Guð- rún og Rut eiga þar allar eiginmenn, böm og barnabörn fjarri foreldrum sínum, Halldóri Sölva Björnssyni og Þóreyju Kristjáns- dóttur, og bróðurn- um Kristjáni Agli og fjölskyldu hans. Það lá beint við að hafa samband við eina af systrunum, Halldóru Capio fasteignasala sem býr í Rockland County, skammt norðan New York, ásamt eiginmanni sínum, Domanic, og tveimur dætrum, Kristínu og Angelu. eru giftar banda- rískum mönnum. Ætli megi því ekki segja að við höfum elt þá til Bandaríkj- anna,“ segir hún og hlær við. „Rut, sú yngsta af okkur systrum, er hins vegar gift íslensk- um manni, en sá starfar sem tölv- unarfræðingur í Bandaríkjunum.“ Eiglnmenn að vestan Halldóra segir að Kristín, sem er elst þeirra systra, hafi verið fyrst þeirra til að flytjast búferlum vestur um haf. „Kristín kynntist eiginmanni sínum, Roberti, fyrir rúmum þijátíu árum þegar hún vann á ráðningarskrifstofu í Keflavík, en hann var hermaður á bandarísku herstöðinni. Þau TIL VINSTRI Halldóra Capio. Til hægri er mynd tekin sl. sumar í Bandaríkjunum. Efst t.v. er Guðrún, með Jóhönnu dóttur sína, þá Þórey, Kristín og Arna Kristjánsdóttir. Neðst t.v.: Rut, Halldór og Gréta Kristjánsdóttir. „Það má eiginlega segja að til- viljun hafi ráðið því að við búum allar í Bandaríkjunum," segir Halldóra. „Aðalástæðan er nátt- úrulega sú að við allar nema ein

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.