Morgunblaðið - 14.06.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 14.06.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 1996 B 7 felldu fljótt hugi sam- an og giftu sig skömmu síðar á ís- landi. í>egar hann hafði lokið herskyldu sinni fluttu þau til Ohio í Bandaríkjun- um, þar sem þau búa enn. Þau eiga eina dóttur, sem er efna- verkfræðingur að mennt, og einn dótt- urson. Önnur systir mín, hún Vigdís, kynntist síðan eigin- manni sínum í gegn- um Kristínu. Þau fluttu einnig til Bandaríkjanna fyrir um þrjátíu árum og búa nú í New Hampshire ásamt þremur sonum sínum,“ segir Halldóra. Hún og Rut kynntust líka mönn- um sínum á Islandi, sem einnig störfuðu á herstöðinni í Keflavík. Þær hafa búið í Bandaríkjunum í rúm tuttugu ár. Rut á þijú börn og tvö barnabörn en Halldóra tvær dætur, eins og fyrr segir. Alltaf endurnærð frá íslandi Systrunum hefur vegnað ágæt- lega í Bandaríkjunum og gengið vel í því sem þær hafa tekið sér fyrir hendur. „Kristín er sennilega sú eina sem giftist efnuðum manni og hefur ekki þurft að vinna utan heimilis- ins. Við hinar höfum hins vegar allar geng- ið menntaveginn og unnið úti á hinum al- menna vinnumarkaði; Vigdís og Rut eru með verslunarskóla- próf og vinna við bók- hald hjá stórum fyrir- tækjum, Guðrún er sálfræðingur, en sjálf hef ég unnið í mörg ár sem fasteignasali," segir Halldóra. Þrátt fyrir að þær systur búi víðs vegar um Bandaríkin halda þær nánu sambandi hver við aðra og fara oft saman í sumarfrí. Þá koma foreldrar þeirra reglulega til Bandaríkjanna. „Hin síðari ár hef ég einnig lagt mikið upp úr því að fara í heimsókn til íslands. Æskuslóðirnar eru mér mjög kærar og það hvernig við systur vorum aldar upp á ástríku heim- ili foreldra okkar. Það er því óhætt að segja að ég komi alltaf endurnærð frá Islandi,“ segir Halldóra að lokum. ■ Arna Schram Halldóra Capio Hæsta einkunn fyrir lokaritgerð um ísland á hernámsárunum KRISTÍN Capio útskrifaðist nú í vor frá kennaraháskóla á Long Island og fékk hæstu ein- kunn fyrir B.A. ritgerð sína. Ritgerðin fjallar um samskipti Islands við Breta og Banda- ríkjamenn á fyrstu árum seinni heimsstyrjaldarinnar. Fyrir vikið hlaut hún sérstök verð- laun frá sagnfræði- deild háskólans og var mynd af henni hengd upp á vegg í skólanum við hlið- ina á öðrum af- burðarnemendum. Kristín er hálf- íslensk, dóttir Hall- dóru og Domanic Capio. Hún er fædd og uppalin í Banda- ríkjunum, en segist alla tíð hafa haft mikinn áhuga á Is- landi; menningu þess og sögu. Að- spurð afhverju hún valdi að skrifa um ísland í seinni heimsstyrjöld- inni segist hún hafa fengið þá hugmynd frá kennara sínum. „Síðastliðinn vetur tók ég nám- skeið í skólanum sem fjallaði um seinni heimsstyrjöldina og var okkur gert skylt að skrifa lokaritgerð um það tímabil. Kennari minn vissi að ég væri af íslenskum ættum og stakk upp á því að ég fjallaði um áhrif seinni heims- styrjaldarinnar á Is- land. Eg greip þá hug- mynd fegins hendi, enda gat ég þannig lært meira um upp- runa minn,“ segir hún. I ritgerðinni er farið ná- kvæmlega út í þær ástæður sem lágu að baki hernámi Breta á Islandi í maí 1940 og afhverju Bandaríkjamenn tóku við her- setunni af Bretum í júlí, 1941. í inngangi ritgerðarinnar tæp- ir Kristín meðal annars á því að ákveðnir atburðir hafi átt sér stað í seinni heimsstyrjöld- inni sem síðar hafi leitt til þess að Bandaríkjamenn komu upp herstöðinni i Keflavík. „Ef her- stöðinni hefði ekki verið komið á, hefði faðir minn aldrei unnið sem hermaður á íslandi, for- eldrar mínir aldrei hist og ég aldrei orðið til,“ segir hún og bætir því við að af augljós- um ástæðum geti hún ekki annað en verið mjög ánægð með þróun þeirra atburða sem leiddu til hersetu Banda- ríkjamanna á ís- landi. Afi kom með bækur frá íslandi Kristín, sem aldr- ei hefur lært ís- lensku, segist ekki hafa verið í vand- ræðum með að finna heimildir fyrir lokaritgerðina og það hafi komið henni á óvart hve margar enskar bækur væru til um viðfangsefni henn- ar. Hún segist einnig hafa not- ast við nokkrar íslenskar bæk- ur sem móðir hennar hafi hjálp- að henni við að þýða. „Þá kom afi minn einnig með nokkrar bækur frá íslandi, en hann var i heimsókn hjá okkur í Banda- ríkjunum þegar ég byrjaði að skrifa rit- gerðina,“ segir liún. Kristín segist hafa mikinn áhuga á að fara í Háskóla íslands til að læra móðurmálið. Um þessar mundir er hún að sækja um styrk til þess að það geti orðið að veruleika næsta ár. Hún segist seinna vilja halda áfram í sagnfræðinámi og stefnir að doktorsnámi þegar fram líða stundir. ■ Kristín Capio Vill læra móðurmálið á íslandi Hár: Hanna Kristín, Kristu. Hár: Elsa, Salon Veh. Hár: Hrönn, Hárgreiðslu stofan. Hrönn. Nýjar línur Hár: Bára Kemp. í hárgreiðslu og hárklippingu INTERCAUFFURE á íslandi hefur gefið út blað með nýjum hugmyndum um tískuna í hárklippingu og hárgreiðslu. Með- limir Intercauffure á íslandi eru 16, en alls eru í Intercauffure um tvö þúsund stofur í 35 löndum. Á meðfylgjandi myndum má sjá sýn- ishorn af nýjum verkum félaga í Int- ercauffure á íslandi. Hár: Guðrún Sverrisdóttir, Cleo. ipiS ,^°ÁO OOxoO aoSpXoxovJ' , om'aoO 0 #A°x- O XoYovV OVowöV'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.