Morgunblaðið - 14.06.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.06.1996, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 1996 FÖSTUDAGUR 14.JUNI BLAÐ Laudrup til Barcelona? ENGLENDINGURINN Bobby Robson, nýráðinn þjálfari spænska stórliðsins Barcelona, hefur mikinn áhuga á að kaupa danska framherjann siyalla Brian Laudrup frá Glasgow Rangers. Robson á að hafa, skv. fréttum í Englandi, gert forráðamSnnum skoska liðsins það tilboð að þeir geti sett upp hvaða verð sem er fyrir leikmann- inn - hann vi\ji bara fá hann. Laudrup, sem er 27 ára, kom til Rangers fyr- ir 2,5 milljónir punda frá Fiorentina á Italíu og hefur slegið í gegn í Skotlandi. Lék frábærlega með liðinu í vetur er það varð skoskur meistari enn einu sinni. Fari svo að Glasgow-liðið láti hann fara er talið að það verði ekki fyrir minna en 7 niiiljónir punda. Það samsvarar um 700 milljónum króna. Til gamans má geta að eldri Laudrup-bróðir- inn, Michael, lék með Barcelona fyrir fáeinum árum og gat sér frábæran orðstír. JÚDÓ Stjóm JSÍ íhugar að senda Vemharð ekki til Atlanta STJÓRN Júdósambands íslands íhugar nú að hætta við að senda KA-manninn Vernharð Þorleifsson til keppni á Ólympíuleikunum í Atlanta í sumar. Þetta kemur fram i yfirlýsingu sem Morgunblaðinu barst frá JSÍ í gærkvöidi. Ástæða þess að stjórn JSI íhugar þetta eru ummæli Vernharðs sjálfs og félaga hans í KA á Akureyri, Jóns Óðins Óðinssonar og Freys Gauta Sigmundssonar, í fjölmiðlum . Vernharð er eini íslenski júdómað- urinn sem vann sér þátttöku- rétt á Ólympíuleikunum í Atlanta og hefur óskað eftir því að þjálfari hans á Akureyri, Jón Óðinn Óðinsson, fari með honum á leikana í Atlanta í júlí. Stjóm Júdósambandsins hefur ekki viljað verða við þeim óskum heldur sagt eðlilegt að Tékkinn Michal Vac- hun, landsliðsþjálfari, fari þangað fyrir hönd sambandsins. Við það eru KA-menn ekki sáttir og hafa látið ýmis orð falla í fjölmiðlum undanfar- ið um Júdósambandið og Vachun, sem stjóm JSÍ getur illa sætt sig við. í yfirlýsingu Júdósambandsins frá því í gær segir meðal annars: „Til að býija með er rétt að kynna hinn títtnefnda tékkneska þjálfara. Þó svo að hann sé búinn að vera hér á landi síðastliðin 8 ár og þar af síð- asta eitt og hálft ár annast allt skipu- lag vegna æfíngabúða og keppnis- ferða Vernharðs og verið hans þjálf- ari í umþaðbil ár þá er hann ekki nefndur á nafn í þessum viðtölum heldur kallaður „þessi tékkneski fé- lagsþjálfari hjá Ármanni" eða „landsliðsþjálfari innan gæsalappa." Þeim til fróðleiks og ykkur sem að þetta lesið þá skal það upplýst að hann er einn virtasti júdóþjálfari Evrópu og mun á haustdögum taka við landsliðsþjálfarastarfi tékkneska Júdósambandsins. Hann heitir Mic- hal Vachun og er landsliðsþjálfari íslands í júdó og hefur verið það frá 1988 og í það ráðinn af stjórn Júdó- sambands íslands hveiju sinni. Það er mikill misskilningur og hagræðing á staðreyndum að segja annað. Umkvörtunum um að Vemharð fái ekki að taka þjálfarann sinn með á OL ’96 er því til að svara að það hefur alltaf verið skýrt af hálfu Júdó- sambandsins, og margoft ítrekað, að það yrði að sjálfsögðu landsliðsþjálf- arinn sem færi með keppendum á OL.’96 ef ísland fengi keppnisrétt þar. Leyfum við okkur að fullyrða að ísland hefði ekki keppnisrétt á Olympíuleikunum ’96 ef að yfír 30 ára reynslu Michal hefði ekki notið við. Það væri því algjört ábyrgðar- leysi og siðleysi að skipta um þjálf- ara á þessum tímamótum." Síðar segir: „Vegna tíðra agabrota Vemharðs, sem að byijuðu er hann yfírgaf æfmgabúðirnar í CAR í Barc- elona í mars 1995 án þess að láta nokkum mann vita, mætir ilia á boð- aðar æfíngar, fer ekki eftir fyrirmæl- um landsliðsþjálfara og þrátt fyrir að hafa lofað bót og betmn oftar en einusinni á fundum, ýmist með for- manni Ólympíunefndar Íslands, for- manni JSÍ, landsliðsþjálfara og skrif- legri yfírlýsingu þess efnis síðan í sept. 1995, þá var á stjómarfundi Júdósambands íslands þann 11. júní síðastliðinn ákveðið að endurskoða þá ákvörðun að hann keppi fyrir ís- lands hönd á Ólympíuleikunum í Atlanta í sumar. Endanleg niður- staða mun liggja fyrir þann 18. júní 1996. JSÍ hefur sýnt Vemharði um- burðarlyndi allan þennan tíma þar sem við töldum að hann ætti fullt erindi á Ólympíuleikana og myndi taka sig á. Dropinn sem fyllti mælinn var er hann skrifaði grein í DV. þann 10. Júní 1996 og fór þar með dylgj- ur og ósannindi um JSÍ og landsliðs- þjálfara og sýndi störfum þeirra al- gjört virðingarleysi. Fram hjá því er ekki hægt að líta.“ KNATTSPYRNA Jafntefli í Garðabæ STJARNAN og Grindavík gerðu jafntefli, 2:2, í 1. deild karla í knattspyrnu karla í Garðabæn- um í gærkvöldi. Þetta var síðasti leikur fjórðu umferðar. Stjarnan er nú í fimmta sæti með 7 stig, eins og Leiftur, en Grindvíkingar eru í sjötta sæti með fimm stig. Guðmundur Torfason, þjálfari Grindavíkur, gerði bæði mörk liðsins. Síðasta mark leiksins gerði Guðmundur með glæsilegu þrumuskoti beint úr aukaspyrnu af 25 metra færi - en þannig mörk gerði hann nokkrum sinn- um fyrir Fram á árum áður og á ferli sínum sem atvinnumaður í Skotlandi og víðar. „Ég er að ná upp því sem ég gerði fyrir áratug, áður en ég fór út,“ sagði Guðmundur við Morgunblaðið um markið. Goran Micic gerði fyrsta mark leiksins, komu Stjörnunni þá yf- ir, og á myndinni fagnar hann markinu. Kristinn Lárusson eltir hann. ■ Glæsimark / C2 Morgunblaðið/Kristinn KIMATTSPYRIMA: JORDICRUYFF FETAR í FÓTSPOR FÖÐURIIMS / 02

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.