Morgunblaðið - 15.06.1996, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 15.06.1996, Qupperneq 1
BLAÐ ALLRA LANDSMAMNA Reuter Vernharð má ekkert segja VERNHARÐ Þorleifsson, júdómaður úr KA á Akureyri, getur ekki tjáð sig um mál hans og Júdósambandsins (JSI). Eins og greint var frá í blaðinu í gær íhugar stjórn JSÍ nú að hætta við að senda Vernharð sem keppanda á Ólympíu- leikana í Atlanta í næsta mánuði. Ástæðan eru ummæli Vernharðs og félaga hans í KA, Jóns Óðins Óðinssonar þjálfara og Freys Gauta Sig- mundssonar í fjölmiðlum upp á síðkastið, þar sem þeir hafa gagnrýnt Júdósambandið og Mic- hal Vachun, landsliðsþjálfara. „Ég hef fengið skýr skilaboð um að ég megi ekki tjá mig og get því ekkert sagt um þetta mál,“ sagði Vernharð í gær en vildi ekki greina frá því hvaðan þau skilaboð væru. í greinargerð sem Júdósambandið sendi frá sér í fyrrakvöld kemur fram að endanleg ákvörðun um það, hvort Vernliarð fari á Ólymp- íuleikana eða ekki, verði tekin næstakomandi þriðjudag, 18. júní. Skv. heimildum Morgun- blaðsins verður Vemharð að biðjast afsökunar á ummælum hans í DV síðastliðinn mánudag til að eiga kost á því að fara á leikana. Biðjist hann afsökunar ætli stjórn JSÍ að minnsta kosti að taka til íhugunar hvort hún endurskoði af- stöðu sína og hleypi honum á leikana. Nánar verður greint frá athugasemd stjórnar Júdósambandsins, sem hún sendi frá sér á fimmtudagskvöld, í blaðinu á morgun. Grænlendingur reynir sig hjá Val VALSMENN fá í dag til sín grænlenskan knatt- spyrnumann sem ætlar að reyna fyrir sér hjá félaginu. Hann heitir Jonas Hansen og er 26 ára sóknarmaður sem í fyrra var bæði kjörinn knatt- spyrnumaður og íþróttamaður ársins í Græn- landi. Halldór Einarsson hafði samband við vini sína á Grænlandi og bað þá að senda sér eitt- hvað um besta knattspyrnumann landsins og eft- ir að Valsmenn höfðu skoðað myndband af úr- slitaleik Grænlandsmótsins ákváðu þeir að fá Hansen til reynslu. „Hann er lítill og mjög snögg- ur og í þessum leik sem við fengum á mynd- bandi sýndi hann skemmtileg tilþrif og gerði öll mörkin,“ sagði Halldór í samtaii við Morgunblað- ið í gærkvöldi. Halldór sagði að hann kæmi hing- að til prufu og fyrsta æfingin þjá Hansen er í dag. Valsmenn leika á morgun en síðan kemur vikufrí í deUdinni og sá tími verður notaður til að skoða Grænlendinginn betur. Frábær leikur er Tékkar unnu ítali TÉKKAR sigruðu ítali 2:1 í frá- bærum, sögulegum leik í C-riðli Evrópukeppninnar í knattspyrnu á Anfield Road í Liverpool í gær- kvöidi. Tékkar, sem töpuðu fyrsta leiknum í riðlinum fyrir Rússum, halda því enn í vonina um að kom- ast áfram i keppninni. í hinum leiknum í gær sigruðu Pólveijar lið Tyrklands 1:0. Viðureign Tékka og ítala var stórkostlegum skemmtun frá upp- hafi til enda og tvímælalaust besti leikur keppninnar til þessa - bæði frammistaða leikmanna og dóm- arans, Spánveijans Antonio Lopez Nieto, sem gerði varla mistök all- an tímann og hafði t.d. hugrekki til að sýna einum itölsku varnar- mannanna rautt spjald eftir aðeins tæplega hálftíma leik. Það ætti auðvitað ekki að þurfa sérstakt hugrekki til þess, ef viðkomandi á skilið annað gula spjald sitt í leiknum þó svo skammt sé liðið, en svo hefur þó virst til þessa. Italinn Appolloni fékk snemma gult spjald fyrir brot og braut síð- an aftur gróflega af sér þannig að dómarinn átti engra kosta völ. Aðeins voru rúmar þrjár mín- útur liðnar af leiknum er Pavel Nedved skoraði fyrir Tékkana af stuttu færi, eftir að hafa sloppið gegnum hina frægu rangstöðu- gildru þeirra. Á myndinni að ofan er Nedved, lengst til vinstri, en félagar hans fagna hetjunni inni- lega. Chiesea jafnaði fljótlega fyr- ir Itali en Bejbl skoraði í fyrir hálfleik, það sem reyndist sigur- mark Tékka. Þrátt fyrir að vera einum færri voru ítalir mun betri i seinni hálf- leiknum, sóttu af krafti og fengu góð færi til að skora, t.d. varamað- urinn Pierluigi Casiraghi, sem komst í dauðafæri skömmu áður en flautað var til leiksloka en skaut yfir. ■ Leikirnlr / C2 Hiddink rak Pav ids heim frá EM Hollenski landsliðsmaðurinn Edg- ar Davids var í gær rekinn heim frá Evrópukeppninni í Englandi af Guus Hiddink landsliðsþjálfara eftir rifrildi þeirra. Davids, sem er 23 ára og fer frá Ajax til AC Milan í sumar, var óvænt settur út úr byijunarliði Hollands fyr- ir leikinn gegn Sviss á þriðjudag en kom inn á seint í leiknum, sem Hol- lendingar unnu 2:0. Davids sagði í samtali við De Volkskrant í gær: „Einu sinni [settur út] en aldrei aft- ur. Ég sætti mig ekki við það í næsta skipti. Þjálfarinn hlustar of mikið á aðra leikmenn." Blaðið spurði Davids hvort hann reiknaði með að verða sendur heim og leikmaðurinn svar- aði: „Við verðum bara að bíða og sjá.“ Davids, sem sagður er frægur fyr- ir skapvonsku, viðurkenndi í gær að hann hefði líklega brugðist við af of mikilli geðshræringu. Miðvallarleik- maðurinn Clarence Seedorf gagn- rýndi einnig þjálfarann og Danny Blind, fyrirliða, fyrir ósanngjarna gagnrýni í sinn garð í fjölmiðlum. „Fyrirliðinn og þjálfarinn hafa fullan rétt á því að gagnrýna, en það er eðlilegt að ræða fyrst við þann sem á í hlut [áður en talað er við fjöl- miðla],“ sagði Seedorf. Hiddink hélt blaðamannafund þar sem hann tilkynnti ákvörðun sína: „Ég ákvað í dag að senda Davids heim, eftir að ákveðnir hlutir, sem ég get ekki sætt mig við, gerðust." Þjálfarinn sagði að ummæli Seedorfs væru ekkert vandamál og honum yrði ekki refsað. Hiddink gat þess jafnframt að hann hefði ekki valið Davids í byrjunarliðið gegn Sviss vegna þess að honum líkaði betur að hafa Richard Witschge á vinstri vængnum. „Hagsmunir liðsins eru í fyrirrúmi. Það er mikilvægt að halda áfram og ljúka mótinu á sem bestan veg.“ Davids, sem leikið hefur níu sinn- um með landsliðinu, fór frá hóteli þess í Englandi í gærkvöldi og flaug heim á leið. Drengurinn þykir bráð- efnilegur en lengi hefur loðað við hann að vera kjaftfor og óagaður, enda hefur hann oft verið rekinn af velli á ferlinum. Davids er lítill vexti en hefur tröllatrú á sér og af flestum talinn verðugur arftaki Franks Rijkaards á miðsvæðinu í landsliðinu Hollands. Hann var talinn eiga stóran þátt í að Hollendingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins. KNATTSPYRNA: JAFNTEFLI í TOPPSLAG 2. DEILDAR Á AKUREYRI / C4

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.