Morgunblaðið - 16.06.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.06.1996, Blaðsíða 1
Q r REYNSL UAKSTUR A HONDA SHUTTLE FJOLNOTABIL - NISSANPATROL DÍSIL - RENA ULTPREMIUM - NÝR SSANGYONG JEPPI Skoda Felicia Aðeins kr. 849.000,- t@Oi fHAMT/DIN BYCCIST A HtfDINNI Tryggðu þér nýjan fjölskyldubíl núna. Þýsk gæði á ótrúlega lágu verði. 19 4 6 -19 9 4 Nýbýlavegur 2 Síml: 554 2600 IltwjpiiiMiiMft SUNNUDAGUR 16. JUNI 1996 BLAÐ c AIJDIA4 bíll Bárðar er glæsilegur á Momo álfelgunum og niðurlækkaður um 4 sm. Vel til hafður Audi A4 AUDIA4, rauður, niðurlækkaður með vindskeiðum og augnlokum á framlugtum og á Momo álfelgum frá Ítalíu. Þetta er einn glæsileg- asti Audi A4 bíllinn á landinu en eigandinn er Bárður Ágústsson. Þetta er fyrsti Audi bíliinn sem Bárður á. Bárður keypti bílinn í október 1995 og hann er árgerð 1996. A4 er með fjögurra strokka, 1,8 litra, 20 ventla véi, 140 hestafla. Hann kveðst hafa viljað gera bílinn dá- lítið sérstakan í útiiti. Hann byij- aði á því að taka hliðarspeglana af og lét sprauta þá í sama rauða litnum og bílinn. Sama gerði hann við hurðaopnarana. Speglamir voru svartir þegar hann fékk bíl- inn. Fyrirtækið Impetus smíðaði vindskeiðina og „augnlokin". Lækkunarsettið, sem er reyudar ekkert nema styttri gorm- ar, fékk hann sent að utan. Impetus flytur inn álfelg- urnar sem eru m.a. notað- ar á Ferrari. Auk innflutn- ings steypir fyrirtækið vindskeiðar og ýmsa aðra hluti úr trefjaplasti. Blaupunkt og Goodyear „Bíllinn þolir alveg þessa lækkun, hann er það hár fyrir. Lækkunin gerir hann líka sportlegri. Bíll- inn lækkar um 3'á til 4 sentimetra. Það á eftir að koma í |jós hvort þetta spilii eitthvað aksturseig- inleikum bílsins í ófærð að GOODYEAR F1 hjólbarðar hrinda frá sér vatni og minnka hættu á fleytingu á blautum vegum. vetrarlagi. Ég er búinn að fara með hann í margar hindranir og hann tekur ekkert niðri,“ segir Bárður. í bílnum eru hljómflutningstæki frá Blaupunkt sem eru með nokk- uð nýstárlegri þjófnaðarvörn. Til þess að kveikja á tækinu verður að renna plastkorti inn í þar til gerða rauf. Án plastkortsins er tækið gagnslaust. Tvö kort fylgja tækinu. Korthafinn getur sett inn ákveðnar stöðvar á kortið sem tækið leitar uppi þegar kortið er sett í það. Undir bílnum eru Goodyear F1 hjólbarðar, 225/45/17, ný lína með vatnsmunstri. Dekkin hrinda vatn- inu þvert frá sér og minni hætta er á fleytingu. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.