Morgunblaðið - 16.06.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.06.1996, Blaðsíða 3
2 C SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Ásdís SNORKA af minni gerð. Snorka á AKSTUR yfir óbrúaðar ár getur reynst hin mesta hættugildra ef árn- ar eru djúpar og vatnsmiklar. Kom- ist vatn inn á vélina getur hún brotn- að. Kostnaður við viðgerð er í öllum tiifellum mikill því þá þarf að rífa allt í sundur stykki fyrir stykki til að skipta um blokkina. Aukahluta- verslun Toyota hefur nú hafið inn- flutning á sérstökum búnaði sem á að koma í veg fyrir slíka skaða, svo- kallaða snorku. Snorkan er rör sem er sett utan á jeppa til að draga loft inn á vélina við efri brún yfirbyggingar. Með búnaðinum fæst hreinna loft inn á SNORKA af stærri gerð. jeppana vélina og hann kemur í veg fyrir að vatn komist inn á vélina þegar ekið er yfir ár. Bílaleiga Flugleiða reið á vaðið og pantaði snorkur á alla nýju Hilux Double Cab bílana sem þeir fengu á þessu ári. Eins og flestar aðrar bílaleigur hafa skapast vand- ræði vegna aksturs útlendinga sem gera sér ekki grein fyrir dýpt ís- lensku fallvatnanna og aka í allt of djúpar ár. Þetta getur að sjálfsögðu einnig komið fyrir íslendinga. Til eru á lager snorkur í eftirtalda jeppa: Hilux bensín, Hilux dísil, Paj- ero dísil, Patrol dísil og Landcruiser dísil. Verð á snorkum er frá 34.806 kr. © BOSCH Varahlutip í bílinn eru góðir! Sðluaðllar: Málningarþjónustan, Akranesl (Handverkfæri). GH verkstæðið Borgarnesi (Bílavara- hlutir og fl). Póllinn, ísafirði (Handverkfæri). KEA, Akureyrl (Handverkfæri og fl). Pórshamar, Akureyri (Bílavarahlutir og fl). KP Húsavi'k (Handverkfæri og b(lavarahlutir). Víkingur, Egilsstöðum (Handverkfæri, bllavarahlutir og lhlutir).Vélsmið|a Hornafjarðar, Hornafirði (Handverkfæri, bllavarahlutir og fl). Byggingavörur Steinars Árnasonar hf., Selfossi (Handverkfæri). BOSCH umboðið aðkeyrsla frá Háaleitisbraut BRÆÐURNIR Lógmúla 9 • Sími: 553 8820 • Fax: 568 8807 GSR12 VES-2 Borvél I tösku með hleðslutæki GWS 9-125 Slípirokkur 900w © BOSCH Kynningarakstur á breyttum Nissan Patrol 2,8 TD Skemmtilegur og f jölhæfur ferðabíll I KJOLF’AR breyt- inga á vörugjaldi af ökutækjum er það orðið raunhæfari kostur en áður fyrir marga að eignast stóran fjórhjóla- drifsbíl. Verðlækk- anir til bílkaupenda eru mismiklar en dæmi um hátt í 500 þúsund kr. lækkun finnast. Nissan Pat- rol GR með sex strokka, 2,8 lítra dísilvél með for- þjöppu er einn þeirra fjórhjóla- drifsbíla sem ekki hefur verið á færi allra að eignast. Hann kostaði fyrir breytingu á vöru- gjaldi 3.943.000 krónur en kostar nú 3.495.000 krónur sem er lækkun um 448.000 krónur. Aðrir fjórhjóladrifs- bílar í svipuðum flokki eru m.a. Mitsubishi Pajero SW, þó heldur minni en með svip- aðri vél, sem kostaði fyrir breytingar 3.490.000 krón- ur en lækkaði um 360.000 krónur, kostar nú 3.130.000 krónur. Toyota Land Cruiser GX með 3ja lítra dísilvél með forþjöppu kostaði fyrir breytingu 3.695.000 krónur og lækkaði um 420.000 krónur, fór í 3.275.000 krónur. Patrol er með einna elsta laginu af þessum bílum og er reyndar nokkuð gamal- dags í útliti. Skarpar brúnir og dálítið kassalega yfir- bygging setja svip á hann en hann er stærstur þessara bíla. Slíkur bíll var tekinn í kynningarakstur nýlega. Hann hafði verið hækkaður upp á gormum um 60 mm og settur á 33 tommu hjól- barða og American Racing álfelgur. Hann var því orð- inn töluvert breyttur og fal- legri á að líta. Kostnaður við breytingar fyrir 33“ NISSAN Patrol GR breyttur fyrir 33 tommu dekk og á álfelgum. aftasta sætabekkinn því miðsætin má fella fram. Ágætlega fer um fullorðna í sæta- bekknum aftast. Fyrir ofan baksýnisspegilinn er búnaður sem er mesta þarfaþing fyrir þá sem eru óvanir akstri utan vega. Þetta er hæðar-, hliðarhalla-, og lengdarhallamælir. Góð hirsla með loki er milli framsætanna og aftan á henni er miðstöðvarstilling fyrir aftursætisfarþega. Skemmtilegur ferðabíll Patrol er geysilega skemmtilegur ferða- bíll. Ökumaður situr hátt í honum og stjórnrofar eru allir innan seilingar. Vélin er með forþjöppu og skilar 113 hestöflum. Eins og vænta má af svo stórum og þungum bíl, 2.043 kg að eigin þyngd, er Patrol ekki með rösk- ustu bílum í upptaki. Hann er þó furðu lipur í innanbæjarakstri og nýtur sig best á þjóðveg- unum þegar hann er kominn á góða siglingu. Hámarkstog er 235 Nm við 2.400 snúninga á mínútu. Patrol er með diskahemlum að framan og aftan. Kominn á 33 tommu dekk er hann fær í flestan sjó utan vega. Mismunadrifslæsing er sett á með því að þrýsta á hnapp í mælaborði. Ennþá er Patrol 2,8 TD jeppi hinna efnameiri en bilið hefur minnkað eftir vörugjaldsbreyting- arnar á dögunum. g Guðjón Guðmundsson Morgunblaðið/Gugu VÉLIN er 2,8 lítra dísil með forþjöppu og skilar 113hestöflum. dekk og klossahækkun er að sjálf- sögðu fyrir utan staðalverðið á Niss- an Patrol GR. Hallamælar Patrol tekur sjö manns í sæti með því að nota sætasbekk sem lyft er upp aftast í bílnum. í raun tekur bíllinn varla nema sex fullorðna í sæti ef sæmilega á að fara um mannskapinn. Fótarými í miðsætum má reyndar ekki minna vera ef lang- leggjaðir menn sitja þar, jafnvel þót.t ökumanns- og farþegasæti séu í fremstu stöðu. Hins vegar er gott að ganga um bílinn og komast í OFAN við baksýnispegil er halla- og hæðarmælir. Teina- felgur úr áli llm 200 Skoda Felica seldir NÝI Skoda bíllinn, Skoda Felicia, hefur nú verið í rúmt eitt ár á íslenska bílamark- aðnum og hefur honum verið vel tekið. Tæplega tvö hundruð bílar hafa selst. Reynslan af þessum bílum hefur verið góð. Bílaleigur eru nú farnar að sýna Skoda Felicia áhuga. Á dögunum afhenti Jöfur hf. umboðsað- ili Skoda á íslandi, bílaleigunni AVIS 10 skutbíla af Felicia gerð. Að sögn Pálmars Sigurðssonar, hjá AVIS bílaleigunni, völdu þeir Felicia í Ijósi þeirrar reynslu sem kom- in er á bílinn, þeirra framleiðslugæða sem eru í Felicia og síðast en ekki síst vegna þess hagstæða verðs sem er á Skoda Felic- ia. Bílarnir sem AVIS festi kaup á eru af Felicia Combi LX gerð og kostar nýr bíll af þeirri gerð frá 859.000 kr. ■ TEINAFELGUR voru að- alsmerki á fallegum sport- bilum hér áður fyrr en nú þykir flestum betra að hafa bílana á álfelgum. ítalski felguframleiðandinn Momo, sem m.a. framleiðir felgur fyrir Ferrari, hefur komið til móts við sportbílaeigend- ur og smíðað teinafelgur úr áli. Felgurnar fást í stærðunum 15,16 og 17 tommum og kosta nálægt 25 þúsund ISK hver fejga. Fyrirtækið Impetus á Is- landi er umboðsaðili fyrir Momo. ■ MOMO á Ítalíu hefur hafið frai leiðslu á teinafelgum úr áli. SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 1996 C 3 Nýr Volvo í hönnun FRUMGERÐ nýs Volvo bíls sem sést hefur í Svíþjóð þykir benda til þess að Volvo sé far- ið að huga að arftaka 940/960 línunni sem hefur verið á markaði síðan snemma á níunda áratugnum. Bíllinn sem sést hefur í Svíþjóð hefur verið mikið dulbúinn en líklegt þykir að endanlegt útlit verði eitthvað í líkingu við myndina hér að neðan. NÝR Volvo 940/960 gæti litið svona út. Ný Scania tíl Akureyrar VERKTAKAFYRIRTÆKIÐ G. Hjálmarsson á Akureyri fékk nýlega afhenta nýja Scania dráttarbifreið hjá Heklu hf. Bíllinn er af nýju 4-línunni og er öflugasti flutn- ignabíll landsins með 530 hest- afla hreyfil sem hefur snún- ingsvægið 2.300 Nm við 1.100 snúninga á mínútu. Hann er með 14 gíra, þar af tvo skrið- gíra, tvo drifna afturása með innbyrðis læsingu og millilæs- ingu, hemlalæsivörn og loft- púðafjöðrun á afturásum. Heildarþungi bílsins er átta tonn á framás og 21 tonn á afturása. GUÐMUNDUR Hjálm- arsson, t.v., tekur við bílnum af Sverri Sigfús- syni, framkvæmdastjóra Heklu hf. Notaðir bílar fluttir til Noregs ÞAÐ er víðar en á íslandi þar sem innflutningur á notuðum bílum hefur aukist. I Noregi jókst innflutningurinn um 112% fyrstu fjóra mánuði árs- ins miðað við sama tíma í fyrra. Fluttir voru inn 4.671 notaður bíll fram til maíloka, aðallega frá Þýskalandi. Líkt og á Islandi eru ástæður auk- ins innflutnings á notuðum bílum breyttar tollareglur. Mest hefur verið flutt inn af Mercedes-Benz, 1.542 bílar. Aðeins hafa selst 744 nýir Mercedes-Benz bílar á sama tímabili. Ný vél BMW NÝ V8 vél BMW í 7-línuna er mikil listasmíð. Tæknimenn BMW hafa minnkað knastás- ana og ventlana í vélinni. Minni ventlastærð gefur vél- inni þýðari lausagang en aflm- innkuninni er mætt með stærri innsogsreinum og stærri hvarfakút. Slagrými V8 véla BMW hefur stækkað úr 3 lítr- um í 3,5 lítra og 4 lítrum í 4,4 lítra. Aflið er því orðið 235 og 286 hestöfl. ■ Fyrsti Premium afhentur á íslandi ÍSLAND er fyrsta landið í Evrópu þar sem nýr Renault Premium vörubíll er afhentur til kaupanda. Það var Egill Skallagrímsson hf. sem fékk fyrsta bílinn, Premium Distribution. í tengslum við kynn- inguna á Premium hérlendis kom svæðisstjóri Renault V.I. í Evrópu, Mogens Nielsen hingað til lands. Nielsen hefur margoft komið til landsins og fjölskylda hans tengist Islandi sérstökum böndum. Niels- Peter Kirk,' afi Önnu Nielsen, eiginkonu Mogens, var verkfræð- ingur hjá danska fyrirtækinu N.C. Monberg og stjómaði fram- kvæmdum við byggingu hafnar- innar í Reykjavík 1913. Niels-Kirk lagði einnig einu járnbrautina sem lögð hefur verið á íslandi, frá Öskjuhlíð niður að Reykjavíkur- höfn. Mogens Nielsen sagði að mikið hefði verið lagt í kynningu á nýju Premium línunni þegar hún var frumkynnt í maí. 6 þúsund manns Morgunblaðið/Gugu MOGENS Nielsen, svæðis- sljóri Renault V.I. í Norður- Evrópu. voru viðstaddir frumkynninguna í Barcelona sem stóð í þijá daga, þ.e. viðskiptavinir, bílasmiðir og fréttamenn. Síðan fór fram sérstök < kynning í hveiju Evrópulandi fyrir sig. 20 bílar á dag „Við höfum framleitt núna 900 Premium bíla, 75% af þeim eru Long Distance langflutningabíll- inn og 25% Distribution, borgar- bíllinn. Á milli 65-70% vörubíla sem seljast í Evrópu eru í stærri flokknum, þ.e. langflutningabílar/ Við framleiðum núna 20 bíla á dag . og förum upp í 40 bíla á dag inn- an næstu 4-5 mánaða,“ sagði Ni- elsen. Nielsen sagði að Hagvagnar hefðu nýlega fest kaup á lúxus- rútu frá Renault sem von er á til landsins á næstu vikum. í haust . fá Hagvagnar einnig þrjá Agorra vagna frá Renault sem eru með mjög lágu gólfi og þeir fyrstu sinnar tegundar á markaðnum. SsangYong Stampede • til sölu á næsta ári SSANGYONG Stampede heitir þessi litli jeppi sem verður frumsýndur á bílasýningunni í Birmingham í októ- ber næstkomandi. Jeppinn verður til sölu í Evrópu á næsta ári. Útlitslega er Stampede töluverður blendingur. Sjá má í honum drætti frá Jeep Wrangler, sérstaklega Stampede er byggður á styttri grind af Musso jeppanum en hönnuður beggja bílanna, þ.e. Musso og Stampede, er Bretinn Ken Greenley. Stampede er af svipaðri stærð og Opel Frontera Sport en með 15 sm lengra hjólhafi. Hann verður fáanlegur með einni af þremur gerðum bensínvéla frá Mercedes-Benz, 3,2 lítra, 220 hest- afla, 2,3 lítra, 150 hestafla og 2,0 lítra 136 hestafla vélum. Hann verð- ur líka fáanlegur með 2,9 lítra dísil- vélinni sem er í Musso, 100 hestafla. Benedikt Eyjólfsson, hjá Bílabúð Benna, umboðsaðila SsangYong á íslandi, segir að Stampede verði til sölu hér á landi á næsta ári. Bíllinn sé aðeins framleiddur tveggja dyra I en með mjög öflugum bensínvélum. Ekki er vitað enn hvað Stampede muni kosta hérlendis en hann verður að sjálfsögðu ódýrari en Musso. Benedikt kvaðst vera spenntur fyrir þessum bíl en sagði að markhópur- inn væri að minni fyrir tveggja dyra jeppa en fernra dyra. ■ SSANGYONG Stampede verður frumkynntur í Birmingham í október en kemur til sölu á íslandi á næsta ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.