Morgunblaðið - 16.06.1996, Síða 2

Morgunblaðið - 16.06.1996, Síða 2
<3 IQAJHMUO^OM MORGUNBLAÐIÐ SUMARFRÍ Á ÍSLANDI B ö 9861 IMÖL .91 ÍIUOAÍIUMVÍU 2 D SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 1996 VIÐ húsgaflinn á Neðrabæ fyrsta sumarið á Höfða- strönd,árið 1974. Halla situr lengst til vinstri, svo Asthildur mamma og Margrét systir. NEÐRIBÆR á Höfðaströnd eftir andlitsupplyftingu. Kamarinn til hægri er ekki marga ára gamall. Aður var þar engin slík þægindi að hafa. UNNIÐ við húsið. Á þakinu er sonurinn Guðjón Helgason og á pallinum Ragnar B.Gestsson, tengdasonur Ásthildar. ÞAÐ ER töluvert fyrirtæki fyrir barnmarga fjölskyldu úr Breiðholti að taka sig upp á hverju sumri og flytja alla leið vestur á firði, nánar tiltekið á Höfðaströnd sunnan Jökul- fjarða. Vegalengdin er töluverð og samgöngur ekki til að bæta úr, þó þær hafi nú skánað á síðari árum. Þetta hefur þó ekki hindrað Ásthildi Gunnarsdóttur í að dvelja þar sumar- langt undanfarna áratugi. Bömin hafa hins vegar komið og farið, eða öllu heldur, þau vom þama þar til freistingar höfuðborgarinnar urðu unglingunum of sterkar. Nú koma þau með eigin böm til Höfðastrand- ar á sumrin, kunna aftur að meta staðinn þegar þau em sjálf komin með fjölskyldur. „Ég var tíu ára þegar mamma fór þangað fyrst með okkur,“ segir Halla Unnur Helgadóttir, viðskipta- fræðingur hjá Búnaðarbanka ís- lands, ein fimm bama Ásthildar. „Þegar ég varð sextán ára fór ég að vera heima á sumrin og síðan hef ég bara farið einu sinni vestur, í stutta ferð árið 1991.“ Nú á að bæta úr því í sumar. í byijun júlí ætlar Halla með fjöl- skyldu sinni vestur á Höfðaströnd til fundar við mömmu sína, systkini og þeirra fjölskyldur. „Ég hlakka mikið til, enda hef ég saknað staðar- ins. Hins vegar er það ekkert ein- falt mál að fara þangað með börn og bú og ég dáist að mömmu fyrir að hafa haft kraft til þess að koma okkur öllum þangað á sínum tíma.“ Börn og bú segir Halla því hún á tvö lítil böm; Sverri Geir fjögurra ára og Elínu Rósu tveggja í sumar, Guðlaugsböm. Og bú þarf að taka með sér að miklu leyti því Höfða- strönd ber með sér að hafa verið og vera eyðibýli, að minnsta kosti stærstan hluta árs. Þar er lítið að hafa sem ekki er tekið með, nema hrikalega náttúrufegurð, kyrrð og ró, sem hver maður yrði ríkur af, gæti hann selt á flöskum. Endurnærð á sál og líkama Neðribær á Höfðaströnd er ættar- setrið. Þar var síðasti ábúandinn Grímur Finnbogason, ömmubróðir Ásthildar. Hann var bamlaus og þegar hann féll frá erfðu systkini hans bæinn. „Mamma var sumar- stúlka á Neðribæ og hefur alla tíð síðan verið algjörlega heilluð af staðnum. Hún hefur farið þangað á hverju einasta sumri frá árinu 1974, ekki sleppt úr ári. Stundum ein, al- gjörlega einangruð í nokkrar vikur, en það truflar hana ekkert. Henni líður svo vel þama og kemur til baka endumærð á sál og líkama. Svo hafa elstu bamabömin verið þama hjá henni stundum síðustu árin.“ Halla segir húsið hafa verið að hruni komið þegar Ásthildur fór að venja komur sínar þangað á sumrin með bömin. „Það var gat á gaflinum Höfðaströndin kallar á sumrin Þau eru sterk böndin sem toga fjölskylduna úr Breiðholti vestur á Jökulfirði á hverju sumri. Hanna Katrín Fridriksen spjallaði við Höllu Unni Helgadóttir um sumarfrí á eyöibýli ó Höfðaströnd; í fortíð, nútíð og framtíð. þar sem kindur gengu út og inn. Það var ekki rafmagn og engin vatnslögn og það eru ekki nema nokkur ár síðan það var settur þama kamar. Nú er komin lítil rafstöð, vatns- lögn og vatnssalerni og húsið hefur verið gert töluvert upp. Við emm líka komin í stellingar fyrir frek- ari framkvæmdir. Fjölskyldurnar leggja ákveðna fjár- hæð fyrir mánaðar- lega inná bók og þeim peningum á að veija í endurbætur á húsinu." Það er Guðjón, bróðir Höllu, sem hvað greinilegast hefur erft áhugann á Höfðaströnd og dvelur þar oft með fjölskyldu sinni. Hann er nú að vinna í því að gera upp gamla fjósið á bænum og svo stendur til að byggja á milli fjóss og húss. Eigendur fleiri húsa í sveitinni sunnan Jökulfjarða, fylgja fordæmi Ásthildar og bama. Verið er að dytta að mörgum þeirra og ekki ólíklegt ára fresti því það er svo ótrúleg upplifun að vera þarna í kyrrð- inni. Þetta er svo af- skekkt að það er varla hægt að ná „gömlu gufunni." Maður tekur sjálfan sig svo algjörlega úr sambandi að eftir nokkra daga er til- finningin • fyrir dög- unum alveg horfin, hvað þá klukkunni." En ferðalagið er langt og strangt. Töluverð vegalengd er á Isafjörð og svo þarf að koma sér þaðan og yfir á Höfðaströnd. „Það er engin áætlun. Stund- um á Fagranesið leið þangað með ferðamenn, en oftast þarf að leigja bát. Þetta er klukku- tíma sigling með „Sómabátum", en hún tekur helmingi lengri tíma með gömlu trillunum. Svo þarf maður bara að semja um að láta sækja sig á ákveðnum degi og þarmeð er sam- bandið við umheiminn meira og minna rofið.“ Stóraukinn ferðamannastraumur yfír á Jökulfírði undanfarin ár hefur HALLA Unnur Helgadóttir með börnunum sínum tveimur; Sverri Geir og Elínu Rósu Guðlaugsbörnum. að þama verði í framtíðinni paradís sumarhúsaeigenda. Fjarlægdin helllar og hlndrar Stendur til að fara að venja kom- ur sínar þangað aftur á sumrin? ÖIl sumur? „Því miður gengur það ekki upp, þetta er allt of langt ferðalag til þess. Ég sé fyrir mér að það væri gaman að koma þangað á nokkurra I.ómmúpur Staðareyrar Hornstrandir Sveitin Staðarhlíð Kjósanies Staðarheiði Höföaströnd Flæðar-t^ eyri Ci Tíflagdfur J/- Hráfna-A kletfar \ 1*0 ) \ /276' v Hestur Dynjandix. Miðmunda- Sveitin Nónhögg Glátua hins vegar gert að verkum að mannaferðir em mun tíðari en áður; hestaferðir, skipulagðar gönguferðir og svo ferðir fólks sem er þarna á eigin vegum. Það segir Halla bæði gott og vont. „Sjarminn fólst að miklu leyti í einangmninni, en þetta er enn sem komið er að minnsta kosti ekki það mikið að það trafli. Svo er náttúrulega ákveðið öryggi í því að vita þarna af mannaferðum." Það er líka kominn sími á Höfða- strönd, farsími reyndar, sem Ásthild- ur tók í fyrsta skipti með sér þangað í fyrrasumar eftir að hafa dvalið þar sambandslaus í tuttugu sumur. G-mjólk og mjólkurduft Þeir sem dvelja á Höfðaströnd geta ekki búist við nýju brauði og nýrri mjólk daglega. Kex, G-mjólk og mjólkurduft er nær Iagi. Þar er það nefnilega á boðstólum sem kom- ið er með í upphafi, og eftir mánað- arlanga dvöl er matseðillinn óneitan- lega bæði farinn að styttast og orðinn fábrotinn. „Þegar ég var þarna sem stelpa fómm við með bátnum yfir og sáum svo varla menn fyrr en báturinn kom aftur rúmum mánuði seinna að sækja okkur. Það var upp og ofan hvort einhveijar vistir bámst okkur á þessum tíma. Það var helst ef einhveijum vinum eða ættingjum á ferð á Vestfjörðum datt í hug að heimsækja okkur. Þeir fóm þá með bát í Gmnnavík og röltu yfir til okk- ar, svona tveggja til þriggja tíma gang. Fólk kom þá með vistir og pokarnir vora famir að síga ansi mikið í þegar Höfðaströnd nálgaðist.“ Systkinin Guðjón, Halla, Margi-ét og tvíburarnir Lilja og Elín gerðu sér ýmislegt til dundurs á Höfða- strönd, en staðurinn gerir töluvert meiri kröfur til ímyndunarafls barna, en þau eiga að venjast. „Við lærðum til dæmis morse-kerfíð utanað, en sú kunnátta er að vísu horfin. Svo var ég þarna með Barbie-dúkkurnar mínar og las náttúmlega heilmikið." Fjölskyldustaður Dvöl Höllu og fjölskyldu hennar á Höfðaströnd í sumar verður aðeins vikulöng. Hún hefur ekki sama út- haldið og mamma hennar, vill frekar koma þangað í stuttan tíma til þess að rifja upp minningar, endurnýja kynnin við gamalkunna stokka og steina og kynna Höfðaströnd og töfra hennar fyrir eigin bömum. „Þetta er orðinn fjölskyldustaður- inn okkar. Mamma festi rætur þarna og við börnin hennar höfum fengið þetta í blóðið. Kyrfðina og fegurð náttúrunnar. Við komum ekki þang- að um langt skeið, þetta var ekki nógu spennandi á unglingsárunum og svo gekk annað fyrir á meðan við vorum sjálf að koma okkur upp fjölskyldum. Nú kunnum við aftur að meta gömlu Höfðaströnd og vilj- um að börnin okkar kynnist staðnum." g Undir svörtum beltum Hrafnabjarga JÖRÐIN Höfðaströnd liggur sunnan Jökulfjarða. Áður var byggðin kölluð Sveitín, en þar eru jarðimar Kollsá, Höfði og Dynj- andi auk Höfðastrandar. I Arbók Ferðafélags íslands 1994 segir um Sveitina: „Vetrarríki er á Sveit- inni, snöggir hagar og reytíngs- slægjur, en fjörubeit og sjávar-_ gagn til búbóta þá heppnaðist. í hörðum árum hefir verið þröngt í búi við Jökulfirði og lífsviður- væris aflað með harðneskju, en grannar hjálpuðust að við að lifa; skiptust á um að lána hver öðrum heytuggu, mjólkurlögg eða soðn- ingu og annað þegar þurfti." Upp frá Höfðaströnd er auð- gengið á Hrafnabjörg þaðan sem falleg sýn er yfír allt umhverfi Jökulfjalla. Jökullinn i austri og firnindin í norðri og í vestur sést yfir Staðarheiði og út i Grunnavík þaðan sem alfaraleið lá áður inná Sveit. I Árbókinni segir að á síðasta skeiði byggðar í Grunnavíkur- hreppi haJfi verið þríbýli á Höfða- strönd, bæimir Neðribær, Hærri- bær og Steinhólar. „í Neðribæ bjuggu síðast systkini úr Bolung- arvík á Ströndum, Grímur Finn- bogason og Guðrún ráðskona hans. Grímur var kallaður Eggja- Grímur af atvist sinni við bjargsig og eggjatöku í Hombjargi, þóttí sérstæður maður, fommáll, sögu- fróður og gerði sér jafnan tíl gam- ans ef stillur komu á vetur að fara í ferðalag norður á Strand- ir. . . Ásthildur Gunnarsdóttir var sumarstúlka hjá systkinunuin Grími og Guðrúnu. Ásthildur er Höfðaströnd trygg og hefir með hjálp vina sinna gert húsinu í Neðrabæ allt tíl góða og sómir það sér vel hið ytra sem innra.“ íslensk Pompel Þá er í Árbók Ferðafélagsins sagt frá Beinrófu, miklum tóttum, háum veggjahleðslum, tröðum og garðlögum sem standi á hcillandi bæjarstæði ofarlega og utarlega í túninu á Höfðaströnd. Það er sagd- að endur fyrir löngu hafi Höfðastrandarbær staðið á Bein- rófu, en verið yfirgefinn þegar kom upp taugaveiki á bænum. Síðan var byggt að nýju neðar og nær sjó. „Ábúendur á Höfðaströnd hafa varast að hrófla við rústun- um; óttínn við að taugaveiki gysi upp hefir varðveitt þær, en því var trúað að sóttkveikja gætí hald- ist í rústum tvær aldir. Undir sverði á Beinrófu gætu legið öll búsgögn til reiðu og rúm óumbúin einsog frá var gengið, ef til vill er þar íslenska Pompei að fínna.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.