Morgunblaðið - 16.06.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.06.1996, Blaðsíða 4
4 D SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ SUMARFRIAISLANDI Með kajak í farangrinum KAJAKRÓÐUR er nokkuð sem sífellt fleiri stunda hér á landi yfir sumarið. Úti á landsbyggð- inni er víða að finna aðila sem bjóða ferðafólki upp á kajakróður þar sem kennsla í grundvallar- atriðum íþróttarinnar er innifalin. Meðal þeirra sem kynnst hafa kajakróðri erlendis og hafa í kjöl- farið farið að kynna íþróttina fyr- ir íslendingum er Björn Guð- mundur Markusson. Hann keypti í fyrra sex kajaka frá Bandaríkj- unum, bæði eins og tveggja manna. Kajakaha er hægt að brjóta saman og taka með sér hvert á land sem er. Björn Guðmundur hefur starf- að sem leiðsögumaður frá árinu 1983. Síðasta sumar starfaði hann sem skipstjóri á hjólabát við Vík í Mýrdal og þar notaði hann tækifærið til þess að kenna fólki kajakróður. Aðstæður til kajak- róðra eru erfiðar við Vík í Mýr- dal, en nemendurnir stóðu sig með mikilli prýði. Hann notaði kajakana líka uppi við Heiðarvatn og í ám í nágrenni Víkur. „Ég legg mikla áherslu á ör- yggið. Uti í Bandaríkjunum kynnti ég mér sérstaklega hvern- ig viðvaningar eru líklegir til að bregðast við þeim aðstæðum sem geta komið upp. Ég fer með fólki yfir nokkrar grundvallarreglur og svo eru bátarnir mjög stöðugir þannig að það er engin ástæða til hræðslu þó fólk sé óvant." Björn Guðmundur er með að- stöðu fyrir kajakana sína við Ægisgarð í sumar, hjá siglinga- klúbbnum Brokey. „Þeir hafa gef- ið mér vilyrði fyrir þvi að nota flotbryggju sem þeir eru með og þarna er líka inniaðstaða þar sem ég get sýnt fólki skyggnur." Ekki bára sumaríþrótt Að sögn Björns Guðmundar er langt frá því að kajakróður sé ein- göngu sumaríþrótt. „Ég er með það góðan útbúnað að fólk er vel varið gegn veðrum og vindi. I vet- BJÖRN Guðmundur.....segir mikilvægt að leggja áherslu á öryggi í kajakróðri. Þ AÐ er víða hægt að fara í kajak- róður. Hér er hópur við Þing- vallavatn fyrr í sumar. ur var ég til dæmis með bátana á Mývatni og við Arnarstapa auk þess að fara vikuferð upp Mýrar frá Borgarnesi." Það er auðvelt að ferðast með kajakana og Björn Guðmundur á von á því að fara með þá víðar í sumar, tii dæmis á ÞingvaHavatn, en þangað hefur hann farið áður. „Ég er enn að móta þessa starf- semi og er með ýmsar hugmyndir sem ég á eftir að þróa áfram. Ég hef til dæmis mikinn áhuga á að gera fötluðu fólki kleift að prófa kajakróður. Það getur gengið upp í tveggja manna bátunum þar sem annar aðilinn er kapteinn, en hinn stýrir áralaginu. Aðstæður hér á Reykjavíkursvæðinu er mjög góð- ar tíl þess því aðgengið að bátun- um er auðveldara en víðast annars staðar." ¦ RÓIÐ á Þingvallavatni. Morgunblaðið/Þorkell Leiðsögn um slóðir Laxdælu GUDRÚN Ósvífursdóttir var sterk kona, sem Iét sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Tæp- ast hefur hana þó órað fyrir að líf hennar yrði til þess að bóndakona í Dölunum settist á skólabekk og yrði sér út um Ieiðsögumannsréttindi, svo hún gæti fylgt f erðamanna- hópum um slóðir Guðrúnar. Birna Lárusdóttir á Efri- Brunná í Saurbæ ólst upp við Njálu í Rangárþinginu. Þegar hún fann mannsefnið og flutt- ist í Saurbæ kvaddi hún Njál, Bergþóru, Gunnar, Skarphéð- in og allt það f'ólk og sökkti sér niður í Laxdælu í staðinn, enda mikil áhugakona um sögu jog alls konar jrrúsk. „Laxdæla er eina íslendingasagan sem hægt er að kalla kvennasögu, þó hún sé rituð af körl- um. Guðrún Ósvífursdóttir er aðalhetjan, þrátt fyrir að hún sé aðeins í þríðjungi sögunnar, en að auki eru margar áhuga- verðar kvenpersónur í sögunni." Á Efri-Brunná er rekið kúabú og þar er reyndar líka boðið upp á gistingu á vegum Ferðaþjónustu bænda. „Þegar ég, líkt og svo margir aðrir bændur, f ór að svipast um eftir nýrri atvinnugrein sem BIRNA Lárusdóttir, leiðsögumaður. búbót þá fannst mér gráupp- lagt að læra svæðaleiðsögn í Fjölbrautaskólanum á Akra- nesi," segir Birna. „Því námi lauk ég vorið 1993 og frá þeim tíma hafa skipulagðar ferðir smám saman aukist, aðallega um sögusvið Laxdælu. Þessar ferðir hafa ef til vill ekki reynst mikil 1 búhnykkur, en þær veita mér mikla ánægju." í fótsppr söguhetja í Dölunum er rekið myndar- legt Edduhótel á Laugum og þar er miðstöð ferðamála svæðisins. Það er vel við hæfi, því þar er talið að Guðrúh Osvífursdóttir hafi fæðst og þar bjó hún með öðrum og þriðja eigin- manni sínum, Þórði og Bolla. „Þeir sem leita til mín um leiðsögn eru aðallega ís- lenskir ferðamenn," segir Birna. „Sumir þeirra eru mjög vel að sér í Laxdælu og líka Sturlungu. Þetta fólk vill helst ganga rólega um og njóta þ^ss að feta í fótspor söguhetjanna. I báðum sögunum er lands- lag tíundað nákvæmlega og nefnd ýmis ðrnefni. Þessi örnefni eru mörg þekkt enn þann dag í dag. Ég get bent ferðafólki á þann stað sem vísað er til í Sturlúngu GUÐRÚN Ósvífursdóttur hefur án efa búið myndarbúi á Laugum, en varla hefur húsakosturinn þó verið jafn glæsilegur og nú er á jörðinni, en þar er rekið Edduhótel. þegar seg^r: „Þar riðu þeir upp með Rán- árvöllum" og þetta heillar útlendinga al- veg sérstaklega." Ungllngarnlr f róðlr Gönguför með Birnu tekur yfirleitt rúma klukkustund. „Auðvitað getur fólk pantað alls konar f erðir og ef farið er yfir allt sögusvið Laxdælu þá tekur það lengri tima. Eg fór til dæmis með 50 ungl- inga úr 9. bekk Snælandsskóla í slíka ferð í vor. Þeim fannst mikið til koma þegar þau voru fyrir neðan brekkuna þar sem Melkorka, írska konungsdóttirin sem var ambátt hér á landi, kenndi syni sínum móðurmál sitt. Það er mjög gaman þegar skólastjórar viUa kynna nemendum náms- efnið a þennan hátt og krakkarnir kunnu söguna ótrúlega vel." Birna fer með hópa í f erðir á hverjum laugardegi í júlí, en utan þess tíma getur fólk pantað ferðir eftír eigin höfði, hvort sem það eru gönguferðir eða bílferðir. Þar getur Birna lagt til bílinn, eða þá hún skellir sér í bíl ferðafólksins. „Þetta hérað lætur ef til vill ekki mikið yfir sér þegar ekið er í gegn, en það leynir svo sannar- lega á sér. Sagan er á hverju strái." Birna segir óþarfi fyrir ferðafólk að veigra sér við göngunni. „Ég er nú ekki mikill göngugarpur sjálf. Eitt sinn stóð ég við Edduhótelið og lýsti komandi gönguf erð fyrir hópi fólks. Lítil stúlka fylgdistgrannt með og hún hitti naglann á höfuðið þegar hún kallaði til ömmu sinn- ar. „ Amma, amma, þú getur alveg farið eins og þessi kona!" Það var líka alveg rétt hjá henni og amman fór með í ferð- ina. Þetta er rölt sem ætti ekki að vera neinum ofviða." m r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.