Morgunblaðið - 16.06.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.06.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 1996 D 5 SUMARFRI A ISLANDI „ Hún mamma er búin að veiða f jóra f iska" ÞAÐ glymur við skellihlátur í sól- inni í Hvammsvík þar sem fjöldi fólks er samankominn við veiðar. Veðrið hefur verið hið undarleg- asta þennan sunnudag, skipst á skin og skúrir svo um munar, en nú hefur sólin endanlega náð yfir- hóndinni. Hláturinn kemur frá litl- um sex ára snáða við bakkann. Hann staulast í hláturkasti til mömmu sinnar sem stendur rétt ¦¦ hjá með stöng: „Sjáðu hvað gerðist þegar ég kastaði út," stynur hann milli hláturskviðanna og mamman skoðar strákinn sinn. „Eg vafði lín- unni um hálsinn," hlær strákurinn og eftir að hafa gengið úr skugga um að hann meiddi sig ekki, getur mamma ekki annað en hlegið með. „En þú verður að fara varlega," ítrekar hún og sonurinn játar því áður en hann springur aftur úr hlátri. Mímir litli hefur líka ástæðu til þess að vera í sólskinsskapi. Hann er búirin að veiða þrjá fiska, þar af einn „risastóran." Samtals ellefu Máni stóribróðir er tíu ára. Hann er búinn að veiða einn fisk, en hann er heldur ekki með sína eigin stöng eins og Mímir því hún liggur brotin heima. Brotnaði í síðustu veiði. Þetta er í fyrsta skipti sem Máni og Mímir veiða í Hvammsvík. Þeir eru þar með pabba og mömmu og þó þeim hafi gengið vel að veiða þennan sunnudagseftirmiðdag, er það samt mamma sem stelur sen- unni. „Hún er búin að veiða fjóra," upplýsir Mímir. „Hún hefur bara einu sinni veitt fisk áður," bætti Máni við, „þá var hún tólf ára og sleppti fiskinum." Strákarnir hlæja að þessari vitleysu, að henda-veidd- um físki. En af hverju gengur mömmu ykkar svona vel? „Bara" segir Mímir. „Hún er á besta staðn- um," segir Máni. Og hvað er pabbi ykkar búinn að veiða? ,Sko samtals ellefu fisk- ar," segir Mímir hróðugur, „og þá er pabbi búinn að veiða ..." „Þrjá," segir stóri bróðir. „Ég er búinn að fara fjórum sinn- um að veiða," upplýsir Mímir, en Máni hefur ekki tölu á skiptunum. Hann hefur farið oft. Og hvert far- ið þið? „Til dæmis á Reynisvatn," segir Máni. „Þar veiddi ég alveg einn risastóran," bætir Mímir við og handleggirnir teygjast langt í sitthvora átt. Vááá! „Já," segir Mímir. Notiði ánamaðka? „Jájá." Og hver setur maðkana á öngla? „Hann pabbi." Og rotar fiskana? „Já." Og losar öngulinn? „Jaá." En þið veiðið þá? „Jahá." „Svo gerir hann þetta líka fyrir mömmu." Nú viljastrákarnir komast aftur að veiða. Áður fallast þeir þó á- að sitja fyrir á mynd með afla dagsins á milli sín. Og í bakgrunni situr mamma, á besta staðnum, og reyn- ir að ná þeim fimmta. ¦ Morgunblaðið/Ragnhildur Sverrisdóttir Morgunblaðið/Sigurður Mar Golf við Ekkjufell GOLFVÖLLURINN við Ekkju- fell á l'I.jótsdii IsIiói-;h)í er eitt af mest notuðu útivistarsvæðum á Héraði. Völlurinn er vinsæll hjá ferðamönnum enda sífellt al- gengara að f erðamenn stingi settinu niður með f arangrinum áður er lagt er upp í ferðalag um landið. Fjölmörg golfmót eru haldin yfir sumartímann. Við golfvöllinn er golfskáli þar sem hægt er að kaupa veitingar. Ibúð í golf skála er til útleigu allt sumarið og hægt er að fá leigðar kylfur. Boðið eru upp á kennslu og sérstaka kennslu fyrir ungl- inga. Til stendur að halda sérstök f erðalangamót í sumar, sem verða auglýst síðar. ¦ AI Hlýja, mýkt, léttleikiog lítil fyrirferð • • § eru helstu kostir Ajungilak svefnpokanna - kostir sem þúsundir íslendinga, geta borið viíni um. Lærðij af reynslu annarra. Líttu inn og ráðfærðu þig við okkar menn - þeir vita svefnpoki r hvaða Ajungilak hentar þér best. Tyin Fyrir vctraríerðina Lengd: 200 cm. Fyrir alk að -30" Þyngd 1,5 kg. Igloo Fytir aðra [jðlskyldumcðlimi Lengdir: 150, 195 og 215 cm Fyrir alllað -18°. Þyngd 2,2 kg. SKATABUDIN Snorrabraut 60 • Sími 5 61 2045

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.