Morgunblaðið - 16.06.1996, Síða 6

Morgunblaðið - 16.06.1996, Síða 6
6 D SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ SUMARFRÍ Á ÍSLAIMDI Fjölhæfir fjallagarpar í Skaftafelli VEL búinn ferðalangur á Svínafellsjökli býr sig undir að fara niður í iður jökulsins. A efri myndinni er áð við Grænalón. ÍSLENSKIR fjallaleiðsögumenn er félag nokkurra Ieiðsögumanna sem hafa áralanga reynslu í göngu, fj'alla- og skíðaferðum. Yfir sumarið slá þeir upp búðum í þjóðgarðinum í Skaftafelli og bjóða þaðan upp á lengri og skemmri göngu- og fjallaferðir. „Aðalmarkmiðið er að ýta undir það sem hægt er að kalla „virka“ og „græna“ ferðamennsku þar sem ferðamaðurinn er meðvitaður um stöðu sína í samhengi við náttúruna,“ segir Einar Torfi Finnsson, einn íslenskra fjallaleið- sögumanna. I sumar verða íslenskir fjalla- leiðsögumenn í fyrsta sinn með útibú í Kverkfjöllum. „Við erum að færa út kvíarnar. Frá Kverk- fjöllum ætlum við að stunda ferð- ir upp að Hveradalnum, auk ann- arra skoðunarferða. Við þetta opnast möguleikinn á því að bjóða upp á skíðagönguferðir í Gríms- vötn og yfír Vatnajökul." Með þarfir íslenskra hópa í huga Skipulagning lengri göngu- ferða, 3-15 daga bakpokaferða, er stór hluti starfsemi íslenskra fjallaleiðsögumanna, og þar eru hagsmunir og þarfír íslenskra hópa sérstaklega hafðar í huga. „í þess- um ferðum eru helstu viðskiptavin- imir vinnustaðahópar og göngu- klúbbar,“ segir Einar Torfí. „Ann- ars höfum við fyrst og fremst áhuga á að safna saman fyrir- spumum um gönguferðir sem öðr- um aðilum í ferðaþjónustu berast og reyna að sinna þeim sem best. Klæðskerar Fjallaleiðsögumennirnir taka líka að sér að klæðskerasauma ferðir fyrir áhugafólk um útiveru, hvert á land sem er. „Við skipu- leggjum ferðalög, sjáum um mat og viðlegubúnað og veitum fólki áhyggjulausa ferð með alvöruleið- sögn. Við leiðbeinum með val á búnaði, hjálpum fólki að raða rétt í bakpokann og með því að fylgja nákvæmum útbúnaðarlista okkar getur fólk komið í veg fyrir að pokinn verði of þungur. Við lögum okkur að þörfum hvers hóps fyrir sig og veljum gönguleiðir við hæfí.“ Ferðir að staðaldri Meðal ferða sem íslenskir fjalla- leiðsögumenn bjóða að staðaldri er tveggja og hálfs tíma gönguferð um Svínafellsjökul þar sem geng- ið er um jökulsporðinn og landslag hans og sérkennileg form skoðuð. Kennd eru undirstöðuatriði í notk- un mannbrodda og ísaxa. Verð er 1.900 kr. á mann, leiga á broddum og ísöxum innifalin. Einnig er í boði fimm tíma gönguferð um Svínafellsjökul þar sem fyrst er farið yfír undirstöðu- atriði í notkun ísaxa og mann- brodda. Síðan er gengið í gegnum sprungusvæði jökulsins að ískötl- um uppi á sléttunni við rætur Hvannadalshnjúks og Hrútsfjalls sem gnæfa yfir jökulinn. Verð er 3.900 kr. á mann fyrir 2-8 þátttak- endur, leiga á broddum og ísöxum innifalin. Þá má nefna tíu til fímmtán tíma ferð á Hvannadalshnúk. Um er að ræða ferð sem þykir tækni- lega frekar auðvelt, en krefst tölu- verðs úthalds. Annaðhvort er farin svokölluð Hryggjaleið frá Virkis- jökli eða Sandfellsleið. Verð er 6-10.000 á mánn eftir íjölda þátt- takenda, leiga á búnaði til jökla- ferða er innifalin. Boðið er upp á dagsferð um gömlu póstleiðina þar sem ekið er upp með Skeiðará að vestan og gengið í fótspor Hannesar pósts og forvera hans. Haldið yfír jökul- sporðinn og Útfallið, gengið með Jökulfellinu í Bæjarstaðaskóg og þaðan yfir Morsárdalinn í Skafta- fell. Verð er 4.300 á mann fyrir 3-8 þátttakendur, leiga á broddum og ísöxum innifalin. Bakpokaferð um Núpstaðar- skóg og Skaftafell tekur fjóra daga. Gengið er upp með Núpsár- gljúfrum, að Grænalóni, yfír Skeið- arárjökul og Kjósareggjar, um Bæjarstaðarskóg í Skaftafell. Gengið er 5-8 klukkustundir á dag. Verð er 19 þúsund fyrir 4-12 í hóp, afsláttur fyrir sérhópa. Inni- falið í verði er flutningur frá Skaftafelli í Núpsstaðarskóga, Grænalón og yfir Skeiðarárjökul í átt að Skaftafelli. Loks má nefna Is & eldur leið- angurinn. Þar er um að ræða tólf daga bakpokaferð frá Eldgjá, yftr Skaftá, um Lakagíga, Síðujökul, Núpsstaðaskóga, Grænalón og yfír Skeiðarárjökul í átt að Skaftafelli. „Svo erum við með þessa nýjung í sumar, vikuferð yftr Vatnajökul frá Kverkfjöllum," segir Einar Torfí. „Annars er í flestum ferðum okkar miðað við brottför frá Skaftafelli." Einar Torfí lagði áhérslu á að best væri að bóka ferðir tíman- lega, þær gætu fallið niður eða breyst af ýmsum ástæðum. Þó væri algengt að fólk kæmi á tjald- stæðið í Skaftafelli og hefði sam- band við þá vegna ferðar daginn eftir. „Við stefndum aðallega á að fá útlendinga i styttri ferðirnar, en það er athyglisvert að íslend- ingar eru í raun farnir að hegða sér eins og ferðamenn og droppa við í þessar styttri ferðir jafnhliða því að panta í lengri ferðimar.“ - Góður korturfyrir fjöhkylduna í sumarfninu ÍSLENSK SUMARHÚS bjóöa þér og fjölskyldu þinni sumarhús í fögru umhverfi á Suðurlandi, í Borgarfirði og á Snæfellsnesi. Húsin eru af ýmsum stærðum og vandlega útbúin . Þau eru leigð út í eina viku í senn, frá föstudegi til föstudags. I S L € N,S K HRINGDU OG FÁÐU SENDAN MYNDABÆKLING Austurvegi 22 • 800 Selfoss Sími 482 1666 - Fax 482 2807 Fljótandi óskasteinar ó Jónsmessunótt ENGINN frýr Snæfellsnesi feg- urðar. Margir ferðalangar leggja leið sína yst á nesið og fara jafn- vel alla leið upp á efstu brún Snæfellsjökuls. En víðar á nesinu er fallegt og um ótal leiðir að velja. Ef ferðamenn kjósa að staldra við í Grundarfirði og nágrenni má benda á sex fallegar göngu- leiðir. Ganga á Klakk (Setbergseld- stöðin) hefur verið vinsæl og þá einkum á Jónsmessunótt. Þjóð- sagan segir að þessa nótt fljóti óskasteinar í tjörn einni sem þar er. Ef ferðalangar eru ekki svo heppnir að ná einum slíkum, þá geta þeir huggað sig við útsýnið yfir Kolgrafarfjörð og Grundar- fjörð. Rústir forns kaupstaðar Gaman er að ganga um Grund- arkamb, skammt fyrir neðan bæ- inn Grund, austan Grundarfjarðar. Þar eru rústir hins forna Grundar- fjarðarkaupstaðar og sjást þær mjög vel. Fjaran fyrir neðan kamb- inn er einnig skemmtileg. Upp frá bænum Kverná, sem einnig er austan Grundarfjarðar- kaupstaðar, eru margar skemmti- legar gönguleiðir og er greiðfært bæði að Grundarfossi og Kvernár- fossi. Útsýni yfir Breiðafjörð Skammt fyrir ofan Grundar- fjörð er Grundargil með fallegum fellum til beggja handa. Tiltölu- lega létt ganga er um gilið og upp á fellin en þaðan er fallegt útsýni. Vestan Grundarfjarðar er skemmtileg gönguleið upp með Kirkjufellsá. Þar er fallegt gljúfur og margir sérstæðir fossar. Loks má svo benda gestum sveitarinnar á að ganga á Brimlárhöfða. Það er tiltölulega auðveld ganga og býður upp á fallegt útsýni yfir útsveitina og Breiðafjörð. ■

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.