Morgunblaðið - 16.06.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 16.06.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 1996 D 7 SUMARFRÍ Á ÍSLANDI Fjallahjól í öllum stærðum og mikið úrval fylgihluta. Komdu við, kíktu á hjól og aukabúnað og fáðu þér eintak af nýjum fylgihlutabæklingi! Við getum einnig sent þér bæklinginn i pósti. CÚP leiðandi á sinu swiÖi Spilaó og lesió í f ríinu ÞAÐ tilheyrir undirbúningi sum- arfrísins hjá mörgum að birgja sig upp af bókum og spilum til afþrey- ingar. Reyndar er það svo að í dag- legu amstri hefur bóklestur víða þurft að láta í minni pokann og oft er sumarfríið eini tíminn sem fólk hefur til þess að njóta lesturs. Fjöl- skyldur njóta þess líka að eyða tím- anum saman við spil í fríinu, nokk- uð sem kannski gefst ekki tími til alla jafna. Þegar blaðamaður leit ásamt ljós- myndara inn í spilabúðina Genus í Kringlunni, kom í ljós að spurninga- spilið Trivial Pursuit nýtur enn mik- illa vinsælda, en spilið kom fyrst á markað hér á landi árið 1985. Nokkrum árum síðar komu auka- spurningar og svo komu nýjar spumingar um síðustu jól. Spilið kostar um fímm þúsund krónur. Þau eru fleiri íjölskylduspilin sém em vinsæl í sumarfríið. Sum höfða til allrar fjölskyldunnar, önnur höfða frekar til bama og unglinga og enn önnur til fullorðinna. Meðal þeirra spila sem hafa verið vinsæl undanfarin ár má nefna krossgátu- spilið Scrabble sem kostar rúmlega fjögur þúsund, orðaleikinn Rummi- kub sem er á um 2.500 krónur og stríðsleikinn Risk á um 4.600 krón- ur. Þar er barist um heimsyfirráð. Krakkarnir eru spenntir fyrir nýju Pocahontasspili, en þá sem ekki vita er rétt að upplýsa að spil- SPIL af ýmsu tagi eru líka vinsælt afþreyingarefni. ið er nefnt eftir teiknimyndahetju úr Walt Disney mynd. Púsluspil alls konar em líka vinsæl fyrir krakka á öllum aldri. Svo em það alltaf spilastokkamir gömlu og góðu sem þurfa að fylgja með í farangrinum. Of fáar göngulei Aabækur „ Vegahandbókin er tvímælalaust vinsælasta bók sumarferðalanga," segir Bryndís Loftsdóttir, hjá Ey- mundssyni. „Af öðru íslensku les- efni má nefna tímarit ýmiskonar og krossgátublöð em mjög vinsæl. Við verðum ekki vör við sérstaklega mikla hreyfíngu á íslenskum bók- um, nema helst íslendingasögun- um. Fólk virðist gjarnan fara á söguslóðir og kiljur eins og Egils- saga, Laxdæla og Grettissaga eru þar vinsælastar." Bryndís sagði líka að Flóran seld- ist alltaf vel yfír sumarið, sem og þær allt of fáu gönguleiðabækur sem til væra. Þær erlendu kiljur sem eru á mestri hreyfingu nú í upphafi sum- ars em samkvæmt upplýsingum Eymundssonar: The Green Mile eft- ir Stephen King, Let Me Call You Sweetheart eftir Mary Higgings Clark, Games of State eftir Tom Clancy og Horse Whisperer eftir Nicholas Evans. Ennfremur A Place Called Freedom eftir Ken Follet, The Lost World eftir Michael Cric- hton og Coming Home eftir Rosa- mund Piccher. ■ ...og eitt af því er vandað reiðhjól sem hentar við íslenskar aðstæður. Mongoose alvöru fjallahjól hafa fyrir löngu sannað sig, hvort sem um er að ræða notkun að sumri eða vetri og um það geta mörg þúsund eigendur vitnað. Reiðhjólahjálmar eru nauðsynlegir til að verja höfuð þeirra sem ferðast á hjóli og leggjum við hjá GÁP Fjallahjólabúðinni mikla áherslu á það atriði með því að bjóða viðskipavinum okkar að velja úr úrvali öryggishjálma á góðu verði. Jafnframt vekjum við sérstaka athygli á kvenhnakka og kven- hjólafatnaði frá Bandaríska fyrirtækinu Terry. Komdu við og ræddu við sölumenn okkar um verðtilboð og greiðslukjör. A LVOR U FJALLAHJÓL ALVÖRU FJALLAHJÓL r-j— .. iSli /. :í ' % / *! i' ■ ^ ^ \ j Moo.joose Sycamore, alvöru fjallahjól hlaðið ýmsum aukabimadi. A litlu myiulmoi neðst til vinstri á siðunni getur aó llta sams konar hjol an aukabúnaðar. ÞUÁTT SKILIÐ ÞAÐ BESTA Morgunblaðið/Sverrir MARGIR nota sumarfríið til bókalesturs. A-Skaftafellssýsla Færa út kvíarnar í þjónustu Ferðaþjónustuaðilar í A- Skaftafellssýslu eru að færa út kvíarnar í þjónustu við ferðamenn og hafa gefið út gönguleiðakort. Nýtt far- fuglaheimili er að opna að Vagnstöðum í Suðursveit, I Árnanesi í Hornafirði eru að fara í gang skipulagðar he- staferðir auk hefðbundinnar hestaleigu. Miðað er við að ferðirnar séu við flestra hæfi. Hægt er að fá skjólfatnað og öryggishjálmar eru að sjálfsögðu fyrir alla. í Árnanesi er einnig rekið handverks- og listagallerí. Hönnuðir eru allt þekktar íslenskar leirlistakonur. Skipulagðar ferðir eru í Lónsöræfí í allt sumar og ennfremur eru bátsferðir á Lóninu. Jöklaferðir sjá um ferðir upp á Skálafellsjökul. Ýmist eru það vélsleða- eða snjóbílaferðir. Hægt er að gista í skálanum Jöklasel uppi á jökli og njóta þar góðr- ar þjónustu en skálinn hefur vínveitingaleyfi. Frá Fagur- hólsmýri eru ferðir út í Ing- ólfshöfða. Farið er á hey- vagni og fuglalíf skoðað í höfðanum. ■ A1 FJALLAHjdLABÚDIW • FAXÁFEIUI 14 - REVKJAVIR - S: S68 5580 - netfang: gap@centrum.is ALVÖRU FJALLAHJÓL ALVÖRU FJALLAHJÓL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.