Morgunblaðið - 16.06.1996, Side 9

Morgunblaðið - 16.06.1996, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 1996 D 9 SUMARFRÍ Á ÍSLANDI Siglt út í Papey FRÁ Djúpavogi eru daglegar ferðir til Papeyjar sem er söguleg eyja og dregur nafn sitt af bú- setu írskra einsetumanna í eynni. Til Papeyjar er um 10-11 km sjóleið frá Djúpavogi og tekur ferðin í það heila um Qórar klukkustundir. Búið er að bæta lendingarskilyrði í eynni og setja upp vatnssalemi og aðvörunarskilti á viðsjárverðum stöðum. Farið er í fylgd leiðsögumanns og dvelja gestir í um 3 klukkustundir í eynni. Fjölskrúðugt fuglalíf er í Papey og til eru margar sögur um ábúendur eyjarinnar en Papey er eina eyjan í Múlaþingi sem að staðaldri hefur verið í byggð. í Papey er lítil timburkirkja, sú minnsta á Islandi. ■ AI Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir PAPEYJARKIRKJA, minnsta kirkja landsins. DISKARNIR eyðast úti í náttúrunni á 3-4 vikum. Hnífapörin eru úr maískorn- um og eyðast líka í náttúrunni á nokkrum vikum. Við komum á fullu gasi með Umhverfis- vænir diskar sem hægt er að borða FERÐAMENN sem hafa áhuga á verndun umhverfisins, hafa nú ástæðu til þess að kætast. Þessa dagana eru að koma á markað diskar sem framleiddir eru úr kartöflumjöli með nátt- úrulegu bindiefni og eyðast úr ruslahaugum á 3-4 vikum, sam- kvæmt þvi sem framleiðandinn heldur fram. Með diskunum er hægt að fá hnífapör sem fram- leidd eru úr maískornum og eru gædd sama eiginleika og disk- arnir, eyðast á nokkrum vikum. Þeir sem ekki vilja bíða eftir að diskarnir eyðist af sjálfu sér, geta flýtt fyrir með því að borða þá, en það mun vera óhætt. Fengur fyrlr meðvitað fólk „Þessi vistvænu mataráhöld eru mikill fengur fyrir fólk sem er meðvitað um verndun náttúr- unnar,“ segir Snæbjörn Tr. Guðnason, markaðsstjóri hjá Ömmubakstri, sem sér um dreifingu á þessari nýju vöru í samvinnu við Vist Form sem flytur hana til landsins. Austur- rískt fyrirtæki, Bio Pack, hefur framleiðslurétt á áhöldunum, en þau eru framleidd í Svíþjóð. Að sögn Snæbjörns eru uppi hugmyndir um að setja á stofn verksmiðju hér á landi til að framleiða áhöldin fyrir innan- landsmarkað. „Næstu mánuðir munu fara í markaðskönnun, en það hafa þegar nokkrir stærri aðilar sýnt áhuga á þess- ari vöru. Við höfum til dæmis náð samningum við Hagkaup og það er stefnt að því að fyrir áramót verði svona bakkar úr kartöfluinjöli notaðir í ávaxta- og grænmetisborði Hagkaups." Þola heita sósu Diskarnir og hnífapörin munu að sögn Snæbjörns fást í matvöruverslunum, á bensín- stöðvum og víðar. Verð á sex litlum diskum í pakka verður úr búð innan við 200 krónur og sex stórir matardiskar í pakka með sex hnífapörum kosta 300-350 úr búð. Án hnífapar- anna kostar pakki með sex stór- um diskum um 200 krónur. Að sögn Snæbjörns eru þetta sterk- ir diskar, þola heitan mat, sósu og annað, í 12 klukkutíma áður en þeir fara að mýkjast upp. ■ Grillbursti Grillsett Olís býður 3 tegundir af gasgrillum á tilboðsverði. Þú velur grillið, við setjum það saman fyrir þig og ökum því heim til þín ásamt fullum gaskút. Við losum þig við gamla grillið í leiðinni. Líttu við á næstu Olísstöð og skoðaðu úrvalið á grili- og sumarvörum. Hamborgarakarfa ‘SSff Grillsteinar m/fullum gaskut 3.390,- m/ einnota gaskút Grill yfirbreiðsla ',VWVV\* og tosum þig við gamla gritiið ef þú óskar. Fullur gaskútur fylgir hverju grilli Heimsending á grillum miili 16:00 og 18:00 alla daga nema sunnudaga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.