Morgunblaðið - 16.06.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.06.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 1996 D 11 SUMARFRÍ Á ÍSLANDI Hjólaó á vit móður náttúru „STÍGÐU á sveif með lífinu," er kjörorð íslenska fjallahjólaklúbbs- ins. Markmið klúbbsins er að fá sem flesta til að fara ferða sinna á hjóli og komast í náið samband við móð- ur náttúru, takast á við hana, skilja hana og virða, eins og segir í upp- lýsingabæklingi klúbbsins. Ferðadeild íslenska fjallahjóla- klúbbsins skipuleggur ferðalög um allt land. Allar ferðir eru skipulagð- ar með það í huga að sem flestir geti tekið þátt í þeim. Vegalengdir í helgarferðum eru 40-70 kílómetr- ar á dag í rólegri yfirferð. Til að vera viss um að eiga ekki í vandræð- um í ferðum klúbbsins er fólk hvatt til að fara t.d. helgarferð á Þing- völl með allan viðlegubúnað eða hjóla Bláfjallahringinn. Ef þaðtekst er viðkomandi fullfær í allar ferðir. Ferflir vifl allra hæfi Um næstu helgi, eða 21.-23. júní verður Snæfellsnes skoðað á sumar- sólstöðum. Ekið verður að Búðum og hjólaðar um 50 kílómetra dag- leiðir um náttúruperlurnar undir jökli. Laugardaginn 29. júní verður bytjendaferð, létt lautarferð í ná- grenni Reykjavíkur og er mæting kl. 12 við veitingastaðinn Víbon á mótum Bústaðavegar og Reykja- nesbrautar, en þar er alltaf safnast saman fyrir byijendaferðir. í júlí eru skipulagðar fjölbreyttar ferðir. Helgina 6.-7. júlí verður far- ið að Hagavatni. Ekið verður að Hvítárvatni og hjólað yfir að Haga- vatni. Gist í skála eða tjaldi. Á sunnudegi veðrur hjólað niður að Gullfossi og Geysi, áður en haldið er til Reykjavíkur á ný með rútu. Dagleiðir eru u.þ.b. 50 km. Fjallahjólamót í Skorradal 13. júlí verður lautarferð upp í Heiðmörk fyrir byijendur og helg- ina 19.-21. júlí verður fjallahjólamót í Skorradal. Mótið er haldið í sam- vinnu við Skátafélag Akraness og er gist í tjaldi eða skála. Farið verð- ur í hjólreiðaferðir og fræðst um allt sem varðar hjólreiðar. Dagleiðir eru 50-60 kílómetrar. Helgina 27.-28. júlí verður svo- kölluð hjólaganga á Skessuhorn. Akraborgin verður tekin upp á Akranes, þaðan hjólað upp á Skarðsheiði og gengið á Skessu- horn. Þetta er tjaldferð og dagleiðir eru 40 km. Þátttakendur verða að ÞAÐ GETIJR verið ánægjulegt að ferðast einn á hjóli, en svo er líka hægt að slást í för með íslenska fjallahjólaklúbbnum. sjálfsögðu að hafa gönguskóna með. Út í óvissuna í ágúst Um verslunarmannahelgina fer fjallahjólaklúbburinn í óvissuferð, víðsfjarri vafasamri bílaumferð. Óvissuferðir eru ákveðnar með skömmum fyrirvara í samræmi við áhuga, getu og fjölda þátttakenda. Þá er einnig tekið tillit til veðurs og bílaumferðar. Dagana 10.-11. ágúst verður Hlöðuvallaferð. Hjólað eða ekið á Þingvelli og troðningur suður undir Skjaldbreið hjólaður að skála FÍ undir hlíðum Hlöðufells. Á sunnu- degi verður hjólaður línuvegurinn norðan við Skjaldbreið að Þingvöll- um, þaðan sem hjólað er eða ekið í bæinn. Dagleiðir á hjóli eru 50 kílómetrar, en 100 km ef þátttak- endur hjóla úr bænum. Þann 15. ágúst verður þriðja lautarferð sumarsins fyrir byijend- ur og fer nú hver að verða síðastur að slást í hópinn með Fjallahjóla- klúbbnum þetta sumarið. Hjólað á hálendifl 24.-25. ágúst verður óvissuferð, en þó kannski ekki alveg svo óviss, því upplýsingabæklingur Pjalla- hjólaklúbbsins er með hálfkveðnar vísur um „besta tímann til hálendis- ferða“. Svo mikið er víst að stefnan verð- ur tekin á hálendið helgina 6.-8. september. Þá verður ekið til Land- mannalauga á föstudagskvöldi og gist í skála FÍ. Á laugardegi verður hjóluð Krakatindsleið í hæðóttu landslagi u.þ.b. 45 km að Dalakofa norður við Laufafell. Á sunnudegi verða hjólaðir 70 km niður að Hellu og þaðan ekið í bæinn. Margir nota fjallahjólið sitt ein- göngu innanbæjar, en nú geta þeir gert bragarbót á í sumarfríinu og ferðast um með Fjallahjólaklúbbn- um. Svo er ekki ólíklegt að í geymsl- um leynist góð fjallahjól og er þá ekki tími til kominn að dusta af þeim rykið? ■ fyrir alla fjölskylduna Á 70 ára afmælisári 66°N hefur úrvaliö af sport- og útivistarfatnaði aldrei verið meira. Stöðug þróun hefur átt sér stað í framleiðsluaðferðum og unnið er úr bestu fáanlegum efnum á hverjum tíma. SIX-TEX öndunarfatnaðurinn, sem unninn er úr hágæðaefninu ENTRANT Gll, er einn sá vin- sælasti í dag enda mætir hann kröfum hörðustu neytenda landsins. POLARTEC FLEECE, EÐALFLÍS er mjúkur og hlýr fatnaður með mikið einangrunargildi, framleiddur í þremur mismunandi þykktum. 66°N eru^þeir fyrstu á íslandi sem framleiða EÐALFLÍS úr vindheldu- og vatnsfráhrindandi efni í verslunum 66°N er einnig mikið úrval af regn- og hlífðarfatnaði, úlpum og kuldagöllum á börn og fullorðna. SJOKLÆÐAGERÐIN HF. SKÚLAGÖTU 51 SÍMI 552 7425, FAXAFENI 12 SÍMI 588 6600, ÚTILÍF GLÆSIBÆ SÍMI 581 2922

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.