Morgunblaðið - 16.06.1996, Page 12

Morgunblaðið - 16.06.1996, Page 12
ftí ■ >*!■! HJl -i' JI JOA M 01( HOM 12 D SUNNUDAGUR 16. JLINÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ SUMARFRÍ Á ÍSLAIMDI Morgunblaðið/Sverrir ISAFJORÐUR en vinalegur bær, þar sem ferðalangar geta haft það náðugt, en að sama skapi er næg afþreying, óski fólk hennar. Morgunblaðið/Þórdís HAdda VIGUR i ísafjarðardjúpi hlaut umhverfisverðlaun Ferðamálaráðs á síðasta ári. Stórbrotin nóttúra, gott mannlíf og að auki næg af þreying „ÍSLENDINGAR virðast margir fara vítt og breitt um landið, sérstak- lega eftir hringveginum, áður en þeir koma til Vestfjarða, en það verður enginn svikinn af heimsókn hingað. Sú skoðun virðist ríkjandi, að langt og erfítt sé að ferðast til Vestfjarða, en ég bendi fólki til dæmis á að flugið milli Reykjavíkur og ísafjarðar tekur aðeins 40 mín- útur og er þar með næst stysta flug- leið á áfangastaði Flugleiða. Vegir hér fara líka batnandi, en aðall okk- ar í ferðaþjónustunni eru alls konar gönguferðir og bátsferðir." Þetta segir Þórunn Gestsdóttir, upplýsinga- og ferðamálafulltrúi ísafjarðarbæjar. Þegar Þórunn segir að enginn verði svikinn af heimsókn vestur hefur hún örugglega margt til síns máls, enda hljóta allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi í hennar umdæmi, sem nær allt frá Langanesi í Amarfirði og austur á Strandir. Þórunn viðurkennir fúslega að ekki séu allir vegir vestur malbikað- ar hraðbrautir, en segir þó ástæðu- laust að láta vegakerfið fæla sig frá Vestfjarðaheimsókn. „Ég ók sjálf Djúpveginn fyrir skömmu og hann er ágætur. Náttúrufegurðin við Djúp er líka slík, að það skiptir engu þótt vegurinn sé ekki fljótfarinn. Auðvit- að þyrfti að bæta vegi yfir ýmsar heiðar, til að tengja svæðið enn bet- ur saman, en ferðamenn eiga þó margra kosta völ. Jarðgöng undir Breiðdalsheiði, sem tengja Isafjörð, Súgandafjörð og Önundarfjörð og aðra firði þar suður af, eru auðvitað stórkostleg samgöngubót. Þau verða að vísu lokuð í sumar á meðan verið er að Ijúka malbikunarvinnu og ferðalangar sem vilja aka heiðina eiga þess kost í síðasta sinn í sumar.“ Upplýslngar í Edlnborgarhúsi Þegar Þómnn var tekin tali var undirbúningur fyrir sumarið í fullum gangi. „Við fáum fjölda fyrirspurna FERÐAMENN til VestQarða geta nú faríð í þriggja daga skipulagða gönguferð frá Dýraflrði yflr í Lokinhamradal og Svalvoga. Þessa ieið kalla Vestfirðingar „Vesturg8tuna“ og verður hán farin í fyrsta sinn í sumar. Flestir hafa heyrt talað um „Laugaveginn" og er þá ekki átt við þann sem liggur frá Bankastrætinu í Reykjavík, inn að Suðurlandsbraut, heldur er þetta heiti íjallamanna á leið- inni á milli Land mannalau ga og Þórsmerkur. Aðrar göngu- leiðir á hálendinu hafa svo hlot- ið nöfnin „Aust urstræti" og „Hverfisgata", svo dæmi séu nefnd. „Vesturgatan“ á að sjálfsögðu hvergi að vera nema um ferðir um Vestfírði og erum bjartsýn á starf sumarsins. Nú hefur aðstaða til að sinna ferðamönnum enn batnað á ísafirði, því ný upplýs- ingamiðstöð hefur verið opnuð í Aðalstræti 7, hinu sögufræga Edin- borgarhúsi. Ahugafólk hefur séð um endurbyggingu hússins og þar verð- ur ýmis menningarstarfsemi í fram- tíðinni, auk upplýsingaþjónustunnar og ferðaskrifstofunnar Vestur- ferða." Gott mannlíf, öflug þjónustufyr- irtæki og stórbrotin náttúra eru í sjálfu sér næg ástæða fyrir ferða- fólk til að heimsækja Vestfirðina, að mati Þórunnar, en að sjálfsögðu stendur enn fleira til boða. „Sigling- ar og gönguferðir eru okkar aðals- merki. Djúpbáturinn Fagranes siglir um Djúp og norður á Homstrandir, auk þess að fara tvisvar sinnum í lengri ferðir í Reykjafjörð. Fagranes- ið kemur líka við í Vigur, eyjunni fögru sem fékk umhverfisverðlaun Ferðamálaráðs íslands þegar þau voru veitt fyrsta sinni í fyrra. í Vig- ur er hægt að njóta veitinga í Viktor- íuhúsi. Þá er boðið upp á siglingar í Hesteyri, ferðafólk fer í land og gengur yfir í Aðalvik, þar sem bátur- inn bíður. Hrefnuveiðimaðurinn Konráð Eggertsson rekur líka fyrir- tækið Kjöi og er með tvo báta á sín- á sjálfum Vestfjörðunum. Ganga eftir Vesturgötunni hefst í Haukadal, Dýrafírði. Gengið er inn Haukadal og síð- an inn Lambadai og yfir Lokin- hamraheiðlna, sem er í 600 metra hæð yfír sjávarmáli. Þá er gengið niður Lokinhamradal á áfangastað. A öðrum degi er gengið frá Lokinhamradal út í Svaívoga, þar sem gist er aðra nóttina. Þessi dagleið er stutt, en mai-g- ir möguleikar eru á göngum um nágrennið. Fyrir svefninn njóta göngugarpar sólarlags- ins. A lokadegi göngunnar er gengið fyrir Hafnamesið að Haukadal, þar sem gangan hófst. ■ um snærum. Annar er hraðbáturinn Anna, sem tekur tíu farþega. Hann siglir samkvæmt áætlun í Vigur og um Djúp eftir pöntun. Hinn báturinn er fiskibáturinn Halldór Sigurðsson ÍS 14, sem er 30 tonna bátur og hefur honum verið breytt í farþega- bát fyrir 40-50 farþega. Kjölur er í samvinnu við Vesturferðir. Þá reka hjónin Guðrún Kristj- ánsdóttir og Hafsteinn Ingólfsson nítján far- þega bát, Blika ÍS. Þau sigla með ferðamenn í skemmtiferðir um ísa- fjarðardjúp, Jökulfirði og Homstrandir. Islendingar eru fjöl- mennastir ferðamanna á Vestfjörðum, en erlendir ferðamenn, svo sem Þjóðveijar, hafa einnig sýnt landsvæðinu vax- andi áhuga. „Við eigum ekki eingöngu að líta til erlendra ferðamanna, sem em um 140-150 þúsund á ári og þeirrar staðréyndar að þeir eyði hér 18 miiljörðum. Auð- vitað em þeir peningar sem ferða- þjónustan aflar þjóðarbúinu á þenn- an hátt mikilvægir; en við megum ekki gleyma því að Islendingar sjálf- ir nota 8-10 milljarða króna í sínu fríi og þessum hópi verður að sinna vel.“ Göngur, sigllngar og veiðl Göngugarpar, sem sækja Vest- firði heim, hafa ávallt verið hrifnir af Homströndum og þangað em skipulagðar fjölmargar ferðir í sum- ar. „Við gleymum þó ekki okkar nánasta umhverfí, sem býður upp á fjölmargar, skemmtilegar göngu- leiðir, til dæmis á milli Önundarfjarð- ar og Álftafjarðar, eða Þingeyrar og Álftafjarðar. Frá ísafirði er hægt að fara fjölmargar styttri ferðir, upp í Naustahvilft eða að Fossavatni, svo dæmi séu nefnd. Gönguferðirnar era því við allra hæfi og nú fæst svo góður útbúnaður, að veðrið skiptir engu máli, enda ætla ég nú ekki að lofa sól og blíðu alla daga. Slíkt samræmist nú ilia ferðamennsku á íslandi." Sægörpum má benda á að á þriðjudögum og fimmtudögum í sumar er boðið upp á siglingu um Djúpið, farþegar spreyta sig í sjó- stangaveiði og bomar eru fram veit- ingar um borð. „Möguleikar á styttri ferðum em nánast óþijótandi. Boðið er upp á dagsferð um ísafjörð og Bolungarvík með siglingu út í Vig- ur, þijá daga vikunnar er boðið upp á þriggja klukkustunda siglingu um Jökulfirði, hægt er að rölta í tvo tíma um ísafjarðarkaupstað í fylgd leið- sögumanns, fara í hringferð um Homstrandir, siglt er í Unaðsdal, þeir sem ekki vilja sigla á Horn- strandirnar geta flogið í Reykjafjörð, en þaðan er hægt að ganga að rótum Drangajökuls. Það er líka hægt að fara í hópferð að foss- inum Dynjanda í Arn- arfirði, eða heimsækja Dýrafjörð og skoða sögusvið Gísla sögu Súrssonar og er fátt eitt nefnt." Turnhús og Tjöruhús Ef ferðalangar era um kyrrt á ísafirði geta þeir gert sér ýmislegt til dundurs og fróðleiks. Þórunn segir að flestir gestir fari í Turnhúsið og Tjömhúsið, 18. aldar hús í Neðstakaupstaðnum. „í Tjömhúsinu verða svokölluð Sumar- kvöld, en í fyrra hófu Vesturferðir, Byggðasafn Vestfjarða og Listaskóli Rögnvaldar Ólafssonar samvinnu um að hleypa dagskrá þessara kvölda af stokkunum," segir Þómnn. „Sumarkvöldin verða sjö og hefur hvert kvöld ákveðið viðfangsefni sem tengist Vestfjörðum á einn eða ann- an hátt, flutt er erindi um efnið á íslensku og ensku og tónlist tengd viðfangsefninu flutt. Auk þess er einn safngripur sýndur, notagildi hans lýst og flutt stutt erindi um húsin í Neðstakaupstað. Þá eru kaffiveitingar í hefðbundnum ís- lenskum stíl.“ Ísafjarðarhátíð í bæ þar sem íbúamir halda ár- legt sólarkaffi til að fagna því að sólin er farin að gægjast yfir fjalls- toppana á ný eftir dimma vetrar- mánuði þarf ekki að koma á óvart að blásið sé tii sérstakrar hátíðar til að fagna hásumri. Þetta gera ísfirð- ingar dagana 26.-28. júlí. „Þessi hátíð er til að lyfta mönnum upp og fá dálitla tilbreytingu. Boðið verður upp á siglingar, ýmiss konar tónlist- arfiutning og götumarkað, svo fátt eitt sé nefnt,“ segir Þórann. „Við ætlum líka að halda sérstaka hátíð um Verslunarmannahelgina, en hún verður andstæða flestra annarra hátíða um þá helgi, því hún ber yfir- skriftina „I ró og næði“. Sú hátíð verður að mörgu leyti með svipuðu sniði og Ísafjarðarhátíðin, en yfir- bragð hennar öllu rólegra, eins og nafnið gefur til kynna.“ Nú mæti ætla að upplýsinga- og ferðamálafulitrúinn hefði nefnt flest það sem í boði er á Vestfjörðum, en það reynist rangt, því aðeins hefur verið stiklað á stóru. Ekki hefur verið tíundað að tónlistarlíf í Ísa- fjarðarbæ verður með miklum blóma í sumar sem endranær, og enn bjóð- ast ótal aðrir möguleikar til afþrey- ingar. Farin verður „óvissuferð" í Önundarfjörð þann 24. júlí, sand- kastalakeppni haldin þar á fjöl- skylduhátíð þann 3. júlí, fiskmarkað- ur í Neðstakaupstað á ísafirði 10. júlí, kraftakeppnin „Vestfjarðavík- ingurinn" 11.-13. júlí og golfmót era mörg og margvísleg. Um næstu helgi, 22. júní, hlaupa Vestfírðingar og gestir hálfmaraþon í Óshlíðinni. Það þarf því ekki að efast um orð Þórannar, þegar hún segir að sífellt sé verið að hrinda nýjum hugmynd- um í framkvæmd um alla Vestfirði. „Þetta er sú atvinnugrein sem við getum lagt enn meiri áherslu á,“ segir hún. „Við getum selt sérstöðu náttúmnnar og stefnt að því að gera Vestfírðina umhverfisvænt svæði, enda er vaxandi áhugi á svokallaðri grænni ferðamennsku. Hérna vantar svo sannarlega ekki heillandi um- hverfi og Vestfirðingar sjálfir eiga nóg í pokahominu fyrir ferðamenn," segir Þórunn Gestsdóttir, upplýs- inga- og ferðamálafulltrúi ísafjarð- arbæjar. ■ Dagskrá sumarkvölda SUMARKVÖLD1996 eru 811 fimmtudagskvöld frá 27. júní til 15. ágúst S Tjöruhús- inu I Neðstakaupstað á ísafirði. Þau eru öllum opin og hefst dagskráin öll kvöld- in kl. 20.30. Dagskráin í sumar er með þeim hætti, að fyrsta kvöld- ið, 27. júní, verður fjallað um kynlega kvisti á Vest- fjörðum. Þann 4. júlí er fjall- að um stríðsárin, 11. júli er tileinkaður hreppaflutning- um og sá 18. kvöldvökum og húslestrum. 25. júlí verð- ur fjallað um lífið á reitun- um; saltfiskvinuslufyrri tíma. Fyrsta dag ágústmán- aðar verður túnlist í Tjöru- húsinu, þann 8. verður sagt af farskólum og öðrum skólamálum á Vestfjörðum liðinna alda og síðasta Sum- arkvöldið verður í Vigur þann 15. ágúst. ■ Gengið eftir Vesturgötu Þórunn Gestsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.