Morgunblaðið - 16.06.1996, Síða 13

Morgunblaðið - 16.06.1996, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUMARFRÍ Á ÍSLANDI „ÞAÐ ER ódýrast og best að taka með sér nesti. Flestum finnst gaman að stoppa bílinn og setjast upp í brekku einhvers staðar með nestið sitt,“ segir Laufey Steingrímsdóttir, nær- ingarfræðingur, þegar hún er innt eftir því hvaða ráð hún geti gefið fjölskyldum á ferða- lagi um mataræði. Þegar Laufey tal-. ar um nesti, þá á hún ekki bara við smurð- ar samlokur og kaffi á brúsa. „Það er til dæmis hægt að útbúa kart- öflusalat, sjóða nautatungu eða grilla kjúklinga- leggi og taka þetta með í ferðina. Ef fjölskyldan vill eitt- hvað sætt í eftirrétt er gott að eiga köku í boxi. Nesti af þessu tagi gæti enst fjöl- skyldunni vel í upp- hafi ferðalagsins, en auðvitað endist það ekki í lengri ferðir." Fisk og grænmeti á grilliA fslendingar eru allra þjóða iðnastir við að draga fram grill- ið í sumarfríinu. „Grillið er ág- ætt inn á milli, en það er vissu- lega hæpið ef fólk ætlar sér að borða þunga kjötmáltíð af grill- inu alla daga. Það reynist flest- um of mikið af þvi góða. Það má líka benda fólki á að víðast hvar er hægt að nálgast ferskan og góðan fisk á grillið. Með hon- um er hægt að bera ýmislegt grillað grænmeti, til dæmis tóm- ata, sem er lostæti," segir hún. Til að fá tilbreytingu frá nest- inu og grillinu segist Laufey sjálf gjarnan koma við í bænda- gistingu, þar sem hún fái ís- lenskan heimilismat. „Auðvitað kostar það sitt að kaupa tilbúinn mat, en skyndifæði kostar líka sitt og það er svo miklu skemmtilegra að kynnast því hvernig fólkið í landinu býr.“ Kjöt I brauði eða hamborgari með sósu? Fyrst Laufey nefndi skyndi- fæði er hún innt eftir því hvort slíkur matur sé allur af hinu illa. „Nei, það þarf alls ekki að vera slæmt að fá sér hamborg- ara eða pítsu af og til. Ham- borgari, sem er jú bara kjöt í brauði, er ekki slæmur, en kokkteilsósan og alls konar gums af því tagi sem fylgir gerir máltíðina miklu óheppi- legri en hún þyrfti að vera.“ Laufey segir að margt gott sé að finna í þjóðvegasjoppun- um svokölluðu, en hún segist þó oft sakna þess að geta ekki keypt epli, appelsín- ur, banana og aðra ávexti í stykkjatali. Ekki megi setja svo strangar heil- brigðisreglur að sjoppunum sé gert ókleift að selja slíka hollustu. „Eg hef líka rekið migáþaðáferða- lögum um landið að það getur verið erf- itt að finna verslanir sem selja léttmjólk. Margir krakkar hafa vanist létt- mjólkinni og fáist hún ekki biðja þeir frekar um gosdrykk en nýmjólk. Það væri því mjög gott ef léttmjólkin væri víðar á boðstólum og ekki væri verra ef hún fengist í litlum fernum." Tilbreyting mikilvægari en sælgæti Margir kannast við það á ferð- um sínum, að krakkarnir í aftur- sætinu vilja gjarnan koma við í sjoppu og fá eitthvað gott í munninn. „Sælgæti á auðvitað rétt á sér í fríinu, en það verður auðvitað að takmarka það eins og endranær," segir Laufey. „Is- inn er tvímælalaust bestur og ég bendi á að ís úr vél er miklu fituminni en sá sem seldur er í pökkum. Poppkorn er líka syk- urlaust og tiltölulega mein- laust.“ Laufey segir að oft sé hrein- asti óþarfi að koma við í sjopp- unni og kaupa nammi. „Krökk- um finnst oft alveg eins gott að fá flatköku með hangikjöti, til að narta í á leiðinni. Það er líka ágætt að hafa með sér gulræt- ur, sem börnin geta nagað. Krakkar verða oft leiðir á að silja í bíl og vilja tilbreytingu, en tilbreytingin þarf ekki að vera sjoppuferð. Það er hægt að vinna vel úr því sem býðst og auðvitað mega reglurnar ekki vera of einstrengingslegar þegar fjölskyldan ætlar að njóta sumarfrísins." ■ Laufey Steingrímsdóttir SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 1996 D 13 -------------------------U— Sumaráætlun m/s Heriólfs Heriólfur li§. Gildir frá 20. maí til 1. sept. 1996 Vegna Þjóðhátíðár Vestmannaeyja breytist áætlunin sem hér segir: Sunnudaginn 4. ágúst verður aðeins ein ferð frá Vestmannaeyjum kl. 13.00 ogfrá Þorlákshöfn kl. 16.00 Mánudaginn 5. ágúst er brottför frá Eyjum kl. 11.00 og kl. 18.00 og frá Þorlákshöfn kl. 14.30 og kl. 21.30 Aukaferðir verða 31. júlí og 6. ágúst og þá frá Vestmannaeyjum kl. 15.30 og frá Þorlákshöfri kl. 19.00 Að öðru leyti gildir sumaráætlunin. SUMARAÆTLUIM 1996 Frá Vestmannaeyjum Frá Þorlákshöfn 8.15 12.00 Alla daga Aukaferðir eru á: Fimmtud-, föstud-, og sunnudögum 15.30 19.00 Allar frekari upplýsingar er að fá í: Vestmannaeyjum: Sírni 481-2800, fax 481-2991. Þorlákshöfn: Sími 483-3413, fax 483-3924. Reykjavík: Sími 552-2300 (aðeins urn rútuferðir). Áætlaóur siglingatími milli lands og Ey)a eru 2.45 klst. HERJÓLFUR brúar bilið UTIVISTARBUÐIN TJALDBORGIN ER RISIN Frábært verð og vönduð hústjöld Fimm stærðir Verð frá kr. 29.950 iDífÉ PEAK Fjölskyldutjöld 4ra til 8 manna Kulutjöld 3ja til 5 manna tmsfmm- ------------ ADVENDURE Fimm gerðir af skemmtilega útfærðum kúlutjöldum Verð frá kr. 7.900 Komið og skoðið hina veglegu tjaldborg okkar við Umferðamiðstöðina Einnig mikið úrval af svefnpokum, bakpokum og ferðavörum. Sendum íslenskan myndabækling með verðum. S?o*t LEIGANI LEIGA.N ÚTIVISTARBÚÐIN Vatnsmýrarvegi 9.101 Reykjavík.lceland ALLY TIL UTILEGU tel.551 3072.Fax 561 3082

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.