Morgunblaðið - 16.06.1996, Page 14

Morgunblaðið - 16.06.1996, Page 14
14 D SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ' 1996 MORGUNBLAÐIÐ SUMARFRÍ Á ÍSLAIMDI HÚSAKOSTUR Árvalla er myndarlegur, sumarhús, gistiheimili og bústaður Árvallabænda. HERBERGIN eru ljósmáluð og björt og í þeim öllum eru ný furuhúsgögn. MATSALURINN, þar sem ferðamenn snæða. Svo er hægt að tylla sér með kaffisopann fram í sólstofuna. Leist betur á f erðamenn en ref i og kjúklinga Bændurnir á Árvöllum á Kjalarnesi eru stórhuga í ferðaþjón- ustunni og hafa reist myndariegt gistiheimili. Ragnhild- ur Sverrisdéttir heimsótti Kristínu Andersen og Ingvar Á. Guðmundsson og kynnti sér búskapinn. Morgunblaðið/Kristinn HJÓNIN Kristín Andersen og Ingvar Á. Guðmundsson við nuddpottana tvo á veröndinni við gistihús- ið. Þar er einnig myndarlegur pallur fyrir grillið og á næstu vikum verður lokið við byggingu gufubaðs. „Þessi lúxusaðstaða veitir okkur ákveðna sérstöðu," segja Árvallabændur. Á ÁRVÖLLUM á Kjalarnesi geta 20-22 gist í einu í glæsilegu húsí og 6-8 manns að auki geta leigt sumar- húsið hinum megin við hlaðið. Gest- irnir geta keypt morgunverð og pant- að aðrar máitíðir. Útlendingar þiggja gjarnan fisk og skyr, en íslendingar eru oft að gera sér glaðan dag, til dæmis með starfsfélögunum og þá dugar ekkert minna en þríréttuð veislumáltíð með lambafillet í önd- vegi. Hani með vanstilltan vekjara Árvellir eru einn þeirra kosta, sem bjóðast þegar leitað er eftir svokall- aðri bændagistingu, en hjónin Kristín Andersen og Ingvar Á. Guðmunds- son eru stórhuga og láta sér ekki nægja að leigja út eitt og eitt her- bergi, heldur hafa reist myndarlegt gistiheimili og raunar er ferðaþjón- ustan eini búskapurinn á þessari jörð. Kristín starfaði sem kennari og Ing- var í byggingariðnaði þegar þau ákváðu að láta drauminn rætast og kaupa jörð. Þau byggðu sér sumar- hús sem þau bjuggu í á meðan íbúð- arhúsið var klárað, fluttu svo inn, áttuðu sig á að markaðurinn byði ekki upp á að þau skelltu sér í ali- fugla- og loðdýraeldi, auglýstu sum- arhúsið til leigu og hafa frá þeim tíma" lagt megináherslu á ferðaþjón- ustu. Þegar rennt er í hlað á Árvöllum heyrist ómur af hanagali frá næsta bæ og haninn galar af og til næstu stundirnar. Það er eitthvað vanstillt- ur í honum vekjarinn, að sögn Ár- vallabænda, enda hlýtur að vera erf- itt að vera hani á síbjörtum sumrum. Galið kemur þó ekki að sök, því han- inn er það langt í burtu að gestirnir á Árvöllum geta sofið rótt. Reyklaust og bjart „Við tókum gistihúsið í notkun í júli árið 1994,“ segja þau hjón þegar þau sýna blaðamanni húsnæðið. Á neðri hæðinni eru fimm tveggja manna herbergi með baði, uppi eru fjögur tveggja manna herbergi með handlaugum og tvö einstaklingsher- bergi að auki. Óll eru herbergin ljós- máluð og björt, með furuhúsgögnum. Á efri hæð er fundaraðstaða og setu- stofa, enda koma smærri fyrirtæki og starfshópar gjaman til dvalar á Árvöllum og halda jafnvel árshátíðir þar. Það vekur athygli að öll herbergin eru reyklaus. „Við leyfum ekki reyn- ingar nema í sólstofunni, til að halda húsinu „fersku“. Því fer fjarri að gest- imir kvarti, við vinnum frekar markað á þessu,“ segja þau. Útlendingar eru margir í hópi gest- anna á Árvöllum. „Útlendingar eru ekki að sækjast eftir borgarmenningu á íslandi og þeim fínnst kjörið að búa hér, en skreppa svo til Reykjavíkur af og til, Þetta er ekki nema tuttugu mínútna akstur. Við verðum vör við sömu afstöðu hjá fólki utan af landi, sem er kannski að koma með alla fjölskylduna í heimsókn suður. Þetta fólk kærir sig ekki um að setjast upp á ættingja í bænum og því líður vel að vera hér, þar sem krakkarnir geta leikið sér utan dyra án þess að þeim stafi ógn. af umferðinni. Þetta fólk sækist líka í að leigja sumarhúsið, það sem allt að 10 manns geta gist í einu. Ef gestir hér vilja skreppa í bæinn, þá getum við séð um að koma þeim þangað og ekki síður sækja þá aftur að erindi loknu.“ Árvellir á Kjalarnesi eru miðsvæðfs En hvað með afþreyingu fyrír gestina? „Gestir okkar hafa gjarnan viljað svipast um í nágrenninu og við getum látið þeim í té mjög gott kort af gönguleiðum, bæði upp í Esjuna, í fjörunni og alls staðar þar á milli. Þar njótum við góðs af því að vera í landnámi Ingólfs, þar sem allar merkingar eru góðar. Hérna er líka boðið upp á leiðsögn um sögusvið Kjalnesingasögu. Þrátt fyrir að sú saga sé umdeild, þá er hún fjörug og skemmtileg. Gestir fara líka oft í stutta gönguferð upp í fjall, að klettamynd sem kallast Kvensöðlar. Þaðan sést yfir alla Reykjavík og það er tilkomumikið á kvöldin. Loks ætl- um við okkur svo að koma upp hesta- leigu.“ Ingvar segir að margir furði sig á að hægt sé að reka gistiheimili af þessari stærð svo nálægt höfuðborg- inni. „Það má ekki gleyma því að fjöldi íslendinga fer til Reykjavíkur í sumarfríinu, en vill lika njóta nátt- úrunnar. Við erum mjög miðsvæðis. Það tekur aðeins 20 mínútur að aka til Reykjavíkur, 30-35 mínútur að fara á Þingvelli, Gullfoss og Geysir eru innan 100 mínútna aksturstíma, þijú kortér tekur að fara í Bláa Lón- ið og svo mætti lengi telja. Það er ekkert mál að skreppa í dagsferðir á Snæfellsnes og hingað koma veiði- menn sem eru í laxi í Brynjudalsá eða renna fyrir silung í Hvammsvík eða Meðalfellsvatni.11 Nú hefur ferðaþjónustunni á Ár- völlum vaxið svo fiskur um hrygg að Kristín hefur hætt kennslu og snúið sér alfarið að starfseminni. Dóttirin Sóley Margrét er einnig að hefja störf við hlið foreldra sinna. „Kristín er loks orðin ferðabóndi í fulli starfi, en ég er kannski ennþá í byggingariðnaðinum, alla vega sé ég um að dytta að,“ segir Ingvar málarameistari. Græn ferðamennska Hver eru framtíðaráform ferða- bændanna i Árvöllum? „íslendingar ætla sér að ná hluta af ferðamarkaði í heiminum, enda er norðrið í tísku. Við ætlum okkur að taka þátt í sívaxandi ferðaþjón- ustu hér á landi, þegar margir eru að átta sig á gildi útivistar, ekki bara vegna náttúrufegurðarínnar, heldur einfaldlega vegna þess að það er hollt að hreyfa sig.“ Kristín segir að búskapurinn á Árvöllum falli vel inni í hugmyndir manna um græna ferðamennsku. „Ég er sjálf mjög jákvæð fyrir því að hér verði aðeins borið á borð Iíf- rænt ræktað grænmeti í framtíðinni og við ætlum okkur svo sannarlega að vera sjálfum okkur nóg með það.“ Ekki til sólarlanda Hvert fara ferðabændur, þegar þeir eiga frí? Kristín og Ingvar segja að þau hafí nú lítið þurft að velta því fyrir sér undanfarin ár, því engin frí hafi gefist. „Við reynum þó alltaf að slappa af á haustin og núna, þegar dóttir okkar kemur inn í reksturinn, getum við leyft okkur að skreppa frá. Þá ferðumst við áreiðanlega inn- an!ands.“ Ingvar bætir því við að hann hafi einu sinni á ævinni farið til sólar- landa. „Hitinn var að drepa mig og mátti litlu muna að ég kæmist lif- andi heim,“ segir hann og hryllir sig við tilhugsunina. Kristín mótmælir þessu ekki, en segir að það eigi bet- ur við þau að ferðast á eigin vegum innanlands en slást í hóp með fólki í sólarlandaferðir. 83 JRJ fcrðahúsið er liannað fyrir íslenskar aðstæður og íslenskar ferðavenjur jafnt sumar sem vetur. JRJ bifreiðasmiðja hf. Váririahlíð; Skugál irði, sínii 4.63-X.I 19 g . m TilboðsVerð á sumarblómum og birkikvisti • Tré og runnar af ýmsu tagi • Frábærar fjölærar plöntur • Failegar hengikörfur • Gott úrval af rósum Verið velkomin Or^rárMin Grænahlíð Furugerði 23, við Bústaðaveg, 108 Reykavík. sími 553-4122

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.